Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Síða 8
22 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2002 Sport DV Alexander útnefndur „ökumaður ársins" Aö keppninni lok- inni fór fram afhend- ing verðlauna fyrir mótið, sem og viður- kenning til ökumanns ársins og nýliða ársins. Alexander Kárason var útnefndur „Öku- maður ársins“ og er mjög vel að þeim titli kominn. Fyrir vetur- inn skipti Alexander úr Lynx yfir í Ski-doo og lét ekki þar við sitja heldur ákvað að keppa i tveimur flokkum, Pro Open og Pro Stock. Strax í fyrsta móti vetrarins á Dalvík sýndi hann fádæma yf- irburði og sigraði í báðum flokkum. Sýnd- ist mörgum sem Alex- ander ætti toppsætin nánast frátekin en eins og fram kemur í um- fjöllun um keppnina tókst Áma Þór Bjarna- syni naumlega að tryggja sér titilinn i Pro Ópen á lokasprett- inum. Óhætt er að segja að Alexander hafi sýnt og sannað í vetur að ís- lenskir snjókrossöku- menn eru komnir upp að hlið margra er- lendra ökumanna í getu og reynslu. Einn af hápunktum vetrar- ins hjá Alexander er að sjálfsögðu þátttaka í Winter X-games i Bandaríkjunum en þátttökuréttinn tryggði hann sér með því að sigra í Pro Open í fyrra. Vonbrigði vetr- arins eru væntanlega þau fyrir Lexa að hafa misst af keppni á Al- þjóðlega mótinu í Ólafsfirði en hann brákaðist á úlnlið í 5. umferðinni á Akureyri og varð að nota tímann fram að lokamótinu á EgOsstöðum tO að láta brotið gróa á ný. En þrátt fyrir að hafa misst af meistaratitlin- um í Pro Open i vetur sýndi Alexander að hann er einn allra fremsti íslenski snjó- krossökumaðurinn í dag. -JÓH Sveinbjörn Valur Johannsson, íslandsmeistari í Sport 500. Sveinbjöm Valur út- nefndur „nýliði ársins" EgOsstaðabúinn og Ski-doo ökumaöurinn Sveinbjöm Valur Jóhannsson var að lok- inni síðustu umferð vetrarhis útnefndur „nýliði ársins“. Sveinbjöm Valur kom ferskur inn í snjókrossið í vetur og sýndi strax í fyrstu keppni að hann ætti í fidlu tré við reyndari menn í greininni. S. Valur ákvað fljót- lega að mæta tO leiks i báðum Sportflokkunum og má segja aö með örlítdli heppni hefði hann getað landað tvöfoldum sigri í ár. Einkenni á S. Val í vetur var að hann átti oftast jafnar keppnir, ók af skynsemi í brautunum og virtist ekki skipta hann máli þó hann lenti aftarlega eftir ræsingu því smám saman vann hann sig upp í sigursætin. Með öönun orðum fór greindega sam- an skynsemi, hæfni og baráttuviiji hjá þessum skemmtdega ökumanni og þegar ad- ir þessd- þættir lögðust saman skduðu þeO- meistaratiOi í hús. Og væntanlega ekki þeim síðasta hjá snjókrosskappanum S. Val Jóhannssyni. Alexander Kárason, íslandsmeistari í Pro Stock. i í háloftunum Frábær lokakeppni á Egilsstööum í WSA-mótaröðinn Árni Þór hreppti Lokakeppnin í DV-Sport snjó- krossinu hefði ekki getað verið öOu dramatískari og skemmtdegri. Fyr- ir það fyrsta var ljóst fyrir keppnina að þeir Alexander Kárason og Ámi Þór Bjamason tækjust grimmdega á um meistaratitdinn i Pro Open og það gekk eftir. í öðru lagi var keppnisbrautin sjálf mjög skemmti- leg en keppt var á Fjarðarheiði. Reyndar gengu veðurguðimir í lið með keppnishöldurum því hlé varð á snjóéljum á meðan á keppninni stóö. Dramatísk barátta Ámi Þór Bjamason, heimamað- urOin og Arctic Cat ökumaöurinn, stóð uppi sem sigurvegari í lok dagsins í Pro Open. AOt útlit var fyrir að Alexander Kárasyni á Ski- doo tækist að halda forskotinu sem hann hafði í stigakeppninni í Pro Open fyrir lokakeppnina en í þriðja riðli dagsins hlekktist honum á og þar með skaust Ámi Þór upp fyrir hann í stigabaráttunni. Þetta þýddi að Alexander varð að vinna lokariðUinn tU að komast á ný á toppinni í stigakeppninni en þegar fjórir hringir voru eftir af úrslita- riðlinum lentu Reynir Stefánsson og Alexander í samstuði sem varð tU þess að Alexander missti af toppbar- áttunni. Eftirleikurinn varð auð- veldur fyrir Áma Þór og hann guU- tryggði meistaratitdinn með því að fara fram úr félaga sínum, Reyni, á síðustu metmnum. Austfirðingar á áhorfendasvæðunum gengu af göfl- unum af kæti enda hefur Ámi Þór ekki farið dult með að markmið vetrarins hafi verið að ná titlinum Pro Open. Alexander meistari í Pro Stock Alexander Kárason var hins veg- ar öruggur sigurvegari vetrarins og þar með íslandsmeistari í Pro Stock. Það var hins vegar Ingvar Þór Óskarsson á Ski-doo sem sigr- aði í flokknum í keppninni á EgUs- stöðum um helgina og sýndi fá- dæma góðan akstur. Ingvar Þór skUaði fuUu húsi stiga og ók mjög vel. í byrjendaflokkumnn tveimur var að vanda ekið af krafti. Sigurvegari í Sport Open varð Jón Gylfi Krist- insson á Arctic Cat en Sveinbjöm Valur Jóhannsson náði öðru sæti. íslandsmeistaratitdlinn í Sport Open vann hins vegar Kristján Jós- efsson á Polaris en hann hefur skd- að mjög jöfnum árangri í öUum keppnum í vetur og verið dijúgur í stigasöfnuninni. Sigurvegari í Sport 500 varð Eg- Usstaðabúinn Sveinbjöm Valur Jó- hannsson á Ski-doo. Sveinbjöm tryggði þar með íslandsmeistaratit- -------- Uinn í flokknum og fékk nýliðaverðlaun ársins. -JÓH Árni Þór Bjarnason og unnusta hans, Jenný Magnúsdóttir, hafa staðiö þétt saman í baráttunni f vetur. Jenný hefur verið liðsstjóri Team Egilsstaöir og drifiö Árna Þór og félaga hans áfram af krafti í keppnunum. Team Egilsstað- ir getur vel við unaö enda tveir titlar í húsi. meistaratitilinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.