Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 6
20 + 21 MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002 MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002 Sport Sport Teitur Örlygsson sést her handleika islandsmeistarabikarmn i tíunda sinn á ferlinum eftir sígur a Keflavik í Keflavik 16. april síöastliöinn. Teitur tok viö bikarnum i jakkafotunum þar sem hann var i leíkbanni en enginn hefur oröiö jafnoft islandsmeistari i urvalsdeild eöa eftir urslitakeppni. Teitur skoraöi 10.9 stíg aö meðaltali i urslitakeppninni, einn fimm leikmanna liðsins sem skoruðu yfir 10 stig i leik. DV-mynd Hilmar Pór Hér má sjá Teit Örlygsson, 17 ára gamlan, eftir sigur Njarðvíkur á Val í öðrum leik lokaúrslitanna í Seljaskóla 22. mars 1984. Teitur er annar frá vinstri í neðri röö, í peysu númer 15. Teitur kom inn í liðið í úrslitakeppninni í staðinn fyrir Val Ingimundarson sem meiddist. Valur sést meö hækjurnar lengst til hægri í efri röö. Teitur lyftir hér ísiandsbikarnum ásamt þeim Jónasi Jóhannessyni og Hreiöari Hreiðarssyni eftir sigur Njarðvíkur á Haukum í Njarðvtk 23. mars 1985. Aörir á myndinni eru þeir Árni Lárusson (lengst til vinstri), Hafþór Óskarsson (10) og Sigurður Ellert Magnússon. Teitur gerði 4,8 stig að meðaltali í úrslitum þetta árið. Hér eru samankomnir íslandsmeistarar Njarövfkur eftir sigur á Haukum í Strandgötu 8. mars 1986. Njarðvík vann þá aila fjóra leiki sína úrslitakeppninni og skoraöi Teitur 8,3 stig að meöaltali í úrslitakeppninni. Teitur sést hér annar frá vinstri f neöri röö en þetta áriö lék hann í peysu númer níu. Hér eru samankomnir íslands-, bikar- og deildarmeistarar Njarðvíkur eftir sigur á Val í Seljaskóla 4. aprfl 1987. Njarövík náöi þarna sínum besta árangri frá upphafi. Liöið vann alla titla í boði, 17 af 20 deildarleikjum og alla fjóra leiki sína í úrslitakeppninni. Teitur Örlygsson er hér þriðji frá vinstri í efri röö en hann gerði 11,8 stig að meðaltali í úrslitakeppninni. ‘ ' Teitur Öriygsson kyssir hér að ofan ísiandsbikarinn eftir glæsilegan sigur Njarövík- urliðsins á Tindastól f Sfkinu á Sauöárkróki 17. apríl 2001. Teitur gerði 14,0 stig að meðaltali í úrslitunum en þetta var í eina skiptiö sem hann gegndi þjálfarastöðu þegar titilinn vannst en hann þjálfaöi liðið þarna ásamt Friöríki Ragnarssyni. Teitur er hér fyrstur frá vinstri í neöri röö eftir sigur Njarðvfkinga á Grindavík f Grindavfk 8. apríl 1995, eftir besta tímabil liösins f sögunni ef sigurhlutfall er mælikvaröinn. Njarðvfk vann 43 af 48 leikjum vetrarins (89,6%), þar af 31 af 32 af f deildarkeppninni. ■ ■ Teitur sést hér meö Ronday Robinson eftir sigur Njarövíkinga á Grindavík f oddaleik liöanna sem fram fór í Grindavfk 16. aprfl 1994. Þessir tveir voru frábærir í lokaúrslitunum, Teitur geröi 17,4 stig að meöaltali og Ronday var meö 22,5 stig í leik. Njarövík lenti 1-2 undir en komu sterk til baka. Fjölskyldan var aberandi þegar fimmti titillinn vannst. Teitur sést hér M með bróður sínum, Gunnari (að ofan), eftir aö íslandsmeistarabikarinn ’ var í höfn eftir sigur á Keflavfk í oddaleik sem fram fór í Njarðvík 11. apríl 1991. Saman gerðu þeir bræður 42 stig í oddaleiknum (Gunnar 27). Að neðan sést Teitur með konu sinni, Helgu Lísu Einarsdóttur eftir úrslitaleik- inn og þar er greinileg mikil aödáun á nýkrýndum Islandsmeistara. DV-Sport skoðar í opnunni í dag glæsilegan feril # Teits Örlygssonar í máli og mynd- um. Teitur varð íslandsmeistari í tíunda sinn í síð- ustu viku og lét hafa eftir sér að nú væri hann hættur. -ÓÓJ Teitur og Fríðrík Ragnarsson lyfta hér íslandsmeistarafán- anum 1998 eftir þriðja sigurleikinn gegn KR á Seltjarnar- nesi 19. aprfl 1998. Teitur kom aftur til Njarðvfkur um haust- ið, eftir atvinumennsku, og fagnaði titli á fyrsta ári. i +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.