Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2002, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2002, Síða 7
„Mörgum finnst kellingalegt að karlmenn séu með sítt hár. Það skil ég ekki þvf hvorugt kynið fæðist með sítt hár.“ - Guð- mundur Oli Fólk vill fikta í hárinu á honum „Á árunum 1990-92 var dauðarokkstímabilið í algleymingi hjá félögum mínum og þá voru allir með sítt hár nema ég sem var krúnurakaður. Það var ekki fyrr en þetta tímabil var gengið yfir árið 1993 að ég fór að safha hári,“ segir Guðmundur Oli Pálmarsson, betur þekktur sem síðhærði stöðumælavörðurinn hjá Bílastæða- sjóði Reykjavfkur. „Það er aðallega á djamminu sem Guðmundur fær athugasemdir vegna hársins. „Fólk, sérstaklega kcmur, vill alltaf vera að fikta f hárinu á mér og jafnvel flétta það. Eg er hins vegar mjög hársár og leyfi ekki einu sinni kærustunni að greiða mér,“ segir Guðmundur og bætir við að karlmennirnir virðist ekki vera jafnhrifnir af uppátækinu. „Mörgum finnst kellingalegt að karlmenn séu með sítt hár. Það skil ég ekki því hvorugt kynið fæð- ist með sítt hár,“ segir Guðmundur og bætir við að sítt hár tilheyri hvoru kyninu eins og typpi og píka. „Margir spyrja mig hvernig ég nenni þessu eiginlega og eiginlega veit ég það ekki. Þetta er einhver þrjóska en annars finnst mér þetta síða hár fara mér miklu betur,“ segir Guðmundur sem langar til að verða gamall með sítt, hvítt skegg og hár í stíl. w Fjölnir tattú byrjaði að safna hári þegar hann komst ekki til rakara vegna sjó- mennsku og vantar tvö ár f það að hafa verið síðhærður í 20 ár. Safnaði hári á sjónum „Ef ég klippi mig þá verður það í fyrsta lagi eftir tvö ár því þá er ég búinn að vera síðhærður í 20 ár og það yrði konan sem fengi þann heiður að munda skærin,“ segir Fjölnir Bragason hjá tattústofunni JP og bætir við að hann myndi aldrei láta hárið fjúka nema vera viss um að það yxi aftur. Sagan á bak við hársöfnun Fjölnis hefst í verbúð úti á landi árið 1983. „Ég hafði verið með þunnan, síðan lokk í hnakkanum þegar ég hélt út á land í verbúð og þaðan beint á sjóinn. Á þessum tíma komst ég einfaldlega ekki til rakara þannig að ég var kominn með myndarlegan lubba þegar ég kom aftur f land,“ útskýrir Fjölnir sem ákvað að halda í hárið. Hann segist hugsa vel um makkann og spá mikið í sjampó og hárnæringu. Ekki neitar hann því að hár hans veki at- hygli fólks og viðbrögð manna hafi verið bæði jákvæð og neikvæð. „Margir hafa haldið mig allt öðruvísi persónu en ég er og hafa orðið hissa þegar þeir hafa kynnst mér. Fólk er svo gjarnt á að dæma síðhærða karlmenn, þeir eru álitnir svo miklir brjálæðingar," segir Fjölnir. Af hverju er það? „1 mörg ár hefur bara verið alið á neikvæðum hlutum í þeirra garð, t.d. í bíó- og teiknimyndum,“ svarar Fjölnir og bætir við: „Nú, svo voru víkingarnir náttúr- lega síðhærðir og þeir voru algjörir villimenn.“ VinUill Finnur Vilhjálmsson skrifar um símadóna og jólasveininn sem kom. Halfkveðnar klómvísur Ef markaðsþjóðfélagið væri vef- síða væri lykilorðið án efa kynlíf. Þetta er kunn staðreynd og til vitnis um hana má til dæmis hafa forsíður glanstfmarita, auglýsingar og hvers konar önnur fyrirbæri sem ætlað er að selja eða seljast. Til að vara seljist þarf fyrst að opna hjarta neytandans - sálu hans, sjálf, huga, klof ... - og eins og Freud gamli komst að eru blaut- legar kenndir þar fyrirferðar- og áhrifamestar. Það er svo aftur eng- in tilviljun því hin knýjandi þörf til að fjölga sér tryggir auðvitað vöxt og viðgang mannkynsins. Standpínurnar vísa veginn, upp og áfram! Auglýsendur hafa hingað til frekar hallast að erótík en hörðu klámi í leik sínum að þeim eldi bakgrunni, fáklædd ljóska, og jóli gamli sagði áhorfendum eins og í trúnaði að stundum fengju slæmu stelpurnar bestu gjafirnar. Til- mælum var beint til fólks að kaupa símapákka og fá hann sendan heim frítt til að jóli yrði ekki lengi fjarri hlýju hjónasæng- ur og gæti rækt skyldur sínar við frú jóla af samviskusemi. Kannski urðu einhverjir hneykslaðir en er' þetta ekki bara stórsniðugt? Það hlýtur að teljast ögrandi og kær- kominn nýr flötur á jóla- sveinaklisjunni að karlfauskurinn sé kynvera eins og við hin. Álfka mikið selvfölgelighed og kom fram hjá sænsku lögreglumönn- unum um daginn þegar þeir neit- uðu að fallast á staðhæfingar fylli- byttu um að jólasveinninn hefði sem bersöglismálin óneitanlega eru í siðavöndu samfélagi, svo ekki sé sagt púrítönsku. Kynþokkinn er milli línanna, ósagður en öllum ljós sem á annað borð hafa blóðið á hreyfingu og kirtlastarfsemina f sæmilegu lagi. Ólfklegustu stofnanir hafa reynt að koma sér upp sexappíli. Meira að segja bankar, tryggingafélög og þess háttar batterí vilja frekar finnast undir Bfkíní-Beib-Brjóst- Buff í spjaldskrám huga neytend- anna en í afkima á borð við Buxnadragtir-Grá jakkaföt-Bak- hár-Appelsínuhúð. Skiljanlega, kannski. En þetta virðist vera að breytast. Hálfkveðnu vísurnar eru orðnar að hálfkveðnum harðkorr klámvís- um. Ástæðan er kannski lögmálið um áreiti, sem auglýsingar óneit- anlega eru: Því meira sem áreitið er, því sterkara þarf það að vera til stungið hann í bakið með þeim einföldu rökum að „ef hann væri til þá væri hann góður“. Á sama hátt er auðvitað hægt að fullyrða: „Ef hann er til þá er hann graður." Snæfinnur bræðir úr sér? Tal gaf út sínar árlegu jóla- myndir og virðist fyrirtækið vera búið að skapa huggulega hefð á þvf sviði. Falleg stúlka og snjór eru fastar stærðir en árlega eru svo ýmis tilbrigði við það stef. Mest áberandi myndin þessi jólin var af snævi þakinni stúlku með fullan munn af snjó. Hvítum snjóflygs- um hafði einhvern veginn kyngt niður á tungu hennar og svo sagði hún a-a-a-a-a-a við áhorfendur eins og tannsa. Falleg mynd og frumleg. En myndimar voru fleiri. Einhverra hluta vegna var önnur mynd í seríunni minna áberandi en á henni sást stúlkan óræð á að skila árangri framvegis. Og nú er kynlíf - að minnsta kosti í miðl- um af hverju tagi - orðið hvers- dagslegt. Islendingar hafa verið vandir af brjósti. Nú þarf eitthvað meira að koma til ef takast á að halda fólki við efnið. Ef hann er til, þá er hann GRAÐUR Vott um þetta mátti til dæmis sjá í auglýsingum sfmafyrirtækja fyrjr jólin. íslandssfmi afhjúpaði jólasvein- inn sem einhvers konar skítugan skarf (e. dirty old man) sem varla nennti að hreyfa sig úr hæginda- stólnum nema ef vera skyldi til að serða frúna. Hún sást spóka sig í svip með stóreflis grýlukerti milli sömu vara og innbyrtu allan þennan snjó. Nú ætla ég ekkertað fullyrða um hvert aðstandendur herferðarinnar voru að fara með þessari seríu, hvort úr henni megi íesa eitthvert orsakasamhengi milli klakadröngulsins og hvítu munnfyllinnar eða hvort afbrigði- legum hugsunarhætti mfnum er alfarið um að kenna en ... Ætli það fari ekki best á því að sumar spurningar fái að liggja áfram í loftinu. En maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort Snæfinnur snjókarl sé kannski annað og rneira en bamagæla? 4. janúar 2002 f ó k u s 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.