Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2001, Blaðsíða 4
36 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2001 DV notaðíE bílab Komdu með bílinn þinn og við auglýsum hann frítt á netinu á benni.is Suzuki Grand Vitara, árg. 1998, ek.68 þús. km, gullsanseraður, 5 d., 5 g., samlitur, abs, loftp., allt rafdr. Verð 1.520.000 BÍLL VIKUNNAR Porsche 928 s4, árg. 1987,8 cyl., 320 hö., ek. 100 þús.km, ssk., leður, sóll., allt rafdr. Einstakur sþortbíll í toppstandi Verð 1.690.000, ath. skipti. ) Coroila XLi sedan, special series, árg. 1996, ek.99 þús.km, 5 g., álf., vindskeið, dráttarkúla. Verð 760.000, gott eintak. Daewoo Musso Grand-luxe TDI 02/99, 35“ breyttur, ek 32 þús.,km, 5 g„ kastaragrind, tengdamömmubox, litað gler, dráttarkúla, sóllúga, o.fl o.fl Glæsilegur bfli. Verð 2.800.000, áhv.2 milij. Ath skiþti á ódýrari. VW bjalla, árg.1971, fjólublár, spoilerkit, cd, álf. o.fl. Mikið yfirfarinn, í góðu standi. Verð 250.000. Subaru Legacy stw 2,0, árg. 1998. ek.61 þús. km, álf., cd, dráttarkúla, vindskeið. Verð 1.450.000, áhv.960.000. Honda cbr 900rr, árg. 1999, ek.12 þús. km. Hrikaleg græja. Verð 1.070.000, ath. ýmis skipti. vss ^ h Dodge Caravan, árg. 1997, ek. 80 þús. 5 d., grænblár, ssk., fjarst. samlæsingar, litað gler, loftkæling, o.fl. "““ViB BÍLASALAN SKEIFAN • BILDSHOFÐA 10- S: 577 2800 / 587 1000 www.benni.is Breyttur opnunartimi: Virka daga. 10-19 • Laugardaga 11-17 Akureyri: Bilasalan Ós - Hjalteyrargötu 10 - Sími 462 1430 Bílar TechArt sérhæfir sig í að gera gott enn þá betra TechArt er fyrirtæki sem sérhæf- ir sig í að breyta Porsche-sportbíl- um í hálfgerða kappakstursbila og er stærsta og þekktasta fyrirtækið í breytingum á þessum gerðum bíla. DV-bílar heimsóttu það í höfuð- stöðvum þess í nágrenni Stuttgart i Þýskalandi, en þar er breytt um 300 Porsche-bílum á hverju ári. Hægt er að gera óskalista en flestar breyting- arnar eru svokallaðar pakkabreyt- ingar og er þá nánast öllu breytt, jafnt að innan sem utan. Eiga metið á Niirburgring Tæknimenn TechArt hafa náð langt í breytingum sínum á Porsche-bílum og á 911-bíU frá þeim metið á Niirburgring Nordschleife- kappakstursbrautinni þegar hann fór hana á 7.43 minútum. Sá bUl er alveg hrikalega öUugur, 620 hestöU, og þótt togið í grunnbílnum hafi þótt yUrdrifið fyrir bættu þeir rúm- um 200 Newtonmetrum við það, upp i 825 Nm. DV-bílar fengu einn bíl að láni frá þeim, reyndar ekki þennan en þokkalega sveran bU samt, Porsche 996 Widebody. Sá bíU hafði fengið aUsherjar breytingapakka og nánast ekkert atriði látið óhreyft. Yflrbyggingin var nánast öll gjör- breytt, hafði fengið nýjan fram- og afturenda, með stærri loftinntökum og vindskeiðum. Búið var að stækka hliðarsvuntur og loftinntök fyrir vélina á hliðum bílsins og það- an kemur því nafnið, Widebody. All- ar þessar breytingar miðuðu að því að fá meiri vindpressu á bUinn á miklum hraða, auk þess að kæla betur vinnsluhluti eins og bremsur og vél. BUlinn var á sverari dekkj- um og með enn öUugri bremsur. Einnig var búið að endurhanna fjöðrunarkerfið og lækka hann um 20 mm og auka aU vélarinnar um 10%, úr 300 í 330 hestöU. Girkassinn var svokallaður „Shortshift" frá Porsche, með styttri hreyfingum á milli gíra. Loks hafði bíllinn fengið aUsherjar yfirhalningu á innrétt- ingu sem var öU úr klæðskera- sniðnu leðri, rauðu og svörtu, og hljómtæki er samsvöruðu bílnum. Athygli vakti hversu vel var frá þeim gengið og nánast engu fórnað af því litla plássi sem er til ráðstöf- unar í þessum bílum. Á200 + DV-bUar höfðu þennan bíl til ráð- stöfunar í einn sólarhring og er óhætt að segja að sá tfmi var nýttur tU hins ýtrasta. Nálægt Stuttgart er einn best hraðbrautarkaUi landsins á Autobahn A81, með löngum og beinum köUum. Þar settum við bíi- inn í 276 km hraða með tvo i bílnum og átti hann þá enn eitthvað eftir. Þeir sem hafa ekið yfir 200 km hraða vita hvað hver kUómetri í hraðaaukningu skiptir miklu máli eftir það. Allt umhverfi rennur sam- an í einn punkt fyrir framan bUiim og vindhljóð nánast yfirgnæfir hljóð frá vél á 8000 snúningum. Það er eins og sumir bUar léttist aUir og maður fær það á tilfinninguna að maður þurU bara að toga í stýrið tU að þeir taki Uugið, en ekki þessi bUl. Vindpressan gjörsamlega límdi bUinn við malbikið og það var eins og risahönd héldi segli undir bíln- um. Við fundum líka auðan sveita- veg nálægt Boxberg-tilraunabraut- inni, sem viö ætluðum að heim- sækja, en hún var lokuð vegna próf- ana Opel á Signum, bUnum sem tek- ur við af Omega. Þar slökktum við á spólvörninni og leyfðum bílnum að yfirstýra gegnum beygjurnar, en á Porsche er nánast hægt að stjórna með bensíngjöfinni og ef það var einhvern tímann auðvelt var það á þessum bil. Eini gaUinn við bilinn var hversu miklu bensíni hann eyddi sem var svo sem fyrirsjáan- legt. Eftir um 500 km akstur stóð bensínreikningurinn í 14.000 krón- um en við hugguðum okkur við að það var hverrar krónu virði. -NG Breytingar TechArt LOFTFLÆÐIPAKKI Framstuðari með stærri loftinntökum Afturstuðari Vindskeið Hliðarsvuntur Loftinntök á afturbretti Loftúttök á frambretti Sport-pústkerfi Sport-lofthreinsikerfi Stærri blöndungar UNDIRVAGN Sportfjöðrun, 20 mm lægri Auka-jafnvægisstöng Stærri bremsur/rauð dæluhús Dekk framan: 225/40 ZR 18 Dekkaftan: 285/30 ZR 18 INNREITING Álpedalar Gírstöng úr áli Állína i innréttingu, mælaborði Tvílit leðurinnrétting rautt/svart Recaro-sportstólar Nokia-símkerfi Gervihnattaleiðsögukerfi Verð: 8.100.000 án tolla og vsk. o Aöalstöövar TechArt eru í þessu húsnæöi en þar fer öll breytingavinna þeirra fram. Allar mælingar og prófanir fara svo fram í ööru sérhæföu húsnæöi skammt frá. © Porsche-sportbíll á Dynobekk sem mælir hestöfl vélarinnar til afturhjólanna. © Vélin í 996-bílnum var 30 hest- öflum kraftmeiri en frá verksmiöju sem var ekki mikil breyting, aö sögn TechArt-manna. © Vindskeiöin er sérhönnuö af TechArt til aö mæta öörum breyt- ingum á yfirbyggingu bílsins. @ TechArt Widebody stendur fyrir breiöari yfirbyggingu með stærri loftinntökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.