Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Side 1
21 1. deildin í handbolta verður Esso-deildin 1. deildarkeppni karla og kvenna í handbolta hefur loksins fengið styrktaraðila, um mánuði eftir að deildarkeppnin hófst. Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir HSÍ og handbolt- ann í heild sinni. Landsliðið líka styrkt Ásamt að styrkja deild- arkeppnina verður Esso einnig aðalstyrktaraðili karlalands- liðsins en Flugleiðir hafa gegnt því hlutverki í áraraðir. 1. deildir karla og kvenna heita því Esso-deildirnar það sem af lifir tímabili en viljayfirlýsing liggur þó fyrir um áframhaldandi samstarf. Auk þess mun Esso styðja sjónvarpsútsendingar RÚV af leikjum lands- liðsins og deildarinnar sem og þáttinn Hand- boltakvöld sem sýndur er að jafnaði í lok hverrar umferðar. HSÍ boðar í dag til blaða- mannafundar ásamt Esso þar sem nánar verður greint frá umræddum samningi. -esá Auðunn Jónsson á HM: Stefni á góð- an árangur Auðunn Jónsson verður meðal þátt- takenda á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fer í Finn- landi um næstu helgi. Auðunn keppir þar í 125 kg flokki og á góða möguleika á að vinna til verðlauna á mótinu: „Ég hef æft mjög vel fyrir þetta mót og í raun undirbú- ið mig fyrir það í eitt ár. Ég var mik- ill klaufi að falla úr keppni á síðasta heimsmeistaramóti og það voru mikil vonbrigði að ferðast yfir hálfan hnött- inn til að falla úr keppni. Nú er ég í mjög góðu formi og stefni á að vinna til verðlauna. Ég verð á heimavelli að nokkru leyti því á þessum sama stað í Finnlandi varð ég Évrópumeistari fyr- ir nokkrum árum,“ sagði Auðunn Jónsson í samtali við DV-Sport í gær. Besti árangur Auðuns á aiþjóðlegu móti er eitt tonn samanlagt. Þá lyfti hann 242,5 kg í bekkpressu, 390 kg í hnébeygju og 367,5 kg í réttstöðulyftu. -SK Kjartan þjálf- ar Keflavík Kjartan Másson hefur tekið við þjálfun úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knattspymu af Gústaf Adolf Bjöms- syni sem hætti störfum á dögunum og þjálfar nú kvennalið Hauka í hand- bolta. Kjartan er vel kunnugur knatt- spyrnumálum í Keflavík en hann hef- ur stjórnað liðinu á sex öðrum tíma- bilum, fyrst árið 1987 þegar hann þjálfaði liðið á meðan það skipti um erlenda þjálfara. Kjartan þjálfaði einnig Keflavíkurliðið 1991 tO 1993 og kom liðinu upp í efstu deild. Guðjón er jákvæður Guðjón Þórðarson, knattspyrnu- stjóri Stoke, er bjartsýnn á það að leikmenn hans muni verða fljótir að ná sér eftir 6-1 tapið gegn Wigan í fyrradag og koma sér aftur á beinu brautina í átt að 1. deild. Guðjón boð- aði til funda með leikmönnum í gær- morgun til að ræða málin, að því er fram kemur á heimasíðu Stoke. „Þetta var jákvæður fundur og gerði öllum gott,“ segir Guðjón á heimasíðunni. „Það var ekki farið i það að leita að blórabögglum eða einhverjum sem tapið væri að kenna, það þurfti að ræða það sem fór úrskeiðis og hvern- ig við gætum tryggt að þetta. kæmi ekki fyrir aftur.“ Leikjum fjölgaði Leikjum á vegum Knattspyrnu- sambands fslands fjölgaöi um 460 á milli áranna 2000 og 2001 að því er fram kemur á heimasíðu KSf. Fyrra árið voru leiknir 3753 leikir á veg- um KSÍ en á liðnu tímabili alls 4213. Aukningin kemur fram í öllum mótaflokkum, það er deildakeppn- um, yngri flokkum, bikarkeppni, Evrópukeppnum og landsleikjum. -ÓK/ÓÓJ Ahangandi rúmenska knattspyrnulandsliðsins þerrar tárin með fána landsins eftir að Ijóst var aö Rúmenar þyrftu aö iáta Slóvenum eftir sæti sitt en þeir héldu jöfnu í Búkarest í gær. Reuters Birgir Leifur í ágætri stöðu Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur af Akranesi, er í ágætri stöðu eftir fyrsta hring af sex á lokamóti forkeppni evr- ópsku mótaraðarinnar í golfi sem fram fer á Spáni. Birgir er í 23. til 37. sæti á tveimur höggum undir pari. Aðra sögu er að segja af Björg- vini Sigurbergssyni en hann lék fyrsta hring á þremur yfir pari í gær og er í 120.-134. sæti. Keppni verður framhaldið í dag en eftir fjóra hringi verður skorið niður við sæti 75 eða þar um bil og þeir sem eftir verða leika tvo hringi til og eru þá komnir inn á áksorendamótaröð- ina. Fyrsti hóp- ur Stefáns Stefán Arnarson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í hand- knattleik, hefur valið 21 leik- mann í fyrstu æfingabúðirnar undir hans stjórn á Laugarvatni um helgina. Æfmgabúðirnar eru undirbúningur fyrir æfingaleiki sem landsliðið spilar við Belga og Hollendinga ytra um aðra helgi. Enginn leikmaður er frá íslandsmeisturum Hauka í hópn- um þar sem þær verða í Grikk- landi um helgina að keppa á sterku fjögurra liða móti. Æfingahópurinn Markmenn: Berglind Hansdóttir, Val, Helga Torfadóttir, Víkingi, og Þóra Hlíf Jónsdóttir, Gróttu-KR Vinstra horn: Dagný Skúladóttir, ÍBV, Elfa Björk Hreggviösdóttir, Val, og Guöbjörg Guömannsdóttir, Vik- ingi Útileikmenn: Ágústa Edda Björns- dóttir, Gróttu-KR, Drífa Skúladóttir, Val, Dröfn Sæmundsdóttir, FH, Guö- munda Ósk Kristjánsdóttir, Víkingi, Hafdís Hinriksdóttir, FH, Heiða Val- geirsdóttir, Gróttu-KR, Helga Birna Brynjólfsdóttir, Vikingi, Hrafnhildur Skúladóttir, Val, og Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni. Línumenn: Eivor Pála Blöndal, Val, Hafrún Kristjánsdóttir, Val, og Sig- rún Gilsdóttir, FH. Hægra hom: Ásdís Sigurðardóttir, KA, Guörún Drífa Hólmgeirsdóttir, Víkingi, og Harpa Vífilsdóttir, FH. Léttir sigrar í ^ bikarkeppni KKÍ Eins og við var að búast voru úrslit leikja í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKl í gær eftir bók- inni. Þór frá Þorlákshöfn vann Reyni frá Hellissandi, 100-49, Selfoss vann b-lið Keflavikur, 109-67, og Tindastóll vann Smára frá Varmahlíð, 128-55. Að lokum vann Fjölnir lið Grundarfjarðar, 130-68. í kvöld fara fram fimm leikir í bikarkeppninni og þar er fyrstan að telja stórleik umferð- arinnar þegar Njarðvík tekur á móti Grindavík í Ljónagryfjunni i Njarðvík. Þá leika Þór Ak.-Skallagrímur, Höttur-KR, Haukar-ÍV og Snæfell-Stjarnan. -ÓK/ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.