Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2002, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2002, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 19 Land Cruiser söluhæstur en Skoda hástökkvarinn á fyrsta ársfjórðungi Skoda Octavia er hástökkvari listans og virðast íslenskir kaupendur vera að uppgötva þetta merki núna. Fabia kom á markaðinn og síðar Skoda Octavia kom fram í bíladóm- um íslensku blaðanna, ekkert síður en þeirra erlendu, að Skoda væri enn á ný orðinn bíll sem vert væri að gefa gaum. Þetta virðist nú vera að renna upp fyrir íslenskum bíla- kaupendum. Kannski er mál að rifja upp slagorðið sem einhvem tíma varð til milli tveggja íslenskra bíla- blaðamanna sem voru að velta þess- um málum fyrir sér: „Það er ekki skömm að Skoda.“ -SHH Fjöldi nýrra fólksbíla á íslandi fyrsta ársfjórðung 2002 varð 1251 bíll, tæp 70% miðað við innflutning á sama tíma í fyrra. Söluhæsta teg- undin sem löngum fyrr var Toyota með 27,9% markaðshlutdeild. Volkswagen varð í öðru sæti með 11,6%. í þriðja sæti kom Hyundai með 7,3%. Nissan var með 6,9%, Subaru 6,8%. Hvað eintakafjölda snertir voru 10 söluhæstu tegundir sem hér seg- ir: Toyota 349 Volkswagen 145 Hyundai 91 Nissan 86 Subaru 85 Skoda 82 Mitsubishi 60 Ford 41 Opel 41 Suzuki 40 Athygli vekur að á þessum 10 teg- unda lista er helmingurinn japansk- ar tegundir, þó nú til dags sé ekki þar með sagt að allir þeir bílar séu framleiddir í Japan. Þama er ein tegund framleidd í Kóreu en hinar Qórar em meira og minna þýskar eða þýskættaðar. Hreinræktaðar þýskar má telja Opel og Volkswagen. Megnið af þeim Fordbílum sem við sjáum hér má flokka með þýskum og þó að Skoda sé framleiddur i Tékklandi er hann þar i eignarhaldi Volkswagen og ber augljós merki þess, sem og kemur fram í vinsældum hans. En í tölum Skráningarstofu má einnig sjá sundurgreiningu undir- tegunda - að mestu. Við skulum hér skoða þær undirtegundir sem seld- ust í 20 eintökum eða meira á fyrsta fjórðungi ársins 2002: Toyota Land Cruiser er mest seldi bíllinn á fyrsta ársfjórðungi en til eru þrjár gerðir af honum sem eru nokk- uð ólíkar. Toyota Land Cruiser 73 Toyota Avensis 72 Toyota RAV4 72 Toyota Corolla 69 Skoda Octavia 67 Subaru Legacy 56 Toyota Yaris 56 Volkswagen Passat 41 Volkswagen Polo 40 Hyundai Santa Fe 38 Volkswagen Golf 32 Volkswagen Bora 29 Nissan X-Trail 27 Mitsubishi Pajero 26 Subaru Impreza 24 Suzuki Grand Vitara 24 Ford Focus 22 Miðað við markaðshlutdeild Toyota er ekki nema eðlilegt að hann raði sér þarna í efstu sætin. Þó er það að mati undirritaðs nokk- ur galli að í þessari töflu eru allir Land Cruiser-bílar settir undir einn hatt þótt þeir séu í rauninni 3 mis- munandi bílar sem enginn villist á sem sér þá: Land Cruiser 70, 90 og 100. Hér er fyrsti liður heitis undir- tegundar látinn ráða. Þetta er álíka og Nissan Patrol og Terrano væru flokkaðir saman i eitt, eða Mitsubis- hi Pajero og Pajero Sport. Öfugt er uppi á teningnum með bOa Opel Astra, sem flokkaður er í þrjár undirtýpur sem þó eru mun líkari innbyrðis heldur ern Land Cruiser-bílamir. Annars má telja það markvert í þessari töflu hve hátt Skoda Octavia kemur þama á lista. Þegar Skoda Suzuki Grand Vitara Öflugur og vel búinn grindarbyggður jeppi með hátt og lágt drif tengjanlegt um millikassa. * - r* .5 -: ,■? í . fullji? KOMDU I REYNSLUAKSTUR Byggður á grind Hátt og lágt drrf indi ocj rukstrnrhagkvæmni jepplinga við þaö eem þú tærö i Suzuki Grand Vltara a kr. 2.11Ö.0Ö0. 5 dyra kr. 2.438.000. SUZUKISÖLUUMBOÐ: Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. (saQörður. Bilagarður eht, Grænagarði, sími 456 30 95. Hvammstangi: Bila- og búvélasaian, Melavegi 17, simi 451 22 30. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bilasala Austurlands, Fagradalsbraut 21, simi 471 30 05. $ SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.