Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2002, Blaðsíða 4
18 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 Innkaup DV • CVvAftAi/ ftCko»v Anna Karen Sverrisdóttir tekur í öll verk á Kaffi Milanó: Hér er á ferðinni mjög athyglisvert vín frá Poducta í Bor- deaux í Frakklandi - |M Chateau Pichon, ár- gangur 1999. Prod- jdm&mb. ucta er samvinnu- fyrirtæki vín- ■ framleiðenda og ■ framleiðir mörg frábær vín. Vínið frá Chateau Pichon fær mjög góða dóma í er- lendum fagtíma- ritum og hefur hlotið margar við- urkenningar. Vín- ið ætti að gleðja íslenska vínunn- endur þvi þessi ár- gangur er frábær- lega vel heppnaður og framúrskarandi. Vinið einkenn- ist af tæpri meðalfyllingu, er grösugt, ákaflega ljúft og höfugt. Milt í tannin. Þægilegur eftir- keimur. Chateau Pichon Lussac- Staint Emilion-vinið hæfir vel með fuglakjöti og grilluðu svina- klöti. Vínheimar flytja þetta vín inn en það kostar 1.370 krónur í ÁTVR. Kaffi____________________ •CöitA RlCA ÉipeÚAL Fá lönd henta betur tU kaffi- ræktunar en Mið-Ameríkuríkið Costa Rica. Aðstæður þar eru eins og best verður á kosið. Það- an kemur kaff- ið Costa Rica Especial sem selt er í Port City Java í Smáralind og Kaffi Puccini á Vitastíg. Þetta kaffi einkennist af vUltu kryddbragði, mikilU fylhngu og hreinni og tærri áferð. Lyktin er mikil og notaleg og bragðið mUt og gott. í bók um kaffi frá Costa Rica má lesa setningu sem hljómar ein- hvern vegin þannig: Sumt fólk viU komast til himna þegar það deyr en kaffiunnendur vilja komast tíl Costa Rica. Ostur lotHAkAbrLt Vill starfsfólk utan af landi í afgreiðsluna A vaktinni „Ég er 1 þessu starfi af því mér finnst þaö mjög skemmtilegt. Ég hitti margt fólk og hef kynnst mjög mörgum þau ár sem við höfum verið með staðinn. Vinna er náttúrlega bara vinna og maður getur fengið leiða á henni af og til eins og gengur en það segir sig sjálft að ég væri ekki hér ef ég væri ekki ánægð,“ segir Anna Karen Sverrisdóttir, sem starfar á Kaffi Milanó í Faxafeni, við DV-Innkaup. Anna Karen sér um mannahald, afgreiðslu og hvað eina sem til feUur í rekstri Kaffi Milanó. Hún segir kaffihúsið að mörgu leyti ffábrugðið öðrum kaffihúsum borgarinnar. „Viö höfum aUtaf lagt áherslu á að þjóna tU borðs, útvega starfsfólki bæði fatnað og skó við hæfi og veita því tUsögn í því hvemig það á að bera sig að. Það kemur enginn inn í sínum eigin fotum og fer „bara“ að afgreiða," segir hún og er tíðrætt um hve lánsöm þau hafa verið með starfsfólk. „Við höfum verið einstaklega heppin. Kokkur- inn okkar, Ögmundur Albertsson, er t.d. búinn að vera hér í fimm ár. Hann er mjög góður í sínu fagi og áreiðanlegur. Hann sér um smurbrauð og þá rétti sem við bjóðum en viö erum með salat, súpu, pastarétti og ýmislegt fleira í hádeginu," segir Anna Karen og bætir við: „En þjónustufólk okkar er ekki síðra. Það er ekkert launungarmál að við höfum reynt að ná í stúlkur utan af landi en þær em yfirleitt mjög samviskusamar og kurteisar. Og við höfum verið mjög heppin. En við leggjum líka áherslu á að gera vel við starfsfólkið okkar. Þannig hafa sumir starfsmenn verið hér i mörg ár. Við segjum stundum í gríni að við losnum aldrei við þá.“ Allt heimalagað Kaffi Milanó var sett á stofn fyrir bráðum 12 árum af foreldrum Önnu Karenar. Þau höfðu áður rekið Hlíðagrill í 22 ár. Anna Karen hefur verið viðloðandi veitingarekstur foreldra sinna frá unga aldri en hún skrældi m.a. kartöflur í Suðurveri. „Við leggjum áherslu á að vera með allt heima- lagað. Pabbi og mamma baka og skreyta tertur og við reynum að skipta verkum þannig að allir komi að rekstrinum en fái líka sín frí. Og talandi um frí þá gefum við starfsfólki frí yfir jól, páska, hvíta- sunnu og verslunarmannahelgi. Það hefur mælst vel fyrir hjá starfsfólkinu." Meðalaldur gesta er aðeins hærri en gengur og gerist á kaffihúsum miðbæjarins. Anna Karen seg- ir áhersluna líka á rólegt og notalegt andrúmsloft. „Við erum með svolítið öðruvísi markhóp en mörg kaffihús í miðbænum. Hér er alltaf hægt að fá þjónað á borðið og gestir geta fengið með kaffinu eða öðrum drykkjum alveg fram að lokun. Og ábót á kaffið. Hér er aldrei fyllirí eöa læti en staðurinn er mjög vinsæll meðal alls kyns hópa. Hér hittast vinnufélagar, vinir og vinkonur, systrahópar, Lions, Kiwanis, foreldrafélög og ýmsir fleiri hópar. Gaman að starfinu Anna Karen er ánægö meö starfsitt á Kaffi Milanó en á sér draum um aö dvelja á Spáni frá aprít til septemberloka ár hvert. Við færum borðin þá saman og sjáum um að allir hafi það huggulegt. Okkur er mjög annt um okkar viðskiptavini og viljum gjaman fá þá aftur. Enda erum við með mikið af föstum kúnnum." Reyklaust hádegi Kaffi Milanó er opið til kl. 11.30 á kvöldin en 18 um helgar. Staðurinn er reyklaus frá kl. 12 á há- degi til kl. 13.30. Ástæðan er að viðskiptavinir vildu ekki reyk meðan þeir fengu sér að borða en einhver brögð voru að því að starfsfólk fyrirtækja í nágrenninu þar sem ekki mátti reykja i mötu- neytum og kaffistofum kæmi og fengi sér kaffi og reyk en lítið annað. „Reyklausi tíminn hefur mælst mjög vel fyrir," segir Anna Karen. Hún þekkir kaffihús víða í Evrópu en hún vann á þeim auk annars á sínum tima. En hef- ur aldrei hvarflað að henni að fást við eitt- hvað annað? „Ekki get ég sagt það. En ég á mér draum eins og fleiri. Ég hef1 verið mikið á Suður-Spáni og hef hug á að dvelja þar hluta úr ári. Þar eru margir möguleikar eins og að reka öryggisfyrirtæki, fasteignasölu eða verslun. Ég myndi þá dvelja þar frá apr- íl og til septemberloka því mér finnst vetumir mun skemmtilegri hér heima og vil alls ekki missa af þeim. Strákurinn minn er að verða það stór að ég get bráðum látið þennan draum rætast." -hlh Brie-ostar eru tiltölulega hlut- lausir á bragðið, í það minnsta meðan þeir eru ferskir, og henta mjög vel í alls kyns tilraunastarf- semi. Þannig hefur brie-ost- ur með sól- þurrkuð- um tómöt- um frá Ostahús- inu í Hafn- arfirði verið mjög vinsæll meðal ostaunnenda. Osturinn er með rönd sólþurrk- aðra tómata í miðju og einnig tómatarönd utan á. Saman kitla osturinn og tómatarnir bargð- laukana mjög skemmtilega. Brie- osturinn þroskast og verður bragðmeiri með tímanum en það gerir ekki annað en styrkja sam- bandið þama á milli. Osturinn verður bragðmeiri og bragðið af tómötunum „lekur“ út í ostinn. Margir ostaunnendur vilja helst að myglan fari yfir tómatana utan á ostinum en það er auðvit- að smekksatriði eins og alltaf þegar ostar eða önnur matvæli eiga í hlut. Brie-ostur með sól- þurrkuðum tómötum frá Osta- húsinu, Strandgötu 75 í Hafnar- firði, er seldur í 180 g hálfmán- um. Frá sama stað koma einnig brie-ostar með hvítlaukskrönd og einnig gráðaostarönd. -hlh Nýtt frá Nings: Heilsumatseðlll hittir í mark Heilsuréttlr Hjá Nings má nú fá rétti af sérstökum heilsumat- seöli. Matur „Stór hluti af viðskiptavinum Nings er íþrótta- og líkamsræktar- fólk og er nýr matseðill sérsniðinn að þörfum þess. Með þessum nýj- ungum eru veitingastaðir Nings að auka fjölbreytni matseðilsins og koma til móts viö kröfur viðskipta- vinarins um góðan, ferskan og holl- an mat. Þessir réttir eru allir unnir samkvæmt stöðlum Manneldisráðs og í samstarfi við HeUsuráðgjöf, fyr- irtæki sem sérhæfir sig I að leið- beina fólki um mataræði og líkams- rækt. Þessi nýjung okkar hefur hlot- ið mjög góðar viðtökur," segir HUm- ar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri hjá veitingastöðum Nings. Þar á bæ er viðskiptavinum nú boðið upp á nýjan matseðU með sérstökum heUsuréttum. HeUsuréttimir eru fjórir og eiga það sameiginlegt að innihalda mik- ið af prótíni, svo tU enga fitu, ekkert salt, engan sykur og hæfilegt magn af kolvetni. Uppistaðan í réttunum er kjúklingur og ferskt grænmeti. Nýir heilsuréttir Nings eru: 1. Eggjanúðlur með kjúklingi og grænmeti. 2. Ristuð brún grjón með kjúklingi, eggj- um og grænmeti. 3. Kjúklingabring- ur með tofu og græn- meti. 4. Blandað ferskt sushi. Veitingastaðir Nings eru á Suðurlandsbraut 6 og Hliðasmára 12 í Kópa- vogi og Nings Express í Ný- kaupi í Kringlunni. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.