Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2001, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2001, Page 3
30 35 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2001 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2001 Bílar DV Bílar FIAT STILO ABARTH Vél: 2,4ra lítra, 5 strokka bensínvél. Rúmtak: 2446 rúmsentímetrar. Strokkar/ventlar: 5/4. Þjöppun: 10,5:1. Gírkassi: 5 gíra Selespeed með rafmagnskúplingu. UNDIRVAGN Fjöðrun framan: Sjálfstæð MacPherson-klafafjöðrun. Fjöðrun aftan: Hálfsjálfstæð með jafnvægisstöng. Bremsur framan/aftan: Diskar/diskar með ABS, EBD, ASR, MSR og ESP. Felgur/dekk: 205/55 R16. YTRI TÖLUR Lengd-breidd-hæð: 4182/1784/1475 mm. Hjólahaf: 2600 mm. Beygjuradíus: 11,1 metri. INNRI TÖLUR Sæti/hurðir: 5/3. Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 5/6. Farangursrými: 305 litrar. HAGKVÆMNI Eyðsla á 100 km: 9,7 lítrar. Eldsneytisgeymir: 58 lítrar. Verð: ? kr. Umboð: ístraktor Staðalbúnaður: Þokuljós, hitaðir útispeglar, sportmælaborð, 3 upplýsingaskjá- ir, þar af einn í lit, hljómtæki með 8 hátölurum og bassakeilu, fjölstillanleg sæti og stýri, léttstýri. SAMANBURÐARTÖLUR Hestöfl/sn.: 170/6000. i Snúningsvægi/sn.: 221 Nm/3500. Hröðun 0-100 km: 8,5 sek. Hámarkshraði: 215 km. Eigin þyngd: 1265 kg. 1--, r |- ^ , . , „„ . ...r,-,, . ■ , - 1rl FRETTIR UTAN UR HEIMI Breytingar á jepplingi Saab Saab hefur neyöst til að endur- hugsa áœtlaðan fjórhjóladrifsbíl sinn eftir að yfirmenn GM höfn- uðu þeirri áœtlun að byggja hann á sama undirvagni og Pontiac Aztek og Buick Rendezvous, Líklegra er talið að bíllinn verði að nota sama undir- vagn og nýr Opel Vectra og Saab 9-3. Hönnuðir Saab eru á Þriðji milljónasti Land Roverinn Land Rover hefur nú framleitt þrjár milijónir eintaka af fjór- hjóladrifsbílum sínum, 53 árum eftir að fyrsti bíllinn var fram- leiddur i Lode Lane-verksmiðju fyrirtœkisins í Solihull. Bíllinn sem rúllaði út af fœribandinu með þessu númeri var blár Frelander V6 á leiðinni á markað í Banda- ríkjunum. fullu að klára tilraunaútgáfu af honum fyrir bílasýninguna í Detroit í janúar en endanleg út- gáfa hans kemur ekki á markað fyrr en 2004. Notast verður við hugmyndir frá 9X tilraunabílnum sem vakti athygli á Frankfurt-sýn- ingunni í siðasta mánuði. Hann verður fimm sœta í stað sjö, með háa sœtisstöðu og breytilegt far- angursrými. GM og Saab segja að hann eigi að hafa meiri tor- fœrueiginleika en Volvo V70 XC og hafa sett markið á BMW X5. Fjórhjóladrifið er rafstýrt svipað og 4Matic kerfið í Aztek og Rendezvous. Aflið mun koma frá nýrri áivél frá GM sem verður þriggja lítra V6. Einnig er búist við því að hann fái 300 hestafla vél- ina með tvöföldu túrbínunni sem búist er við í 9X eða jafnvel SCC (Saab Combustion Control) vél- ina sem Saab vann nýlega verð- laun fyrir, en hún breytir þjöþþu vélarinnar með því að halla blokkinni. Góð útkoma Ford Expedition Ford Expedition-jeppinn hefur fengið nokkrar rósir í hnappagat- ið að undanförnu. Nýiega var hann valinn besti fullvaxni jepp- inn í gœðakönnun J.D. Power & Associates. Könnunin er byggð á skýrslum frá eigendum 54.565 bíla á útkomu þeirra fyrstu 90 dagana. Einnig varð Expedition fyrsti jeppinn til að fá fimm stjörn- ur í árekstrarprófi að framan þar vestra. Kostir: Einstaklega vel búinn, stýrisstillingar, framsœti, hljóðlátur. Gallar: Mœtti hafa stífari fjöðrun, aðeins fáanlegur með Selespeed í Abarth-útgáfu. Fiat frumsýndi viö mikla viöhöfn á dögunum hinn nýja Stilo sem keppa mun við bíla eins og VW Golf. Um er að ræöa vel búinn, lítinn millistærö- arbil í bæöi þriggja og fimm dyra út- gáfum. Báðir eru byggöir á sama und- irvagni þótt útgáfumar séu nokkuð ólíkar aö ytra lagi. DV-bílar reynslu- óku þriggja dyra Abarth-útgáfunni með Selespeed-skiptingu í Barcelona. Meö langan lista af búnaði 1 þessari útgáfu er Stilo alveg ótrú- lega vel búinn eins og í ódýrari útgáf- unum. Sem búnað í bílnum sem próf- aður var má nefna tvöfalda miðstöð með hitastillibúnaði, rafdrifin fram- sæti með minni og Xenon-framljós, en þetta er dæmi um búnað sem sést að- eins í mun dýrari bílum. Skriðstillinn er hægt að fá með radar sem stýrir fjarlægö bílsins í næsta farartæki og heldur honum þar með því að nota bremsur eða bensíngjöf eftir því sem við á. Hljómtækjum er stjórnað frá stýri og geta þau meðal annars spilað MP3-diska. Hljómtækin eru 260 vött og eru hátalararnir alls níu. Prófunar- bíllinn var einnig búinn svokölluðu iCONNECT-kerfi sem einnig er hægt að stjórna frá stýri. Hægt er að senda tölvupóst og lesa og stilla gervihnatta- leiðsögukerfið með því og eru skila- boðin lesin af þremur skjám, tveimur í mælaborði og einum litaskjá í miðjustokki. Aðalljósin kvikna sjálf- krafa við akstur inn í myrkur og regnskynjari sér um aö kveikja á rúðuþurrkum. Einnig er fjarlægðar- skynjari að aftan sem lætur vita með píp-hljóði hversu nálægt fyrirstöðu má bakka. Sem aukabúnað má svo panta sóUúgu sem er eiginlega gler- þak, skipt í fimm einingar. Þegar það er opnað rennur einn hluti þess fram en hinir fjórir aftur þannig að nánast aUt þakið verður opið. Skemmtilegur í stýri FjölstiUanlegt stýrið er alveg sér- kapítuli í StUo. Það er svokallað létt- stýri sem léttir stýrið þegar hraðinn minnkar, og þá sérstaklega á mjög litlum hraða. Einnig er hægt að stiUa stýrið sérstaklega með því að velja um tvær stiUingar og er önnur þeirra „City“-stiUing sem léttir það sérstak- lega mikið til að auövelda snúninga þegar bUnum er lagt og þess háttar. Þessi búnaður kemur vel út í StUo í hvorri stiUingu sem er. Þegar bUlinn var keyrður eftir krókóttum sveita- vegum svaraði það mjög vel og þurfti UtiH miilistærðarbíll með búnað sem gefur iúxusbíl- um í engu eftir litlar hreyfmgar á það. í léttstUling- unni er þaö hins vegar svo létt aö það minnti mann á innkaupakerru, svo létt var að stýra bílnum. Fjöðrunin er þægUeg í Abarth-útgáfunni en hefði mátt vera stífari í svona sportlegum bU því hann viU haUast aðeins i átök- um við krappar beygjur. Mikill öryggisbúnaður Mikið var lagt í að gera Stilo sem öruggastan og sést það vel á þeim 120 árekstrarprófum sem gerð voru á bUnum. StUo Abarth er búinn átta ör- yggispúðum að staðalbúnaði og eru tveir fremstu svokaUaðir „Multista- ge“, en þeir blásast mismikið út eftir því hversu áreksturinn er harður. Auk þess eru fjórir hliðarpúðar og tveir gardínupúðar i bílnum. Öryggis- beltin eru öU þriggja punkta með for- strekkjara. Sérstakur eldvarnarbún- aður sér um að loka fyrir eldsneytis- kerfið við óhapp meö þvi að slökkva á eldsneytisdælu og loka fyrir tankinn sem er sjálfur úr plasti. Það sem vek- ur þó mesta athygli varöandi öryggis- búnað bUsins er langur listi af skammstöfunum, tengdum hemlabún- aði og bensíngjöf. Fyrir utan hemla- læsivörnina (ABS) er hann búinn átaksdreifmgu (EBD) og skrikvörn (ESP) og þar að auki niðurgírunar- vörn (MSR) og spólvöm (ASR). AUur þessi búnaður virkaði mjög vel og er bílnum tU sóma. Aðeins Selespeed Fimm strokka vélin í Fiat StUo með Selespeed-gírkassanum hefur verið endurhönnuð og er hún nú þremur kUóum léttari en áður. Það náðist með breytingum á sveifarási og stimplum en einnig var ventlaloki breytt. Einnig hefur titringur og hljóð frá henni minnkað mikið og óhætt er að segja að vélin sé mjög hljóðlát fyr- ir bU í þessum Uokki. Vinnslan í vél- inni er góð og rafmagnskúplingin virkar vel um leið og búið er að venj- ast henni. Hins vegar er það skoðun undirritaðs að þessi búnaður bjóði ekki upp á neinn kost fram yfir hefð- bundnari skiptingar, nema kannski Uottheitin að geta skipt úr stýri. Vilji menn fá sportlegri eiginleika er betra að fá bUinn beinskiptan. Nýi bíUinn er framleiddur í nýrri verksmiðju Fiat í Cassino samkvæmt nýjustu stöðlum í bílaframleiðslu og eru gerð aUs 235 gæðapróf á bílnum áður en hann fær að fara frá verksmiðjunni. Við skulum vona að með því sé Fiat búið að losna við bUanadrauga þá sem einkenndu bUa þeirra á árum áður. -NG O Blaöamönnum var meðal annars boölö upp á aö sitja í bílnum í reynsluakstri á Catalunya-brautinni og þar var látiö reyna aöeins á spól- og skrikvörnina. O Sjö tommu litaskjárinn í miöju- stokknum synir vel allt þaö sem tengt er tölvubúnaöi bílsins. Hér er leiðsögukerfiö í gangi en fyrir neöan má sjá miöstööina sem er tvöföld og meö hitastillibúnaði. © Skottiö í Stilo er frekar mjótt en hægt er aö leggja niður sæti til aö auka farangurspiáss. Þaö er hins vegar kostur hvaö lokiö opnast vel niöur í stuöarann sem auðveldar hleöslu. Mini-sportbíll í deiglunni hjá BMW BMW ætlar sér greinUega að byggja á velgengni Mini og áætl- ar að bjóða upp á margar nýjar útgáfur af honum, þá fyrstu þennan Roadster sem frumsýnd- ur verður á bUasýningunni í Genf næsta vor. Búist er við hon- um í framleiðslu árið 2004, í tíma tU að keppa viö Ford StreetKa og Smart Roadsterinn. Yfirbygging- in verður mun stífari í opna bUn- um tU að vega upp á móti topp- leysinu, og hann verður aðeins tveggja sæta til að fórna ekki far- angursrými. Vélarnar fyrir bU- inn verða 115 hestafla Cooper- vélin eða 163 hestafla vélin með forþjöppunni úr S-útgáfunni, sem frumsýnd verður f Tókýó, seinna í þessum mánuði. Einnig er von á Mini Clubman sem sæk- ir útlit sitt í TraveUer og Countryman frá sjöunda ára- tugnum, sem voru þekktir fyrir viðarútlit sitt, og fimm dyra út- gáfu árið 2005. Búist er við að Mini með dísilvél verði í boði strax árið 2003 og mun hann not- ast við sama olíubrennara og Yaris D-4D. Nokkrar staðreyndir um Austin Mini Hinn sérsmíðaði Mini Hot Rod var kynntur árið 1997 og kostaði hann níu milljónir. Hann var 160 hestöU og náði hundrað km hraða á innan við fimm sekúndum. Ringo Starr lét breyta Mini-bíl sínum þannig að hægt væri að Uytja í honum trommusettið. Mini var fyrsti bíllinn til að lána nafnið sitt á fatasídd. Fatahönnuö- urinn Mary Quant kynnti fyrst minipilsið sem fyrirsæturnar Jean Shrimton og Twiggy gerðu ódauð- legt. Með í Mini-troðslu eru 66, í þætt- inum Noel Edmonds Late Late Breakfast Show árið 1986. Líklega hafa Ueiri Bretar lært að aka eða átt Mini sem sinn fyrsta bU en nokkum annan. Ef að öllum Mini-bUum sem fram- leiddir hafa verið væri lagt í eina langa röð myndi hún ná frá London til Sydney, 17 þúsund kílómetra leið. Ef keyrt væri á Mini frá London tU Sydney myndi ferðin kosta 85.000 kr. og bíUinn nota 854,6 lítra af bensini tU að komast þangað. Það eru 155 Mini-klúbbar í Bret- landi einu saman. Einnig eru átta í Þýskalandi, einn i Króatíu og 400 i Japan. ...gæði á frabæru verði! (jH03Í) Slœriir 13" 14“ 15” 16" Stærðir: 15“ 16“ 17“ 18" 19” ‘ \\ s't* •• Stærðir: 14" 15" 16" 17" 18" .V.T- Stærðir 15" 16" 17' Réttarhálsi 2, sími: 587 5588 Skipholti 35, sími: 553 1055 Þjónustuaðilar um land allt Smáauglýsingar Allt til alls ►I 550 5000 VÉLAVARAHLUTIR orginal og frá vidurkenndum framleiöendum Höfum þjónaö markaðnum í nær - hálfa ðld VARAHLUTAVERSLUNIN D BRAUTARHOLT116 Sími 562 2104 Fax 562 2118. E-mail: kistufell@isholf.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.