Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 16
30
MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001
Sport
i>v
Stefán Guðjónsson:
Framúh
skarandi
íþrótt
Skvassið er aö veröa sífellt vinsælla meðal landans og þessir tveir menn böröust af krafti þegar DV-Sport var í heimsókn í Veggsporti. DV-myndir PÖK
Hafsteinn Daníelsson og Hilmar Gunnarsson reka Veggsport:
- mikill vöxtur er í skvassíþróttinni
Það má segja að Hafsteinn Daníels-
son og Hilmar Gunnarsson séu upp-
hafsmenn þess að skvass kom til
landsins þrátt fyrir að menn hafi að-
eins byrjað á að slá bolta í vegg í
Hafnarfirði í byrjun níunda áratugar-
ins. Þeir störfuöu báðir sem íþrótta-
kennarar í Iðnskólanum en ákváðu
sem aukabúgrein að innleiða skvass-
ið, sem þá hét veggtennis, til landsins.
Byrjað var á grein sem heitir á ensku
„rackett ball“ og er leikin í Bandaríkj-
unum en þar eru spaðarnir styttri,
boltinn er stærri og skoppar meira
auk þess sem áherslurnar í leikregl-
unum eru nokkuð mismunandi. Opn-
aðir voru fimm salir í gamla Héðins-
húsinu í mars 1987 og naut þetta strax
Hafsteinn Daníelsson og Hilmar Gunnarsson.
nokkurra vinsælda. Síðan fóru menn
að lesa sér til í breskum bókum en þar
var allt miðað við skvassið og þar með
sneru menn sér alfarið að því. „Þetta
varð strax mjög vinsælt og það varð
strax allt fullt hjá okkur. Þama var
fólk á öllum aldri, frá börnum upp í
gamalmenni," segir Hafsteinn.
Mikill vöxtur
Veggsport flutti upp á Höfða fyrir
nokkrum árum og nú er skvass mest
spilað þar. Það er þó hægt að fara í
skvass á einum öðrum stað í borginni
auk þess sem salir eru á ísafirði, Ak-
ureyri og Vestmannaeyjum. „Vöxtur-
inn í þessari iþrótt hefur verið mjög
góður hjá okkur og það eina sem í
raun stendur okkur fyrir þrifum er að
okkur vantar fleiri sali. Vandinn er
hins vegar að það er dýrt aö búa til
svona sali, sérstaklega þar sem eru
einungis tveir með um 65 fermetra
pláss. Þetta stendur vonandi til bóta,“
segir Hafsteinn.
Hilmar segir hópinn sem sæki í
íþróttina mjög blandaðan. „Hérna era
krakkar á skólaaldri, skrifstofumenn
og ellilífeyrisþegar," segir hann. Haf-
steinn bætir því svo við að stærsti ald-
urshópurinn sem stundi þetta sé 30-40
ára. „Ég hef hins vegar trú á þvi að
fólki á aldrinum 40-50 ára eigi eftir að
fjölga."
Vantar sali úti á landi
Hilmar bætir því við að það vanti
fleiri sali
úti á
landi.
„Það
væri
mjög
gaman ef
einhverj-
ir fram-
takssam-
ir menn
úti á
landi
tækju
sig til og
létu gera
nokkra
sali. Við
viljum
að út-
breiðsla
íþróttar-
innar sé sem mest og því hefðum við
ekkert á móti því að einhverjir tækju
sig til og settu upp sali.“
Báðir eru þeir sammála um að
skvassið sé góð alhliða þjálfun. „Þetta
þjálfar styrk sem þarf til að slá bolt-
ann, snerpu þar sem maður þarf að
vera snöggur á réttan stað og þol þvi
hlaupin eru mikil. Þetta þjálfar upp
nánast allan líkamann og þarna eru
vöðvar notaðir sem maður vissi varla
að væru til. Með því að púla svona á
þennan hátt í 45 mínútur losnar mað-
ur við allt stress og kemur hress út
aftur. Það er þetta sem gerir þessa
Stefán Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra
stórkaupmanna, hefur stundað
skvass um 10 ára skeið. Hann
var þá leita sér að íþrótt til að
taka þátt í en hafði áður stundað
knattspyrnu þegar hann var
yngri. Hann hafði kynnst þessi
íþrótt þegar hann bjó í Bretlandi
og þegar hann frétti af stofnun
Veggsports ákvað hann að láta
slag standa. „Ég byrjaði vestur í
bæ þegar Veggsport var í Héð-
inshúsinu og það passaði ágæt-
lega þar sem ég er Vesturbæing-
ur. Þegar þeir fluttu hingað upp
eftir lét maður sig þó hafa það að
keyra hingað," segir hann.
Stefán segist mæla með þess-
ari íþrótt við hvern sem er. „Þó
að ég hafi stundað þetta svona
lengi finnst mér ég enn eiga
langt í land. Þetta er góð alhliða
íþrótt sem reynir bæði á líkama
og andlegt ástand sem er mjög
spennandi. Það er líka mikið
erfiði þegar maður er að glíma
við erfiðan andstæðing en það er
að sama skapi meira krefjandi
að finna sér alltaf nýjan and-
stæðing því maður er oft fljótur
að læra á þá.“
Stefán segir þessa iþrótt henta
sér vel sem skrifstofumanni. „Ég
er dæmigerð skrifstofublók og
mér hefur fundist þessi iþrótt
framúrskarandi fyrir mig. Þetta
er góð heilsurækt auk þess sem
keppnin og átökin í þessu er góð
leið til að losna við stressið.
Þannig að það er margt að græða
á þessu. -HI
Stefán Guöjónsson, framkvæmdastjóri
stórkaupmanna, er hér á fullu í skvassinu.
Félags íslenskra
iþrótt heillandi og við erum mjög
ánægðir með að hafa byrjað á henni
en ekki einhverri annarri."
Hafsteinn bætir því við að skvassið
geti verið gott vetrarsport fyrir
golfara. „Sveiflan með spaðanum er
nefnilega ekki ósvipuð golfinu því
þama sveiflar maður alveg aftur og
þegar maður slær þá klárar maður
sveifluna. Þetta er mjög svipað og
golfleikarar gera.“ Það er greinilegt
að báðir eru bjartsýnir á framtíð
greinarinnar og nú er að sjá hvort
vöxturinn heldur áfram eins og hann
hefur gert. -HI
Verð mlBast við
settið þ.e. einn
sendi og einn
móttakara.
Nú getur þú sent sjónvarpsmerkið þráðlaust I gegnum
veggi um allt hús. Þú getur horft á hvaða sjónvarpsrás sem er, myndbands-
tækið eða OVD spilarann.Engu máli skiptir þó að verið sé að horfa á aðra rás I stofunni.
IIJDjjJSDj'J
ít:
pú getur llka stýrt tækjum I
stofunni úr t.d. svefnherberginu þvl
móttakarinn sendir merkið úr fjarstýringunni til baka!
BT Skeifunni • BT Hafnarfirði • BT Kringlunni • BT Grafarvogi • BT Reykjanesbæ • BT Akureyri • BT Egilsstödum