Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Blaðsíða 3
20
+
21
MIÐVIKUÐAGUR 6. MARS 2002 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002
Sport
Sport
Clrslit í NBA
Washington-Chicago.......115-90
Alexander 26, Hamilton 15 - Rose 31,
Fizer 15, Hassell 14
Cleveland-Atlanta ......103-96
Murray 23, Person 19 - Terry 29,
Rahim 19 Kukoc 11
New York-Millwaukee . . . 102-89
Thomas 29, Houston 27, Sprewell 18 -
Cassell 18, Robinson 13, Allen 13
Detroit-Miami..............91-93
Stackhouse 22, Atkins 17, WiRimason
15 - Jones 24, Mouming 18, Grant 16
Indiana-Orlando ..........111-98
Tinsley 30, O'Neal 18, Choshere 18 -
Garrity 18, Miller 17, Hudson 16
Dallas-Phoenix.............81-77
Nowitzki 30, Finley 24, lafrentz 12 -
Tsakalidis 15, Marbury 13, Marion 13
Houston-Toronto..........112-109
Francis 35, Mobley 23, Griffin 17 -
Carter 43, Williams 20, Clark 12
San Antonio-Golden State .109-88
Duncan 23, Smith 16 - Jamison 24,
Hughes 20, Fortson 13
Seattle-Minnesota..........97-83
Radmanovic 21, Payton 18, Lewis 16 -
Peeler 20, Gamett 17, Szczerbiak 10
LA Lakers-New Jersey . . .101-92
O'Neal 40, Fisher 16, Horry 12 - Kidd
19, Harris 17, Williams 15
New Jersey er langefst í Atlantshafs-
riðlinum. Detroit og Milwaukee
standa best að vígi í miðriðlinum.
Dallas er með besta vinningshlutfall-
ið í miðvesturriðli en á hæla þeim
kemur Minnesota og San Antonio er
í þriðja sæti. Sacramento Kings hef-
ur tekiö forystuna í Kyrrahafsriðlin-
um en liðið hefur unnið einum leik
meira en meistaramir í LA Lakers.
Dalvík og Leiftur sameina krafta sína:
Það albesta
sem gat gerst
Formenn knattspyrnudeilda
Dalvíkur og Leifturs skrifuðu í
gær undir samning þess efnis að
félögin sendi sameiginlegt lið til
keppni í 1. deild karla í knatt-
spyrnu á komandi tímabili undir
nafninu Leiftur-Dalvík auk þess
sem sameiginlegt lið verði í 2.
flokki karla. Sameiningin hefur
átt sér langan aðdraganda en eftir
eitt og hálft ár er nú komin lausn
sem flestir telja góða fyrir bæði fé-
lög og knattspymu við utanverðan
Eyjafjörð.
Feginn aö þetta er gengið í
gegn
„Ég er fyrst og fremst feginn að
þetta er gengið í gegn, nú veit
maður að hverju maður gengur og
getur farið að vinna út frá því,“
sagði Gunnar Guðmundsson, þjálf-
ari Leifturs-Dalvíkur, í gær. „Ég
held að það sé ekki raunhæft að
setja sér markmið á við það að
komast upp. Þessir strákar þurfa
tíma, þetta eru efnilegir strákar og
til lengri tíma litið er kannski
hægt að setja sér það markmið.
Fyrstu árin held ég að það sé
mikilvægast að við festum okkur í
sessi sem 1. deildar lið. Ég held að
það sé mikilvægt að menn gleymi
gömlum rimmum á vellinum og
sameinist um þetta, við þurfum að
standa saman sem ein heild undir
merkjum þessa nýja félags."
„Þetta er það albesta sem gat
komið fyrir,“ sagði Benedikt
Sverrisson, formaður knatt-
spymudeildar Leifturs. „Það er
búið að vinna að þessu máli í eitt
og hálft ár á báðum stöðum. Ef
menn ætla að gera þetta vel og
hafa gaman af þessu þá verðum
við að gera það saman, við gerum
það ekki hver í sínu Iagi.“
Fjármál Leifturs hafa verið
mikið í sviðsljósinu og vitanlega
kemur sú spuming upp hvemig
þeim málum verði háttað hjá nýju
liði. „Ejármál Leifturs-Dalvíkur
verða algerlega aðskilin fjármál-
um félaganna. Það koma allir að
þessu félagi á núlli. Við verðum
með fjárgæslumenn sem eru spari-
sjóðsstjóramir á báðum stöðum,
þannig að það á enginn að þurfa
að fara á fyllirí," segir Benedikt.
Hvað það varðar hvort sameining-
in muni mögulega ganga til baka
síðar meir segir Benedikt það
tóma vitleysu. „Það myndi kalla á
sama fjármagn frá miklu færri að-
ilum og þá yrði miklu minna gam-
an að þessu. Til hvers erum við að
þessu? Jú, til að hafa gaman af
þessu.“
Rúnar Guðlaugsson verður for-
maður nýs félags. „Öll skynsemi
segir manni að þetta sé hið eina
rétta. Tafir á málinu held ég að
hafi verið til komnar vegna þess
að menn hafi ekki áttað sig á því
hversu fljótt þyrfti að vinna en
þetta gekk annars snurðulaust.
Auðvitað eru skiptar skoðanir um
þetta en ég held að allir sem hafa
starfað í kringum þetta*1 sjái að
þetta sé rétta leiðin fyrir fótbolt-
ann.“
Liðið mun leika heimaleiki sína
til skiptis á Dalvik (4 leikir) og í
Ólafsfirði (5 leikir). -ÓK
1. deild karla
Haukar 18 15
Valur 18 12
ÍR 18 11
Afturelding : 18 9
ÍBV 18 8
KA 18 7
Fram 18 6
Grótta/KR 18 8
Þór, A. 18 7
FH 18 6
Selfoss 18 7
HK 18 4
Stjaman 18 4
Víkingur 18 0
2 1 512-455 32
3 3 495-442 27
2 5 453-430 24
4 5 442-412 22
3 7 504-505 19
4 7 474-443 18
6 6 451-439 18
2 8 459-454 18
3 8 515-508 17
5 7 465-468 17
1 10 490-505 15
4 10 489-508 12
3 11 444-503 11
2 16 392-513 2
19. umferö mótsins lýkur í kvöld meö
sex leikjum. Þá leika Stjarnan-HK,
Haukar-fR, Fram-Grótta/KR, Val-
ur-FH, Víkingur-Þór, A., ÍBV-Aftur-
elding. Allir leikir kvöldsins hcfjast
klukkan 20.
Frá undirskrift samstarfssamnings Leifturs og Dalvfkur. F.v.: Rúnar Guölaugsson, formaöur Leifturs/Dal-
víkur, Gísli Bjarnason, formaöur knattspyrnudeildar Dalvíkur, Benedikt Sverrisson, formaöur knattspyrnu-
deildar Leifturs, og Gunnar Guömundsson, þjálfari Leifturs/Dalvíkur. DV-mynd Ómar
Gratlegt
- KA maröi sigur gegn Selfossi á lokasekúndunum
KA-Selfoss 23-22
2-0, 3-2, 5-5, 8-10, 12-12 (14-13). 16-13,
17-17, 20-17, 21-20, 23-22.
KA:
Mörk/víti (Skot/víti); Jónatan Þór
Magnússon 6/3 (9/3), Heimir örn Árna-
son 5 (9), Andrius Stelmokas 3 (5), Hall-
dór Jóhann Sigfússon 3/1 (6/2), Sævar
Árnason 2 (3), Amór Atlason 2 (4), Einar
Logi Friðjónsson 2 (5), Heiðmar Felixs-
son (1), Hreinn Hauksson (2).
Mörk úr hradaupphlaupum: 1
(Stelmokas).
Vítanýting: Skorað úr 4 af 5.
Fiskuó viti: 5 (Heimir 2, Stelmokas 2,
Jónatan).
Varin skot/víti (Skot á sig): Egedijus
Petkevicius 16 (26, hélt 11, 62%),
Hreinn Hreinsson 4 (16/2, hélt 2, 25%).
Brottvisanir: 8 mínútur (Jónatan
rautt fyrir að tefja leik i lokin).
Selfoss:
Mörk/víti (Skot/víti): Valdimar Þóris-
son 12/2 (21/2), Þórir Ólafsson 3 (3),
Hannes Jón Jónsson 2 (6), Ramunas
Mikalonis 2 (8), Ómar Vignir Helgason 1
(1), Hörður Bjamason 1 (3), Robertas
Pausoulis 1 (6), Davíð Örn Guðmunds-
son (1), fvar Grétarsson (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 6 (Valdi-
mar 4, Þórir 2).
Vitanýting: Skorað úr 2 af 2.
Fiskuó víti: 2 (Ómar, Valdimar).
Varin skot/víti (Skot á sig): Gísli
Guðmundsson 20/1 (43/5, hélt 8, 43%)
Brottvisanir: 4 mínútur (Þórir rautt
fyrir brot).
Dómarar (1-10): Valgeir Ómarsson
og Bjami Viggósson (5)
Gceöi leiks (1-10): 3.
Áhorfendur: 250.
Maöur leikins:
Egedijus Petkevicius, KA.
KA-menn unnu mikinn baráttu-
sigur á Selfyssingum, 23-22, í
Esso-deild karla í gærkvöldi.
Leikurinn fór hægt af stað og
varnir beggja liða stóðu vel en
heimamenn náðu undirtökunum,
þrátt fyrir að sóknarleikur þeirra
virkaði illa gegn friskum gestun-
um sem náðu fljótlega að koma
sér inn í leikinn. Það er reyndar
illskiljanlegt hvernig leikurinn
hélst svo jafn sem raun var í fyrri
hálfleik þar sem sóknarleikur
gestanna virtist mun skilvirkari
en heimamanna sem skiluðu flest-
um mörkum sínum með einstak-
lingsframtaki. Hin fræga 3:2:1
vöm KA hitti ekki á sinn besta
leik og hreyfanlegir Selfyssingar
komu heimamönnum oft i vand-
ræði, þá sérstaklega Valdimar
Þórsson, sem átti stórleik í fyrri
hálfleik ásamt Gísla Guðmunds-
syni markmanni. Selfoss varð fyr-
ir áfalli undir lok fyrri hálfleiks-
ins þegar Þórir Ólafsson horna-
maður fékk rautt spjald fyrir brot
á Heimi Árnasyni. Umdeildur
dómur en hættan sem Þórir skap-
aði Heimi og eigin vamarmanni
réttlætti rauða litinn.
Síðari hálfleikurinn byrjaði
svipað og sá fyrri, heimamenn
skoraöu tvö mörk í röð og vora
komnir í ákjósanlega stöðu. Þá
svöraðu Selfyssingar með þremur
mörkum í röð og leikurinn orðinn
hnífjafn aftur. Þá sá Atli Hilmars-
son, þjálfari KA, að við svo búið
gat ekki staðið, skipti í 6:0 vöm og
þá fór allt í baklás i sókn Selfoss,
Egedijus Petkevicius fór að verja
eins og berserkur og Selfoss skor-
aði ekki í 14 mínútur. Þetta her-
bragð virkaði þó ekki hinum meg-
iná vellinum þar sem sóknarleik-
ur KA var enn máttlítill, þó svo að
allt væri með þeim á öðrum víg-
stöðvum; boltinn var oft eins og
sápa i höndunum á þeim og gullið
tækifæri rann þeim úr greipum.
Selfyssingar snera á ný við
blaðinu á 23. mínútu og þrjú
mörk í röð vora hæfileg refsing
slökum leik KA-manna. Leikur-
inn hélst jafn allt fram á lokasek-
úndurnar að KA-menn komust
með einfóldu kerfi í gegnum vöm
Selfoss og Sævar Árnason skoraði
sigurmarkið þegar fimm sekúnd-
ur lifðu af leiknum. Tvö stig í höfn
en hefðu með fullri sanngirni átt
að skiptast milli liðanna.
„Við vorum ekki að spila nógu
vel, hvorki í vörn né sókn,“ sagði
Sævar Árnason, fyrirliði KA, eftir
leikinn. „Við fengum of mörg
mörk á okkur í fyrri hálfleik en
vorum að spila sóknarleikinn
þokkalega. Síðan snýst þetta við í
seinni hálfleik. Baráttan gekk í
bylgjum og sóknarleikurinn
byggðist á einstaklingsframtaki að
mestu."
„Okkur gekk illa að fmna takt-
inn í þessu," sagði Einar Guð-
mundsson, þjálfari Selfoss. „Það er
erfitt að vinna KA úti þegar við
erum án Þóris og Robertas, Þórir
var rekinn út af og Robertas í fýlu.
Valdimar var að spila í lands-
liðsklassa og mikil yflrferð á hon-
um. Það hentar honum að spila á
móti 3:2:1 vöm, hann notar hraö-
ann vel og kemur góðum takti í
sóknina. Það var grátlegt að fá á
sig þetta mark í lokin því við lögð-
um upp með það i leikhléinu að
þeir myndu gera þetta. Við leyst-
um það ekki en menn ætluðu sér
að gera það þannig að ég áfellist
engan.“
-ÓK
15 ára forseti
AC Milan?
Svo gæti farið að sonur Silvios
Berlusconis, forseta og eiganda AC
Milan, taki við af föður sínum sem
getur ekki stöðu sinnar vegna verið
forseti liösins en hann er forsætis-
ráðherra ítaliu.
Fimm aðilar eru nefndir sem
hugsanlegir arftakar Berlusconis
hjá AC Milan. Adriano Galiiani,
sem stjómar félaginu í dag, Franco
Baresi, fyrrum leikmaður Milan, og
síðan koma synir forsætisráðherr-
ans, elsti sonurinn Piersilvio, Paulo
og síðan hinn 15 ára gamli Luigino
Berslusconi en hann er jafnframt
langharðasti stuðningsmaður liðsins
í íjölskyldunni.
Ef af því verður að Luigino taki
við er líklegt að Gailiani verði eins
konar fóstri hans hjá félaginu en það
yrðu visslega stórtíðindi ef drengur-
inn yrði gerður að forseta AC Milan.
-vbv
Real Madrid horfir
til handboltans
Spænska risaveldið í knattspymu,
Real Madrid, íhugar nú alvarlega
landvinninga í handboltanum.
Forseti félagsins, Florentino Pérez,
hefur lýst þeirri skoðun sinni að
hann viiji að félagiö eignist
handboltalið í fremstu röð eins og i
knattspyrnu og körfuknattleik. Uppi
eru hugmyndir um að Real Madrid
kaupi félag og hefur 1. deildar liðið
Ciudad Real heyrst nefnt svo og
Canal, sem er í efsta sæti í 2. deild.
Bæði liðin hafa bækistöðvar eigi
langt frá Madríd.
Þess má geta að Ciudad Real, sem
er í hópi sterkustu liða Spánar nú
um stundir, hefur borið víumar í
Ólaf Stefánsson hjá Magdeburg.
-JKS
Margfold
launahækkun
Jermain Defoe, sóknarmaðurinn
ungi hjá enska úrvalsdeildarliðinu
West Ham United, á von á mikilli
launahækkun ef hann gengur að
nýju samningstilboði félagsins.
Defoe, sem er aðeins 19 ára gamall
og hefur skorað 10 mörk á leiktíö-
inni, hefur leikið frábærlega í vetur
og nú þykir stjómarmönnum West
Ham tími til kominn að semja við
kappann um framlengingu.
Þessi landsliðsmaður Englands 21
árs og yngri er með 440 þúsund ís-
lenskar krónur í vikulaun í dag en
ef hann samþykkir að framlengja
um flögur ár fær Jermain Defoe sem
samsvarar um tveimur milljónum
og sjö hundruð þúsund íslenskra
króna í vikulaun.
Defoe er þó með ansi einkennilega
klásúlu i samningi sínum í dag sem
gefur honum um 440 þúsund krónur
fyrir hvert skoraö mark hjá West
Ham. Það þýðir að hann hefur þénað
4,4 milljónir íslenskra króna fyrir
þau 10 mörk sem hann hefur skorað
í vetur. Að auki er þessi séði ungi
leikmaður með klásúiu um fjölda
leikja spilaöa fyrir West Ham. -vbv
Ferguson reiður
út í Wenger
Sir Alex Ferguson, framkvæmda-
stjóri Englandsmeistara Manchester
United, er ekki kátur þessa dagana
með þá aðila sem stjórna hjá Arsenal.
Ástæða þessarar reiði er að Ferguson
telur að Arsene Wenger og sljórn
Arsenal hafi vísvitandi tafið það að
Patrick Viera og Thierry Henry
kæmu fyrir aganefnd vegna atvika í
desembermánuði. Ferguson segir að
ef þeir félagar hefðu komið fyrir
nefndina í desember í stað mars væri
verið að tala um lengra keppnisbann
en búist er við að þeir félagar fái sem
er allt að þrír leikir. „Ef við vinnum
deildina þá gerum við það a.m.k.
heiðarlega," sagði Ferguson viö
fréttamenn. -vbv
Sylvian Wiltford var í byrjunarliði Arsenal í gærkvöldi í sigurleiknum gegn Derby en ekki tókst honum að skora í þessum leik. Það gerði aftur á móti Robert Pires.
Reuter
Hatrömm barátta
Arsenal komiö á toppinn - spennan sjaldan verið meiri
Spennan á toppi ensku úrvalsdeild-
arinnar í knattspymu hefur ekki ver-
ið jafnmikil mörg undanfarin ár eins
og á yfirstandandi leiktið. Arsenal,
lið Arsenes Wenger, er komið í efsta
sæti eftir leiki gærkvöidsins en þrír
leikir voru á dagskrá.
Þetta er í 26. sinn á leiktíðinni sem
breyting verður á liðinu í efsta sæti
deildarinnar. Arsenal er með 60 stig
en Manchester United er í öðru sæti
með 58 stig og það er stutt í Liverpoool
og Newcastle sem eru með 56 og 55 stig
en Newcastle á leik til góða.
Arsenal mætti í gærkvöldi liði Der-
by County sem gerði jafntefli við
Mancester United síðasta sunnudag
þar sem Malcolm Christie skoraði tví-
vegis fyrir Derby. Hann mátti sín
hins vegar lítils í gær gegn Igor Stepa-
novs og Sol Campbell sem iéku vel i
gær. Sóknarþungi Arsenal var mikill
í leiknum og engu líkara en Thierry
Henry hefði gleymt skotskónum sín-
um heima. En Henry átti ekki eftir að
bæta við markalista sinn, þaö var ann-
ar franskur leikmaður sem það gerði
og hann heitir Robert Piers. Markið
sem hann skoraði kom á 69. mínútu
eftir glæsisendingu frá Dennis Berg-
kamp og þetta mark reyndist það eina
í leiknum.
Pires þótti leika manna best á High-
bury i gærkvöldi og eru sérfræðingar
á Englandi farnir að líta til lokahófs
knattspymumanna næsta vor þar sem
þeir telja, eins og staðan er í dag, að
Robert Pires verði valinn besti leik-
maður tímabilsins.
Sunderland tók á móti Guðna Bergs-
syni og félögum í Bolton og þar fóru
leikar 1-0 fyrir Sunderland. Jason
McAteer skoraði eina mark leiksins og
var þetta fyrsta mark hans fyrir Sund-
erland sem er nú komið í 13. sæti en
Bolton er í fjórða neðsta sæti. Guðni
Bergsson fékk góða dóma fyrir leik
sinn í gær og átti eitt gott færi en Tom-
as Sörensen varði frá Guðna.
Blackburn vann góðan sigur á
Aston Villa, 3-0, og var það sanngjarn
sigur. Blackbum var mun betri aðil-
inn í leiknum og mörk frá hinum unga
David Dunn, Damien Duff og Andy
Cole skiluðu þremur dýrmætum stig-
um í hús hjá liði Greame Souness í
fallbaráttunni.
Blackbum er í þriðja neðsta sæti og
hefur fengið fjögur stig úr síðustu
tveimur leikjum eftir að liðið sigraði í
enska deildarbikamum. Aston Villa,
sem aldrei sá til sólar í gær á Eewood
Park, er i sjöunda sæti.
-vbv
Enska fyrsta deildin i gærkvöldi:
Manchester City marði sigur
Niu leikir voru á dagskrá ensku fyrstu
ieildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi
ig er spennan á toppi sem og botni
ieildarinnar að aukast en 46 leikir eru á
ið í keppninni. Wolverhampton Wand-
ires, sem er í efsta sæti með 76 stig, lék
ikki í gærkvöldi en aðalkeppinauturinn
í Manchester City mætti Birmingham á
3t. Andrews í Birmingham. Leikmenn
íeimaliðsins ætluðu að selja sig dýru
verði í þessum leik enda höfðu þeir feng-
ið á sig 9 mörk frá City í deildarbikar-
ceppninni og þegar liðin mættust á Main
Road.
Heimamenn byrjuðu því af krafti og
íáðu forystunni strax á 4. mínútu með
narki frá Michael Johnson. Sóknarmað-
rrinn Jon Macken, sem var keyptur í
vikunni á 730 milljónir íslenskra króna
rá Preston, sat á varamannbekknum all-
m leiktímann og kom það flestum á
ívart. Á markaminútunni 43. jafnaöi
Niclas Jensen leikinn með sínu fyrstc
marki fyrir City og um miðjan seinn:
hálfleik skoraði svo Kevin Horlock sigur
mark Manchester City sem er nú komic
í annað sæti fyrstu deildar með 74 stig er
á leik til góða á Wolves. Lið Manchestei
City þykir spila skemmtilega knatt
spyrnu enda er stjórinn hjá liðinu, Kevir
Keegan, þekktur fyrir að láta lið sín spile
sóknarfótbolta.
City og Wolves virðast í augnablikini
stefna hraðbyri á úrvalsdeildarsæti t
næstu leiktíð og fátt bendir til annars.
Þórður Guðjónsson var í byrjunarlið:
Preston sem tapaði 1-2 fyrir Millwall er
var tekinn út af um miðjan seinni hálf
leik. Lárus Orri Sigurðsson lék allar
leikinn fyrir W.B.A. sem gerði 1-1 jafn
tefli við Watford. Heiðar Helguson sat í
varamannabekk Watford allan leiktím
ann.
__________________________________-vbc
Enska önnur deildin í knattspyrnu í gær:
Stoke saxar á forskot Reading
Það var heil umferð á dagskrá í
ensku annarri deildinni í knatt-
spymu í gærkvöldi. Hörð barátta
er á toppi deildarinnar og efsta lið-
ið Reading tapaði óvænt stigum á
heimavefli gegn fallbaráttuliði Bo-
umemouth þegar liðin gerðu 2-2
jafhtefli. Brighton, sem er í öðru
sæti, vann auðveldan 4-0 sigur á
Wycombe. Stoke City er í þriðja
sæti en Stoke vann Colchester 3-1 á
útivelli í gærkvöldi þar sem Bjami
Guðjónsson skoraði fyrsta mark
Stoke en Deon Burton hin tvö. Am-
ar Gunnlaugsson var í byrjunarliði
Stoke en var skipt út af og Stefán
Þórðarson og Brynjar Bjöm Gunn-
arsson komu inn á sem varamenn.
Ríkharður Daðason var ekki í leik-
mannahópi Stoke og Pétur Mart-
einsson er meiddur.
Baráttan er hörð í annarri deild-
inni um að hreppa tvö efstu sætin
sem gefa beinan þátttökurétt í
fyrstu deildina á næstu leiktíð.
Hvert liö leikur 46 leiki og Reading
er í efsta sæti með 74 stig í 38 leikj-
um, Brighton er í öðra sæti með 69
stig í 37 leikjum og Stoke er í þriðja
sæti með 67 stig i 38 leikjum.
Brentford er svo í fjórða sæti með
65 stig í 65 leikjum en Brentford
vann Swindon 2-0 í gærkvöldi.
ívar Ingimarsson lék aflan leik-
inn fyrir Brentford en Ólafur Gott-
skálksson er enn að jafna sig eftir
erfið meiðsli. Næstu helgi leikur
Stoke á útivelli við Wycombe en
toppleikur umferðarinnar verður á
milli Reading og Brighton sem
leíkinn verður á heimavelli Read-
ing. Brentford leikur á útivelli við
Wrexham. Það er því ljóst að hver
leikur hér eftir á þessum liðum er
úrslitaleikur. -vbv
+
EHGiawp
Úrvalsdeild:
Arsenal-Derby ...............1-0
1-0 Pires (69.)
Blackburn-Aston Villa........3-0
1-0 Dunn (7.), 2-0 Duff (85.), Cole (89.).
Sunderland-Bolton ...........1-0
1-0 McAteer (42).
Arsenal 29 17 9 3 58-31 60
Man.Utd. 29 18 4 7 69-37 58
Liverpool 29 16 8 5 47-25 56
Newcastle 28 17 4 7 52-35 55
Leeds 28 11 12 5 37-29 45
Chelsea 27 11 11 5 47-28 44
Aston Villa 29 10 11 8 34-34 41
Tottenham 27 11 5 11 39-36 38
Charlton 28 9 10 9 32-33 37
Fulham 28 8 11 9 27-31 35
South'ton 28 10 4 14 34-42 34
Middlesbro 28 9 7 12 27-35 34
Sunderland 29 9 7 13 23-33 34
West Ham 28 9 7 12 3144 34
Everton 28 7 9 12 27-34 30
Ipswich 27 8 6 13 35-43 30
Bolton 29 6 12 11 31-44 30
Blackbum 28 7 8 13 36-37 29
Derby 29 7 5 17 23-46 26
Leicester 28 3 8 17 18-50 17
1. deild:
Birmingham-Man. City........1-2
1-0 Johnson (4.), 1-1 Jensen (43.), 1-2
Horlock (68.).
Crewe-Barnsley .............2-0
1-0 Ashton (42.), 2-0 Street (90).
Gillingham-Bamsley..........0-0
Millwall-Preston............2-1
1- 0 Claridge (29.), 2-0 Claridge (65.),
2- 1 Healy (84.).
Norwich-Rotherham...........0-0
Stockport-Bradford..........1-0
1-0 Beckett (11.).
Walsall-Bumley..............1-0
1-0 Marcelo (53.).
West Brom-Watford...........1-1
0-1 Brown (52.), 1-1 Dichio (77.).
Crystal Palace-Portsmouth . . .0-0
Wolves 37 23 7 7 66-31 76
Man. City 36 23 5 8 84-45 74
W.B.A. 38 20 7 11 45-26 67
MillwaU 37 18 10 9 58-38 64
Bumley 37 17 10 10 58-50 61
Coventry 37 18 5 14 54-39 59
C. Palace 38 18 4 16 65-55 58
Norwich 37 17 7 13 49-45 58
Birmingh. 36 16 8 12 51-41 56
Preston 37 15 11 11 55-49 56
Giflingham 37 14 8 15 53-56 50
Watford 38 13 10 15 53-46 49
Sheff. Utd. 36 12 13 11 41-41 49
Wimbledon 35 12 12 11 49-44 48
Nott. Forest 37 11 15 11 40-35 48
Portsmouth 37 12 10 15 52-61 46
Bradford 36 13 6 17 60-64 45
Rotherham 38 10 14 14 46-56 44
Crewe 34 11 8 15 35-54 41
Sheff. Wed. 37 10 10 17 41-60 40
Bamsley 38 8 14 16 50-72 38
Grimsby 38 9 11 18 36-59 38
WalshaU 38 9 9 20 39-61 36
Stockport 37 3 8 26 34-86 17
Ekkert veröur af því aö ÍR-ingar
haldi boðsmót sitt í frjálsum íþróttum
annað árið í röð. Ætlunin var að
halda mótið með erlendum keppend-
um í Laugardalshöflinni á sunnu-
dagskvöldið. Eftir að ljóst varð aö
hvorki Vala Flosadóttir né Þórey
Edda Elísdóttir myndu keppa í
stangarstökki var sjálfhætt. Erlendir
tugþrautarmenn, sem ætluðu upphaf-
lega að koma, hættu við en þeir áttu
að mæta Jóni Arnari Magnússyni í
þríþraut. Þar með er brostinn grand-
vöflur fyrir beina útsendingu í sjón-
varpi frá mótinu eins og fram kemur
í fréttatilkynningu frá frjálsíþrótta-
deild ÍR.
Rivaldo hinn brasiliski, sem leikur
með Barcelona, segist ekki hafa hug-
ann við það þessa dagana hvort hann
framlengi samningi sínum við félagið
en hann rennur út vorið 2003. Hann
segist frekar ætla aö einbeita sér að
leik með félagi sínu á næstunni en
viöurkennir að það sé gaman að
heyra að forsvarsmenn liðsins vilji
halda honum en Rivaldo er 29 ára
gamafl og af mörgum talinn besti
knattspymumaður heims í dag.
Bayer Leverkusen sigraði Köln, 3-1,
í framlengdum leik liðanna í undan-
úrslitum þýsku bikarkeppninnar í
knattspymu í gærkvöld. í hinum
undanúrslitaleik keppninnar mætast
Bayer Múnchen og Schalke í kvöld.