Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2002, Blaðsíða 2
16 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 17 Sport Sport Guöjón Þóröarson á hér aö því er viröist skemmtileg oröaskipti viö Gerard Houllier, framkvæmdastjóra Liverpool. Fróölegt verður aö fylgjast meö hvernig glímu Guöjón við The Sentinel mun enda. Viðbrögð blendin við banni Guðjóns Þórðarsonar á The Sentinel: Árangur skiptir nú enn meira máli Skiptar skoðanir eru uppi um hvort ákvörðun Guðjóns Þórðarson- ar, framkvæmdastjóra Stoke, um að hætta að tala við The Sentinel og banna leikmönnum sínum að veita blaðinu viðtöl sé réttmæt. Gamlir leikmenn hafa margir hverjir sagt þessa ákvörðun ranga og blaðið sjálft fer mikinn í skrifum um þessa ákvörðun og gengur jafnvel svo langt að segja að þetta sé móðgun við blað- ið. En ef marka má vefkannanir virð- ast flestir vera þeirrar skoðunar að þessi ákvörðun sé rétt. Einn stuðningsmaður segir m.a.: „Það hefur stefnt í þetta bann í nokkra mánuði. Það umtal sem son- ur framkvæmdastjórans hefur fengið í bréfum í Sentinel eru langt yfir strikið. Stjórinn hefur komið okkur í umspil tvisvar í röð og er á góðri leið með að gera það aftur. Hann hefur þurft að glíma við mikil meiðsl og ýmis önnur vandamál og er að minu mati að vinna mjög gott starf.“ Ann- ar stuðningsmaður lét þau orð falla að hann styddi Guðjón í hverju sem hann gerði á meðan hann kæmi lið- inu upp í 1. deild. Gamlir leikmenn Stoke eru þó margir hverjir á öndverðum meiði. Einn þeirra er Dennis Herod, sem lék með liðinu á 5. og 6. áratugnum. „Þegar maður er í sviðsljósinu hjá knattspyrnufélagi verður maður að sætta sig við að fá góða og slæma um- fjöllun. Slæmt gengi virðist öllum öðrum að kenna en honum og leik- mönnum hans. Að mínu mati eru fréttirnar í The Sentinel sanngjarnar og hlutlausar. Hvað lesendabréfin varðar verður Guðjón að muna að stuðningsmennirnir borga launin hans og eiga rétt á aö segja sínar skoðanir. Ég sé ekki hvaða gagn það gerir að tala ekki við einhvern ákveðinn fjölmiðil." „Sýnir vanhæfni" Það má segja að þetta sé kjarninn í þeim skrifum sem viðhöfð eru í The Sentinel um þetta mál og telur blaðið sig ekki eiga þetta skilið frá Guðjóni Þórðarsyni eins og fram kemur í við- tali DV-Sport í gær við Alex Martin, íþróttaritstjóra The Sentinel. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að segja að þetta sýni vanhæfni hans til að takast á viö jafn erfitt og álagsmikið starf og að stýra knattspyrnuliði. Flestir sem stýra knattspyrnuliði í enska boltanum hafa eflaust ein- hvern tímann lent i því að vera ósátt- ir við umfjöllun fjölmiöla. Matt Busy, fyrrum framkvæmdastjóri Manchest- er United, fékk einu sinni þessi ráð þegar hann íhugaði að meina blaða- manni aðgang að Old Trafford í kjöl- far skrifa hans: „Ef þú reiðist yfír því sem blöðin skrifa, hættu þá að lesa þau og haltu þínu striki. Og þú skalt aldrei lenda i deilum við menn sem kaupa blek í lítravís." Nokkur dæmi eru um að lið hafi slitið sambandi við fjölmiöla en aldrei hefur viðkomandi lið borið neitt úr býtum fyrir vikið tU lengri tíma litið. Ýmsir erfiöleikar Ekki er ofsögum sagt að gustað hafi um Guðjón Þórðarson frá því hann tók viö Stoke. Þetta tímabil hef- ur verið sérstaklega viðburðaríkt. Hann þurfti að selja tvo af bestu leik- mönnum liðsins, markaskorarann Peter Thorne og miðvailarleikmann- inn Graham Kavanagh (sem lenti reyndar saman við Guðjón áður en hann var seldur). Meiðsli hafa sett mikinn svip á leiktíðina og nægir þar að nefna íslendingana Rikharð Daöa- son, Brynjar Björn Gunnarsson og nú síðast Pétur Marteinsson. Margir hafa gagnrýnt hann tölu- vert og á stundum óverðskuldað, sér- staklega yfir þvi að sonur hans, Bjami, sé fastamaður í liðinu en hann hefur leikið vel á tímabilinu. Þetta varð reyndar til þess að Guðjón setti hann á sölulista. Þetta hefur því ekki verið auðvelt líf hjá Guðjóni en árangurinn hefur þó verið þokkaleg- ur og verður að teljast afar liklegt að liðið komist a.m.k. í umspil um sæti í 1. deild, jafnvel annað af tveimur efstu sætunum. Hvort sem þessi ákvörðun er rétt eða ekki má ljóst vera að hún getur komið Guðjóni Þórðarsyni í mjög erf- iða stöðu. Það virðist alveg ljóst að ef honum tekst ekki að koma liðinu í 1. deild eru dagar hans sem knatt- spyrnustjóra hjá Stoke taldir, því ef stjórnin lætur hann ekki fara munu stuðningsmenn liðsins og fjölmiðlar örugglega krefjast þess harðlega. Og þá verður þessi ákvörðum um að setja The Sentinel í bann óspart not- uð gegn honum. Ef hins vegar honum tekst ætlunarverk sitt munu þessir sömu stuðningsmenn örugglega hampa honum en hvaða áhrif það mun hafa á samskipti Stoke og Sentinel er ómögulegt að segja. En miðað við þá reynslu sem aðrir fram- kvæmdastjórar hafa gengið í gegnum eru líkurnar á að Guðjóni verði eitt- hvað ágengt með þessu útspili ekki honum í hag. -HI KR. Spá Péturs: 3-1 fyrir Njarðvík. Eggert: „Þetta verður svakaleg rimma og ég held að þetta einvígi fari í oddaleik þar sem verður mjög tæpt á því hvort liðið fer áfram. Það eru mikl- ar værtngar á milli þessarra tveggja liða og bæði lið eru farin að gefa út yf- irlýsingar vel fyrir leikina. Menn eru að segja að það andi þama köldu á milli leikmanna og ef marka má það hvernig síðasti leikur endaði er öruggt að þetta verður mjög líílegt einvígi. Að mínu mati mun Keflavík-Grindavíkur-serían líða nokkuð fyrir það hversu mikla at- hygli þessir leikir eiga eftir að draga að sér. Stóru menn KR-liðsins eru í raun í eðli sinu leikmenn sem vilja spila fyrir utan því Keith Vassell, Helgi Már Magn- ússon og Magni Hafsteinsson vilja allir vera fyrir utan að skjóta á meðan Frið- rik Stefánsson, Páli Kristinsson og Hall- dór Karlsson eru allir inni í teig að djöflast allan timann. KR-ingar eru hins vegar með fleiri vængleikmenn og úr þeim stöðum þurfa þeir að fá mikið í þessu einvígi ef vel á að fara fyrir þá. Ég tel að ef KR-ingar ná að stöðva stóru menn Njarðvíkur þá eigi þeir að hafa þetta en ef ekki vinnur Njarðvík. Ég er samt meira á því að Njarðvík hafi þetta og ég held að i löngu einvígi eigi það eftir að há KR að þeir eru með léttari menn undir körfunni sem þurfa að hafa meira fyrir hlutunum. Það að lenda mikið undir og koma til baka eins og Njarðvíkingar hafa gert í síðustu tveimur leikjum gegn KR sýnir líka styrk liðsins og þá sérstaklega að þeir gera það bæði í bikarúrslitaleik og á heimavelli KR-inga. Ég hef sagt í gamni að Breiðablik og Njarðvík hafi verið að spila tii úrslita um íslandsmeistaratitilinn og það lið sem myndi vinna það einvígi myndi vinna titilinn og ég hef trú á að Njarð- vík fari alla leið,“ sagði Eggert um ein- vígi Njarðvíkur og KR. Spá Eggerts: 3-2 fyrir Njaróvík. -ÓÓJ Þjálfararnir Ingi Þór Steinþórsson hjá KR (til vinstri) og Friðrik Ragnarsson hjá Njarövík verða í eldlínunni í einvígi liðanna í undanúrslitum Epsondeildar karla í körfubolta. Fyrsti leikur liðanna fer fram á laugardaginn. DV-myndir Hari | EPSON OEILOIIM Undanúrslit Epsondeildar karla i körfubolta heijast á morgun þar sem mun fara fram sannkölluð körfuboltaveisla á Suðurnesjunum. Deildarmeistarar Keflavíkur taka þá á móti Grindavík klukkan 16.00 í Kefla- vík en á undan þeim leik fer fram ann- ar leikur Keflavikur og KR í undanúr- slitum kvenna. Á sama tíma og hann fer fram verður hinn leikur undanúr- slita kvenna þegar Grindavík tekur á móti IS. íslands- og bikarmeistarar Njarðvikur taka á móti KR klukkan sjö í hinum leik undanúrslita karla. Undanúrslitaliðin fjögur í ár eru einmit þau fjögur lið sem oftast hafa komist svona langt í sögu keppninnar. Njarðvík er komið í undanúrslitin í 18. sinn, Keflavíkingar eru þar í 16. sinn, KR-ingar hafa 12 sinnum komist i þennan hóp og Grindavíkingar eru að ná því í 10. sinn. Ekkert annað lið en þessi fjögur hefur orðið meistari frá því á árinu 1988 er Haukar unnu titilinn. Njarðvík og KR hafa mæst fjórum sinnum í vetur en aldrei þó í sama hús- inu. Hvorugt liðið hefur náð að vinna heimaleik í þessum fjórum leikjum, Njarðvik vann deildarleik liðanna, 102-106, í KR-húsinu, KR vann deildar- leik liðanna í Njarðvik, 77-81, og Njarð- víkingar unnu síðan undanúrslitaleik liðanna í Kjörísbikamum sem fram fór í Smáranum, 56-55, sem og bikarúr- slitaleik liðanna í Höllinni, 79-86. Keflavik og Grindavik skiptu á milli sín sigrunum í deildinni, Keflavík vann, 96-85, í Keflavík og Grindavík vann, 105-96, í Grindavík. Damon Johnson, leikmaður Keflavíkur, skor- aði 88 stig í þessum tveimur leikjum, 51 í Grindavík og 38 í Keflavík. Damon hitti úr 33 af 55 skotum sínum og gerði 8 þriggja stiga körfur úr 13 skotum. Njarðvik og KR mætast nú í undanúr- slitum úrslitakeppninnar þriöja árið í röð en í fyrri tvö skiptin hefur sigur- vegari einvígisins farið alla leið og fagnað Islandsmeistaratitlinum. KR vann 3-2 fyrir tveimur áram og vann síðan Grindavík 3-1 í úrslitum og Njarðvík vann einvígið 3-0 í fyrra og vann titilinn eftir 3-1 sigur á Tindastól. Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði KR, mætir nú Njarðvík fimmta árið í röð í úrslitakeppninni en hann hefur aðeins einu sinni komist áfram, þegar hann fagnaði sigri með KR vorið 2000. Ólafur datt út úr átta liða úrslitum gegn Njarð- vík með KFÍ 1998 og siðan út úr undan- úrslitum með KFl ári síðar. Vorið 2000 komst hann i gegnum Njarðvik í undanúrslitum með félögum sínum í KR en í fyrra datt hann út með KR gegn Njarðvík í undanúrslitunum. Þeir Keith Vassell, KR, og Brenton Birmingham, Njaróvik, hafa jafnan verið í sviðsljósinu í leikjum KR og Njarðvík síðustu árin. Vassell hefur aús leikið 24 leiki gegn Njarðvík og hefur KR inmið 10 þeirra en Brenton hefur leikið 21 leik gegn KR með Njarðvik (12) og Grindavík (9) og hefur 11 sinnum verið í sigurliöi. Vassell er með 21,8 stig og 11,6 fráköst að meöaltali í þessum leikjum en Brenton hefur skorað 27,4 stig, tekið 7,3 fráköst og gefið 5,4 stoðsendingar að meðaltali í sínum leikjum. Báðir hafa þeir nýtt yfir helming skota sinna, Vassell er meö 50,3% skotnýtingu en Brenton er með 52,1% skotnýtingu. Vassell hefur náð tvennu (yfir 10 í stigum og fráköstum) í síðustu sjö leikjum liðanna þar sem hann er með 23,9 stig og 13,7 fráköst að meöaltali. -ÓÓJ Undanúrslit Epsondeildar karla í körfubolta hefjast á morgun þegar deild- armeistarar Keflavíkur taka á móti Grindavíkingum og KR-ingar mæta til Njarðvíkur. Báðar viðureignir gefa góð fyrirheit um æsispennandi og skemmtilega leiki og DV-Sport fékk þá Pétur Ingvarsson, þjálfara Hamars, og Eggert Garðarsson, þjálfara Breiðabliks, til að spá í spilin og segja til um hvaða tvö lið muni kom- ast í lokaslaginn. Pétur Ingvarsson er á því að þetta séu mjög svipuð lið sem mætist í undanúrslitunum í ár og að þau hafi svipaða leikmenn i öllum stöðum. Hann er þó á því að vagga körfunnar sé enn þá á Suðurnesjum og það verði Suður- nesjalið sem spila um titilinn að þessu sinni en leikirnir ættu þó að verða mik- il skemmtun. Eggerti Garðarssyni líst líka vel á undanúrslitin og hýst við hörkuleikjum. „Þetta eru ijögur sterkustu liðin í dag, þau eru öll með sigurhefðir og sætta sig við ekkert annað en sigur og ég á von á skemmtilegum og spennandi leikjum." En hvað segja þeir félagar um hvort einvígið fyrir sig. Keflavík - Grindavík Pétur: „Þessi tvö lið leggja höfuð- áherslu á sóknarleikinn en hæði þessi lið eru ótrúlega góð í vöm líka. Það er hlutur sem er oft vanmetinn hjá þeim og sérstaklega hjá Keflvíkingunum. Grindavik er að mínu mati með betri mannskap en það sem skiptir mestu máli í þessu er að Keflvíkingarnir eru með Damon. Það verður mjög erfitt fyr- ir Grindavík að finna vamarmann að gæta hans án þess að það opnist fyrir góða skotmenn liðsins. Keflvíkingar eru búnir að vinna deildarmeistaratitilinn og eru til alls líklegir. Ég hugsa samt að þetta fari í fimm leiki og það verði heimaliðin sem eiga eftir að vinna sína leiki í þessu einvigi en útisigur er að mínu mati jafnframt ávísun á sigur í einvíginu," sagði Pétur. Spá Péturs: 3-2 fyrir Keflavík. Eggert: „Ég spái því að Keflavík fari áfram, annaðhvort 3-1 eða 3-2. Ég býst við að það verði tekin hátt í 50 til 70 þriggja stiga skot í hverjum leik enda lifa þau bæði og deyja á þriggja stiga línunni. Ég held að heimavöllur Kefla- vikur reynist of sterkur fyrir Grind- viktnga. Nái Grindvíkingar aftur á móti aö stela fyrsta leiknum þá getur allt gerst. Ég set stórt spurningar- merki við hvernig Grindvíkingar ætla að stoppa Damon en ef þeir ná að hemja hann þá eiga þeir mun hetri möguleika á að komast áfrarn," sagði Eggert. Spá Eggerts: 3-1 fyrir Keflavik. Njarðvík - KR Pétur: Ef ég mætti ráöa þá hefði ég viljað sjá þessi lið spila úrslitaleikinn um íslandsmeistaratitilinn. Þetta eru tvö bestu liðin í dag og eru þau bæði jafngóð í vörn og sókn. Þetta verður því hörkueinvígi. KR-ingar töpuðu ósanngjarnt síðasta leik liðanna i deildinni og það getur hjálpað þeim til að mæta grimmari til leiks en ég held að Njarðvík vinni þetta einvígi 3-1 og að þeir eigi því eftir að vinna einn leik i KR-húsinu. Njarðvík hefur ekki verið sannfær- andi undanfarið miðað við mannskap en ég hef trú á að þetta sé að smella saman hjá þeim. Ef þeir taka sig allir saman þá geta þeir unnið öll hin liðin í þessum undanúrslitum iéttilega," sagði Pétur um leiki Njarðvíkur og Dómarar mannlegir eins og annaö fólk Umræða um dómgæslu í handboltanum hefur farið nokk- uð hátt að undanfórnu. Þjálfarar nokkurra liða hafa kastað fram þeirri gagnrýni að íslands- og bikarmeistarar Hauka njóti sérstakrar vemdar dómara sem hafi komið þeim í þá stöðu sem þeir eru í núna: sjálfan toppinn. Það sem málið snýst að miklu leyti um er að nokkrir þjálf- arar í deildinni eru famir að beina að Viggó Sigurðssyni, þjálfara Hauka, þeim sálfræðihemaði sem hann sjálfur hef- ur stundað gagnvart dómurum með því að agnúast oft og iðulega út í störf þeirra þegar lið hans nær ekki sigri, þá sjaldan sem það gerist. Talað hefur verið um að Viggó hafi dómara í vasanum og lið hans og hann sjálfur komist upp með ýmislegt sem öðram sé ekki leyfilegt, og að Haukarnir beinlinis hagnist á þessu stigalega séð. Ekki benda þessi við- horf til mikils álits á dómurum okkar. Halda menn að dóm- arar séu virkilega hræddir við Viggó og þori ekki annað en að dæma liði hans í vil? Mér finnst öll þessi umræða hljóma meira en lítið undar- lega og reyndar nokkuð bamalega og eru þó hér á ferð full- orðnir menn en ekki böm í sandkassa. Hvað Hauka sjálfa varðar þá eru þeir einfaldlega besta handknattleikslið lands- ins og það er langt síðan maður hefur séð álíka sterkt lið hér á landi. Hins vegar hefur sálfræðihernaður Viggós verið þreytandi og óþarfur því lið hans hefur ekkert þurft á hon- um að halda. Umræðan um dómaramálin er að mínu mati komin út í tóma vitleysu og nánast persónu- lega óvild þar sem stór orð eru látin flakka í hita andartaksins og á slíku græðir eng- inn, - og allra síst íþróttin sjálf. Vonandi láta menn af þessu þreytandi tuði og nöldri, hvort heldur er inni á vellinum eða á síðum dagblaðanna og einbeiti sér þess í stað að raunveruleikanum eins og hann er og skoði stöðu síns liðs út frá því sjálfú og temji sér sjálfsgagnrýni og hætti ^ að kenna öðrum um ef lið viðkomandi skíttapar úrslitaleik í beinni útsendingu! Hvers vegna fá dómarar i körfuknattleik yfirleitt ^«1 v hærri einkunnir á síðum DV en handboltadómarar? Skyldi það vera vegna þess að þeir séu hæfari og betur menntaðir eða skyldi þetta álit tengjast á einhvem hátt reglum þessara Svanur Már Snorrason tveggja íþróttagreina? Jú, þar liggur hundurinn grafinn. Staðreyndin er sú að reglur körfuboltans em miklu skýrari en reglur handboltans og því er starfsumhverfi körfubolta- dómara mun betra. Handboltadómarar þurfa oft að leggja mat sitt á ákveðnar aðstæður þar sem ýmsir möguleik- ar koma til greina því að reglumar era bæði gráar og loðnar; - og það sem eitt dómar- arapar dæmir gott og gilt, dæmir annað par með ólíkum hætti; bæði pörin geta talist hafa rétt fyrir sér en einnig rangt! í sliku umhverfi hlýtur að vera mjög erfitt að starfa og það gefur sífellt tilefni til gagnrýni fyrir slæma dómgæslu; - túlkun manna er alltaf misjöfh þegar hlutimir eru ekki alveg á hreinu og því miður er sú raun- in með margar handboltareglur. Þannig er enda- laust hægt að væla og veina yfir dómgæslu og kenna henni um slæmt gengi síns liðs. Fyrir barðinu á svona viðhorfum verða einnig þjálfarar, leikmenn, aðstandendur og/eða stuöningsmenn. Dómarinn þro verður þó alltaf blórabögguUinn á meðan ekki er gerð brag- arbót á hinum gráu svæðum reglnanna. íslenskir dómarar eru bara venjulegir menn sem vinna sitt starf undir erfiðum kringumstæðum eftir bestu getu og samvisku en fá yfirleitt lítið annað en skít og skammir fyr- ir. Oft veltir maður þvi fyrir sér hvað það er sem fær þá til að halda áfram leik eftir leik undir slíkum kringumstæðum. Ef komið væri fram við leikmenn á svipaðan hátt vegna mis- notaðra skota, slæmrar ákvörðunartöku eða lélegs varnar- leiks, er ég hræddur um að afreksmönnum myndi fækka í íþróttinni. Njóti menn ekki sannmælis í starfi eða fái að læra með eðlilegum hætti af mistökum sínum verður lítið um framfarir. Mín skoðun er sú að íslenskir dómarar séu al- mennt ekki hlutdrægir og fásinna sé að halda því fram að einhver lið græði umfram önnur á dómgæslu. Slíkt hef ég ekki séð þó að sjálfsögðu eigi dómarapör sína slæmu daga og geti þá orðið fyrir því að gera mörg mistök. Auðvitað getur þeim skjátlast í viðhorfum og verkum því að þeir eru mann- legir eins og annað fólk sem lætur til sin taka í okkar fjöl- breytta þjóðlífsmunstri. -SMS Suðurnesjaslagur - báðir spekingar DV-Sport á því að Keflavík og Njarðvík komist í lokaúrslitin í ár l.DEILD KViNNA S Staöan í deildinni: Haukar 15 13 Stjaman 16 10 ÍBV 15 11 Valur 15 7 Víkingur 15 6 Grótta/KR 15 5 FH 15 5 Fram 15 4 KA/Þór 15 3 0 2 390-286 26 3 3 378-325 23 0 4 335-285 22 2 6 329-316 16 1 8 286-299 13 1 9 321-335 11 1 9 314-340 11 0 11 316-385 8 0 12 294-392 6 Ragnheiður Stephensen úr Stjörn- unni skoraði 123 mörk í 16 leikjum deildar- keppninnar í vetur eða 7,7 að meðaltali íleik. Markahæstar: Ragnheiður Stephensen, Stj. . 123/45 Hrafnhildur Skúladóttir, Val . 102/28 Ásdís Sigurðardóttir, KA/Þór . 91/15 Ana Perez, ÍBV..................91/22 Amela Hegic, Gróttu/KR.........74/21 Dröfn Sæmundsdóttir, FH .... 72/6 Drífa Skúladóttir, Val..........72/17 Ágústa Edda Bjömsdóttir, Gr./KR 66/1 Inga Fríða Tryggvad., Haukum . 66/24 Elsa Birgisdóttir, KA/Þór......64/27 Ragnhildur Guðmundsdóttir, FH 64/13 Nína K. Bjömsdóttir, Haukum .. 62/15 Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum . 61/5 Harpa Melsted, Haukum ..........61/15 Guðmunda Ósk Kristjánsd., Vík. 60/20 Flest varin skot: Jelena Jovanovic, Stjömunni 284/33 Vigdís Sigurðardóttir, ÍBV . . 257/16 Helga Torfadóttir, Víkingi . . . 229/17 Jolanta Slapikiene, FH .........214/13 Jenný Ásmundsd., Haukum . 211/10 Flest fiskuð víti: Ásdís Sigurðardóttir, KA/Þór ... 30 Brynja Steinsen, Haukum............25 Harpa Melsted, Haukum...............23 Inga Fríða Tryggvad., Haukum .... 23 Sigrún Gilsdóttir, FH ..............21 Ebba S. Brynjarsdóttir, KA/Þór ... 21 Síóasta umferðin fer fram um helgina og þá mætast: Grótta/KR-Haukar lau. 23. mars 14.45 FH-Fram .......lau. 23. mars 14.45 Valur-ÍBV .....lau. 23. mars 14.45 Víkingur-KA/Þór lau. 23. mars 14.45 Aldrei spurning - þegar ÍBV lagði KA/Þór ÍBV tók á móti KA/Þór í Essodeild kvenna en leikurinn var báðum liðum nokkuð mikilvægur, Eyjastúlkur eiga enn möguleika á að næla sér í annað sæti deildarinnar með því að vinna þá leiki sem liðið á eftir og norðanstúlk- ur eiga enn fræðilegan möguleika á því að komast í úrslit en sá möguleiki fjarlægðist nokkuð eftir leikinn í gær- kvöldi. ÍBV vanni leikinn nokkuð ör- ugglega, 25-18, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10. Eyjaliðið þurfti ekki að sýna neinn ^ glansleik í gærkvöldi. Mótspyman var ekki mikO þó að liðin hafi skipst á að skora á upphafsmínútunum. Það vakti hins vegar nokkra athygli með hversu stuttum fyrirvara liðin fengu að vita um leikinn, Eyjamenn fengu að vita um leiktímann sl. þriðjudag sem gaf þeim heilan einn dag til að auglýsa leikinn. Hjá gestunum var Ásdis Sigurðar- dóttir allt í öllu og myndi liklega vel sóma sér í hvaða liði sem er í deild- inni. Þá átti Inga Sigurðardóttir einnig ágæta spretti og Selma Malmquist átti fína innkomu í mark- ið. -JGI ÍBV-KA/Þór25-18 1-0, 6-4, 11-8, (15-10), 15-11, 22-14, 23-17, 25-18. ÍBV: Mörk/viti (skot/viti): Ingibjörg Jónsdótt- ir 7 (7), Theodora Visokaite 7/1 (13/1), Ana Pérez 7/1 (14/2), Bjarný Þorvarðardóttir 2 (2), Isabel Ortiz 2 (5), Þórsteina Sigur- björnsdóttir (2), Aníta Ýr Eyþórsdóttir (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Ingibjörg 2, Bjarný). Vitanýting: Skorað úr 2 af 3. Fiskuð viti: Ana, Aníta, Theodora. Varin skot/viti (skot/viti á sig): Vigdís Sigurðardóttir 23/1 (41/4, hélt 17, 56%). Brottvisanir: 0 mínútur. KA/Þór: Mörk/viti (skot/víti): Ásdís Sigurðardótt- ir 9 (15), Inga Dís Sigurðardóttir 6/3 (12/4), Martha Hermannsdóttir 2 (7), Ása Maren Gunnarsdóttir 1 (1), Katrín Andrésdóttir (2), Elísabet Einarsdóttir (2), Sandra Jó- hannesdóttir (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 0. Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Fiskuó viti: Ásdís 2, Katrín, Martha. Varin skot/viti (skot/viti á sig). Sigur- björg Hjartardóttir 9 (31/1, hélt 3, 29), Seima Malmquist 8/1 (11/2, hélt 4, 73%). Brottvisanir: 0 mínútur. Dómarar (1-10): Guðmundur Erlendsson og Vilbcrg Sverrisson (5). Gœði leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 110. Maöur leiksins: Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV l m n i*- ®TOYOTA Hótel Saga - Sunnusalur Laugardaginn 23.mars Húsið opnar klukkan 19:00 Þrírétta máltíð, fordrykkur, uppboð, happadrætti og óvæntar uppákomur. Veislustjóri er Haukur Holm Ræðumaður kvöidsins er EGILL HeLGASON (Silfur Egiis) I Einungis 25 miðar eftir sem fást hjá Lúðvfki í sfma 892-0083 ALLIR SEM EINNU m ^LEJKMENNKR I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.