Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Qupperneq 24
28 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 Tilvera E>V Bókaspjall Spjallfundur um bækur ársins 2001 verður í Sögufélagshúsinu í Fischersundi í kvöld og hefst kl. 20.30. Þar hafa stutta framsögu þau Þröstur Helgason, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, og Brynhildur Þórarinsdóttir, ritstjóri tmm. Að öðru leyti verða umræður með frjálslegu sniði. Það er Félag íslenskra fræða sem stendur að fundinum. BRENNA ■ ÞRETTANDABRENNA I FOSSVOGSDAL Þrettándabrenna veröur á íþróttasvæöi HK í Fagra- lundi í Fossvogsdal í kvöld. Farin véröur blysför frá vallarhúsinu í Fagralundi aö brennunni og hefst gangan kl. 18.00. Glæsileg flugeldasýning. Blys fást í Fagralundi Krár j bUNDÍÍRFRETtlR A GAUKNUM Pétur og félagar í hljómsveitinni Dúndurfréttum spila á Gauki á Stöng í kvöld. Þar fá fyrrverandi stórhljómsveitirnar Pink Floyd og Led Zeppelin sanngiarna meðferð. ■ BÚGALÚ Á VÍDALÍN Fönkhljómsveitin Búgalú leikur á VTdalín í kvöld. í henni eru: Steinar Siguröarson, saxófónn, Þorgrímur Jónsson, kontrabassj, Eric Qvlck, trommur, og Ásgeir Ásgeirsson, gítar. Sérstakur gestur verður trompetleikarinn Snorri Siguröarson. Leikhús______________________ ■ CYRANO Astar- og hetjusaga frá sautjándu öld þar sem rómantíkin, húmorinn og snilldin fá aö njóta sín. Aðalhlutverk leikur Sefán Karl Stefánsson. Sýning í kvöld, kl. 20, á stóra sviði Þjóöleikhússins. Fundir og fyrirlestrar ■ BLÍNDUR ER BÓKLÁUS MAÐUR TC-deildin Melkorka heldur opinn fund í kvöld kl. 20 í Menningar- miöstööinni Geröubergi. Stef hans er: Blindur er bóklaus maöur. ■ TENGSL EFNAí JARÐVEGI OG HEILSU Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í jarðvegsfræöum við Háskólann í Bristol, UK. heldur erindi sem hún nefnir: Tengsl efna í jarövegi og heilsu búfjár og manna á morgun, fimmtudaginn 10. janúar, kl. 12.30 í bókasafni Keldna. Sýningar ■ ÞÓRÐUR HALL í HALLGRIMSKIRKJU Svnine með verkum Þórðar Hall myndlistarmanns stendur yfir í Hallgrímskirkju og er opin alla daga frá 9-17. Aögangur er ópkeypis. ■ EYÞÓR í GALLERÍ GEYSI Evbór Árnason sýnir Ijósmyndir í Gallerí Geysl. Sýningin heitir Mynd í myrkri. ■ STILLIMYNDIR í PÝRINU Sígurdís Harpa Arnardóttir sýnir verk sem hún kallar Stillimyndir í versluninni Dýrinu. Það er þrívítt verk sem byggist á stuttum frásögnum. ■ SKÚLPTÚRAR Í GALLERÍ SÆVARS KARLS Helga Kristrún Hjálmarsdóttir sýnir tíu veggskúlptúra, aö mestu úr ryðfriu stáli og kítti, í Galleríl Sævars Karls. ■ LANPAFUNDIR OG RAGNARÖK Sýningin Landafundir og ragnarök stendur yfir í Þjóömenningarhúsinu við Hverfisgötu. ■ EINVÍGI ALDARINNAR Nú stendur yfir sýning í Ráöhúsi Reykjavíkur þar sem minnst er 30 ára afmælis skákeinvígis þeirra Fischers og Spasskís. Hún nefnist Einvígi aldarinnar. Eldarnir magnast á ný - segir Ármann Ingi Sigurðsson sem staddur er í Sydney „Kjarreldarnir hér í grennd við Sydney minnkuðu í rigningunni síðustu daga en eru að aukast aft- ur,“ sagði Ármann Ingi Sigurðsson, tæknimaður og skáti frá Selfossi sem staddur var í Sydney í gær- morgun (að okkar tíma). Þá var kvöld hjá honum enda 11 stunda tímamunur. Hann sagði hafa verið 30 stiga lofthita þann daginn og úr- komulaust og kvaðst hafa farið i siglingu út á höfnina. Þaðan hefði sést reykur eða mistur í vestri, sem stafaði frá eldunum miklu. „Það rigndi 50 mm uppi I Bláu fjöllum á sunnudag, þar sem eldarnir voru skæðir, en vindurinn fór líka í 75 m á klukkustund. Nú er spáð aðeins kólnandi, svona 20-25 stiga hita, en engri rigningu svo það er búist við að eldarnir nái sér á strik aftur. Þetta er auðvitað rosalegt ástand og heilu partarnir af þjóðgörðunum eru horfnir. Það eru komnir slökkviliðsmenn alls staðar að og búið að handtaka marga vegna gruns um íkveikju Þetta eru allt niður í 6-7 ára börn og það er mik- ið deilt um það í blöðunum hvort eigi að draga þau fyrir dóm eins og fullorðna. Eins hefur fundist mikið af handsmíðuðum sprengjum en lögreglan hefur ekki viljað gefa upp hvemig þær eru, af ótta við að fleiri fari út í framleiðsluna." Skátinn og tæknimaöurinn „Þetta er auövitaö rosalegt ástand og stórir partar af þjóðgörðunum eru horfnir, “ segir Ármann Ingi sem staddur er í Sydney í Ástralíu. Bíógagnrýni Sam-bíóin/Háskólabíó - K-Pax ★ ★"i frá Evrópu, og margir undruðust hina miklu þátttöku okkar íslend- inga,“ sagði Ármann Ingi. En hvað skyldi svo hafa drifið á dagana? „Þetta gekk allt mjög vel. Fyrstu fjórir dagarnir fóru í verkefni sem hver og einn valdi sér. Sumir stund- uðu köfun, aðrir siglingar eða hesta- ferðir. Ég fór i skógargöngu sem var mikil þrekraun vegna þess hversu hitinn var mikill. Hann fór ekki nið- ur fyrir 28-9 stig á nóttunni og við sváfum yfirleitt úti, ofan á svefn- pokunum." Ármann Ingi sagði heimamenn hafa haft miklar áhyggjur af Evrópubúunum á mót- inu vegna hinna óvenjulegu hita. „Yflrleitt koma svona heitir dagar bara einn og einn í einu á þessum árstíma en nú er þetta ástand búið að vara í tvær vikur,“ sagði hann. Tæpa tvo sólarhringa á leið- inni Síðari vikuna á skátamótinu sagði Ármann Ingi hafa verið án allra átaka. Fólk hefði mátt gera það sem það vildi - eða gera ekki neitt - og tímanum hefði verið eytt í skemmtigörðum, á mörkuðum eða við siglingar og sund. En var það nógu skátalegt? „Já, svo telst vera hér þótt okkur hefði ekki fundist það á íslandi. Vinsælast hjá okkar hópi var að fara á ströndina. Þang- að voru rútuferðir fjórum sinnum á dag og þar var vindur sem gerði líf- ið bærilegra." íslenski hópurinn lagði upp í langferðina á jóladagsmorgun frá Keflavík. Að sögn Ármanns Inga liðu 46 stundir þar til lent var I Bris- bane og viðkomustaðimir voru Kaupmannahöfn, London og Kuala Lumpur í Malasíu. „Við vorum 26 tíma á flugi, hitt fór í bið og við vor- um satt að segja búin að fá alveg nóg,“ sagði hann. Nú styttist í að hann haldi aftur heim á leið. „Við leggjum af stað þann 11. janúar og áætlum að lenda í Keflavík á mánu- dagsmorgun, þann 14. Viðkomustað- irnir verða einum færri en á útleið- inni en flugið frá Kuala Lumpur til London tekur 14 tíma. Það verður gott að koma heim í svalann." Gun. Kjarreldarnir Vindurinn fór í 75 m á klukkustund í Bláu fjöllum á sunnudag og þrátt fyr- ir væna regnskvettu náöu eldarnir sér aftur á strik. Svitnaði þar sem hann stóð Ármann Ingi er á ferðalagi í Sydney og er búinn að vera á skáta- móti síðustu tvær vikurnar, nærri borginni Brisbane, ásamt niu öðr- um íslendingum. Þar var 35-40 stiga hiti en enginn eldur. Tjaldbúðirnar voru inni í skógi og hitinn mikill að sögn Ármanns Inga. „Þar var engin hreyfmg á loftinu og maður svitnaði undir sjálfum sér þótt maður stæði kyrr,“ sagði hann. Mótið var svo- kallað Rowermót, ætlað 18-26 ára skátum. „Þar voru 500 manns alls staðar að úr veröldinni, flestir þó Hver er Prot? Hiimar Kartsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Þaö verður örugglega langt þar til fæst fullnægjandi svar við því hvort við séum ein í heiminum. Meðan svo er þá njótum við vafans og gef- um ímyndunaraflinum lausan tauminn. Þar sem líkindin eru með því að við séum ekki einu lifandi verurnar í þeirri gríðarlega stóru veröld þar sem sólkerfi okkar er eins og lítið sandkorn þá er erfitt að afsanna það þegar einhver segir að hann sé frá plánetunni K-Pax og sýnir fram á kunnáttu og visku sem enginn jarðarbúi ræður yfir. Það er nú samt svo að þegar sá einstakling- ur getur ekki sannað áþreifanlega að hann sé geimvera (hann lítur jú út fyrir að vera mennskur) þá er hann álitinn geðveikur og settur á hæli. Þetta eru örlög Prots, hetjunn- ar okkar í K-Pax, sem segist í fullri alvöru koma frá K-Pax, plánetu í þúsund ljósára fjarlægð, þegar lög- reglan yfirheyrir hann í upphafi myndarinnar. í K-Pax sem verður að teljast mjög svo mannleg vísindaskáldsaga er verið að velta upp þeirri spurn- ingu hvað við gerum við mann sem heldur því blákalt fram að hann sé ekki maður heldur kjósi að samlag- ast mannkyninu með því að koma ans hefur einu sinni verið sáð er erfitt að eyða þeim. Það á því ekki að koma neinum á óvart að við erum með mörg spurningarmerki í huga þegar skiljum við Prot í lokin. Er Prot maður eða geimvera. Sú spurning er jafn áleitin i byrjun og í lokin þó fundist hafi mennskt nafn á hann. Breski leikstjórinn Ian Softley (Wings of the Dove) nálgast við- fangsefni sitt með næmleika og hef- ur tvo frábæra leikara, Kevin Spacey og Jeff Bridges til að túlka aðalpersónurnar tvær, sem þeir gera báðir með miklum glans. Helsti ókostur myndarinnar er að hún „toppar" of snemma, eins og sagt er á íþróttamáli. Myndin hefur mjög góðan og spennandi stíganda sem nær hápunkti í 4. júlí veislu heima hjá Mark. Eftir það fer að draga af henni og þó að ýmislegt sé gefið í skyn eftir það, þá nær hún aldrei tindinum aftur. Leikstjóri: lan Softley. Handrit: Charles Leavitt. Kvikmyndataka: John Mathieson. Tónlist: Edward Shearmur. Aöalhlutverk: Kevin Spacey, Jeff Bridges, Mary McCormack og Alfre Woodard. Prot og Dr. Mark Powell Kevin Sþacey og Jeff Bridges /' smum. fram í mannsmynd svo hann veki ekki óþarfa athygli. Það verk að greina „manninn" Prot (Kevin Spacey) fær sálfræðingurinn Mark PoweÚ (Jeff Bridges). Að sjálfsögðu er hann viss um að Prot er maður og hans sálgreining og lækning gengur út á það. Powell gerir sér samt grein fyrir því að Prot er ein- stakt dæmi um geðsjúkling, ef hann þá er það. Prot fær aðra sjúklinga til að breyta hegðun sinni, hann reikn- ar út stöðu stjörnukerfa sem engum á að vera fært að gera á jafn skömm- um tíma auk þess sem meðöl sem hann tekur hafa engin áhrif á lík- amsstarfsemi hans. Mynd eins og K-Pax verður aldrei vel heppnuð ef á að fara að gefa af- dráttarlaus svör. Þegar kornum ef-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.