Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Side 10
24 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2002 - talið að allt að 3000 manns hafi verið í Hlíðarfjalli þegar mest var 27. Andrésar Andar-leikamir á skíðum fóru fram dagana 25.-27. apríl sl. en þar kepptu tæplega 800 hundruð krakkar víðs vegar að af landinu og reyndar erlendis frá einnig, þó í ár hafi erlendir gestir aðeins komið frá Noregi en hópur frá Grænlandi þurfti að hætta við. Mótið er „lokahnykkurinn“ á skíða- vertíðinni ár hvert og dregur alltaf til sín mikinn fjölda og flestir koma ár eftir ár. Þrátt fyrir sumarkomuna sam- kvæmt dagatalinu fyrsta keppnis- dag setti Vetur konungur svip sinn á leikana og þótti heldur kalt miðað við árstíma. Meðal annars fór svo að fresta þurfti nokkrum greinum á fóstudeginum þar til á laugardegi en þrátt fyrir það hélst tímasetning leikana nokkum veginn sem verð- ur að teljast gott á svo fjölmennu móti. „Þetta hefur gengið stóráfalla- laust, einhver smáslys orðiö en ekk- ert alvarlegt," sagði Gísli Kr. Lórenzson, formaður Andrésar Andar-nefndarinnar, i samtali við DV-Sport undir lok móts á laugar- dag. „Við erum frekar á undan áætlun, þrátt fyrir frestanir í gær (föstudag), enda allt annað veður í dag og við erum búin að vinna þetta upp í morgun.“ Gísli er einnig for- stöðumaður Sundlaugar Akureyrar og fer því ekki var- hluta af því hversu mikil áhrif leikamir hafa í bænum og er sammála því að þeir séu bænum góð búbót. „Ég myndi giska á að i fyrradag (fimmtudag) hafi verið hér hátt i 3000 manns vegna Andrésar,“ segir Gísli. „Jú, það er ágætis aösókn í sundlaugina líka,“ segir Gísli um áhrif leikanna annars staðar í bænum, „og þetta er mjög gott fyrir allan bæinn. Við seljum mat héma og í bænum auk gisting- ar og ails sem því fylgir." Húsvíkingar létu vel í sér heyra í skrúðgöngunni og gengu stoltir undir Andrésar Andar-merkinu og nafni bæjar síns. Til hægri má sjá að oft var setinn bekkurinn í Strýtunni. DV-myndir ÓK Gleöi hvert sem litiö var Það er ekki ofsögum sagt að mik- il stemning riki á Andrési og er svo frá setningu til mótsslita. Allt hófst þetta með skrúðgöngu á miðviku- litríkur hópur sem gaman var að fylgjast með. Ekki var það síðra í brekkunum. Allir, frá þeim yngsta til dagskvöldi þar sem lið- in gengu frá KA-heimil- inu niður að íþróttahöll, skrýdd liðs- litunum með fána á lofti og sungu baráttu- söngva, hvert i kapp við annað, þess elsta, leggja sig 100% fram, ein- hverjir em vonsviknir í lok dags, aðrir sigurreifir, en allir fara þó ánægðir að lokum móts og bíða þess næsta með óþreyju. Sjálfboðavinnan mikilvæg Þegar að svo stóru móti kemur er mikilvægt að hafa góðum hópi starfsmanna á að skipa og sjálfboða- liðar eru því fjölmargir, flestir úr hópi foreldra. „Maður er héma, því ekki að hjálpa til,“ sagði eitt foreldri í samtali við blaðamann. -ÓK > f Blaðamaður rakst á þrjár ísfirskar stúlkur sem biðu þess að hefja keppni í stórsvigi 12 ára. „Þetta er í sjötta skiptið sem ég kem á Andrés,“ segir Anna María Guðjónsdóttir og bætir við að það sé alltaf jafn gaman að koma á leikana. Stöllur hennar taka í sama streng. „Ég hef farið einu sinni sjaldnar en Anna María," segir Hildur Mar- ía Helgadóttir um leið og hún tekur lambhúshett- una frá munninum, þó ekki sé vanþörf á henni enda nokkuð kalt að sitja og bíða eftir næstu grein. Þóra Marý Amórsdóttir hefur þó vinning- inn yfir vinkonur sínar. „Ég hef komið sjö sinn- um á Andrés, alveg síðan ég var sex ára.“ Þetta er samanlagt 18 ára reynsla af Andrési en þær leggja áherslu á að það sé alltaf jafn skemmtilegt. Þær séu ofast að keppa við þá sömu og geti því fylgst grannt með framforum sinum og annarra. Þó þær séu á síðasta ári á Andrési segj- ast þær hvergi nærri hættar enda sé gaman að æfa skíði á ísafirði. „Besta skíðasvæði landsins er á ísafirði," segir Þóra stundarhátt en enginn Akureyringanna heyrir til hennar. Hún viðurkennir að hún hafi aldrei sagt þetta svo þeir heyrðu til enda Akur- eyringar stoltari en margir af sínu skíðasvæði, rétt eins og ísfirðingar af sínu. -ÓK Æfa viö Kröflu Niðri við skíðahótelið voru þrír mývetnskir drengir að ganga frá eft- ir daginn og einn til bættist í hóp- inn þegar blaðamann bar að. Sá yngsti í hópnum var Ásgeir Magnússon sem er sex ára og var að koma í fyrsta skipti á Andrés. „Það er mjög gaman en svolítið kalt,“ sagði Ásgeir en reif sig samt úr úlp- unni til að sýna liðspeysuna. „Ég er níu ára en verð tíu í júní,“ segir Pétur Jónasson sem var að keppa á Andrési öðru sinni. „Ég var að keppa í svigi og i stórsvigi í fyrradag. Það gekk ágætlega," segir Pétur en bendir á að félaga hans, Sigurði Magnússyni, hafi ekki fam- ast eins vel. Sigurður, jafnaldri Péturs, brettir upp aðra ermina og kemur þá í ljós teygjubindi. „Ég var að keppa i svigi og gekk ágætlega Ég sló í stöng í seinni ferðinni og meiddi mig.“ Steingrímur Kristinsson er níu ára líkt og Pétur og Sigurður og hef- ur að mestu orð fyrr þeim félögum. „Það er ekki mjög gott að æfa skíði í Mývatnssveit því við eigum ekki troðara þannig að brekkan er öll í hólum.“ Næsta lyfta er í Reykjadal en þangað segir Steingrímur ekki hægt að sækja æfingar þar sem eng- inn sé snjórinn. í stað þess æfa strákarnir við Kröflu. „Lyftan þar er svo góð af þvi að maður þarf ekki a grípa í hana. Handföngin eru kyrr og síðan er svona prik sem þarf að ýta á og þá fara handfóngin af stað,“ segir Steingrímur. -ÓK Fjórir fræknir úr Mývatnssveit, f.v. Ásgeir Magnússon, Pétur Jónasson, Siguröur Magnússon og Steingrímur Pétursson. Skipting verðlauna: Heimamenn með flest Akureyringar hlutu flest verðlaun á Andrésar Andar- leikunum að þessu sinni eða 70, Ólafsfirðingar komu næstir með 55 og þá ísfirðingar með 33. Veitt voru verðlaun og viðurkenningar fyrir 10 fyrstu sætin. Liö G S B Önnur Akureyri 14 12 16 28 Ólafsflörður 8 8 12 27 ísafjörður 6 5 2 20 Vikingur 0 3 2 20 Ármann 2 2 2 16 Dalvík 1 2 3 14 Húsavík 0 1 0 12 Noregur 6 2 0 3 Eskifjörður 0 2 0 9 KR 0 0 2 8 Siglufjörður 2 1 4 2 Neskaupstaður 1 2 0 6 Seyðisfjörður 0 0 1 8 Fram 0 0 0 7 ÍR 0 0 1 5 Reyðarfjörður 1 0 0 4 Egilsstaðir 0 0 0 5 Mývatn 0 0 0 5 Haukar 0 0 0 3 Sauðárkrókur 2 0 0 0 Hólmavík 0 2 0 0 Breiðablik 0 1 0 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.