Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2002, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2002, Qupperneq 4
18 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 Rafpóstur: dvsport@dv.is keppm i hverju oröi Getraunaspekingur DVSpovi. spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum: Eggert Garðarsson, stuðningsmaður .verton „Við lang um miklir „Ég hef verið stuðningsmaður Ev- erton mörg undanfarin ár. Við erum ekki mjög margir en það er fámennt en góðmennt í þessum hópi. Ég fylgist nokkuð vel með enska boltan- um og horfi ailtaf á hann í sjónvarp- inu þegar ég kem því við,“ segir Eggert Garðarsson, þjálfari spútnikliðs Breiðabliks í körfuknatt- leik, sem svo sannarlega hefur kom- ið liða mest á óvart í úrvalsdeildinni í vetur. „Jú, ég veit um einn annan í körf- unni sem heldur með Everton en það er dómarinn Leifur S. Garðars- son. Það er kannski eins gott fyrir mann að halda með þessu liði ef maður á að fá almennilega dóm- gæslu,“ segir Eggert í stríðnistón. „Annars hafði ég snemma mikinn áhuga á enska boltanum. Ég horfði í mörg ár á enska boltann með langömmu minni og við vorum þá miklir púllarar. Liverpool var okkar lið og það gekk oft mikið á hjá okk- ur á meðan leikirnir stóðu yfir. Viö horfðum saman á enska boltann þar til hún var komin hátt í áttrætt. Við studdum okkar menn, ég og langamma. Þessu var hins vegar öðruvisi farið þegar við tókum upp á því að fylgjast saman með NBA- deildinni. Þá héldum við ekki með sama liði og hnakkrifumst yfir leikj- unum. Varðandi enska boltann þá breytt- ist þetta um 1985 eða 1986. Þá var Everton besta liðið og ég fór að halda með því. Gary Lineker var að- almaðurinn. Ég fékk boli, hand- klæði og ég veit ekki hvað í jólagjöf. Everton var málið. í dag er maður ekki að flagga þessu of mikið af skiljanlegum ástæðum." Spá Eggerts um leiki helgarinnar er þessi: Arsenal - West Ham „Leikmenn Arsenal vinna 2-0. Þeir eru fúlir eftir tapið gegn Juventus og taka sig saman í andlitinu." Charlton - Bolton „Þetta er fallbaráttuslagur og án Guðna Bergssonar vinnur Bolton ekki. Lokatölm-1-0.“ Derby - Everton „Getur maður annað en spáð sin- um mönnum sigri? Þetta verður erf- iður leikur fyrir mína menn en þeir ná að stela naumum sigri, 0-1. “ Fulham - Tottenham „Þetta ætti að geta orðið fjörugur leikur. Þessi lið skora oft mikið af mörkum og ég spái því að niðurstað- an verði jafntefli, 2-2. “ Ipswich - Aston Viila „Hér verður væntanlega íslending- ur á ferð og það gerir það að verkum að ég spái Ipswich sigri, 1-0. “ Leicester - Leeds „Leikmenn Leicester hafa ekki verið upp á marga fiska í vetur og ég held að þetta verði auðvelt hjá Leeds. Leikmenn liðsins eru að komast i „Þessu var hins vegar öðruvísi fariö þegar viö tókum upp á því aö ^ •> fylgjast saman meö NBA-deildinni. Þá héldum viö ekki með sama liði \.é og hnakkrifumst yfir leikjunum," segir Eggert Garöarsson sem er mikill stuöningsmaöur Everton en fylgdi áður Liverpool ásamt langömmu sinni. gang, eru búnir að vinna tvo leiki í röð í deildinni og bæta þeim þriðja við hér eftir magurt gengi á leiktíð- inni. Lokatölur 1-3.“ Liverpool - Chelsea „Þetta er tvímælalaust stórleikur þessarar umferðar. Sannkaliaður stórleikur tveggja góðra liða. Ég vona svo sannarlega að Chelsea vinni Liverpool. Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið að leika hreint stórkostlega i vetur með Chelsea og hann heldur því væntan- lega áfram gegn Liverpool og skorar sigurmarkið í 0-1 sigri Chelsea. Sem stuðningsmaður Everton er mér slétt sama um Liverpool og græt það ekki þó liðið tapi þessum leik.“ Man Utd - Middlesborough „Manchester United vinnur þetta örugglega. Það verður ekki til að auðvelda leikmönnum Middles- borough lífið að þeir slógu United út úr bikarkeppninni. Leikmenn meist- aranna verða í hefndarhug og lítt árennilegir. Lið United slær ekki feilnótu þessa dagana og vinnur mjög auðveldan sigur, 4-1.“ Sunderland - Southampton „Gamli Everton-jaxlinn Peter Reid er við stjórnina hjá Sunderland og það öðru fremur nægir til þess að ég spái liði Sunderland sigri, 1-0. Annars verður þetta hörkuleikur enda mikið í húfi fyrir bæði lið.“ Blackburn - Newcastle „Hér er ekki síður um mikilvæg- an leik að ræða. Bæði lið verða bók- staflega að sigra. Blackburn til að laga stöðu sína í botnbaráttunni og Newcastle að berjast fyrir Evrópu- sætinu i Meistaradeildinni. Það verður mögnuð spenna í þessum leik,“ sagði Eggert Garðarsson. -SK Beckham og Veron fagna marki Verons. Eggert vill kaupa Veron til Everton frá Man. Utd. Að mati Eggerts: Besta liðið: Everton. í hvaða sæti í vor: Heldur sér uppi. Bestir í Everton: Duncan Ferguson og Kevin Campbell. Hvern viltu helst selja? Má ekki við að selja fleiri. Hvaða leikmann viltu helst kaupa? Veron frá United. Helsti styrkur liðsins: Þrautseigja. Veikasti hlekkurinn i liðinu: Peningaleysi og léleg vöm. <* Árni bauð hæstí Kálfána „Við erum að kíkja á málin en það voru Ámi Svavars- son og fleiri sem buðu hæst í hana. Ég reikna með að við semjum við þennan hóp,“ sagði Páll Ámason, formaður veiðifélags Kálfár í Gnúpverjahreppi, í samtali við DV- Sport. Ámi Svavars- son og fleiri buðu hæst en síðan kom Stangaveiðifélag Reykjavíkur. -G. Bender Unniö viö tökur veiöiþáttanna Veiöiklóa. íslenskir veiðiþættir sýnd* ir í Frakklandi og á Sýn „Þetta em tveir þættir sem verða um klukkustund að lengd og heita Veiðiklær. Þeir eru unnir og fram- leiddir af Landmark Kvikmyndagerð á Islandi og fyrirtækjunum Eliotcom og MC4 i Frakklandi," sagði Dúi Landmark í samtali við DV-Sport. „Þáttunum er ætlað að sýna hefð- bundnar veiðar íslendinga, þá bráð sem hér er veidd og hvemig íslenskir veiðimenn bera sig að við veiðar. Þættirnir verða sýndir á frönsku sjónvarpsstöðinni Seasons sem er í eigu Canal+. Seasons er stöð sem sér- hæfir sig í þáttum um útivist og veiði og sendir út átta frá Evrópulöndum á fimm tungumálum," segu Dúi. Hér heima verða þættimir sýndir á Sýn þegar þar að kemur. Þetta verða skotveiðiþættir „Já, í þáttunum er farið á veiðar með íslenskum veiðimönnum og sýnt það sem ísland hefur upp á að bjóða sem veiðiland. Eftirtaldar tegundir eru veiddar í þáttunum: Önd, gæs, rjúpa, hreindýr, svartfugl, skarfur og lundi en hann er háfaður. Þeir veiði- menn sem koma fram í þættinum eru Ásgeir Heiðar, Ámi Baldursson, Stef- án Geir Stefánsson, Hákon Aðal- steinsson, Ivar Erlendsson, Róbert Schmidt, Pálmi Gestsson, Sigmar B. Hauksson og Hafsteinn Guðmunds- son Flateyjarbóndi en hann er sá eini sem mundar háf í stað byssu í þáttun- um. íslenskir matreiðslumenn sýna matreiðslu á bráðinni og koma með hugmyndir að matreiðslu og fram- setningu. Vísindamenn sem þekkja umræddar tegundir út í hörgul miðla einnig af fróðleik sínum um lifnaðar- hætti þeirra. Tökur hófust í apríl 2001, þeim lauk nú í febrúar 2002 og þær fóm fram í öllum landsfjórðungum," sagði Dúi í lokin. -G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.