Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Qupperneq 1
15
Sheringham tryggði
sigur Tottenham
Tottenham vann nauman sigur á
Bolton, 3-2, á White Hart Lane í
gærkvöldi eftir að hafa verið marki
undir í leikhléi.
Bolton tók forystuna snemma
leiks þegar Michael Ricketts skor-
aði eftir að hafa leikið laglega á
Ledley King. Leikmenn Tottenham
sóttu heldur meira eftir þetta en
tókst þó ekki að minnka muninn
fyrr en í seinni hálfleik þegar Les
Ferdinand var kominn inn á. Hann
lagði upp mark fyrir Gustavo Poyet
snemma í seinni hálfleik og skoraði
svo sjálfur með skalla skömmu síð-
ar. Rod Wallace jafnaði fyrir Bolton
um miðjan hálfleikinn en Teddy
Sheringham tryggði Tottenham sig-
urinn með skallamarki fimm mínút-
um fyrir leikslok. -HI
Freyr ráðinn
landsliðþjálfari
Freyr Sverrisson hefur verið
ráðinn til tveggja ára í nýtt starf
landsliðsþjálfara karla sem hef-
ur það verkefni að fylgjast með
og þjálfa leikmenn á aldrinum
14-15 ára. Freyr mun einnig sjá
um árlegan knattspyrnuskóla og
úrtökumót KSÍ. Markmiðið með
þessu starfl er að byrja fyrr að
fylgjast með og kortleggja unga
knattspyrnumenn.
Freyr hefur starfað fyrir
Njarðvíkinga siðustu 10 árin,
síðasta sem yfirþjálfari yngri
flokka. Hann hefur þjálfað í 20 ár
en lék með meistaraflokki Kefl-
víkinga á árunum 1981-1994.
-HI
Teddy Sheringham tryggöi sínum mönnum sigur á Bolton í gærkvöldi.
Reuters
legan styrk
íþróttasamband fatlaðra fékk
um helgina styrk að upphæð
þrjár mifljónir króna frá Rúm-
fatalagemum en fyrirtækið er
stærsti styrktaraðili sambands-
ins fyrir Ólympíuleika fatlaðra
sem fram fara í Aþenu 2004.
Þetta er stærsti styrkur til
íþrótta fatlaðra sem afhentur
hefur verið.
Sambandið mun einnig gefa út
jólageisladisk til fjáröflunar fyr-
ir sambandið, sem bera mun
nafnið „Jólin eru að koma“. Á
disknum er að flnna bæði gömul
og ný jólalög. -HI
Liverpool fékk tvenn
verðlaun mánaðarins
Phil Thompson, sem nú gegnir stöðu framkvæmdastjóra Liverpool, var í
gær útnefndur framkvæmdastjóri nóvembermánaðar. Thompson stýrði liði
sínu á toppi deildarinnar í nýliðnum mánuði. Hann tileinkaði þessi verðlaun
strax Gerard Houllier, framkvæmdastjóra Liverpool sem er að jafna sig eft-
ir hjartaaðgerð. Þá var Danny Murphy útnefndur besti leikmaður mánaðar-
ins en hann lék sinn fyrsta landsleik í mánuðinum. -HI
Þriðjudagur 3. des. 2001
dvsport@dv.
178 dagar til
Nú eru 178 dagar til HM í knattspyrnu sem fram fer í Japan og Suður-Kóreu og
um helgina voru liöin 32 dregin f riöla. Hér sjást lukkudýr keppninnar aö þessu
sinni, Nik (til vinstri), Ato (í miöju) og Kaz leika sér í fótboltaspili en drátturinn
fór fram í Pusan í Suöur-Kóreu. Reuters
Eiður hjá Chelsea næstu árin
- sjá viðtal DV-Sport við einn heitasta framherjann 1 enska boltanum 16-17
Bronsverðlaun
hjá Birni
Björn Þorleifsson, Tae Kwon Do maður úr Björk í
Hafnarfirði, vann tii bronsverðlauna á gríðarlega
sterku alþjóðlegu móti í Stuttgart i Þýskalandi um
helgina. Þetta er íjórða alþjóðlega mótið sem Bjöm
tekur þátt í á árinu og það langsterkasta en hin þrjú
mótin hefur hann unnið. Björn þurfti reyndar að
hætta keppni eftir þrjá bardaga vegna meiðsla en
hann vann þá afla. Björn tekur í janúar þátt í
Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku. -HI