Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Qupperneq 4
40 Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf, Suzuki Baleno GLX. 4 d., bsk. Skr. 8/99, ek. 38 þús. Verð kr. 1140 þús. Suzuki Jimny JLX 4x4, bsk. Skr. 7/99, ek. 76 þús. Verð kr. 990 þus. Suzuki Vitara JLX. 5 d., bsk. Skr. 6/00, ek. 49 þús. Verð kr. 1480 þús. Suzuki Vitara dfsíl, bsk. Skr. 6/97, ek. 95 þús. Verð kr. 1190 þús. Suzuki Wagon R, 2wd. Skr. 9/98, ek. 45 þús. Verð kr. 590 þus. Subaru Impreza 2,0 GL, bsk. Arg. 1997, ek. 69 þús. Verð kr. 980 þús. Tiiboð kr. 850 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---rW------------—— SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100 Daihatsu Terios SX, bsk. Skr. 5/99, ek. 42 þús. Verð kr. 1090 þús. Mazda B-2600 P/U Skr. 3/92, ek. 119 þús. Verð kr. 430 þus. Bílar LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 x>v DV-MYNDIR TÞ Benni tókst bókstaflega á loft í leiknum viö hengjuna uppi við Þursaborgir. Trunt trunt og tröllin í fjöllunum A leiðinni frá Þursaborgum var hægt að keyra hratt eftir því sem næst rennlsléttum jöklinum. Fjarstýrður jeppi Góða veðrið hafði þau áhrif að hægt var að keyra greitt niður jökulinn á heimleiðinni. Góð sólgleraugu eru þar jafnnauðsynleg öryggistæki eins og GPS-tæki eða loftdæla, því að annars verður snjóblindan slík að maður sér ekki einu sinni fórin eftir jeppann á undan. Þegar komið var hálfa leið niður jökulinn brast á með annarri hríð og aft- Mikill krapi og drulla einkenndi leiðina upp eftir. Fólk spyr sig oft hvað reki menn til að breyta jeppum stnum svo mjög sem raun ber vitni. Mörg þessara trölla eru svo rosaleg að burðum að þau komast varla fyrir á götunum. Á fjöllum eru þau hins vegar eins og heima hjá sér. DV-bílar brugðu sér því í alvöru jökla- ferð með Benna úr samnefhdri bílabúð og prófuðu að taka í homin á tröllunum við erfiðar aðstæður. Tveir eins en samt ólíkir Til fararinnar haiði Benni fengið tvo Musso-jeppa af stærstu gerð. Báðir em breyttir fyrir 38 tommur og með öllum hugsanlegum búnaði sem nauðsynlegur er í erfiðum fjallaferðum. Þótt báðir séu breyttir fyrir sömu stærð af dekkjum er samt nokkur munur á bílunum. Mussoinn hans Benna var einnig mikið hækkaður á grind sem gerði það að verkum að mun hærra var undir hann. Við það var fyrirstaðan í þungum snjó og krapa minni. Hann var og með 220 hestafla bensínvél en hinn bíllinn búinn dísilvél, dísilvélamar era oftast taldar henta betur fyrir akstur af þessu tagi þar sem þær hafa meira tog. Hins vegar þegar menn hafa möguleika á öflugum bensinvélum geta þær verið mjög skemmtiiegar í mikið breytta bila, en þær eyða þó töluvert meira heldur en dísilvélamar. Gestur hleypir hér betur úr dekkjun- um en eftir því sem ofar dregur eykst þrýstingur í þeim aftur vegna minnkandi loftþrýstings fyrir utan barðann. Benni og Gestur stilla GPS-tækið á Þursaborgir uppi vlð skála Ævintýraferða. Skyggnið á jöklinum var ekkert til að hrópa húrra fyrir, allavega á köflum. Skriðgírar eru undratæki Leiðin sem farin var lá um Húsafell upp að rótum Langjökuls, nánar tiltekið við skála Ævintýraferða. Mikiil krapi var á allri leiðinni að jökulröndinni og nokkrir bílar sem vora á sömu leið töldu það ráðlegra að snúa við. Keyra þurfti varlega í krapinu til að festast ekki og gæta þurfti sérstaklega að því að halda sig við veginn þar sem hann sást, því annars var hætta á að bíllinn færi á bólakaf fyrir utan hann. Kom sér þar vel að hafa skriðgír í forystubílnum sem mallaði þá rólega í gegnum krapann og bjó til slóða fyrir þá sem eftir fóra. Aðal- kosturinn við skrið- gír er sá að með full- læstum bíl eins og þessum, þ.e. bíl með loftlæsingum að framan og aftan, tekur hann með mikluaflijafntáöll- um dekkjum þótt ekki sé verið að gera annað en malla rólega álram. Þann- ig má komast í gegn- um alveg ótrúleg- ustu torfærur. Áður en í krapann var komið var þó hleypt vel úr og farið með þrýstinginn í dekkj- unum niður í 5-6 pund. Ekki taldi Benni það ráðlegt að fara neðar til þess að bíll- inn hefði enn þá veghæð sem hann þurfti til að komast í gegnum krapa- raðningana. Kúludráttur á jökliniun Þegar komið var upp á jökulinn þurfti hins vegar að hleypa meira úr dekkjunum til að fá meira flot. Snjórinn þama upp frá var frekar þungur yfir- ferðar og var „kúludráttur" á bílunum, en það er þegar drifkúlan markar þriðja farið í snjóinn. Fyrst var hleypt niður í þrjú pund og dugði það ágætlega en prófað var að fara niður i tvö pund og þá fyrst fóra bílamir að fljóta vel í snjónum. Gæta þurfti þó að því að hleypa úr eftir því sem ofar dró til að vega á móti minni loftþrýstingi, sem hefur þau áhrif að þrýstingur í dekkjun- um eykst aftur. Á Langjökli gekk á með hríð öðra hvoru en sól á milli. Uppi á sléttum jökli renna himinn og jörð sam- an, ekki sist í slæmu skyggni. Þess vegna era GPS-tæki lífsnauðsynleg þar til að menn fari ekki út í neina óvissu. Stefnan var tekin á Þursaborgir út frá GPS-miðun, en við þann klettadrang þarf einmitt að gæta sín vel vegna hárr- ar snjóhengju sem er alls staðar í kring- um hann. Þar lenti einmitt jeppi i ógöngum um páskana þegar haiin valt niður 30 metra háa hengjuna. Áð var við hengjuna til að borða nestið og brast á með bongóblíðu á meðan þannig að menn fóra fljótt að leika sér við hengj- una á bílum sínum. ur var keyrt eingöngu eftir GPS-tækinu. Þegar nokkrir jeppar era saman í fór á jöklum er fremsti bíllinn oft notaður eins og nál á áttavita og næsti bíll þar á eftir sér um stefhuna á GPS-tækinu og fjarstýrir hinum í gegnum talstöðina. Var sú aðferð notuð í þessu tilviki en talstöðvar, bæði'CB og VHF, era mikil öryggistæki á íjöllum, einnig NMT-sím- inn sem aðeins varð sambandslaus und- ir hengjunni uppi við Þursaborgir. Eitt er það sem menn eiga oft erfitt með að gera sér grein fyrir uppi á jökli þar sem öll viðmið vantar, en það er einfaldlega það hvort bíllinn sé á leiðinni upp eða niður. Þegar komið var að rótum jökuls- ins fór það þó ekki á milli mála þar sem bíllinn var farinn að ná talsverðum hraða eftir þessum breiðasta þjóðvegi landsins. Vel hafði verið hleypt úr dekkjum uppi á jökli og þau nánast orð- in loftlaus þegar komið var niður að skála í minni loftþrýsting. Krapinn á leiðinni heim, sem virst haföi svo mikil torfæra á leiðinni upp eftir, var ekki nærri þvi eins voðalegur á að lita leng- ur og maður gat ekki að því gert að hugsa að ef allir ættu jeppa líka þessum þyrftu menn ekki lengur vegi á íslandi. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.