Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Page 5
MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2002
19
DV
Sport
íslenska kvennalandsliöið í knattspyrnu tapaöi stórt fyrir því sænska í Stokkhólmi, 0-6:
Gott að sjá hvar
liðið stendur
íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu tapaði 0-6 fyrir sænsku stúlk-
unum á Gamla Ullevii 1 Stokkhólmi á
laugardagsmorgun.
Islensku stúlkumar héldu í við
þær sænsku þar til á 22. mínútu. Þá
skoraði Hanna Ljungberg þegar hún
fylgdi eftir stangarskoti Victoriu
Svensson. Fjórum mínútum síðar
skoraði Kicki Bengtson annað
markið eftir þvögu í vítateignum.
Victoria Svensson gerði svo þriðja
markið þrem mínútum fyrir leikhlé
eftir góðan undirbúning frá Lindu
Fagerström.
1 síðari hálfleik hafði sænska lið-
ið svo mikla yfirburði þó að mörkin
létu á sér standa. Jenny Engwali
gerði stórglæsilegt mark á 60. min-
útu og undir lokin bætti Elin
Flyborg við tveimur mörkum sem
voru í ódýrari kantinum.
Jörundur Áki Sveinsson landsliðs-
þjáifari var ekki sáttur eftir leikinn.
„Við fengum á okkur þrjú hálfgerð
aulamörk í leiknum, eitt í fyrri háif-
leik og svo tvö á lokaminútum leiks-
ins. Okkar stelpur fengu einhver
háiffæri en það reyndi mjög lltið á
sænska markvörðinn. Það var hins
vegar mjög gott að fá þennan leik og
sjá hvar liðið stendur."
Jörundur segir sænska liðið
sterkt. „Ég tel að við höfum verið að
spila við annað af tveimur sterk-
ustu liðum Evrópu og það er gríðar-
legur uppgangur í kvennaknatt-
spymu í Svíþjóð. Þar að auki voru
Sviamir að spila sinn sjöunda leik á
þessu ári en við höfum ekkert hist
síðan í september. Engu að siður er
sænska liðið klassa fyrir ofan okkur
og var einfaldlega mun betra. Allt
hefur þetta áhrif. Það er samt mjög
gott að fá þennan leik og þurfa ekki
að glima við þessar aðstæður í
leiknum gegn Rússum 18. maí.“
Liö íslands var þannig skipað:
Þóra B. Helgadóttir - Rósa Júlía
Steinþórsdóttir, Guðrún Sóley
Gunnarsdóttir, Eva Sóley Guð-
bjömsdóttir, Ásdís Þorgilsdóttir -
Edda Garðarsdóttir, Guðlaug Jóns-
dóttir, Ásthildur Helgadóttir, Erla
Hendriksdóttir, Katrin Jónsdóttir -
Olga Færseth. Varamenn vom Mar-
ía B. Ágústsdóttir, Elína Jóna Þor-
steinsdóttir, Elin Anna Steinars-
dóttir, Ásgerður Ingibergsdóttir og
Laufey Jóhannsdóttir og fengu allar
stúlkumar aö spreyta sig í leiknum.
-HI
Þóra Helgadóttir haföi nóg að gera í íslenska markinu og hér sést hún verja skot frá Svíum í leiknum á laugardag.
DV-mynd Guömundur Svansson
UÍliúUUil'UltU
Aðeins 35 kr. röðin!
u&m
Til mikils að vmna!