Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Qupperneq 28
 * Opel Zafira FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, O H A Ð DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 2002 Læknafélagiö: Varaði við skerð- ingu á þjónustu í umsögn um nýlegt frumvarp heO- brigöisráðherra, sem nú er orðið að lögum, um stýringu í heilbrigðiskerf- inu varaði Læknafélag íslands mjög skýrt við því að allar aðgerðir tÓ þess að minnka þjónustu við almenning myndu ýta undir kröfu um tvöfalt heil- brigðiskerfi. Það virðist vera leið sem enginn vill fara. Þetta segir Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags íslands, m.a. um þá þróun sem orðið hefur í íslensku heilbrigðiskerfi undanfarin misseri. Þar er einkum um að ræða stórfelldar hækkanir á kostnaðarhlutdeild sjúk- linga vegna læknisverka og jafnframt hækkun á hlut sjúklinganna í lyfja- verði. Sigurbjörn segir enn fremur i viðtali við DV í dag að kostnaðarhlutdeild sjúklings megi aldrei vera þannig að ekki séu uppfýllt lagaákvæði um að all- ir eigi að eiga jafnan kost á bestu heil- brigðisþjónustu sem er til boða í þjóð- félaginu. -JSS Sjá nánar fréttaviðtal á bls. 6. Vatnsmagnið Kaupþing eykur umsvif erlendis: Kaupir eitt kunnasta verðbréfafyrirtæki Svía - Bönnier verður hluthafi í Kaupþingi Kaupþing hef- ur gert samninga um að kaupa sænska verð- bréfafyrirtækið Aragon og mun Kaupþing taka yfir starfsemi sænska fyrirtæk- isins í áfongum. Þetta kemur fram á viðskipta- vefnum Dagens Industry í morgun. Legið hefur fyrir að hjá sænska fyrirtækinu væru breytingar í vændum en þar starfa nú um 120 manns. Ekki fékkst staðfest í morgun hvert kaupverðið er en samkvæmt heimildum DV mun Kaupþing greiða a.m.k. hluta kaupverðsins með eigin hlutabréfum. Þetta þýöir að nokkur af þekktustu og öflug- ustu fyrirtækjasamsteypum Sví- þjóðar verða hluthafar í Kaup- þingi, þar á meðal Bönnier, sem er ein þekktasta fjölmiðla- og útgáfu- keðja Evrópu. Bönnier á 16% hlut Úr höfuðstöðvum Kaupþings í Aragon. Þá er þriðja stærsta tryggingafélag Svíþjóðar, LF, stærsti hluthafi Aragon. Aragon er meðal þekktustu fjár- málafyrirtækja Svíþjóðar og hefrn- sérhæft sig I verðbréfaþjónustu og eignastýringu. Fyrirtækiö er með- al stærstu fyrirtækja á sænsku kauphöllinni með um 3% af heild- arveltu hlutabréfa, eftir því sem heimiidir DV herma. Um 70 millj- arðar króna eru í eignastýringu hjá Aragon en eigið fé félagsins er um 2 milljarðar króna. Gengi hlutabréfa í Kaupþingi var í gær skráð 12,60 og hækkaði um 0,8%. -BG Sigurður Einarsson. Mengunarvaldar kærðir dv-mynd sigurður Nokkuö af dauöum fugli liggur nú í fjörum á Seyöisfiröi og grútarmengun er i fjörunni. Vilmundur Þorgrímsson á Seyöisfiröi hefur kært þetta til lögreglu en hann telur aö aö minnsta kosti hluti af skýringunni sé sá aö ýmsum kemísk- um efnum sé veitt frá verksmiöju SR-Mjöls í bænum í sjó fram. Máliö er í rannsókn. Hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september sl. hafa víða áhrif: Hrun í vatnsútflutningi - framkvæmdastjórinn hættur - algjör viðsnúningur Hláupið í Jökulsá á Fjöllum, sem hófst í gærmorgun, náði hámarki um klukkan átta í gærkvöld við Gríms- staði á Fjölium. Hlaupið var ekki í flokki þeirra alira stærstu í Jökulsá og varð hámarksrennsli árinnar um 480 rúmmetrar á sekúndu þegar mest var, en það er um fjórfalt rennsli hennar áður en hlaupið hófst. Hlaupsins varð fyrst vart í gær- morgun gegnum sjáifvirkt viðvörun- arkerfi. Viðkomandi aðilar, s.s. vega- gerðarmenn og starfsmenn almanna- varna, voru í viðbragðsstöðu en ekki kom til þess að hlaupið í ánni ylli skemmdum að þessu sinni. Lögreglu- menn á Húsavík fylgdust með fram- vindu mála I gær en þegar ljóst var að hlaupið hafði náð hámarki við Gríms- staði á Fjöllum þótti ekki ástæða til að hafa menn á verði við brúna yfir ána við Ásbyrgi þegar hiaupið fór þar í gegn í nótt. -gk Ráðhúseinvígið: Jafntefli Hannes Hlífar Stefánsson fór vel af stað í fyrstu skákinni í sex skáka ein- vígi hans og Nigels Shorts sem hófst í Ráðhúsi Reykjavtkur í gær. Hannes hafði svart og átti ekki í miklum erfið- leikum með að jafna taflið. Þegar upp var staðið mátti Short, sem eitt sinn tefldi við Kasparov um heimsmeist- aratitilinn, þakka fyrir jafnteflið því að mati sérfræðinga sást Hannesi yfir öfiugt framhald i síðari hluta skákar- innar. Önnur umferð verður tefld í dag. - Sjá skákskýringu Sævars Bjarnasonar á bls. 27. -HK Þórsbrunnur hf., sem m.a. hefur framleitt kolsýrt vatn undir nafninu Thorspring og selt á markað í Bandaríkjunum, á nú í miklum fjár- hagslegum erfiðleikum sem ekki sér fyrir endann á. Allar áætlanir um sölu vatns í Bandaríkjunum hafa gjörsamlega brugðist frá því að hryðjuverkin í Bandaríkjunum áttu sér stað 11. september sl. Mikið hafði verið lagt undir að koma dýru vatni á markað þar í landi. DV fékk staðfest hjá fyrirtækinu í morgun að Þórir Kjartansson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, hefði látið af störfum. Ingvar Guðmunds- son hefur tekið viö starfl hans en ekki náðist í hann. Of snemmt er að segja til um hvort félagið verður lagt niður en samkvæmt heimildum DV verður hluthafafundur haldinn í næstu viku þar sem hluthöfum verður kynnt staðan og ákvarðanir teknar um framhaldið. Hluthafar munu áhugasamir um að bjarga fyr- irtækinu fyrir hom og halda þannig lífl í vörumerkinu. Staðan er hins vegar mjög erflð. Þórsbrunnur var stofnaður árið 1990 og voru helstu hluthafar þá Hof, Orkuveita Reykjavíkur og Víf- ilfell. í dag munu hluthafar fyrir- mætt hverju áfallinu afööru. tækisins vera tæplega 30 og eru stærstir í þeirra hópi Kaupþing og Vífilfell með milli 20% og 30% hlut. Einnig á Orkuveita Reykjavíkur um 17% hlut og sem fleiri fjárfesta má nefna Háuhlíð, Nýsköpunarsjóð, Fjárfestingafélagið Straum, Ingi- björgu S. Pálmadóttur, Lilju S. Pálmadóttur og Uppsprettu. Um 35 manns störfuðu ekki alls fyrir löngu hjá fyrirtækinu, þar af tíu í Banda- ríkjunum og einn í Asíu. Til stóð að hefja útflutning til Japans og Ástral- lu á árinu í fyrra. Mikil bjartsýni rikti um innrás fyrirtækisins á Bandarikjamarkað í fyrrasumar og sagði Þórir Kjartans- son framkvæmdastjóri þá í samtali við DV að fyrirtækið seldi hálfan lítra á dollar eða á annað hundrað krónur. Jafnframt gat framkvæmda- stjórinn þess að Þórsbrunnur hygð- ist tvöfalda sölu sína á árinu 2001. Viðsnúningurinn á Bandaríkja- markaði er enn eitt áfallið sem vatnsútflutningur verður fyrir. Sem dæmi varð gríðarlegt tap á Aqua- vatnsútflutningi KEA fyrir nokkrum árum. Bent hefur verið á að vatnsútflutningur sé óhagkvæm- ur að óbreyttu en gæði íslenska vatnsins eru óumdeild sem og gnægð þess. -BÞ A Islandsbanki: Ótímabær bjartsýni Forstöðumaður Þjóðhagsspár treystir sér ekki til að meta líkurn- ar á hvort hin rauðu strik kjara- samninganna 1 vor muni halda. ís- landsbanki gaf hins vegar út skýrslu í gær og kemst bankinn að þeirri niðurstöðu að verðbólga hjaðni hraðar en fyrri spár gáfu til kynna. Bankinn spáir 3,5% verð- bólgu yfir þetta ár og að því gefnu eru kjarasamningar ekki í hættu. I fyrri spá hafði íslandsbanki spáð 4,2% verðbólgu yfir árið. Katrín Ólafsdóttir, forstöðumaður Þjóðhagsspár, segist hvorki vera sammála íslandsbanka né ósam- mála. Næstu mánuðir muni leiða þetta í ljós og hún telji ekki tíma- bært að spá fyrir um framvinduna fyrr en í næstu greiningu Þjóðhags- stofnunar, þ.e.a.s. í lok janúar. Hún segir þó nokkra liði hafa hækkað undanfarið og tengist sumt aðgerð- um ríkisstjómarinnar, s.s. hækkun á lyfja- og lækniskostnaði. Islandsbanki segir helstu ástæður fyrir minnkandi verðbólgu vera hækkun á gengi krónunnar undan- farið. Hún hafi hækkað talsvert að verögildi á síðustu vikum og vænt- ingar snúist með þeim hætti að ekki sé hægt að útiloka frekari gengis- hækkun í bráð. -BÞ Tveir ungir menn með nælonsokka á höfði: Hrintu stúlku og rændu peningum „Þeir ruddust inn rétt fyrir lokun og öskruöu að þetta væri rán. Þeir fóru báðir inn fyrir afgreiðsluborðið og skipuðu annarri afgreiðslu- stúlkunni að opna peningakassann og athenda peninga. Þeir hrintu stúlkunni svo frá og gripu þá pen- inga sem voru í kassanum," sagði Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi Subway-staðanna, í samtali við DV. Tvær 18 ára skólastúlkur, sem af- greiða á veitingastaðnum Subway á mótum Suðurlandsbrautar og Faxa- fens, urðu fyrir þvi rétt fyrir klukk- an tíu í gærkvöldi að tveir menn með nælonsokka á höfðinu komu inn á ógnandi hátt. „Þær brugðust rétt við Enn eitt ránið „Þeir öskruöu aö þetta væri rán“. og streittust ekki á móti enda er okk- ur meira umhugað um öryggi starfs- fólks en peninga," sagði Skúli. Um 50 þúsund krónur voru í kassanum. Miklir peningar eru sjaldnast í kass- anum enda leggur starfsfólk peninga reglulega í rauf sem liggur að pen- ingakassa sem „ekki er hægt að opna“. Lögreglan í Reykjavik gerði ráð- stafanir i nótt til að hafa uppi á ræn- ingjunum. Var rætt við ýmsa aðila sem hugsanlega gætu gefið upplýs- ingar um hverjir þarna voru á ferð. Nokkuð nákvæmar lýsingar liggja fyrir á ræningjunum tveimur sem taldir eru i yngra lagi. Skúli sagði að upptökuvélar væru ekki á öllum Subway-stöðunum, þar á meðal ekki á framangreindum stað. „En það verður breyting á því núna, við munum setja slíkan búnað á alla Subwayu-staðina níu. Ótt Utiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800 Rafnort totlm oitikl'JÍIIn fyrir fagmenn og fyrirtæki, heimili og sköia, fyrir röð og regtu, mig og þlg. nýbýlðuegi 14 • slml 554 4443 • if.ís/rafport Í i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.