Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2002, Blaðsíða 10
Islandsmótið í raftó
Vefsvæðið hugi.is stendur fyrir raftónlistarkeppni í tilefni af
tveggja ára afmæli sínu. Síðasta mánuðinn hafa lögin streymt
inn frá tölvupoppurum landsins og var endanleg tala innsendra
kandídata 360. Úr þeim grúa hefur dómnefnd valið 15 lög sem
spiluð verða á úrslitakvöldinu 21. júní og eru þau kynnt á huga.is
í dag. Fókus sló á þráðinn til Unnars Bjarnasonar, vefstjóra
huga.is og dómnefndarmanns, til að forvitnast um keppnina.
„Viðtökumar hafa verið góðar og
okkur borist rosalegur fjöldi af lög-
um. Keppnin var fyrst haldin í fyrra,
á eins árs afmælinu okkar. Þá bárust
255 lög en núna 360 svo aukningin
er talsverð. Alls eru þetta rúmlega
600 lög, auðvitað misgóð, en þetta
sýnir kraftinn í fólkinu þarna úti,“
segir Unnar.
Sem vefstjóri huga.is er Unnar
nokkum veginn sjálfskipaður í dóm-
nefhdina. Einhver myndi segja að
það væri einnig sjálfskaparvíti þar
sem það virkar hálfgerð kleppsvinna
að velja 15 lög úr 360 til að keppa um
verðlaunin. Asamt Unnari eru svo í
dómnefhd Isar Logi frá Undirtónum,
Páll Steinars frá muzik.is og Addi
Skýjum ofar frá breakbeat.is.
„Það vex kannski dálítið í augum
og virkar mikið. En við gerum þetta
kerfisbundið. Byrjum á að fara yfir
lögin og sigta þau frá sem auðheyri-
lega koma ekki til greina. Þannig
fækkum við mikið og höfúm við valið
úr restinni þau sem komast í úrslit.
Ég er ekki að segja að valið hafi ekki
verið krefjandi. Okkur barst mjög
mikið af góðu efni og borið saman við
keppnina í fyrra voru gæðin mun
meiri og jafnari. í fyrra var munur-
inn á lögum meiri, til að mynda auð-
heyrt hverjir áttu sæmilegar græjur
en tækniþróun síðasta árið - tilkoma
hugbúnaðar sem hefur gert þörfina
fyrir syntana minni - hefur jafnað að-
stöðu fólks að þessu leyti.“
Unnar segir erfitt að segja til um
hvaða stefnur séu mest áberandi í
þessari súpu af lögum. Margir séu í
listrænum og mjúkum pælingum,
færri í harðari raftónlist en annars
engin ein stefna mest áberandi.
Enda mála sannast að erfitt er að
henda reiður á hugtökum og skil-
greiningum í þeim síbreytilega suðu-
potti og stórstreymi sem raftónlistin
er.
Lögin 15 eru kynnt á huga.is í dag
og þau má einnig heyra næstu daga á
muzik.is. Föstudaginn eftir viku, 21.
júní, verður svo úrslitarimman í af-
mælisveislu huga.is á Gauki á Stöng
klukkan 20.30. Þar verða lögin spiluð
undir vídeólist frá kauða er nefnir sig
Sinistra.
Þar sem Týndi hlekkurinn var áður til
húsa á Laugavegi hefur nú verið inn-
réttuð fyrsta flokks verslun með not-
uð föt. Það er Rauði krossinn sem
stendur að baki versluninni og þann
17. júní verður formleg opnun þar
sem stelpur úr Ungfrú ísland.is verða
í aðalhlutverki.
„Búðin heitir L-12 og verður
formlega opnuð 17. júní og þá
verður nóg um að vera. Ulfar
Linnet verður á staðnum, Muzik
sér um tónlistina og allir fá
Emmess ís og svo verðum við með
tískusýningar á fötum úr búð-
inni,“ segir Sólveig Zophanías-
dóttir, Ungfrú ísland.is, sem er að
skipuleggja opnun verslunarinn-
ar á mánudaginn.
Tvær tískusvnincar
„Þessi búð hefur alla burði til að
vera góð verslun með notuð föt.
Það er ungt fólk í URKl, sem er
ungmennahreyfing Rauða kross-
ins, sem sér um að velja föt inn í
húðina. Fólk ætti líka að sjá vel
hversu mikið er lagt í þetta á
opnunardaginn því þá verðum
við með tvær tískusýningar,
klukkan 14 og 15, þar sem stelp-
ur úr Ungfrú Island.is-keppnun-
um sýna föt úr versluninni. Þetta
ætti að geta orðið ágætis sjó,“ seg-
ir Sólveig hress í bragði. Þá segir
hún að stefnan sé að verða með
tilboð, ef fólk kaupi þrjár flíkur
fái það eina ókeypis.
Snýst um mannlec samskipti
Nú eru liðnir rúmir þrfr mánuð-
ir síðan Sólveig var krýnd Ungfrú
Island.is og segir hún þá hafa
verið frekar rólega, að minnsta
kosti hvað embættisverk snertir.
„Þetta er eiginlega fyrsta verk-
ið hjá mér fyrir utan sjálfboða-
störfin og það er mjög fínt að fá að
gera eitthvað svona. Ég hef verið
að vinna talsvert í sjálfboðavinnu
fyrir Rauða krossinn og margir
hafa spurt mig hvemig ég nenni
þessu. Staðreyndin er bara sú að
þetta er ekki svo erfitt. Þetta
snýst aðallega um mannleg sam-
skipti og það er hægt að gera fúllt
af góðum hlutum ef maður vill.“
FegurSardrottningar
í notuðum fötum
Sólveig Zophanfasdóttir er á fullu að skipuleggja formlega opnun á verslun með notuð föt á Laugavegi. Verslun-
in L-12 verður opnuð 17. júnf þar sem Týndi hlekkurinn var áður til húsa.
Fókus-mynd: Hari
f þú orlt drcpð bos: jfnn eto ornnufófegonð... Kfípptu ut þcnnan n?rðo 05 prófaðu frftt!
AFTUR >$ AFTUR’
Þé cr Cro; aruf 2ero roéftS! f I «íf « p
v. Ingólfstorg, s. 562 7776, Lan games-Net café
f ó k U S 14.júni'2002