Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 15
iEil^ívarsdottir Jekur hér viö verölaunum sín-
lum4wpíj|tfrfPflokki 14-15 ára kvenna en
theV neWiV 6>tnyndinni eru Ásthildur Björns-
dóttir, sem varö í ööru sæti, og Jóhanna Elí-
asdóttir sem varð í þriöja. DV-mynd Ben.
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001
Unglingar
Sport
Helgina 27.-28. október fór fram fyrsta umferðin í 5. flokki karla og kvenna í handbolta. Strákarnir kepptu í Fram-
heimilinu þar sem Grótta sigraöi glæsilega í bæði A- og B-liðum. Pað er Ijóst að Grótta verður ekki auðsigrað í vetur
þar sem margir drengir úr KR eru gengnir til liðs viö Gróttu þar sem KR er ekki með lið í vetur. Stelpurnar áttust við
í Valsheimilinu og var mikið fjör. Á myndinni fyrir ofan eru stelpur úr nokkrum liðum sem mættu til leiks í Vals-
heimiiinu. Fram vann í keppni A- og C-liða en HK sigraði hjá B-liðunum.
DV-myndir Ben
Pessir fræknu
flokki Vals
í 1. umferöinni
ná ekki að
Snerpa og tækni
Björn í. Björnsson, hér fyrir miðju, sigraði í 13 ára og yngri flokki drengja. Með honum á myndinni eru Hrafn Þóris-
son, sem varð í öðru sæti, og Skapti Jónsson sem lenti í því þriðja. Peir eru allir úr KR. DV-mynd Ben
Magnea Ólafs sigraöi í yngsta flokki stelpna og Thelma
Steingrímsdóttir varð í öðru sæti. Hér eru þær stöllur við
verðlaunaafhendinguna. DV-mynd Ben
-■ 'yV~'--------------
- ráða ríkjum hjá nýrri borðtenniskynslóð
GERVIGRAS OG INNANHUSSKOR
A JL stærðir 28-47
?• Knattspyrnuverslun
81 Ármúla 36 • sími 588 1560
www.joiutherji.is
Jói útherji
Það var líf og fjör á Grand Prix-
móti unglinga í borðtennis sem fram
fór í íþróttahúsi TBR sunnudaginn
28. október. Keppt var í fimm flokk-
um og var þátttaka góð, bæði frá
Víkingi og KR. Það er mál manna að
ný og mjög efnileg borðtennis-kyn-
slóð sé að vaxa úr grasi og að þessi
nýja kynslóð hafi yfir að ráða mikilli
snerpu og tækni.
Strákar og stelpur kepptu sín
á milli
í elsta flokknum, 16-17 ára, kepptu
stelpur og strákar sín á milli og fór
svo að Óli Páil Geirsson úr Víkingi
sigraði. 1 öðru sæti varð Halldóra
Ólafs, einnig úr Víkingi, og var frá-
bært hjá henni að ná öðru sætinu. í
þriðja sæti varð Þórólfur Beck Guð-
jónsson.
Umsjón:
Benedikt Guðmundsson
í flokki 14-15 ára drengja vann
Matthías Stephensen og Magnús K.
Magnússon varð í öðru sæti. í því
þriðja varð Styrmir Stefnisson en
allir þrír koma úr Víkingi.
Hjá stelpunum í sama aldursflokki
sigraði Erla Ivarsdóttir og Ásthildur
Bjömsdóttir lenti í öðru sæti. Þriðja
sætinu náði Jóhanna Elíasdóttir.
Þær eru allar þrjár úr Víkingi.
KR-ingar sigursælir í flokki
drengja 13 ára og yngri
KR-ingar voru sigursælir í yngsta
flokknum hjá strákum en þar voru
keppendur 13 ára og yngri. í fyrsta
sæti varð Björn í. Björnsson og í
öðru sæti varð félagi hans úr KR,
Hrafn Þórisson. Það var einnig KR-
ingur sem varð í þriðja sæti en það
var Skapti Jónsson.
Magnea Ólafs, systir Halldóru,
sigraði í flokki 13 ára og yngri
stúlkna. Thelma Steingrímsdóttir
varð í öðru sæti og Signý Pétursdótt-
ir í því þriðja. -Ben