Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Síða 7
7 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 I>V Fréttir Annir á hundahóteli eftir áramót og þrettánda: Tugur óskilahunda eftir flugeldaregn Um tíu óskilahundar voru fluttir á hundahótelið á Leirum um ára- mót og þrettándann. Þeir höfðu flæmst frá eigendum sínum í flug- eldaregninu sem dunið hefur yfir höfuðborgarsvæðið undanfarna daga. Lögreglan tók þá og flutti ým- ist til hundaeftirlitsmanna eða beint á hundahótelið. Eigendur hafa vitj- að allra hundanna nema eins sem hefur verið á Leirum frá því um áramót. Jón Þórarinn Magnússon, hunda- eftirlitsmaður í Reykjavík, sagði við DV að óvenjurólegt hefði verið hjá sér kringum áramót og þrettánda. Komið hefði verið til þeirra með 2-3 hunda sem hefðu hlaupist frá eig- endum sínu af ótta við flugelda- hvellina. Tveir þeirra hefðu verið sóttir strax en sá þriðji væri ósótiur enn þrátt fyrir að hann hefði verið auglýstur. Hann væri nú á hunda- hótelinu á Leirum. Jón Þórarinn sagði að ástæður þess að fáir hundar týndust í ár væru líklega þær að hundaeigendur væru orðnir meðvitaðri og passa- samari með dýrin sín heldur en áður hefði verið. Undanfarin ára- mót hefði verið „vitlaust að gera“ en nú hefði þetta nánast ekki verið neitt. „Það er ekki lengra síðan en í hittifyrra að það voru um 4-5 útköll á nóttunni og svo var verið að tína upp hunda í tvo, þrjá daga eftir- sprengikvöldin," sagði hundaeftir- litsmaðurinn.. Hreiðar Karlsson, forstöðumaður hundahótelsins á Leirum, sagði að um 200 óskilahundar kæmu þangað á ári hverju. Mest væri um þá þeg- ar færi að vora. í 90 prósent tilvika væru þeir sóttir. Ef reyndin væri ekki sú væri reynt að koma þeim í hendur góðs fólks. -JSS Hver á hann? Þessi hundur, sem er líklega um ársgamall, er í óskilum á hundahót- elinu á Leirum. Hreiðar Karlsson for- stöðumaður heldur á seppa sem bíður þess að verða sóttur. Hafnarfjörður: Fimm verk- efni styrkt Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar hef- ur samþykkt að styrkja fimm jafnrétt- isverkefni um alls eina milljón króna. Þetta er í annað sinn sem nefndin út- hlutar slíkum styrkjum og fór úthlut- unin að þessu sinni fram á fundi hennar þann sjötta desember síðast- liðinn. Hæsta styrkinn hlaut Félag ábyrgra feðra og var hann 350.000 krónur. Styrkinn mun félagið nota til að halda málþing um stöðu föðurhlut- verksins á íslandi í aldarbyrjun. Þá hlaut hópur kvenna, sem kalla sig Of- urkonumar, 250.000 króna styrk til að setja upp leikrit í Hafnarfjarðarleik- húsinu um stöðu íslenskra kvenna. Rannsóknarstofa í kvennafræðum og fleiri hlutu 200.000 króna styrk til að koma á fót vefrænum kvennagagna- banka. Einnig fengu þær Jóhanna Magnúsdóttir stjórnmálafræðingur og Sólbjörg Sólversdóttir hjúkrunar- fræðingur 100.000 króna styrk hvor til að skrifa bók um kvenréttindi og und- irbúa jafnréttisnámskeið fyrir karl- menn. -MA Álfhólsvegur: Lítil stúlka varð fyrir bíl Átta ára gömul stúlka varð fyrir bíl á Álfhólsvegi i Kópavogi í gærmorgun. Að sögn lögreglu fór stúlkan yfir götuna á svokallaðri þrengingu en ekki gangbraut. Bílstjórinn sá stúlkuna ekki fyrr en um seinan. Hún var ílutt með sjúkrabifreið á Landspítalann en meiðsl hennar voru ekki talin alvarleg. -aþ DV-MYNDIR GARÐAR HARÐARSON Martröð ökumannsins Það er martröð ökumanna að fá fljúgandi hluti gegnum framrúðuna í miklu roki. Þessi bíll stóð heima við hús þegar bárujárnsplatan fór í gegnum rúöuna. Ekki er Ijóst með ábyrgðina á skemmdum á bílnum. Stöövarf j örður: Bárujárn gegnum framrúðuna Félagar í björgunarsveitinni Björgólfi á Stöðvarfirði stóðu í ströngu á sunnudagskvöldið en þeir voru kallaðir út í veðurofsan- um klukkan 19.30. Járnplötur losn- uðu af Borgargarði, sem er gamalt hús í austurenda þorpsins, og fauk jámið á bíl og skemmdi hann verulega, að sögn Sveins Orra Harðarsonar, formanns björgunar- sveitarinnar. Einnig fauk 40 feta gámur frá bræðslunni og rak hann á land við bæinn Óseyri við botn fjarðarins. Annar 40 feta gámur fór af stað við frystihús Samherja og hafnaði hann á beituskúr og beygði ljósa- staur. Skemmdir eru óverulegar á skúrnum. Nýtt auglýsingaskilti við veitingastaðinn Kútterinn hvarf út í veður og vind og lausa- munir fuku vítt og breitt. -GH Héðan kom platan Frá þessu yfirgefna húsi kom járn- platan fljúgandi á bílinn. Húsið er í eigu íbúðalánasjóðs. s M y* ' handverk ■ *•: SA!^ WKf ■ r- f' iiilíuM, * 4/ ■ Brúarskáli í Hrútafirði Veitingamaðurinn látinn fjúka - eftir að hafa óhlýðnast kaupfélagsstjórninni. Deilur í Hrútafirði: Veitingamaður í Brúarskála rekinn - og kaupfélagsstjóri segir af sér Væringar hafa verið undanfamar vikur innan Kaupfélags Hrútfirðinga á Borðeyri og hafa tekið óvenjulega stefnu. Bjama Yngvasyni, sem séð hefúr um rekstur veitingaskálans að Brú í Hrútafirði, var snemma í sl. mánuði sagt upp störfum en hann vék þó ekki strax af velli. Þann 10. desember komu stjóm kaupfélagsins og kaupfélagsstjór- inn, Guðrún Jóhannsdóttir, svo á stað- inn og sögðu Bjama að hafa sig á brott. Hafði þetta í fór með sér nokkum æsing í sveitinni og réttri viku síðar, 17. des- ember, komu stjóm og fulltrúaráð kaup- félagsins saman til fundar. Var hann nokkuð átakamikill og bar þar hæst kjarnyrta ræðu kaupfélagsstjórans sem í lokin tilkynnti að hún hefði sagt upp störfúm tíu dögum fyrr. Uppsögnin mun vera ótengd máli veitingamannsins á Brú. Forsaga máls þessa er sú að 3. desem- ber barst Bjama Yngvasyni bréf frá stjóm kaupfélagsins og kaupfélagsstjóra þar sem honum var sagt upp störfum frá næstliðnum mánaðamótum. Hann sagðist i DV hafa ákveðið að hafa sig hægan fyrst um sinn en viku síðar var honum gert að hafa sig á brott. „Mergur málsins er sá að ég er rekinn fyrir óhlýðni en fundin var upp sú tylli- ástæða að það væri orðið meira af vatni en disilolíu á tönkunum héma. Maður sem hér fór um klagaði þetta til Olíufé- lagsins en sjáifúr veit ég að þetta er ósatt. Var sjálfur fáum dögum áður bú- inn að keyra 300 km á olíu héðan og allt gekk eins og í sögu,“ segir Bjami. Hann viðurkennir að vissar væringar hafi verið milli sin og yfirstjórnar kaup- félagsins. Þannig hafi hann ekki fengið í gegn ýmsar endurbætur á veitinga- skálanum á Brú sem hann hafi beðið um og talið nauðsynlegar. Þá hafi verið fram hjá því horft að reksturinn sé helsta og besta mjólkurkýr félagsins og hafi á síðustu tveimur árum undir sinni stjóm skilað góðum hagnaði. „Ég held að það sé ekki vert að fara með þetta mál í fjölmiðla en ég get þó staðfest að veitingamanninum á Brú var ekki sagt upp að ástæðulausu," sagði Jósep Rósinkransson, bóndi i Fjarðarhomi og formaður kaupfélags- stjómarinnar, þegar DV leitaði eftir þvi í gær. Um fulltrúaráðsfúnd kaupfélags- ins staðfesti Jósep að þar hefði hvesst nokkuð ... en ekkert alvarlega," eins og hann komst að orði. Guðrún Jóhanns- dóttir kaupfélagsstjóri vildi ekkert tjá sig um mál þetta þegar DV leitaði eftir því í gær. -sbs TILKYNNING INSURANCE COMPANIES ACT 1982 (BRESK LÖG UM TRYGGINGAFYRIRTÆKI, 1982)AEGON INSURANCE COMPANY (U.K.) LIMITED TILFÆRSLA ALMENNRA VIÐSKIPTA 1. TILKYNNT ER HÉR MEÐ að Aegon Insurance Company (U.K.) Limited (áður þekkt undir nöfnunum Coronet Insurance Company Limited, Triumph Insurance Company Limited, og Ennia Insurance Company (U.K.) Limited) (fyrirtækiskennitala: 866262) hefur þann 27. nóvember 2001 sótt hjá Financial Services Authority (breska fjármálafyrirtækjaeftirlitinu) um samþykki þess samkvæmt viðauka 2C við Insurance Companies Act 1982 til að færa til Guardian Assurance plc (fyrirtækiskennitala: 00038921) öll réttindi og skuldbindingar þess sem lúta að tryggingarskírteinum sem gefin voru út fyrir 9. febrúar 1997, að undanteknum þeim samningum sem mynda viðskipti sem eftirlitsaðilar í Kanada og Bandaríkjunum hafa heimilað. 2. Fram til 30. nóvember 2001 hafði Financial Services Authority heimild til að beita viðeigandi valdi fjármálaráðuneytisins samkvæmt Insurance Companies Act 1982, samkvæmt II. hluta, Deregulation and Contracting Out Act 1994, og Contracting Out (Functions in Relation to Insurance) Order 1998. Frá 1. desember 2001 hefur Financial Services Authority heimild til að beita viðeigandi valdi samkvæmt viðauka 2C við Insurance Companies Act 1982 samkvæmt Financial Services and Markets Act 2000 og (Transitional Provisions and Savings) (Business Transfers) Order 2001. 3. Eintök af greinargerð um fyrirhugaða færslu liggja frammi á skrifstofu Pricewaterhouse Coopers ehf., Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík, mánudaga til föstudaga, 8.30 f.h. til 4.30 e.h. fram til 8. febrúar 2002. 4. Skrifleg umboð varðandi færsluna má senda til Insurance Firms Division hjá Financial Services Authority, 25 The North Colonnade, Canary Wharf, London E14 5HS, fyrir 11. mars 2002. Financial Services Authority tekur ekki ákvörðun um færslubeiðnina fyrr en að athugun lokinni á slíkum umboðum sem send eru í tæka tíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.