Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2002, Side 4
Fabrizio Meoni varði titil sinn frá því í fyrra í flokki mótorhjóla.
• •
Reuter Hiroshi Masuoka frá Japan sigraði í Dakarrallinu á Mitsubishi. Hér er hann á innfelldu myndinni ásamt félaga sínum en
stærri myndin var tekin þegar Kenjiro Shinozuka lenti í mjög brattri sandbrekku og mátti þar litlu muna. Reuter
Oruggt hjá Mitsubishi
og KTM í Dakarrallinu
- Mitsubishi í átta efstu sætunum í bílaflokki og
KTM í ellefu efstu sætunum í mótorhjólaflokki
Það var með öryggi sem að Mitsu-
bishi lauk Dakarrallinu á sunnudag-
inn þegar Hiroshi Masuoka og Jutta
Kleinschmidt óku samhliða yfir
endalínuna á ströndinni í Dakar. Ma-
suoka var að keppa i sínu 15. Dakar-
ralli og var þetta því langþráður sig-
ur fyrir hann, en Kleinschmidt vann
keppnina í fyrra. Sigurinn er sá sjö-
undi fyrir Mitsuhishi sem er nýtt
met í bílaflokki. Mitsubishi átti alla
ökumennina á verðlaunapalli því að
Kenjiro Shinozuka náði þriðja sæt-
inu fyrir japanska framleiðandann.
Lokaleggur rallsins er eftir strönd-
inni í Dakar og er aðeins um 30 km.
Þessa sérleið unnu Nissan-bílar De
Mevius og Carlos Souza, sem áður
keppti í mótorhjólaflokki. Nissan var
eina liðið sem veitti Mitsubishi ein-
hverja samkeppni og lengi vel voru
þessir ökumenn í toppbaráttunni,
eða þangað til þeir fengu á sig refs-
ingu sem gerði út um sigurvonir
þeirra. Aðalkeppinautur Mitsubishi
frá þvi i fyrra, Jean Louis Schlesser,
datt fljótlega úr keppni i Marokkó eft-
ir að kviknaði i bO hans og hann
brann til ösku, en Schlesser og að-
stoðarökumaður hans rétt náðu að
sleppa út úr bílnum. Það var svo
Toyota Land Cruiser 100 bill XXX
sem vann ílokk óbreyttra fram-
leiðslubíla.
Algjörir yfirburðir KTM eftir
aö BMW hætti keppni
Sigur KTM í mótorhjólaflokki var
jafn afgerandi og sigur Mitsubishi í
bílaflokki. Fabrizio Meoni varði titil
sinn frá því í fyrra og að þessu sinni
voru það aðeins hans eigin liðsfélag-
ar sem gátu ógnað honum, en hann
var lengi vel í baráttur við Suður-
Afríkubúann Alfie Cox sem varð
annar. Meoni naut þess að vera á
nýju, tveggja strokka hjóli frá KTM
sem hafði mun meiri hámarkshraða
og eftir langa sérleið í seinni hluta
keppninnar náði hann afgerandi for-
ystu sem enginn náði að ógna. Juan
Roma á KTM ógnaði honum einnig
eða alveg þangað tii hann féU úr
keppni þegar hann villtist illa á fjórt-
ándu sérleið og fékk vægt taugaáfail.
Þriðji í keppninni varð svo Richard
Sainct á KTM sem áður keppti fyrir
BMW og vann keppnina árið 1999 og
2000.
-NG
1. deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi:
í vandræðum gegn Njarðvík
1. DEILD KVENNA
Keflavik 12 9 3 832-741 18
Grindavík 12 8 4 814-789 16
KR 13 8 5 879-736 16
Is 10 7 3 694-549 14
Njarðvík 13 3 10 766-947 6
KFÍ 12 1 11 643-866 2
Stigahæstar:
Bima Valgarðsdóttir, Keilavík . 21,8
Jessica Gaspar, Grindavík .... 21,6
Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík . . .20,0
Kathryn Otwell, KFÍ.............20,0
Alda Leif Jónsdóttir, ÍS .......17,9
Hildur Sigurðardóttir, KR.......16,3
Lovísa Guðmundsdóttir, ÍS .... 15,4
Gréta María Grétarsdóttir, KR . 12,9
Helga Þorvaldsdóttir, KR .......12,7
Stúdínur eygja enn toppsætið í 1.
deild kvenna eftir 63-50 sigur á
Njarðvík í Kennaraháskólanum í
gær. Liðið er nú fjórum stigum á eft-
ir toppliði Keflavíkur en á tvo leiki
inni. Þessi tvö lið mætast einmitt í
Kennaraháskólanum á fimmtudag-
inn.
Þrátt fyrir að vera með tvöfalt
fleiri stig lentu Stúdínur í miklum
vandræðum með baráttuglatt Njarð-
víkurlið í gær. ÍS hafði unnið fyrstu
leikhluta hinna tveggja leikjanna
samtals 47-10 en eftir fyrstu tíu mín-
útur leiksins í gær leiddu gestirnir
úr Njarövík, 8-11, og ÍS hafði aðeins
hitt úr 2 af 20 skotum sínum.
Stúdinur náðu sér aðeins á strik í
öðrum leikhluta og höfðu yfir 25-16 í
háifleik og munaði þar mestu um 18
sóknarfráköst enda var skotnýting
liðsins í fyrri hálfleiknum aðeins
20% (9 af 46).
Með þessu voru þó þær njarðvísku
ekki bugaðar þvi þær unnu þriðja
leikhlutann 14-21 og mtnnkuðu mun-
inn í tvö stig, 39-37, fyrir lokafjórð-
unginn. Þar sigldu Stúdínur fram úr,
einkum fyrir góðan leik Öldu Leifar
Jónsdóttur sem skoraði 12 stig í síð-
asta leikhlutanum, einu minna en
allt Njarðvíkurliðið.
Alda Leif var eins og oft áður allt
í öllu hjá ÍS en Lovísa Guðmunds-
dóttir átti einnig góðan leik þótt
henni hafi eins og félögum hennar i
liðinu gengið illa að finna körfuna.
Þá vakti góð innkoma Steinunnar
Dúu Jónsdóttur athygli en hún gerði
sjö stig á aðeins níu mínútum.
Það er ljóst að Njarðvíkurliðiö hef-
ur fengið góða andlitslyftingu með
tilkomu Einars Árna Jóhannssonar í
þjálfarasætið, baráttan og leikgleðin
er enn þá aðall liðsins en allt annað
skipulag og meiri yfirvegun gerir
leik liðsins mun markvissari. ÍS átti
í miklum vandræðum með þær
Helgu Jónasdóttur og Guðrúnu Ósk
Karlsdóttur sem voru sterkar undir
körfunni bæði í vöm og sókn. Þá átti
Eva Stefánsdóttir góðan leik.
Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 20 (11 frá-
köst, 8 stoðsendingar, 5 stolnir), Lovísa
Guömundsdóttir 12 (17 ffáköst, 6 stoðsend-
ingar), Hafdís Elín Helgadóttir 8 (12 frá-
köst, 5 varin skot), Stella Rún Kristjáns-
dóttir 8 (4 stoðs.), Steinunn Dúa Jónsdótt-
ir 7 (á 9 mín., hitti úr 3 af 4 skotum), Cecil-
ia Larsson 4, Þónmn Bjamadóttir 2, Jó-
fríður Halldórsdóttir 2.
Stig Njarðvíkur: Guðrún Ósk Karls-
dóttir 14 (12 tráköst), Eva Stefánsdóttir 12
(19 mín.), Helga Jónasdóttir 10 (12 fráköst,
5 varin skot), Auður Jónsdóttir 7 (6
stoðs.), Pálína Gunnarsdóttir 3 (10 frá-
köst), Díana Jónsdóttir 2 (4 stoðs., 4 stoln-
ir), Sæunn Sæmundsdóttir 2. -ÓÓJ
Urslitm
í Dakar
Lokaúrslit í bílaflokki
1. Hiroshi Masuoka .46:11,30
2. Jutta Kleinschmidt . .. . .46:33,31
3. Kenjiro Shinozuka .46:46,45
4. Jean-Pierre Fontenay . . .47:49,00
5. Carlos Sousa 51:32,27
6. Saeed al Hajri .54:36,21
7. Luc Alphand .56:51,32
8. Klever Kloberg .58:32,39
9. Jean-Jacques Ratet, Toyota 61:59,33
10. D. Thierry, Nissan .... 65:07,05
Keppendur 8 efstu sæta voru á
Mitsubishi-bifreið.
Úrslit í mótorhjólaflokki
1. Fabrizio Meoni 48:00,59
2. Alfie Cox 48:48,51
3. Richard Sainct 49:21,24
4. Carlo De Gavardo 50:53,45
5. Isidre Esteve Pujol .... 50:55,33
6. Giovani Sala 52:03,46
7. Jordi Arcarons 52:48,16
8. Eric Bernard 53:15,31
9. Pal Anders Ullevalseter 54:12,21
10. Paulo Manuel Marques 56:16,37
Allir ofangreindir keppendur voru á
KTM-hjólum
Haukastúlkur
í undanúrslit
Haukastúlkur tryggðu sér sæti í
undanúrslitum bikarkeppni kvenna
í körfubolta með 74-57 sigri á sam-
eiginlegu liði ÍR og Breiðabliks á
sunnudaginn. Haukastúlkur höfðu
yflr, 19-15, eftir fyrsta leikhluta og
leiddu 36-25 í hálfleik. Stefanía
Jónsdóttir átti góðan leik fyrir
Haukaliðið, skoraði 25 stig, gaf 9
stoðsendingar og tók 7 fráköst.
Haukar fara til Njarðvíkur í undan-
úrslitunum þann 23. janúar næst-
komandi.
Stig Hauka: Stefanía Jónsdóttir 25,
Hrafnhildur Kristjánsdóttir 14. Hafdís
Hafberg 14, Bima Eiríksdóttir 9, Rann-
veig Þorvaldsdóttir 5, Hanna Hálfdánar-
dóttir 2, Bára Sigurjónsdóttir 2, Hjaltey
Sigiu-ðardóttir 2, Helena Sverrisdóttir 1.
Stig ÍR/Breiðabliks: Gunnur Bjarna-
dóttir 13, Sigríður Antonsdóttir 9,
Kristrún Siguijónsdóttir 9, Halla Jóhann-
esdóttir 7, Heiðrún Hauksdóttir 6, Rakel
Viggósdóttir 5, Ragnhildur Guðmunds-
dóttir 4, Lára Rúnarsdóttir 3, Agnes
Hauksdóttir 1. -ÖÓJ