Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Síða 12
12 Viðskipti__________ Umsjón: Vidskíptablaðiö Tæplega 1,6 milljónir gesta í Smáralind frá opnun til ársloka: 20% umfram væntingar Alls komu tæplega 1,6 milljónir gesta i Smáralind á rúmlega tveggja og hálfs mánaðar tímabili, þ.e. frá opnun verslunarmiðstöðvarinnar 10. október sl. til ársloka 2001. Þessi aðsókn er um 20% meiri en upphaf- legar áætlanir stjórnenda verslun- armiðstöðvarinnar gerðu ráð fyrir. Þetta kom fram 1 Viðskiptablaðinu er kom út í morgun. í desember komu tæplega 600 þús- und gestir í Smáralind, þar af komu um 220 þúsund gestir síðustu vik- una fyrir jól. Á Þorláksmessu komu um 50 þúsund manns í verslunar- miðstöðina og er það íjölmennasti dagurinn frá opnunarhátíðinni í október sl. í fréttinni er vitnað í fréttatil- kynningu frá Smáralind þar sem segir að talning gesta sé fram- kvæmd með fullkomnum hátækni- búnaði viö alla 10 innganga sem gestir verslunarmiðstöðvarinnar fara um. Um er að ræða tækni sem fyrirtækið Vaki DNG hefur þróað í samvinnu við Smáralind og hefur vakið athygli. Þessi talningaraðferð þykir ein sú nákvæmasta sem not- ast er við i heiminum i dag og mun nákvæmari en þær talningaraðferð- ir sem notaðar eru annars staðar Smáralind / desember komu tæplega 600 þúsund gestir í Smáralind, þar af komu um 220 þúsund gestir síöustu vikuna fyrir jól. hér á landi segir í tilkynningunni. I desember var gengið frá tengingu búnaðar sem telur alla bíla sem leggja á bílastæðum við Smáralind. Frá þeim tíma liggja fyrir nákvæm- ar tölur um alla umferð í og við Smáralind en þær gefa m.a. mikil- vægar upplýsingar um meðalheim- sóknartíma í húsið og meðalfjölda í hverjum bíl. Áætlaö er að heildarsalan í Smáralind frá opnun 10. október sl. og til ársloka hafi numið tæpum 3 milljörðum króna. Þessi sala er i takt við áætlanir stjórnenda versl- unarmiðstöðvarinnar sem gerðu ráð fyrir að heildarsala í Smáralind næmi um 10-12% af heildarársveltu smásölumarkaðarins á höfuðborg- arsvæðinu. Hlutfall utan- þingsviðskipta með hluta- Árið bréf eykst 2001 dróst velta með hlutabréf sam- an um 31% að markaðsvirði en um 18% að nafnvirði. Mis- munurinn á samdrætti í markaðsvirði annars vegar og nafn- virði hins vegar er tilkominn vegna lækkandi hlutabréfaverðs á árinu 2001 að því er segir í Hálf fimm fréttum Búnaðarbanka íslands, en á árinu lækkaði vísitala Aðallista um tæp 10%. Greiningadeild Búnaðarbankans vekur sérstaka athygli á að á síðasta ári var hlutfall utanþingsviðskipta með hlutabréf að aukast en hlutfall ut- anþingsviðskipta á síðasta ári nam 77% m.v. að árið 2000 var hlutfallið 72%. Aukið hlutfall utanþingsvið- skipta þýðir í raun að veltan bak við verðmyndun hlutabréfa á Verðbréfa- þingi hefúr minnkað meira en veltutöl- umar gefa til kynna. Aukin bjartsýni á íslenskum hlutabréfamarkaði? Stóru fyrirtækin hækkuðu um 4% í gær Svo virðist sem aukin bjartsýni í upphafi árs hafi leitt til 1,67% hækkunar Úrvalsvísitölunnar í gær, en þetta kom fram í Viðskipta- blaðinu í morgun. Stór fyrirtæki eins og Bakkavör Group, Baugur, Pharmaco og Össur hækkuðu öll í kringum 4%. Töluverð viðskipti voru á bak við hækkanirnar og voru viðskipti með bréf Bakkavarar til að mynda 4,3 milljarðar. Úrvals- vísitalan hækkaði um 1,67% og er núna 1.177 stig. í blaðinu er rætt viö Rósu Guð- mundsdóttur hjá greiningardeild Kaupþings sem sagöist telja að hækkunina mætti skýra með nýju ári. Hún sagði að markaðurinn hefði hækkað töluvert mikið frá 30. des. „Það er almenn bjartsýni sem skýrir þessa hækkun. Fólk virðist vera orðið almennt bjartsýnna en á haustmánuðum og hafa meiri trú á hlutabréfamarkaðnum. Þaö hafa líka komið fram jákvæðar fréttir af íslenskum fyrirtækjum undanfarið og fólk er aðeins farið að haga kaup- um sínum í takt við þær.“ í samtali við einn miðlara kom fram að hann taldi að það væri eitt- hvað að gerast á bak við tjöldin hjá Pharmaco og það hefði skýrt þessa hækkun. Hann sagði að hækkunin hefði verið undarleg þvi allt í einu hefði komið til mikill kaupáhugi á bréfum félagsins. Hann bjóst jafnvel við frétt frá félaginu innan skamms. Varðandi Baug taldi hann að félagið ætti hækkunina inni því að í dag er markaðsverðmæti Baugs 17,6 millj- arðar og þar af er eign félagsins í Arcadia 15 milljarðar þannig að Baugur á íslandi og í Bandaríkjun- um er því aðeins metinn á 2,6 mlllj- arða sem er augljóslega vanmat. Hann taldi jafnvel að bankamir, og þá aöallega Kaupþing, stæðu að ein- hverju leyti á bak við þessar hækk- anir og að þetta gæti verið jafnvel einhver „veltubókarglýja“. Hann taldi þá vera að reyna að skapa stemningu á markaðnum til að aðr- ir fjárfestar héldu síðan áfram að draga vagninn. Hann benti á að ís- landsbanki og Kaupþing væru með um 50% af veltunni í dag. Dreifðari eignar- aðild að Bakkavör il finmtegJiaic, Vinnínsarnir verða sendir í pósti næstu Þökkum Þátítökuna. Tísri oö Halldóra Vinningshafar í Krakkaklúbbi DV SHREK Margrét Sœmundsdóttir nr. 17006 Ásdís Gunnarsdóttir nr. 18573 Sólberg V. Einarsson nr. 17189 Bjarghildur V. nr.17190 Suðrún A. Sigurðardóttir nr. 18530 Hókon F. Kristjónsson nr. 17646 Haraldur J. Haraldsson nr. 11764 Alexander F. Jensson nr. 17848 Eydís Ý. Jónsdóttir nr. 16382 Björgvin M. Guðjónsson nr. 8991 - tæp 21% í eigu útlendinga Hlutaíjárútboðið sem Bakkavör hélt í kjölfar kaupanna á Katsouris Fresh Food Ltd. hefur leitt til mun dreifðari eignaraðildar félagsins. Fyr- ir útboðið áttu 10 stærstu eigendum- ir 73% hlutafjár en eftir útboðið er hlutafiáreign 10 stærstu komin niður í 61%. Eftir sem áður er eignarhalds- félag þeirra bræðra, Bakkabræður S.a.r.l, stærsti eigandinn en eftir út- boðið er eign þeirra um 29% en var 41,5% fyrir útboðið. Eftir útboðið eiga 40 stærstu eigendumir um 89% og er 21% hlutafiár i eigu útlendinga. Opnar gáttir semja við IntraLearn Opnar gáttir ehf. hafa gert samn- ing við IntraLearn inc. Samningur- inn gerir Opnum gáttum kleift að bjóða fullnaðarlausn í vefbundnu námi, Online Leaming, en í því felst miðlæg vistun á námslausnum, að- gangur að miðlægum hugbúnaði til námsefnisgerðar, stýring á fram- boði sem og mæling á stöðuupplýs- ingum um námsframvindu og námsárangri hvers nemanda, s.s. hve lengi hann var við nám og hvað hann gerði í náminu. Innan kerfis- ins er einnig „e-Commerce“ sem gerir einstaklingum mögulegt að kaupa og selja námsefni á sameigin- legu markaðstorgi. í frétt frá Opnum gáttum kemur fram að viðskiptavinir fyrirtækis- ins kaupa aögang að kerfinu gagn- vart fiölda notenda/nemenda í áskriftarformi. Þannig geta þeir fullnýtt sér alla möguleikana sem vefbundið nám býður upp á án þess að fiárfesta í sérstökum hugbúnaði eða vélbúnaði. Þar sem allt er vistað á miðlægum miðlara, „server", hafa allir nettengdir einstaklingar mögu- leika á að tengjast kerfmu og full- nýta sér möguleikana sem þar bjóð- ast. Meðal þeirra möguleika sem viðskiptavinir hafa aðgang að eru: ftarlegar aðgangsstýringar fyrir hvern einstakling, spjallþræðir, rauntímaspjall, glósur, sameiginleg gagnageymsla verkefna fyrir hóp- vinnu, geymsla og stýrð miðlun á öllu gagnvirku efni, skráning á notkun gagna, sala á námsefni, póst- hólf og dagbók, svo nokkuð sé nefnt, en þá er ekki allt talið. Miðlægi hugbúnaðurinn til náms- efnisgerðar er algjörlega samhæfður viö „Office" forritin frá Microsoft þannig að þeir sem kunna að nota „Word, Excel og PowerPoint" geta búið til námsefni og vistað það á IntraLearn. MIDVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 I>V Ætti að styrkja krónuna Frumvarp um heimild til að skrá hlutafé íslenskra hlutafélaga í erlendum gjaldmiðli ætti, að öðru óbreyttu, að styrkja krónuna vegna aukinnar eftir- spumar eftir henni, að því er fram kem- ur í Viðskiptablaðinu i morgun. Fnimvarpið er nú til vinnslu í við- skiptaráðuneytinu og er búist við þvi að það verði lagt fram nú á vorþingi. Fram kemur í Markaðsyfirliti íslandsbanka, sem kom út i gær, að ef frumvarpið nær ffarn að ganga á þingi megi ætla að áhrif slíkrar heimildar á gengi krón- unnar gætu orðið nokkur. Segir í Við- skiptablaðinu að skipta megi þessum áhrifum í tvennt. í fyrsta lagi muni gjaldeyrisstaða bankanna skekkjast þegar umskráning á sér stað. Gjaldeyriseignin hækkar og kallar það á leiðréttingu: draga verður úr eignastöðunni eða auka skuldastöð- una. Samkvæmt lauslegri áætlun Grein- ingar ÍSB er eign bankanna í þeim fyr- irtækjum sem líklega myndu óska eftir skráningu í erlendri mynt á árinu (Öss- ur, Marel, Delta, Pharmaco, SÍF og Bakkavör) tæplega 7 milljarðar króna. Skráningin ætti að auka eftirspum eftir krónum um þessa fiárhæð á árinu. Áhrifin verða svo meiri eftir því sem fleiri fyrirtæki bætast við. I öðru lagi muni skráning bréfanna í erlendri mynt færa lífeyrissjóðina nær þakinu í löglegri gjaldeyrisáhættu. Eign lífeyrissjóðanna í ofangreindum fyrir- tækjum er ríflega 6 milljarðar króna í dag. Þetta gerir það að verkum að sjóð- imir fara með minna af fiármagni út á næstu árum. í ljósi þess hversu langt flestir sjóðimir em frá mörkunum má telja ólíklegt að þetta hafi einhver áhrif á gengisþróunina á árinu. HeimUd til skráningar verðbréfa í er- lendri mynt gæti fiármagnað ríflega fimmtung af þeim viðskiptahalla sem spáð er á árinu (29 milljarðar króna). Innflæði fjármagns vegna þessa gæti orðið um 1 ma.kr. á mánuði að meðal- tali, að því tilskildu að lögin öðlist gildi í júní. Þetta ætti að efla krónuna að verðgildi. HEILDARVIÐSKIPTI 2.741 m.kr. - Hlutabréf 662 m.kr. - Spariskírteini 579 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI Baugur 145 m.kr. íslandsbanki 96 m.kr. C Kaupþing 88 m.kr. MESTA HÆKKUN OBaugur 4,8% oBakkavör 4,1% 0 Össur 4,0% MESTA LÆKKUN Oisl. hugbúnaðarsjóöurinn 5,7% O Flugleiðir 3,4% ©Opin kerfi 3,4% ÚRVALSVÍSITALAN 1.177 stig - Breyting O +1,67% Nýr forstjóri íslands- síma tekinn til starfa Óskar Magnússon, fyrrverandi stjórnarformaður eignarhaldsfélags- ins Þyrpingar, tók formlega við starfi forstjóra Íslandssíma af Ey- þóri Arnalds nú um áramótin. Ósk- ar hefur þarft verk að vinna við að ná upp gengi Íslandssíma sem lækk- aði mikið á árinu sem leið. Forstjór- inn fyrrverandi er aftur á móti kom- inn á fullt í borgarstjómarslaginn og hefur nafn hans verið orðað við sæti borgarstjóraefnis Sjálfstæðis- flokksins þó að ljóst sé að þar verði á brattann að sækja fyrir forstjór- ann fyrrverandi. CENGiÐ ClHlg1 09. 01. 2002 kl. 9.15 KAUP SALA Hloollar 101,770 102,290 FHrðPund 146,450 147,200 1*1 Kan. dollar 63,810 64,200 SS Donsk kr. 12,1950 12,2620 BSNorsk kr 11,4030 11,4650 SSsænsk kr. 9,7860 9,8400 : E3 Sviss. franki 61,3600 61,7000 : yon 0,7689 0,7735 | gECU 90,6869 91,2318 SDR 127,8800 128,6500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.