Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2002, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2002, Side 1
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 19 Hareide tekur við Rosenborg Nú er orðið ljóst að norski þjálfarinn Áge Hareide mun taka við Ros- enborg eftir næsta keppnistímabil en þá hættir Nils Ame Eggen sem þjálfari liðsins eftir fjórtán ára feril hjá félaginu. Eggen hefur byggt upp lið sem hefur verið það langbesta í Noregi undanfarinn áratug og ljóst að Hareide tekur við góðu búi. Hareide er maður með reynslu. Hann hefur náð góðum árangri með Molde í Noregi, Helsingborg í Svíþjóð og Brond- by i Danmörku en hann sagði upp hjá danska félaginu á mánudag þrátt fyrir að liðið væri í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. í kjölfarið tal- aði síðan Rune Braseth, yfirmaður knattspymumála hjá Rosenborg, við Hareide og það tók ekki langan tíma fyrir þá að komast að samkomulagi. Hareide sagði í viðtali við norska fjölmiðla að hann hlakkaði mikið til að takast á við þetta verkefni. „Það er á hreinu að það er ekki létt verk að taka við af manni eins og Nils Ame Eggen. Ég lit þó á þetta sem mikla áskorun og ætla að standa mig í þessu starfi," sagði Hareide, -ósk f Niður um ö eitt sæti íslendingar eru i 56. sæti á styrkleikalista Alþjóða knatt- spymusambandsins sem geflnn var út í gær. íslenska liöið féll um eitt sæti frá því að síðasti listi var gefinn út en liðið lék engan leik á þvi tímabili. Frakkar eru sem fyrr i efsta sætinu en Brasilíumenn náðu að komast upp fyrir Argentínu- menn í annað sætið. Japanar og Finnar fóru upp um fimm sæti en hástökkvari listans var lið Papúa Nýju Guinea sem hoppaði upp um 16 sæti i það 180. á listanum. íslendingar hafa fallið um fjög- ur sæti frá áramótum en liöið hefur leikið þrjá landsleiki á ár- inu, tapað tveimur, gegn Brasil- íu, 6-1, og gegn Sádi-Arabíu, 1-0, og gert eitt markalaust jafntefli gegn Kúveit. -ósk Naumur sigur KR á Víkingi KR-ingar unnu nauman sigur á Víkingum, 3-2, í A-riðli Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla á KR-vellinum í gærkvöld. Sigurvin Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir KRog Veigar Páll Gunnarsson eitt. Ágúst Guð- mundsson skoraöi eitt marka Víkings en hitt markið var sjálfsmark. Gunnar Einarsson, vamarmaður KR, þurfti að fara af leikvelli eftir að hafa fengið heilahristing og lengir það sjúkralista KR-inga enn frekar. Fylkismenn tmnu léttan sigur á Létti, 4-0, í B-riðli Reykjavík- urmóts meistaraflokks karla. ís- leifur Sigurðsson, Jón B. Her- mannsson, Jónas Guðmannsson og Björn Viðar Ásbjörnsson skoruðu mörk Fylkis sem eru í öðru sæti riðilsins með sex stig en Léttismenn eru enn án stiga. -ósk Stórsigrar KR og Breiðabliks KRog Breiðablik unnu bæöi stórsigra í A-riðli deOdabikars kvenna í knattspymu í gær- kvöld. KR bar sigurorð af FH, 7-0, á Ásvöllum. Olga Færseth skoraði þrjú marka KR og þær Ásthildur Helgadóttir og Hrefna Jóhannes- dóttir skoraðu tvö mörk hvor. Breiðablik vann Hauka, 6-0, í Reykjaneshöllinni. Inga Lára Jónsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Breiðablik og þær Bjam- veig Birgisdóttir, Élín Ánna Steinarsdóttir og Bryndís Bjamadóttir skoruðu eitt mark hver. -ósk FH vann Breiðablik FH bar sigurorð af Breiðablik, 1-0, í leik liðaxma í A-riðli efri deildar deildabikars karla í gær- kvöldi. Guðmundur Sævarsson skoraði sigurmark FH sem er efst f A-riðli. -ósk Það var troðfullt á Asvöllum (gær þegar Haukar og FH mættust í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Esso-deildar karla. Þessi Haukamaöur var sáttur við byrjunina á úrslitakeppninni enda unnu Haukar auðveidan sigur á nágrönnum sínum. DV-mynd Hilmar Þór - úrslitakeppni karla í handbolta hófst með fiórum leikjum í gær Deilt um lengd hlés á milli loka Esso-deildarinnar og byrjun úrslitakeppninnar: Engar kvartanir borist - segir Einar Þorvaröarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands íslands Ekki eru allir sáttir við þann stutta tíma sem líður á milli loka Esso-deildar karla og upphafs úr- slitakeppninnar sem hófst í gær- kvöld. Aðeins voru fjórir dagar á milli og fannst sumum þessi tími alltof stuttur. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, kom af fjöllum varðandi gagnrýnina á leikjafyrir- komulagið þegar DV-Sport hafði samband við hann í gær. „Okkur hafa ekki borist neinar kvartanir vegna lengdar þessa hlés. Það segir okk- ur að skipulagið hlýtur að vera í lagi,“ sagði Einar Þorvarðarson. Nauðugur kostur „Auðvitað hefðum við viljað gefa liðunum lengra Ej porvarftars- og Þaö verða leiknir sex frí en það þarf ekki alltaf SQn landsleikir. Auk þess spil- að vera betra. Okkur var ar 18-ára landslið karla hins vegar nauðugur sá kostur að þrjá landsleiki. Það er því erfitt að hafa þetta hlé svona stutt vegna koma leikjum fyrir og varla hægt að fjölda landsleikja sem fram undan eru auk þess sem deildin er stærri en hún hefur verið undanfar- in ár. Undirbúningur A-lands- liðsins fyrir leikina gegn Makedónum hefst 11. maí teygja mótið lengra heldur en við gerum nú;“ sagði Einar. „Það hefði verið erfitt að færa síð- ustu umferðina aftur til miðviku- dagsins í siðustu viku og búa þannig til lengra hlé því að liðin eru skyldug til að koma sér í siðasta leikinn og því fer sú umferð yfirleitt fram um helgi. Það er óréttlátt að ætlast til að lið utan af landi eyði heilum vinnudegi í að koma sér á leikstað ef veðrið er slæmt,“ sagði Einar Þorvarðarson. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.