Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001
17
ÍtftpLPORTÉ*
Sport
Haukar-Koiporter 33-27
3-0, 4-2, 4-4, 9-4, 9-6, 10-7, 13-9, 16-10,
(18-11), 19-11, 19-13, 22-15, 23-16, 26-20,
27-21, 29-23, 31-24, 32-25, 33-27.
Haukar:
Mörk/viti (skot/viti): Jón Karl Björnsson
9/6 (10/7), Aron Kristjánsson 6 (11), Halldór
Ingólfsson 5/2 (9/2), Rúnar Sigtryggsson 5
(14) , Einar Öm Jónsson 3 (9), Aliaksandr
Shamkuts 2 (3), Tjörvi Ólafsson 2 (3), Þor-
kell Magnússon 1 (3), Ásgeir Öm Hallgríms-
son (1), Sigurður Þórðarson (1).
Mörk úr hraóaupphlaupuin: 7 (Jón Karl
3, Einar öm 2, Aron, Tjörvi)
Vitanýting: Skorað úr 8 af 9.
Fiskuó viti: Einar Öm 3, Tjörvi 2, Rúnar 2,
Aron, Shamkuts
Varin skot: Bjami Frostason 14 (29/3, hélt
4, 48%), Magnús Sigmundsson 9 (20/1, hélt
4, 45%). Brottvisanir: 6 mín.
Kolporter:
Mörk/viti (skot/viti): Karol Bielecki 8
(15) , Filip Kliszcyk 8/4 (12/4), Grzegorz
Gowin 5 (11), Wojciech Zydron 3 (5), Lukasz
Krupa 2 (2), Radoslaw Wasiak 1 (1),
Aleksander Liotwski (1), Pawel Tetelewski
(2), Alexei Blokhine (2)
Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (Kmpa 2,
Zydron) Vítanýting: Skorað úr 4 af 4.
Varin skot/viti (skot/viti á sig)-. Jaroslaw
Tkaczyk 2 (13/4, hélt 2, 15%), Rafal
Bernacki 19/1 (41/5, hélt 6, 46%).
Brottvisanir: 18 minútur_______________
Dómarar (1-10): Bord og Buy frá
Frakklandi (7). Gϗi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 500.
Maður leiksins: Aron
Kristjánsson, Haukum
Aliaksandr Shamkuts er tekinn föst-
um tökum af varnarmönnum pólska
liðsins Kolporter í siðari leik liðsins
í 2. umferð EHF-keppninnar að Ás-
völlum í Hafnarfirði á laugardag.
Haukar báru sigur úr býtum, 33-27,
og tryggðu sér áframhaldandi
þátttöku í keppninni.
Á neðri myndinni fagna þeir Aron
Kristjánsson, Einar Örn Jónsson,
Siguröur Pórðarson, Þorkell Magn-
ússon, Halldór Ingólfsson og Tjörvi
Ólafsson sigrinum með áhorfend-
um sínum.
- ljóst að Haukar færu áfram í 3. umferð þangað sem þeir komust með 33-27 sigri á Kolporter
DV-myndir Pjetur
Það var nokkuð ljóst að Haukar
væru á leiðinni í þriðju umferð
Evrópukeppni félagsliða í upphafi
seinni leiks þeirra við pólska liðið
Kolporter á Ásvöllum á
laugardaginn. Eftir eina mínútu og
40 sekúndur voru Haukar komnir
í 3-0 og búnir að stela boltanum af
Pólverjunum i fyrstu tveimur
sóknum þeirra. í lokin munaði
síðan 6 mörkum, 33-27, og Haukar
fóru örugglega áfram eftir að hafa
gert 29-29 jafntefli í fyrri leiknum.
Haukar léku vel i þessum leik
og þrátt fyrir að Pólverjarnir
hefðu komið sér fljótlega aftur inn
í leikinn eftir slæma byrjun og
jafnað 4-4, höfðu þeir leikinn í
öruggum höndum. Haukar skor-
uðu þá næstu fimm mörk og mun-
urinn fór aldrei niður fyrir þrjú
mörk það sem eftir var leiksins.
Jón Karl Björnsson átti
skemmtilega innkomu í fyrri hálf-
leik og skoraði fimm mörk úr
fimm skotum á siðustu tíu mínút-
um hálfleiksins og Haukar höfðu
sjö marka forustu þegar liðin
gengu til leikhlés.
í seinni hálfleik hafði augljós-
lega meira kæruleysi gripið um
sig í Haukaliðinu enda úrslitin
nokkuð ljós og þeir misnotuðu 21
af 36 skotum eftir hlé eftir að hafa
nýtt 64% skota sinna fyrir hlé (18
af 28).
Aron Kristjánsson átti mjög góð-
an leik fyrir Haukana en eins eru
framlög þeirra Halldórs Ingólfs-
sonar og Rúnars Sigtryggssonar
sjaldan metin til fulls. Rúnar átti
þannig átta stoðsendingar og Hall-
dór sjö auk þess sem fjórar send-
ingar Rúnars gáfu víti. Báðir tóku
þeir líka af skarið í lokin þegar
Haukar þurftu mörk á mikil-
vægum tímapunktum.
Markverðir Haukaliðsins,
Bjarni Frostason og Magnús Sig-
mundsson, stóðu vaktina einnig
ágætlega en réðu þó lítið við mörg
þrumuskot Pólverjanna sem alls
gerðu 15 mörk með langskotum
flest þar sem að í glumdi í húsinu
þegar þrumurnar þöndu net-
möskvana.
Þegar frá eru tekin 4 mörk úr
vitum og 3 eftir hraðaupphlaup
skoruðu Pólverjar aðeins fimm
mörk úr horni með gegnumbroti
eða af línu. Liðið tapaði líka alls 16
boltum í leiknum og þrátt fyrir
marksæknar og hávaxnar skyttur
komust þeir lítið áleiðis í gegnum
Haukavörnina í leiknum.
Nú bíða Haukarnir spenntir
hverjir verða næstu mótherjar
þeirra í keppninni en það kemur i
ljós á næstu dögum. -ÓÓJ
Hvaö sögðu Haukamenn eftir leik:
Gekk allt upp
Krzystof Latos:
Vona að
Haukar kom-
ist langt
„Við komum hingað til að spila
til sigurs en því miður gerðum við
ekkert að ráði fyrr en í siðari hálf-
leik. Við töpuðum leiknum klár-
lega í fyrri hálfleik.
Ég vil samt fá að óska Haukum
alls hins besta í keppninnni, þetta
er gott lið og ég vona að þeir kom-
ist langt í keppninni."
- Kom lið Hauka ykkur á óvart
í fyrri leiknum í Póllandi?
„Við höfðum myndbandsupp-
töku í okkar fórum frá leik liðsins
gegn hollenska liðinu í 1. umferð
en sá leikur var ekki dæmigerður
fyrir liðið og sýndu þeir okkur það
í Póllandi. Þeir komu okkur á
óvart en við gátum einnig sjálfum
okkur um kennt hvernig fór.
Við erum því miður úr leik og
er ekkert annað að gera en læra af
þessari reynslu okkar,“ sagði
Krzystof Latos, aðstoðarþjálfari
Kolporter. -esá
„Þetta var frábær frammistaða þar
sem við lögðum grunninn að sigrinum
í fyrri hálfleik. Einbeitingin var rosa-
lega fln þótt við misstum hana aðeins í
seinni hálfleik en við vorum með það
gott forskot að við áttum engan séns.
Það gekk hreinlega allt upp hjá okkur í
dag,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari
Hauka.
Pólverjamir voru mjög einbeittir í
dag og ætluðu sér greinilega sigur. Þeir
beittu einhverjum sálfræðibrögðum,
eldgömlum eins og aprílgabb og síðan
tóku þeir af okkur upphitunarvöllinn.
Við létum þá hins vegar ekki setja okk-
ur út af laginu og afgreiddum þá strax
í fyrri hálfleik.
Nú er bara að bíða og sjá við hverja
við éigum að kljást í næstu umferð, það
eru sterk lið í pottinum eins og Kiel
sem gætu orðið okkur ofviða. En við
verðum að sjá til, það veröur væntan-
lega dregið á þriðjudaginn (morgun).
Þrátt fyrir að við höfum orðið fyrir
vonbrigðum með fjölda áhorfenda
héma í dag þá myndaðist þó góð
stemning á meðal þeirra áhorfenda
sem vom hér í dag. Okkar kjami
bregst okkur aldrei."
Halldór Ingólfsson, fyrirliði:
„Fyrri hálfleikur var mjög góður og
það gerði útslagið að ég held. Við náð-
um alveg að halda þeim niðri og spiluð-
um alveg hreint glimrandi sóknarleik.
Þeir fengu að vísu að leysa leikinn
aðeins upp í seinni hálfleik og spiluðu
stuttar sóknir sem við hefðum ekki átt
að leyfa þeim að gera. En þetta lið er á
góðum degi mjög sterkt og því góður
sigur.
Karakterinn í liðinu er frábær og er
liösheildin mjög góð bæði innan vallar
sem utan. Það er að mínu mati það
mikilvægasta hjá okkur og gerir þetta
lið að því sem það er.“
- Hvemig líst þér svo á framhaldið
af keppninni?
„Við ætlum okkur að mæta ein-
hverju stóm liði einhvers staðar á leið-
inni, skiptir ekki máli hvort það verö-
ur í næstu umferð eða seinna. Það er
helst að fara ekki langt inni í Austur-
Evrópu. Hvað markmið varðar er ljóst
að við ætlum okkur langt, jafnvel
lengra en í fyrra." -esá
Haukar-Fram 32-15
0-1, 3-1, 6-3,10-4,12-6,13-7,14-9, (16-9), 20-9,
20-10, 27-10, 29-11, 29-15, 32-15.
Haukar:
Mörk/viti (skot/viti): Harpa Melsted 7/2
(12/2), Nína K. Björnsdóttir 5/1 (13/2), Hanna
G. Stefánsdóttir 4 (4), Thelma B. Ámadóttir 4
(5), Sonja Jónsdóttir 3 (4), Brynja Steinsen 3
(5), Heiða Erlingsdóttir 3 (5), Inga Fríða
Tryggvadóttir 2 (4), Ema Halldórsdóttir 1 (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 12 (Hanna 2,
Sonja 3, Heiða 3, Nína, Thelma, Harpa,
Ema). Vítanýting: Skorað úr 3 af 4
Fiskuó viti: Harpa 2, Brynja, Nína.
Varin skot: Jenný Ásmundsdóttir 26/2 (37/6,
hélt 22, 70,2%, 2 víti í stöng), Bryndís Jóns-
dóttir 4 (8/1, hélt 3,50%)
Brottvisanir: 4 mín.
Fram:
Mörk/víti (skot/viti): Guðrún Þóra Hálf-
dánsdóttir 5/2 (7/3), Ingibjörg Ýr Jóhanns-
dóttir 4/2 (16/2), Þórey Hannesdóttir 2 (3),
Kristín B. Gústafsdóttir 2/1 (7/3), Ingibjörg
Magnúsdóttir 1 (2), Katrín S. Tómasdóttir 1
(11/1), Diana Guðjónsdóttir (2), Inga M. Ótt-
arsdóttir (1), Hildur Leifsdóttir (1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Ingibjörg
Ýr, Þórey, Kristin). Vitanýting: Skorað úr 5
af 9. Fiskuó víti: Ingibjörg Ýr 2, Ingibjörg 2,
Kristín 2, Katrin, Þórey, Inga.
Varin skot: Erna M. Eiríksdóttir 6/1 (22/2,
hélt 4,27,2%), Guðrún Bjartmars 9 (25/2, hélt
4,36%). Brottvisanir: 2 mín.
Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og
Valgeir Ómarsson (7). Gœði leiks (1-10):
4. Áhorfendur: 80.
Maður leiksins: Jenný
Ásmundsdóttir, Haukum
Auðvelt hjá
Haukum
í 1. deild kvenna í handbolta
mættust lið Hauka og Fram. Liðun-
um hafði verið spáð efsta og neðsta
sætið í deildinni og sást greinilega
getumunurinn á þeim að Ásvöllum
á laugardaginn. Niðurstaðan var
mjög auðveldur sigur hjá Hauka-
stelpum, 32-15.
Eftir aö hafa komist þó marki yf-
ir svöruðu Haukar strax með 3
mörkum og Framarar sáu aldrei til
sólar. Sóknir Hauka voru snöggar
og lauk oftast með marki enda mót-
staðan í vöm Framara ekki mikil.
Sömuleiðis var við ramman reip að
draga í sóknarleik gestanna og
gekk illa að eiga við ágætan vam-
arleik Hauka. í þau skipti sem
Frömurum tókst að koma skoti að
marki sá Jenný Ásmundsdóttir,
markvörður Hauka við þeim - nán-
ar tiltekið í 70,2% tilvika. Hlutfalls-
markvarsla sem sést nánast aldrei
í handbolta.
Framstúlkum til varnar er
Haukaliðið gífurlega sterkt og í
öðrum gæðaflokki. Úrslitin áttu
því ekki að koma á óvart. -esá