Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2002, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2002, Qupperneq 22
u ... Á Ham-bíómyndina Þeim fjölgar stöðugt góðum heimildar- myndum sem detta inn á borð landsmanna og á dögunum bættist sú síðasta í hópinn. Kvikmyndin um Ham er hin ágætasta skemmtun og ætti að henta flestum. Það er auðvitað hálfgert möst að sjá hvernig málin gengu fyrir sig hjá einni merkustu rokksveit okkar ágætu þjóðar. Hið óvænta kombakk í vor er líka besti bónus sem nokkur sveit gat fengið. Skyldumynd. ... Á ÚTSÖLUR Ef þú átt einhverjar krónur 1' vasanum eftir jólageðveikina hlýtur þetta að teljast rétti tíminn til að eyða þeim. Þó geðveikin á stærstu útsölunum slái jafnvel jólaösina sjálfa út er afslátturinn í sumum tilvikum slíkur að fólk getur varla sleppt þessu. Frétt- ir um allt að 90% afslátt í Hagkaupi hljóta að ýta við fólki. Alla vega til að kíkja inn ... ... Á Cyrano í Þjóðleikhúsinu Stefán Karl Stefánsson þykir fara á kost- um í þessu merka stykki og ekki hefur verið kastað til höndunum við uppsetninguna að þessu sinni. Tvímælalaust ein af bestu leik- sýningum síðari ára. Ef þú ert þessi týpa sem aldrei fer í leikhús ætti þetta líklegast að vera undantekningin. ... á Tapas-barinn Já, hver hefði trúað því að hægt væri að anda að sér ekta spænsku andrúmslofti um miðjan vetur í henni Reykjavík? Það er nú einfaldlega málið á Tapas-barnum sem er til húsa í Hlaðvarpanum. Maturinn er góður og stemningin tilvalin til að hita upp fyrir sól- arlandaferðirnar í sumar. Fyrsti þátturinn í þáttaröðinni Fyrirgefðu leit dagsins Ijós annan í jólum, á hátíð árs og friðar, enda viðeigandi að frumsýna slíkan þátt á þeim tíma. Þar voru tvær sögur leiddar til lykta og sátt fundin. En af nógu er að taka í litia samfélaginu íslandi og á sunnudaginn verð- ur þáttur númer tvö á dagskrá Skjás eins og eins og venjulega er Fókus með smjörþefinn af honum. fillir sattir eftir Það voru tvö ólík en þó nokk- uð tengd mál í gangi í fyrsta þætti Fyrirgefðu sem sýndur var á Skjá einum að kvöldi annars dags jóla. Þau voru ólík að því leytinu til að annað hafði varað stutt og orsakir kulda í samskipt- um léttvægar miðað við orsakir hins málsins, sem einnig hafði grasserað í áraraðir. Þó tengdust þessar sögur á þeim nótum að báðar áttu sér stað á æskuárum. Bætt samskipti Félagamir Danni og Aron, 14 ára, úr Hafnarfirði, hafa verið vinir í langan tíma en fyrri part vetrar slettist upp á vinskap- inn og þeir hættu að talast við. Danna leið illa yfir þessu og baðst afsökunar í Fyrirgefðu. Eftir áreiðanlegum heimildum eru þeir félagar nú perluvinir á ný. Hin sagan sem sögð er, eins og áður sagði, er mun alvarlegri og langvinnaji en saga Danna og Arons. Hún fjallaði um þau Sædísi og Arna í Grundarfirði. Sædís hafði gerst sek um að leggja Árna í allsvakalegt einelti á bamaskólaárun- um og samvisk- an hafði verið að naga hana um þónokkurt skeið. Hún baðst því fyrirgefning- ar með milli- göngu Felix Bergssonar, um- sjónarmanns Fyrirgefðu. Árni tók fyrirgefning- unni með bros á vör. Þegar slegið var á þráðinn til þeirra fyrir vest- an lá vel á þeim báðum. Sædís taldi þau vera sátt eftir fund- inn í Fyrirgefðu. „Við erum reyndar ekki búin að hittast mikið yfir hátíð- irnar sökum annríkis. Eg held hins vegar að við séum bæði mjög sátt og hef alla trú á að við munum eiga betri samskipti í framtíðinni." Það lá einnig vel á Árna og hann er sáttur. „Það var virkilega skemmtilegt að taka þátt í þessu og sam- skipti okkar Sædís- ar búin að vera j;óð eftir það.“ Árni bætir síðan við að hann sé mjög ánægður með að hafa slegið til og tekið þátt og mælir eindregið með því við annað fólk að það geri hreint fyrir sín- um dyrum. Verslunarstjóri STELUR STRÆTÓ I næsta þætti, sem sýndur verður á sunnudagskvöldið, verða tvær nýjar sögur í boði fyrir áhorfend- ur Skjás eins og gerast þær báðar á Akureyri. I annarri gerir Óðinn, verslunarstjóri Bónus-verslunarinnar í bæjarfélaginu, hreint fyrir sínum dyrum og biðst afsökunar á því að hafa stolið einu stykki strætó, með leiðindaafleiðingum fyrir aðra mann- eskju. I hinni sögunni kemur síðan presturinn á Akureyri óvænt fram. Hann hefur gamlar syndir sem hann þarf að gera upp. Að auki eiga svo áhorfendur Fyrirgefðu von á óvæntri fyr- irgefningu og því vænlegra að fylgjast með. Aðstandendur þáttarins segjast vilja þakka þeim hugrekkið sem tóku fyrstu skrefin í þætt- inum. Að sögn þeirra hafa íslend- ingar tekið við sér eftir fyrsta þáttinn og nú streymi inn sögur. Þeir sem hafa eitthvað óhreint í pokahorninu gagn- vart öðrum einstak- lingum geta sent inn sfna sögu á fyr- irgefdu@sl.is eða hringt f síma 511 4030. fyrsta þátt Árnitók sáttahönd Sædísar fsfðasta þætti og segir lífið betra á eftir. Óðinn, verslunarstjóri Bónuss á Akureyri, gerðist fullkærulaus og vitl biðjast afsökunar. erjir \erða hvar? * * Brúðkaupoc Hverfisbar- INN „A föstudagskvöldið fer ég í brúðkaupsveislu hjá vinum mínum þeim Jóni Agli og Heiðrúnu en ég er víst skemmtanastjóri í veislunni og ætla að sjá um ýmsa leiki og annað sprell. Á laugardag- inn fer ég að æfa í Planet City og skelli mér lfklega í Vestur- bæjarlaugina á eftir. Um kvöldið kíki ég eitthvert út ásamt vinkonum mfnum og er Hverfisbarinn ofarlega á lista. A sunnudaginn ætla ég að hvíla mig, hlaða batteríin og borða góðan mat. Ekki er ólíklegt að ég kíki á Salatbar Eika sem er alveg frábær." Unnur Pálmarsdóttir líkams' ræktarþjálfari BÍÓ OC KÖRFUBOLTI „A föstudagskvöldið langar mig í bíó að sjá „Lord of the Rings“, ef það verður þá ekki upp- selt eins og verið hefur yfir hátíðarnar. Á laugar- dagsmorguninn fer ég svo á æfingu og aðra um kvöldið. .Það er leikur^ á sunnudaginn á móti ÍR svo maður verður bara rólegur. Eftir leikinn för- um við strákarnir í liðinu og fáum okkur pitsu. Þar sem það er svo skóli dag- inn eftir þá býst ég við að fara bara snemma í bólið á sunnudagskvöldið." Jón Amór Stefánsson, körfuboltakappi í KR Flytur í borgina „Eg er að flytja frá Ak- ureyri til Reykjavíkur um helgina. Ég býst því við að nota helgina til þess að koma mér almennilega fyrir í nýju íbúðinni sem er í Sundunum. Þetta er leiguíbúð og það gleymd- ist að þrífa hana áður en ég fékk hana afhenta þannig að ég verð að byrja á því að taka hana í gegn. Annars langar mig til að kíkja eitthvert út um helgina og ætla að reyna að fara í bíó á einhverja góða mynd.“ Amar Grant, einka- þjálfari hjá Fitness Sport (www.fitnesssport. is) f ó k u s 22 4. janúar 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.