Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2002, Blaðsíða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 JLlV Fornbílaklúbbur íslands - 25 ára metnaðarfullt félag Þann 19. maí næstkomandi veröa 25 ár liðin frá þvi Fornbílaklúbbur ís- lands var stofnaður á íjölmennum fúndi í Templarahöllinni. Fyrsta verkefni klúbbsins var hópakstur 17. júní 1977 í Reykjavík sem lauk með sýningu við Austurbæjarskólann. Þessi fyrsta ferð tókst með ágætum og vakti geysimikla athygh sem varð til þess að stappa stálinu í áhuga- menn um gamla bíla og hvatti þá til að snúa bökum saman í hagsmuna- baráttu sinni. Helstu verkefni klúbbsins Fornbílaklúbburinn skipuleggur nú um 15 ferðir á hverju sumri, bæði skemmri og lengri. Meðal fastra ferða má nefna vorferð rnn Suðumes, þjóðhátíðarakstur í Reykjavík, fom- bíladag í Árbæjarsafni, langferðir, helgarferðir og hótelferðir, auk haustferðar á Þingvöll eða í Heið- mörk. Fyrsta verulega langferðin sem klúbburinn efndi til var hring- ferð í tilefni af tiu ára afmæli klúbbs- ins árið 1987. Þessi afmælishringferð var endurtekin árið 1997. Þá hefur tvisvar verið efnt til utanlandsferða á vegum klúbbsins. Farið var til Norð- urlandanna árið 1992 og til Færeyja árið 1996, en klúbburinn hefur sterk vináttutengsl við fombílaklúbbinn í Færeyjum, Föroya Ellis Akfor. Til að forða fjölmörgum fombilum frá eyði- leggingu reisti Fombílaklúbburinn þijár geymslur á Esjumelum, sam- tals um 1200 fermetra að stærð, og em þær fullnýttar yfir vetrarmánuð- ina. Hafa tekjur af þeim ásamt félags- giöldum staðið undir öllum fram- kvæmdum og arðsaukningu klúbbs- ins á liðnum áratug. Fornbílasafn í Elliöaárdal Fyrir nokkrum árum tók stjóm klúbbsins þá ákvörðun að leita eftir því við borgarstjórann í Reykjavík Á myndinni má sjá Mercedes-Benz, árgerð 1956, Buick 1949, Chrysler 1941 og Mercury 1954. Á þessari mynd eru tveir Chevrolet-bílar, árgerðir 1937 og 1958. ára fresti í tilefni af afmæli bílsins á íslandi. Sú fyrsta var haldin í Laug- ardalshöllinni í júní 1979. Síðan var sýning í tengslum við Auto 84 og svo árin 1989, 1994 og 1999 í Laugardals- höllinni. í maí 1997 var haldin sér- stök afmælissýning í Perlunni í til- efni af 20 ára afmæli klúbbsins og um næstu hvítasunnuhelgi verður hald- in vegleg aönælissýning í tilefiii af 25 ára afinæli klúbbsins. Eins og áður hefur komið fram vinnur klúbburinn nú að imdirbúningi bílasaftis sem rísa mun í Elliðaárdalnum árið 2003. Hér eru svo tveir af eldri gerðinni, Ford 1930 og Buick 1932. að borgaryfirvöld létu klúbbnum í té lóð undir nýtt félagsheimili og bíla- safn sem áætlað er að verði um 1000 fermetrar að stærð. Eftir ströng fundahöld og langa meðgöngu hefur klúbburinn nú fengið lóð í Elliðaár- dal, þar sem á næsta ári mun rísa myndarlegt hús, hannað af Agli Guð- mundssyni arkitekt. Þar til nýja hús- ið verður opnar verður fundarað- staða klúbbsins í Húnabúð, Skeif- unni 11, þar sem opið er öll miðviku- dagskvöld frá kl. 20 til 23.30. Sýningar á gömlum bílum Einn þáttur í starfi Fombíla- klúbbsins, sem hvað mesta athygli hefur vakið, em sýningar á bílum og ýmsu sem tilheyrir sögu bílsins á Is- landi. Glæsilegustu sýningar klúbbs- ins em þær sem haldnar em á fimm Hér sjást Benz 1959, Chevrolet 1954 o.fl. góðir. m ii Dekk vddu aðeins það besta Höldur • Akureyri Bílaþjónustan • Húsavík Smur og Dekk • Höfn Hornafirði IB Innflutningsmiðlun • Selfossi Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns • Reykjavík Nesdekk • Seltjarnarnesi Dekk og smur • Stykkishólmi Léttitækni • Blönduósi UmboOsaOilar: vagnhöfdá 23 www.benni.is Þessir eru lýsandi fyrir bílana sem komu um eða upp úr seinna stríði. Þetta eru Chevrolet 1947, Ford 1946 og Studebaker 1941. Þar verða i framtíðinni til sýnis fom- bílar og munir og minjar sem tengj- ast sögu bílsins á íslandi. Þjónusta viö félagsmenn Á liðnum ámm hefur stjóm klúbbsins unnið ötullega að hags- munamálum fombílaeigenda og hef- ur á þeim vettvangi náðst ótrúlegur árangur. Má þar nefna að öll opinber gjöld hafa fengist afhumin af fombíl- um, tryggingar verið stórlækkaðar, vmdanþágur fengnar frá reglum um búnað vegna skoðimar, leyfi fengið til að nota gamlar númeraplötur og innflutningsgjöld lagfærð. Stjóm Fombílaklúbbsins starfar nú með Bílgreinasambandinu og forsetaemb- ættinu að uppgerð fyrsta forsetabíls lýðveldisins, sem er Packard, árgerð 1942, og er ætlunin að hann verði tek- inn i notkun á ný sem hátíðabifreið forsetans á næstu misserum. Eins og gefúr að skilja er jafnan mikil þörf á varahlutum í fombíla, hvort sem verið er að gera þá upp eða laga. Oft getur verið erfitt að ná í slíka varahluti og þvi hóf klúbburinn þegar á fyrsta ári að afla varahluta sem bílafýrirtæki tóku úr sölu. Hefúr því verki verið haldið sleitulaust áfram og á klúbburinn nú talsverðan varahlutalager. Mikið starf hefur verið unnið við öflun hlutanna, flokkun þeirra og frágang. Félagar geta síðan keypt varahlutina við vægu verð\ m.a. á árlegum vara- hlutamarkaði sem haldinn er i bíla- geymslum klúbbsins á Esjumelum. Nú hefúr klúbburinn fengið heimild til að framleiða svonefndar Steðja- plötur á fombíla, 25 ára og eldri. Tæki til númeraframleiðslu vom á sínum tíma keypt af Steðja hf. og eft- ir að leyfi fékkst fyrir fombíla að bera þessar plötur hófst framleiðsla þeirra í byijun þessa árs. Varöveisla sögulegra heimilda Einn mikilvægur þáttur í starfi Fombílaklúbbsins er söfnun á upp- lýsingum og minjum um samgöngu- sögu þjóðarinnar og ber þar hæst söftiun á gömlum ljósmyndum af bíl- um á íslandi. Var þar lengst af for- göngumaður Bjami Einarsson frá Túni, en hann var allra manna ötulastur við söftiun gamalla bíla- mynda. Er safnið nú orðið mikið að vöxtum og ómetanleg heimild. Hefúr mikið starf verið unnið við mynd- skráningu, skannanir og frágang. Þá hafa stækkaöar myndir úr safninu prýtt veggi á sýningum klúbbsins og víðar. Klúbburinn á einnig allgott safn af bílabókum, handbókum, blöð- um, bæklingum og kvikmyndum. Óhætt er að fúllyrða að ótrúlega mikið starf hefur verið unnið þann aldarfjórðung sem Fombílaklúbbur íslands hefur starfað og hafa þar margir unnið óeigingjamt starf. Hef- ur klúbbnum tekist að breyta áliti ís- lensku þjóðarinnar á fombílum frá því að vera taldir ómerkilegt skran í það að vera gersemar sem jafnvel hæfa þjóðhöfðingja. Með þessari við- horfsbreytingu var fombilamennsk- an viðurkennd sem áhugavert menn- ingarstarf og ómissandi þáttur í ís- lensku þjóðlífi. Þeim sem vilja kynna sér starfsemi Fombílaklúbbsins nánar er bent á að skoða heimasíðuna fombill.is, en þar em upplýsingar um alla starfsemi klúbbsins, dagskrá ársins og myndir úr félagsstarfmu. -ÖS Úr Snæfellsnessferð sumarið 2001.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.