Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2002, Síða 6
Þessir voru eitt sinn síðhærðir en
HAFA NÚ KUPPT SIC:
Páll Rósinkranz tónlistarmaður
Eyþór Arnalds frambjóðandi
Mummi í Mótorsmiðjunni
Jónsi í Sigurrós
Bjarki Pétursson fótboltamaður
Bergmann jógakennari
Cuðjón
Þessir virðast alltaf vera að safna:
Snæbjörn Arngrímsson bókaútgefandi
Þórhallur Sverrisson leikari
Örlygur Hnefill Jónsson
hæstaréttarlögmaður
Jón Ásgeir Jóhannesson, Bónus
Orri Hauksson, fyrrverandi
aðstoðarmaður forsætisráðherra
Árni Þórarinsson blaðamaður
f ó k u s 4.janúar2002
Síðhærðir karlmenn eru deyjandi tegund hér á landi og vekja því óneitan-
lega eftirtekt hvar sem þeir koma. Almenningur tekur þessum piltum þó
misjafnlega vel og oft er þeim mætt með miklum fordómum enda hefur
sítt hár á karlmönnum lengi verið tengt við óreglu. Fókus hafði uppi á
fimm síðhærðum eintökum sem vegna sérvisku sinnar vilja vera síðhærð-
ir og hafa þar af leiðandi þurft að þola ýmis legt.
SÍShærðir sérvitringar
Sakaður um að vera dópisti
Sigurður Hólm Gunnarson, ritstjóri
Skoðunar, hefur í 10 ár borið ljóst, liðað hár
sem svo sannarlega vekur eftirtekt hvar
sem hann kemur. „Eg byrjaði að safha hári
eftir ferminguna og hef verið með sftt hár
síðan. Ég man ekki lengur ástæðuna fyrir að
ég lét hárið vaxa en býst við að mig hafi
langað að prófa eitthvað nýtt,“ segir Sigurð-
ur sem gengur yfirleitt um með hárið sleg-
ið. Hár Sigurðar nær í dag niður á mitt bak
en hann segist oft hafa hugsað um að
klippa sig stutt og býst við að láta verða af
þvf einhvern daginn. „Annaðhvort finnst
fólki hárið á mér vera rosalega flott eða al-
gjör hörmung. Það er ekki um neitt milli-
stig að ræða,“ segir Sigurður sem segist hafa
gaman af því að vera öðruvfsi í útliti en
fjöldinn. Gallamir eru þó nokkrir og má
þar helst nefna tímafrekar sturtur og
einnig hefur Sigurður orðið var við fordóma
vegna hársins. „Fólk setur stundum sama-
semmerki á milli síðs hárs og óreglu. A
skemmtistöðunum hefur t.d. komið fyrir að
ég er spurður um dóp. Einu sinni man ég
líka eftir því að ég sótti um vinnu hjá Olís
og skilaði inn umsókn á skrifstofunni og þá
hvæsti skrifstofudaman að ég fengi nú
aldrei þessa vinnu á meðan ég liti út eins
og dópisti," segir Sigurður hlæjandi og ít-
rekar að hann hafi ekkert með dópsölu né
neyslu á slíkum efnum að gera.
Það fer þónokkur tími f að þvo
þessa Ijósu lokka jafnaðarmanns-
ins Sigurðar Hólm, enda segist
hann taka tímafrekar sturtur.
Tónlistar-
maðurinn Gunn-
ar Bjarni er með
rastafléttur f
hárinu sem
hann segir að sé
mjög hentugt
þar sem hann
þurfi ekkert að
hugsa um hárið,
það bara vaxi.
Undir áhrifum frá Led Zeppelin
„Þegar ég var að alast upp þá voru smástrákar með
sftt hár partur af hippamenningunni. Síðan hef ég
verið með sítt hár með hléum en samfleytt frá árinu
1988," upplýsir tónlistarmaðurinn Gunnar Bjarni
Ragnarsson sem kennir tónlistaráhuga sínum um
hársöfnunina. „Maður leit náttúrlega upp til sveita
eins og Led Zeppelin og Deep Purple og varð fyrir
áhrifum frá þeim - bæði tónlistinni og útlitinu,"
segir Gunnar sem skammast sín mikið fyrir það
tímabil þegar hann var með sítt að aftan og segir sig
þá hafa verið fórnarlamb aðstæðna. Hárið er sfður
en svo heilagt í hans augum og hann segir að það
þurfi einungis eina hugdettu til að hann klippi það
stutt.
„Það yrði reyndar meiri háttar mál ef ég klippti
mig því þá þyrfti ég að endurnýja fataskápinn alveg
frá grunni því þctta hangir allt saman,“ segir
Gunnar Bjarni.
Hvaða viðbrögð hefur þú fengið frá kvenþjóðinni við
þessu síða hári?
„Við skulum orða það þannig að ég hafi hingað til
ekki þurft að kvarta,“ svarar Gunnar að bragði.
Konan kembir hann
I Bókabúðinni við Hþemm er hárprúða af-
greiðslumanninn Eirík Ágúst Guðjónsson tð
finna sem sökum sérvisku sinnar hefur verið síð-
hærður síðan 1986. „Kostirnir við það að vera
með sítt hár eru engir en gallarnir milljón," seg-
ir Eiríkur sem þrátt fyrir það ætlar að halda sig
við síða hárið þar til það dettur af af náttúruleg-
um orsökum. Eiríkur segist ekki hafa farið var-
hluta af fordómum í sinn garð vegna hársins.
„Að vera karlmaður með sítt hár er álíka og að
vera svartur hommi, fólk stimplar mann sem
glæpamann og er hrætt við að mæta manni á
kvöldin," segir Eiríkur sem oftar en ekki hefur
verið neitað um vinnu vegna hársins. „Nokkrir
atvinnurekendur hafa sagt við mig að þeir séu til
í að ráða mig í vinnu ef ég klippi mig stutt. Ég
hef hins vegar aldrei sóst svo fast eftir einhverri
vinnu að ég hafi verið tilbúinn að fórna hárinu
fyrir hana,“ segir Eiríkur og bætir við að hann
hafi fengið vinnuna í bókabúðinni vegna síns
viðkvæma listamannseðlis. Eiríkur neitar því
ekki að hárið sé tímafrekt og dágóður peningur
fari í góð sjampó. „Þetta cr svoddan dúll en ég
fæ oft hjálp frá konunni við að greiða það. Hún
er svo vön, enda með helmingi síðara hár en ég,“
segir Eiríkur sem er mjög hársár og segir hann að
oft hafi legið við hjónaskilnaði þegar konan sé að
kemba hárið.
Eiríkur er
hársár bók-
sölumaður
sem ætlar að
halda síða hár-
inu þar til það
dettur af af
náttúrulegum
orsökum.