Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2002, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2002, Side 6
22 MDDVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 JLj"V Hekla opnar nýja þjón- ustudeild fyrir hjólbarða Volvo velur ísland til ævintýraferða Hjólbarðadeild Goodyear hefur nú aukið þjónustu sína með því að opna hjólbarðaverkstæði í nýjum og glæsilegum húsakynnum Véla- sviðs Heklu að Klettagörðum 8-10 við Sundahöfn. Auk sölu- og dreif- ingar hjólbarða verður þar full- komið hjólbarðaverkstæði með Það er hátt til lofts og vítt til veggja á nýja staðnum sem flutt var inn í í snarhasti fyrir vorvertíðina. gegnumakstri sem gerir kleift að sinna jafnt smábílum sem stærstu vinnutækjum og vagnlestum. Tækjabúnaður er allur nýr og val- inn í samræmi við nýjustu kröfur, en þar má nefna felgunarvél, sem er sérstaklega gerð til að útiloka skemmdir á álfelgum þegar um- felgað er, tölvustýrða jafnvægis- stillivél, sem gerir reynsluakstur óþarfan, og felgunarvél sem ræður við hjólbarða, sem vega yfir 1,5 tonn. Allt frá árinu 1952 hefur Hekla haft umboð fyrir Goodyear- hjólbarða og starfsmenn hjólbarða- verkstæðisins eru með margra ára starfsreynslu, enda er fagþekkingu þeirra haldið við með reglubundn- um námskeiðum. Öryggi er í há- vegum haft og er það stefna stjóm- enda verkstæðisins að gera ekki við lélega hjólbarða sem seinna gætu valdið slysum. Til öryggis verður vinnusvæðið lokað fyrir öðrum en starfsmönnum, en vel er séð fyrir þægilegri aðstöðu til handa viðskiptavinum á meðan þeir bíða. Um leið og verkstæðið verður opnar hefur Hekla tekið við tveimur nýjum tegundum hjól- barða, annars vegar Debicha og hins vegar Pneumatic, en þessir framleiðendur tilheyra hinni öfl- ugu Goodyear-samstæðu. Volvo í Svíþjóð hefur i vetur ver- ið með leik i gangi á vefsíðu sinni, www.volvocars.se, fyrir þá sem reynsluóku Volvo V70 XC 4x4 í Sví- þjóð. Þessir aðilar áttu kost á að setja nöfnin sín í pott sem síðan var dregið úr og fengu 20 heppnir ein- staklingar 5 daga ævintýraferð á ís- landi. Verður notast við bíla þessar- ar geröar í forina um landið og kom hingað rúmur tugur þeirra frá Sví- þjóð vegna þessa. Keyrt um Suður- og Vesturland Að sögn þeirra sem sjá um þessa ferð fyrir Volvo voru margar ástæð- ur fyrir því að ísland var valið og má þar nefna mikla náttúrufegurð og áhuga á íslandi i Svíþjóð. Farið verður vítt og breitt um landið og byrjað á Suðurlandi, Guilfoss og Geysir skoðaðir, farið á hestbak og Þingvellir heimsóttir. Síðan er farið á Vesturland þar sem m.a. verður farið út á Breiðafjörð og náttúra hans könnuð. Frá Brjánslæk verður róið til fiskjar, gist í Stykkishólmi og síðan farið í ferð á Snæfellsjökul. Að lokum er boðið í Bláa lónið og gist þar áður en haldið verður til Svíþjóðar aftur. Óhætt er að segja að þetta verður skemmtileg ferð fyr- ir þessa heppnu Svía, en einnig var tveimur blaðamönnum frá Svíþjóð boðið í þessa ferð og munu þeir skrifa greinar í sín blöð um ferðina. HEKLA opnar hjólbarðaverkstæði að Klettagörðum 8-10 HEKLA hefur nú stóraukið þjónustu við sína viðskiptavini með því að opna nýtt og glæsilegt hjólbarðaverkstæði að Klettagörðum 8-10 við Sundahöfn. Við bjóðum þér að koma og skoða nýja húsnæðið og njóta okkar ágætu þjónustu Hjólbarðadeild HEKLU Okkar hönnun - þín upplifun Nýbygging HEKLU við Klettagarða er sérhönnuð með tilliti til starfsemi Vélasviðs og er óhætt að fullyrða að þar er um að ræða fullkomnustu aðstöðu á landinu til þjónustu á stórum atvinnutækjum. Þangað mun Vélasvið HEKLU flytja á næstunni og bjóða heildarþjónustu fyrir Scania, Caterpillar, Hiab og önnur vinnutæki. Hjólbarðadeild HEKLU verður í austurenda hússins, þar verður þjónusta fyrir fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar og önnur tæki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.