Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2002, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2002, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 Skoðun I>V Spurning dagsins Hver er uppáhaldsveitinga- staðurinn þinn? Þóra Míneva, starfsm. Eimskips: Naustiö er ægilega gott og Jómfrúin stendur alltaf fyrir sínu. Saga Ýrr Jónsdóttir, starfsm. Eimskips: Ítalía, ég fór einmitt þangaö á laug- ardaginn í góöra vina hópi og þaö var allt eins og þaö gerist best. Magnea Sif Agnarsdóttir klippari: Ég á aldrei peninga til aö gera eitt- hvaö „grand“ en teyfi mér aö fara svolítiö oft á Vegamót þar sem er besti maturinn í bænum. V ■ * Gunnar BJörgvin Ragnarsson klippari: Apótekiö. Þar eru alveg pínulitlir skammtar en bragöast alveg rosa- lega vel. Pylsuvagninn, Selfossi. Mary hársnyrtir: Tapasbarinn er góöur, svo elda ég góöan mat sjálf. Leðjuslagur fjármagnsins „Sannleikurinn er sá að all- ir sem taka þátt í leðjuslagnum um að breyta sparisjóðunum í hlutafélög og einkavœða þá og eru blindaðir af grœðgi og eigin- hagsmunagœslu sýna við- skiptamönnum sparisjóð- anna fullkomna fyrirlitn- ingu og koma fram við þá af fáheyrðum dónaskap.“ Sæmundur ófróði sendi eftirfarandi: Óskemmtilegasti brandarakarl fjárfestmgarevíunnar, sem nú er sýnd í öllum fréttatímum, er óefað Pétur Blöndal alþingismaður sem fer þar fremstur meðal jafninga. Gullkomin hrjóta jafnt og þétt af vörum skemmtikraftsins sem vefur klumsa fréttafólki um flngur sér. Pétur er skýr og greinilegur og hefur það fram yfir flesta fjármála- spekúlanta að vera sæmilega skilj- anlegur þegar hann boðar fræði sín. Ein kenning hans er að stofnfjáreig- endur sparisjóða séu þeir einu sem hafa lagt sjóðunum eitthvað til og standi undir öllum rekstri þeirra. Fréttamaður sápuóperunnar lét þetta gott heita og gleypti svo ein- falda staðreynd. Fullyrðing Péturs Blöndals vekur upp spumingu um hvort viöskipta- menn sparisjóðanna leggi þeim ekki eitthvað til og standi að einhveru leyti að minnsta kosti undir rekstri þeirra. Eða hverjir em þeir sem leggja sitt sparifé í sparisjóði og hverjir borgar vextina af lánum sem þeir fá, svo ekki sé talað um öll smágjöldin sem viðskiptavinir láta af hendi í hvert sinn sem einhver hræring er á viðskiptum. Sannleikurinn er sá aö allir sem taka þátt í leðjuslagnum um að breyta sparisjóðunum í hlutafélög og einkavæða þá og eru blindaðir af græðgi og eiginhagsmunagæslu sýna viðskiptamönnum sparisjóð- anna fullkomna fyrirlitningu og koma fram við þá af fáheyrðum dónaskap. Þar sem óbreyttir viðskiptavinir sparisjóða eiga sér enga málsvara og enginn slagsmálahundanna kær- ir sig hið minnsta um þeirra hags- muni verða þeir að láta sér lynda að halda sér saman og taka viö slettum sem gusast yfir þá úr leðjuslag fjár- málatrúðanna. Þeir hafa hvort sem er ekki i nein önnur hús að venda með peninga sína eða fjárhagsvandamál, því allar peningastofnanir kasta sér ólmar út í leðjuslaginn, svo geðslegur sem hann er orðinn. Og allt á þetta upptök sín í innstu hringjum hins pólitíska valds. Hafa líkamsmeiðingar skemmtanagildi? Katrín Halldórsdóttir skrifar: Sjónvarpsþættirnir Jackass og Tom Green Show á Skjá 1 eru fárán- legrir þættir um fólk sem meiðir og særir líkama sinn. Hvenær urðu lík- amsmeiðingar skemmtun til að senda okkur inn á heimilin um sjón- varpið? Það er eins og þáttaframleið- endur hafi tekið að sér geðsjúkt fólk sem hefur þá hvöt helsta að skaða sig á ýmsa lund. Slíkt fólk þarf sálfræði- lega hjálp og líka þeir sem á þetta horfa. Það að nýta sér aðstæður sjúks fólks og láta það meiða sig fyrir opn- um tjöldum er ógeðslegt siðleysi og „Það að nýta sér aðstæður sjúks fólks og láta það meiða sig fyrir opnum tjöldum er ógeðslegt siðleysi og œtti að banna með lögum. “ ætti að banna með lögum. Svona fá- ránlegar líkamsmeiðingar eiga ekki að sjást. Tilfmningaleysið er svo al- gjört að það mætti halda að framleið- endur þáttanna væru ekki mennskir. Þættina Jackass og Tom Green Show ætti að taka af dagskrá og það strax. Það er ekkert fyndið að sjá fólk gera sig að fiflum. Þessir þættir eru mannskemmandi fyrir börn, þau verða hræðilega kærulaus á tilfmn- ingar vina sinna. Það er mikilvægt að taka þessa sjónvarpsþætti úr um- ferð svo þeir hafi ekki slæmar afleiö- ingar. Mannlegt líf skal virða. Ekkert vitsmunalíf er til sem hefur jafn mikla hæfileika og vitsmunalíf mannanna. Til að taka afstöðu sem fyrst í þessu máli ættu sjónvarpsstöðvar hér á landi að hætta að kaupa þessa niðurlægjandi þætti. Skjár einn ætti að sýna manndóm og henda þessu dóti. Kennitöluleikfimi Krists Garri er áhyggjufullur. Kannski á hann í ein- hvers konar tilvistarkreppu. Ekki það að líf Garra sé flókið. Þvi fer fjarri, hvaða mannsbam sem er færi létt með að lifa þvi. Reyndar hefur það orðið stöðugt flóknara eftir því sem það hef- ur lengst og er þaö í samræmi við konseptið „lífsbarátta". En svona er þetta bara og hefur Garri algjörlega sætt sig við þessi örlög sín þótt áhyggjumar hafi plagaö hann. Garri sá reyndar ljós í myrkrinu fyrir skömmu. „Ætli ég geti skipt um kennitölu?" hugsaði hann með sér þegar hann horfði á frétt- imar, „og losnað þannig við allar áhyggjumar og ábyrgðina sem fylgdi óneitanlega þeirri kennitölu sem ég er skráður á.“ Þetta þótti Garra finasta hugmynd og ákvað að leita til Hag- stofunnar með það hið snarasta. Já, hamingjan „Ég er kominn til að skipta um kennitölu," sagði Garri brattur við konuna í afgreiðslu Hag- stofunnar. Hann var glaður í bragði enda hafði hann á leiðinni hugsað um öll óþægindin sem hyrfu út í veður og vind við þessa einfoldu breytingu. „Skipta um kennitölu?" hváði hag- stofukonan. „Það er ekki hægt.“ „Ekki hægt,“ sagði Garri. „En þetta hefur verið í fréttum und- anfarið.“ „Það eru kennitölur fyrirtækja," sagði kerling og brúnir hennar voru komnar í ískyggi- lega parabólu sem hafði greinilegt mínusgildi, sérstaklega fyrir Garra. „Ertu að neita mér um hamingju framhaldslífsins?" spurði Garri með grátstafinn í kverkunum. „Við skiptum ekki á kennitölum á fólki. Þú verður að bera þína kennitölu til æviloka, hamingjusamur eða ham- ingjusnauður." Að þessari stuttu en kjarnyrtu ræðu lokinni var Garra vísað á dyr. Umdeilt faðerni Garra var auðvitað brugðið við þessi orð kon- unnar og vafraði lengi dags um Skuggahverfið í leit að rökum. „En hvað með Jesúm Krist," hugsaði hann með sér. „Var hann með sömu kennitölu fyrir og eftir upprisu? Hvemig ætli Hagstofan hafi tæklað það. Þessi kennitöluleik- fimi Krists var fræg um víða veröld og ekki var hann álitinn ófinn pappír, blessaður. Hann var líka einn aðila að umtalaðasta bamsfaðemismáli sögunnar. Var heilagur andi með kennitölu og ef svo var, hvaða fjórir stafir voru fyrir aftan band- strik? Ef ég er andsetinn, hvort gildir þá mín kennitala eða andsetjarans? Og þeir sem stríða við klofinn persónuleika, hvernig standa þeir gagnvart Hagstofunni?" Garra leist ekki vel á þetta en hann hlaut aö geta áfrýjað málinu. CMri Tölur, tölur, tölur Meiri peninga! Skautanámskeið og klám Guðmundur Óli hringdi: Mér var heldur brugðið þegar ég fór inn á Netið til að tilkynna þátttöku í skautanámskeiði. Ég var með bækling ÍTR um sumarstarf bama og unglinga og sló inn bjominn.com. í stað þess að ná sambandi við skautafélagið Bjöm- inn kom síða sem heitir ROAR, og þar var ýmislegt annað í boði en skauta- námskeið. Meðal annars svæsnar „adult“-síður, klám. Ég greip því til símans og reyndi að ná í Bjöminn, en allt kom fyrir ekki, enginn svarar til að ræða um skautanámskeiðin. Græðgin er í fyrirrúmi G.S.A. skrifar: Maður fer að verða leiður á græðginni sem tröilriður þjóðfélögum þessa stundina. íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessu. Versta dæmið er græðgi þingmannsins og hans nóta sem vilja sölsa undir sig sparisjóði landsmanna. Hvenær taka þeir kirkj- umar? í hausum þessara manna blundar aðeins eitt: p-e-n-i-n-g-a-r. Draumur þeirra virðist vera aö verða ríkasta liKið i kirkjugarðinum. Auð- vitað má segja að það sé öfund í mér að agnúast út í þessa dugmiklu hug- sjónamenn. En ég hef ekkert nema gott að segja um dugmikla athafna- menn. Gráðugir peningaspekúlantar eru mér hins vegar ekki að skapi. Mér er sama hvað hver segir, græðgin mun alltaf hefna sín að lokum. Háskólanemar Hækkun skólagjalda um 50% á éri og gjalddagi eftir fjóra daga! Háskólinn fé- flettir nemendur Mððir hringdi og var ill út i skipulagsleysi Háskóla íslands: Mér blöskraði á mánudaginn þegar dóttur minni barst bréf frá Háskóla Is- lands. Ég opnaði það með hennar leyfi, hún er erlendis. í ljós kom innheimta á árgjaldi HÍ. Gjalddagi reyndist vera að- eins fjórum dögum eftir að bréfið barst. Éf greiðsla bærist ekki þá átti að hækka gjaldið um 15% - úr 32.750 krónum í 37.375 krónur. Þá blöskrar mér að sjá hækkunina á skólagjaldinu, það var 25 þúsund krónur og hækkar um 50% á milli ára. Háskólinn er að fé- fletta stúdenta sína. Lesendur athugiö Hringið, skrifiö eða tölvið hug- myndir og hugrenningar ykkar til Lesendasíðu DV. Beinn sími er 550 5822, netfang jbp@dv.is - og faxnúmer 550 5020. Merkið bréf og föx með Lesendasíða DV. Látið hendur standa fram úr ermum og skrifið í DV. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíö 24, 105 Reykjavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.