Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Qupperneq 1
15
Stoke City missti
af gullnu tækifæri
- átti möguleika á að komast á toppinn en tapaði fyrir Wigan
íslendingaliöið Stoke missti í
gærkvöldi af tækifærinu til að kom-
ast í efsta sæti 2. deildar í fyrsta
sinn í tæp þrjú ár þegar liðið stein-
lá fyrir Wigan, 6-1. Þetta var fyrsta
tap Stoke í 11 leikjum í deildinni.
Wigan komst yfir á fjórðu minútu
leiksins en Stoke jafnaði mínútu
síðar þegar Vanduerzen skoraði eft-
ir fyrirgjöf frá Bjarna Guðjónssyni.
Wigan bætti síðan við tveimur
mörkum í fyrri hálfleik og í seinni
hálfleik komu svo þrjú til viðbótar
sem innsigluðu stórsigur Wigan.
Bjami var eini íslendingurinn sem
kom við sögu á vellinum en hann
lék allan leikinn fyrir Stoke.
Brynjar Gunnarsson var ekki i
leikmannahópi Stoke þar sem
konan hans var á íæðingardeildinni
að fæða bam. Liðið er áfram í þriðja
sæti deildarinnar með 36 stig,
tveimur stigum á eftir Brighton sem
er efst og stigi á eftir Brentford sem
á auk þess leik til góða.
Þá var einn leikur í 1. deildinni í
gærkvöldi. Bumley bar sigurorð af
Watford, 1-0, og var sigurmarkið
skorað strax á annarri minútu.
Heiðar Helguson iék cillan leikinn
með Watford og krækti sér í gult
spjald í lokin fyrir mótmæli.
-HI
mm
Étti
um a Gustavo Kuerten og af!
hans að dama er hann ekki s
ur við sjalfan sia.
Re
Stigahæsti tennisspilarínn úr ieik
Króatinn Goran Ivanisevic var í essinu sínu á stórmóti tennismanna í Sydney í Ástralíu í gær. Þessa
dagana stendur þar yfir svokallaö tennismeistaramót þar sem saman eru komnir allir bestu tennismenn
heimsins í dag. Ivanisevic lagöi í gær stigahæsta spilarann á heimslistanum, Brasilíumanninn Gustavo
Kuerten, nokkuö örugglega í í fjórum settum, 6-2,6-7, 7-2 og 6-4. Þessi ósigur gæti haft þaö í för meö
sér aö Kuerten missti efsta sætiö á stigalistanum. Möguleikar Bandaríkjamannsins Andre Agassi til að
fara á toppinn hafa aukist til muna en hann sýndi styrk sinn í fyrrinótt þegar hann sigraöi Ástralann
Patrick Rafter í tveimur settum, 6-2 og 6-4. Þaö kæmi engum á óvart þótt Agassi myndi fara alla leiö á
mótinu í Sydney enda í feiknagóöu formi um þessar mundir. Átta bestu tennismennirnir taka þátt í
mótinu í Sydney og nemur verölaunaféö fyrir sigur í mótinu um 350 milljónum króna.
Mynd Reuter
Chelsea skuldar
15 milljarða króna
- Bayern Miinchen gengur allt í haginn
Koma er á daginn sem margir hluthafar enska úrvalsdeildarliðsins
Chelsea óttuðust, að fjárhagsstaða liðsins yrði ekki falleg þegar reikning-
ar fyrir síðasta fjárhagsár yrðu lagðir fram. Liðið skuldar um 15 millj-
arða íslenskra króna og má rekja þessa slæmu stöðu til ýmissa þátta.
Peningar sem áttu að koma inn fyrir þátttöku í Evrópukeppni félagsliða
brugðust gersamlega og ekki batnaði ástandið í þeim efnum á dögunum
þegar félagið var slegið út úr UEFA-bikamum fyrir ísraelsku liði.
Á sama tíma og staða Chelsea er slæm var í vikunni tilkynnt um góða
stöðu hjá þýska liðinu Bayern Múnchen. Tölur fyrir síðasta fjárhagsár
sýna hagnað í kringum tíu milljarða króna. Þessu stórveldi gekk allt í
haginn á síðasta keppnisári og langmestu tekjurnar komu frá þátttöku
liðsins í meistaradeild Evrópu sem liðið sigraði að lokum í.
-JKS
Bjarni Guðjónsson lagði upp mark Stoke í leiknum gegn Wigan en það
dugði skammt því Stoke tapaði stórt, 6-1. DV-mynd Sentinel
Haukur Ingi kemur
heim I vikunni
- helmingslíkur á að hann fari til Groningen
Haukur Ingi Guðnason, sem
hefur verið á reynslutíma hjá hol-
lenska liðinu Groningen að und-
anförnu, er væntanlegur heim í
vikunni. Haukur Ingi hefur stað-
ið sig ágætlega hjá Groningen og
leikið æfingaleiki. Vera Hauks
Inga í Hollandi hefur vakið
nokkra athygli og hefur hún feng-
ið töluvert rými á heimasiðu fé-
lagsins.
Samkvæmt heimildum blaðsins
eru taldar helmingslíkur á því að
Haukur Ingi gangi til liðs við
Groningen. Ef svo væri hins veg-
ar að Haukur Ingi myndi leika
hérlendis á
næsta tíma-
bili er ekki
víst að
verði áfram
í herbúðum
Keflvíkinga
sem hafa
skorið á
marga út-
gjaldaliði
vegna
bágrar fjár-
hagsstöðu.
Haukur Ingi
-JKS Guðnason.
Kristinn ekki með
Val á næsta tímabili
- samningar við útlendingana ekki framlengdir
Eftir því sem fram kemur á
heimasíðu Vals í gær eru litlar
líkur taldar á því að Kristinn
Lárusson leiki með félaginu í 1.
deild á næsta tímabili. Kristinn
heldur senn til náms erlendis og
kemur ekki til baka fyrr en i
júní. Ef þetta yrði niðurstaðan
verða Valsmenn, sem
féllu úr úrvalsdeildinni
í haust, fyrir mikilli
blóðtöku enda Kristinn
einn lykilmanna liðs-
ins.
Ljóst er nú þegar að
nokkrir Valsmenn, sem
reynt hafa fyrir sér
annars staðar, eru á
leið í heimahagann á
ný. Þetta eru þeir Jó-
hann Hreiðarsson, Dal-
vik, Ágúst Guðmunds-
son, ÍR, og Benedikt
Hinriksson, Stjörnunni.
Samningar við útlendingana,
sem léku með liðinu á síðasta
tímabili, verða ekki endurnýjað-
ir. Hér er um um þá Fikret Al-
omerovic, Besim Haxhiajdini og
Zoran Stosic að ræða.
Guöni Rúnar til reynslu hjá
Brentford
Valsmaðurinn Guðni
Rúnar Helgason er á
leið til enska úrvals-
deildarliðsins Brent-
ford til reynslu og er
reiknað með að hann
verði að minnsta kosti
um vikutíma hjá
félaginu. Tveir íslend-
ingar eru nú þegar á
mála hjá Brentford,
þeir Ólafur Gottskálks-
son og ívar Ingimars-
son.
-JKS
Kristinn Lárusson á
leið í nám erlendis.