Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Síða 9
9 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 3>V Norðurland Samfylkingin á Akureyri: Bæjarlögmaður Akureyri: Flokksmenn raði sjálfir uppröðun - skoðanakönnun póstsend - fyrirkomulagið fjölgar flokksmönnum Jón Ingi Ásgeir Oktavía Cæsarsson. Magnússon. Jóhannesdóttir. Samfylkingin hefur ákveðið að efna til skoðanakönnunar meðal flokksmanna um hvernig skipa beri efstu sæti listans fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar á Akureyri í vor. Flokkurinn er sá eini i bænum sem viðhafa mun þetta fyrirkomulag, að því er næst verður komist. Ákvörð- unin var tekin i samráði við Stólpa, félag ungra jafnaðarmanna á Norð- austurlandi. Félögum í Samfylkingarfélaginu og Stólpa hafa verið sendir kjörseðl- ar og verða svör að hafa borist fyrir fóstudaginn 18. janúar. Einnig munu þeir sem ganga í Samfylking- arfélagið eða Stólpa áður en skila- fresturinn rennur út fá afhent kjör- gögn. Rúmlega 300 manns eru skráðir í Samfylkinguna en Jón Ingi Cæsarsson, for- maður Samfylkingarfé- lagsins á Akureyri, segir i samtali við DV að fjölgun í flokknum hafi þegar orðið frá því að fyrirkomulagið spurðist út. „Þetta er akkúrat það sem ýtir við þvi fólki,“ segir Jón Ingi. Hermann Tómasson upp- stillingarnefndarmaður segir að könnunin hafl verið póstsend í fyrradag og séu 18 nöfn á listanum. Um ástæður þessarar tilhögunar segir Hermann: „Þetta er svona millileið. Við- viljum heyra í öllu flokksfólki vegna þess að þetta er nýtt framboð. Það er eðlilegt að við viljum vita hvernig menn eru stemmdir." Ásgeir Magnússon, formaður bæj- arráðs og núverandi leiðtogi sam- einaðs Akureyrarlista, er með- al þeirra sem sækjast eftir for- ystustörfum í Samfylkingunni. Ásamt Ásgeiri má finna nöfn Oktavíu Jóhannesdóttur bæj- arfulltrúa, Sigrúnar Stefáns- dóttur, formanns Jafnréttis- nefndar, og Jóns Inga Cæsars- sonar, svo dæmi séu tekin. Vinstri grænir höfnuðu samstarfi við Samfylkinguna og því munu fjögur tU fimm öfl berjast um sæti 11 bæjarfulltrúa á Akureyri. Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur, Samfylkingin, Vinstri grænir og að líkindum sér- framboð Odds Helga Halldórssonar, Listi fólksins. -BÞ Nýtt starf hjá Akureyrarbæ: Um 50 sóttu um Rétt tæplega 50 umsóknir bárust Akureyrarbæ um stöðu verkefnis- stjóra kynningar- og upplýsinga- mála bæjarins en umsóknarfrestur rann út fyrir skömmu. Um er að ræða nýtt starf hjá bæn- um og í hópi hinna fjölmörgu um- sækjenda er talsvert um fjölmiðla- menn. Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri segi að ákvörðun um hver hreppi nýja starfið verði tekin fyrir vikulok. -gk Vilja fleiri umsóknir Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa framlengt umsóknarfrest um stöðu bæjarlögmanns til 14. janúar, en Há- kon Stefánsson bæjarlögmaður hef- ur sagt stöðunni lausri. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út fyrir skömmu og bárust þrjár umsóknir um hana. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir að menn hafi viljað freista þess að hafa úr „meiru úrvali umsækjenda" að velja þegar tekin verður ákvörðun um hver verði næsti lögmaður bæj- arins. -gk Akureyri: Engin ákvörðun um Dalsbraut Kristján Þór Júliusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það að hefla framkvæmdir við Dalsbraut sem tengja á Þingvallastræti og Borgarbraut. Umhverfisráð bæjarins ályktaði um málið og i framhaldi af því sendi bæjarstjórnin bókun um- hverflsráðsins til framkvæmdaráðs. Umhverfisráðið beindi þeim til- mælum til framkvæmdaráðs að framkvæmdir við Dalsbraut milli Borgarbrautar og Þingvallastrætis yrðu settar á framkvæmdaáætlun 2002 en samkvæmt drögum aö þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum við Dalsbraut árin 2003 og 2004. Að sögn Kristjáns Þórs bæjarstjóra liggur framkvæmda- áætlun bæjarins ekki fyrir og hefur ekki til þessa a.m.k. verið gert ráð fyrir að framkvæmdir við Dalsbraut heQist á árinu. -gk Við Akureyrarhöfn Ryökláfurinn Omnya. Bölvaldur sem ekki tekst aö losna viö. Akureyri: Omnya er fljót- andi flak - segir Siglingastofnun „Sérfræðingar skoðuðu Omnya fyrir áramótin og kváðu eftir það upp þann dóm að skipið væri fljót- andi flak. Þetta þýðir með öðrum orðum að ekki verði gert við skipið heldur sé ekki annar möguleiki í stöðunni en sá að klippa skipið nið- ur i brotajárn," sagði Hörður Blön- dal, hafnarstjóri á Akureyri, í sam- tali við DV. Enn virðist fjarri að ryðkláfurinn Omnya, sem hefur verið bundinn við bryggju á Akureyri sl. fimm ár eða svo, fari á brott. Hafnaryfirvöld hafa reynt ýmsar leiðir í þeim til- gangi, svo sem að svipta rússneska eigendur skipsins yfirráðarétti sín- um yfir skipinu. Þær hafa enn ekki borið árangur en leiða í þeim til- gangi er áfram leitað, svo sem þeirra að bjóða skipið upp, en eig- endurnir hafa ekki greitt af því hafnargjöld síðan í september. Hörður Blöndal segir mat þeirra manna sem best til þekkja vera að Omnya verði ekki rifin niður hér á landi. Tækjabúnaður islenskra vél- smiðja ráði tæpast við verkefnið. Þá séu kröfur um meðferð brotajáms og spiRiefna hérlendis strangar og kostnaður við fórgun þeirra hér- lendis meiri en í sumum öðrum löndum. -sbs Fro/iskunámskdð ¥tf§ur haldiÖ 14. \múm 2002. InnrHun Hl 11. janúar. NámskeiS fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeið fyrir börn. Taltímar, einkakennsla. Kennum í fyrirtækjum. Upplýsingar í símum 552 3870 og 562 3820. Alliance Francaise Hringbraut 121 /JL-HúsiÖ. • Símar: 552 3870 og 562 3820. • Fax; 562 3820. Netfang: af@ismennt.is. • Veffang; http//af.ismennt.is. • Opið 13.30-19.00 <B c '<ö '>» '0X1 3 <C '<C E </> Mundu afsláttinn þegar þú staðgreiðir eða borgar með korti p°rsche qh ~ -«™bmhhi EUROCARD Masten vÍSA H wom M Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍf.ÍS 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.