Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2002, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2002, Side 29
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 29 DV Sport ^ Styrkleikalisti FIFA: Island upp um þrjú sæti - Brasilía aftur í toppsætið ísland hækkar um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA sem birtur var í gær og er nú í 53. sæti listans. Brasilíumenn hafa endurheimt efsta sætið eftir langa bið og Argentínumenn eru komnir í annað sætið en fyrrum topplið Frakka fellur í þriðja sæti. Mótherjar íslands í undankeppni EM, Þjóðverjar, stökkva upp um sex sæti, í það fimmta. Af öðrum mótherjum íslendinga á EM er það að frétta að Færeyingar falla um eitt sæti, í það 120., Litháar standa í stað, í því 98., og Skotar fall um eitt sæti, í það 55., og er íslenska landsliðið því næsthæst á styrkleikalistanum i sínum riðli undankeppni EM sem stendur. Ítalía fellur um fjögur sæti Af merkari þjóðum má nefna England sem er í áttunda sæti og fer upp um fjögur, Ítalía fellur um fjögur sæti, í það 10., og Kólumbía er í níunda sæti eftir fimm sæta fall. Tyrkir ná stóru stökki, um 10 sæti í það 12., mótherjar þeirra i undanúrslitum HM, S-Kórea, eru hástökkvarar þessa lista og fara upp um 18 sæti í 22. og Senegal fær 31. sætið og fer upp um ellefu. Styrkleikalisti FIFA: (stig/breyting maí) frá fyrri lista í 1. Brasilía .... (852/1) 2. Argentina . . , (784/0) 3. Frakkland . . (784/-1) 4. Spánn (774/4) 5. Þýskaland . . (765/6) 6. Mexíkó (739/1) 7. Portúgal . . . , (731-/2) 8. England . . . . (728/4) 9. Kólumbla . . (725/-5) 10. Ítalía (720/-4) 11. Bandaríkin . (712/2) 12. Tyrkland . . (707/10) 13. Danmörk . , (704/7) 14. írland . . . . (699/1) 15. Holland . . . (697/-6) 16. Júgóslavíu . (689/-6) 17. Kamerún . . (680/0) 18. Paragvæ . . (679/0) 19. Belgía . . . . (678/4) 20. Svíþjóð . . . (674/-1) 37. Noregur . . . (625/-4) 41. Finnland . . . (601/0) 53. ísland (544/3) 55. Skotland . . (541/-1) 98. Litháen .... (427/0) 120. Færeyjar . (358/-1) -ÓK Systurnar Ásthildur Helgadóttir og Þóra Helgadóttir fagna sigri gegn Spánverjum í forkeppni heimsmeistaramótsins. Leikið við Englendinga' í september Leikdagar íslenska kvennalands- liðsins í knattspyrnu gegn Englend- ingum í fyrri hluta umspils um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Kína á næsta ári hafa verið ákveðnir. Fyrri leikurinn við enska liðið verður á Laugardalsvelli mánudaginn 16. september og síðari leikurinn ytra sunnudaginn 22. — september. Það lið sem vinnur þessa viðureign mætir sigurvegar- anum i viðureign Dana og Frakka um sæti í úrslitakeppni mótsins. íslensku stelpumar náðu þeim góða árangri í forkeppni mótsins að verða í öðru sæti sins riðils eftir markalaust jafntefli við ítala á útivelli í lokaleik riðilsins. -JKS Evrópukeppnin: Eyjastúlkur hættu viö Bikarmeistarar ÍBV i kvenna- flokki hafa hætt við þátttöku í Evrópukeppni bikarhafa en draga átti til 1. umferðar um miðjan þennan mánuð. Hins vegar verða þijú karla- lið, Haukar, Valur og Grótta/KR, með á Evrópumótunum. Flest bendir til að þau muni öll sitja yfír í 1. umferð en fyrri leikir i 2. umferð verða leiknir 8. október. íslandsmeistarar KA tilkynntu ekki þátttöku í meistaradeild Evrópu. -JKS Háskólar sýna Ásdísi áhuga Háskólar í Bandaríkjunum em þegar famir að spyrjast fyrir um kast- arann unga úr Ármanni, Ásdísi Hjálmsdóttur. Ásdis er aðeins 16 ára gömul og hefur góður árangur hennar á mótum erlendis þegar kveikt áhuga háskóla í Bandaríkjunum sem sent hafa henni upplýsingar um skóla sína. Ásdís er án efa einn efnilegasti kastari landsins og mikið efni að sögn Stefáns Jóhannssonar, þjálfara hennar. Besti árangur Ásdísar er 44,49 metrar í kringlukasti og í kúluvarpi á hún best um 12,50 metra. Þá er hún einnig mjög efnileg í spjótkasti. Það segir allt sem segja þarf um hæfileikana að háskólar ytra sýni 16 ára unglingi hér á íslandi áhuga. Ásdís hefur unnið glæsilega sigra á mótum í Svíþjóð og Finnlandi. Þess má geta aö hún er dóttir Hjálms Sig- urðssonar, fyrrum glímukappa í Víkverja. #■ c Veiðivon Veiði gengur afar rólega þessa dagana og Iða í Biskups- tungum er þar engin undan- tekning. Holl sem var við veiðar á dögunum fékk einn lax og sá ekki fleiri á veiðisvæðinu. Vatn á svæðinu var ákaflega lítið og 10 til 15 ár síðan Stóra-Laxá hef- ur verið svo vatnslítil. Aðeins sjö laxar voru komnir á land á Iðu þegar síðast fréttist. Vanur veiðimaður sem DV- Sport talaði við í gær sagði marga leigutaka eiga í vandræð- um varðandi lélega veiði þessa dagana og erfitt væri að taka á móti útlendingum sem væru búnir að hlakka lengi til og væntingar væru miklar. Viða hefur gengið illa að selja veiðileyfi. Til marks um það fréttum við af vikutíma í Víðidalsá á besta „útlendinga- tímanum" í sumar sem enn væri óseldur. Vikan kostar 8 milljónir samkvæmt heimOdum DV-Sport og verður líklega seld íslenskum veiðimönnum ef þeir hafa áhuga fyrir mun lægra verð. Það hefur gengið erfilega að fá maðk þessa dagana enda ekkert rignt síðustu vikurnar. Veiðimaður sem var að fara í Laxá í Dölum eftir nokkra daga hafði miklar áhyggjur af að hann yrði maðklaus i veiði- túrnum. Vinur hans huggaði hann með því að ef ekki myndi rigna þyrfti hann ekkert að nota maðk, áin yrði þornuð upp. Nokkir stórlaxar hafa komið á land eins og í Laxá í Aðaldal, Blöndu og Laxá á Refasveit en fyrir tveimur dögum veiddist 20 punda fiskur í henni. -G. Bender wt Veiðivon Eggert Bjarki Eggertsson með urriðann væna úr Þingvallavatni. Með honum á myndinni eru Bjarki Fannar og Sigurður Kristinn, synir Eggerts. Stór urriði úr Þingvallavatni „Þetta var gott korter sem barátt- an við fiskitm stóð yfir,“ sagði Egg- ert Bjarki Eggertsson, sem veiddi 11 punda urriða í Þingvallavatni í fyrrakvöld, í samtali við DV-Sport. „Fiskurinn tók maðkinn og þetta var feiknarlega skemmtilegt. Ég er búinn að fara þrisvar sinnum í Þingvallavatn núna í vor og sumar. Maður hefur oft veitt í vatninu en aldrei fengið svona stóran fisk eins og þennan. Veiðin byrjaði rólega í vor en hefur verið að sækja sig síð- ustu vikumar. Murtan er ekki enn þá komin," sagði Eggert enn frem- ur. Veiðin í Þingvallavatni hefur ver- ið mjög góð, vænir urriðar og bleikj- ur hafa verið að gefa sig. Bleikjan hefur þó nokkuð verið að gefa sig á fluguna og veiðimaður sem var þar fyrir fáum kvöldum veiddi fimm fallegar bleikjur á ýms- ar flugur. Murtan er sem betur fer ekki komin enn þá og á meðan verður veisla fyrir veiðimenn í væna fiskn- um. Þó eru margir veiðimenn sem stunda murtuveiðamar grimmt. -G. Bender Björn K. Rúnarsson, leiösögumað- ur í Vatnsdalsá, með fallegan lax úr Fitjá í Víðidal í fyrradag. Veiðin i Vatnsdalsá og Víöi- dalsá ú Húnavatnssýslu er mjög róleg þessa dagana. Hvor á um sig hefur gefið um 20 laxa sem er með ólíkindum slök veiði. Vatns- skortur hamlar veiði eins og víða annars staðar og lítið sem ekkert borið á tveggja ára fiski. Aðilar tengdir þessum ám setja nú allt sitt traust á smá- laxagöngur í ámar í kringum 10. þessa mánaðar en ef þær láta ekki sjá sig „er bara hægt að hætta þessu og skella í lás“, eins og veiðimaður sem mikið hefur veitt í Húna- vatnssýslunum sagði í samtali við DV-Sport í gær. Smákippur kom í veiðina í ölfusá við Sel- foss sl. mánu- dag. Þá veidd- ust fjórir smá- laxar fyrri part dagsins og þrír þeirra tóku fluguna Grýlu. Alls höfðu þá veiðst 17 laxar í Ölfusá frá upp- hafi veiðitím- ans. Veiðin í Laxá i Dölum hefur verið döp- ur það sem af er enda er áin þjökuö af vatns- leysi eins og margar aðrar ár landsins. 1 gær höfðu veiðst 6 laxar en áin var opn- uð fyrir veiði þann 25. júní. -G. Bender c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.