Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2002, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2002, Qupperneq 8
Þegar íslensk kántrítónlist er nefnd á nafn hugsa flestir um Hallbjörn Hjartarson. En kúreki norð- ursins er ekki lengur einn á báti. Ein bjartasta von kántríiðnaðarins vestanhafs er nefnilega Dal- víkingur í húð og hár. Hann er nú loksins kominn heim eftir margra ára veru í Los Angeles til að leika kántrítónlist fyrir Frónbúa. Maðurinn sem um ræðir heitir Gísli Jóhannsson en ytra er hann betur þekktur sem Gis Johannsson, aðalsprauta hljómsveitarinnar The Big City. Kantrfið valdi mig „Einn daginn áttaði ég mig bara á því að tónlistin sem ég var að gera var í raun kántrí. Til að byrja með reyndi ég að af- neita þessu og oft fannst mér alveg skelfilegt að hugsa út í þetta. Eg hafði áður verið að spá mikið í djass og rokktónlist og hló þess vegna að sjálfum mér fyrir að vera farinn að fíla kán- trí. En ég hélt þessu samt áfram og þessi efi um hvort ég væri að gera rétt hefur styrkt trúnna á sjálfan mig og það sem ég er að gera. Listamenn sem fylgja sinni sannfæringu en ekki ein- hverju trendi eru nefnilega þeir einu sem hafa virkilega eitt- hvað að segja,“ segir Gísli Jóhannsson, tónlistarmaður með meiru. Kántríið valdi mic „f>að var sem sagt kántríið sem valdi mig en ekki ég sem valdi kántríið," segir Gísli sem er jafnan kallaður Gis (borið fram Gís) af Bandaríkjamönnunum. Gísli er kominn hingað til lands frá Los Angeles þar sem hann hefur verið búsettur síðustu ár en þar stofnaði hann kántríhljómsveitina Big City sem er nú hingað komin til að leika kántrítónlist fyrir íslensk- an almúga. „Einn daginn var ég bara byrjaður að gera kántrítónlist og farinn að fíla hana í botn. Ég stofhaði svo þessa hljómsveit, The Big City, fyrir tveimur og hálfú ári, bara til að sjá hvern- ig ég hljómaði með kántrísveit á bak við mig. Fljótlega vorum við bókaðir á nokkra staði, svo stærri staði og svo enn stærri staði þannig að í dag er Gis Johannsson and The Big City orðið nokkuð þekkt nafn í kántríheiminum í Kaliforníu. Upp- haflega ætlaði ég aldrei að koma með þetta efhi til Islands, enda hélt ég að þetta ætti lítið erindi hingað. En svo fór að vakna smá áhugi fyrir þessu og hingað er ég kominn, þökk sé nokkrum velunnurum og fyrirtækjum. Ég geri mér vel grein fyrir því að það eru ekkert allir héma sem eiga eftir að fíla þetta en þannig er það með alla tónlist. Ég er þannig gerður að ég verð bara að láta draslið vaða og ef einhver fílar það ekki er það bara hans mál. Þetta er bara stefna sem ég hef haft með kántríið. Þetta fellur vel að mér og ég hef gaman af þessu, þetta er líka sannleikur fyrir mér og mér er andskotans sama hvað öðrum finnst. Fólk segir líka oft við mig eftir tónleika að því þykir skemmtilegast að sjá hversu vel við hljómsveitin skemmtum okkur á sviðinu og það er í rauninni það eina sem skiptir máli.“ Komið út úr skápnum „Ég hef reyndar alltaf fílað kántrísveifluna, kannski án þess að gera mér grein fyrir því, en kántríið er býsna ríkt í íslenskri tónlist án þess að fólk átti sig á því, finnst mér. Lag eins og Það blanda allir landa er t.d. gamalt kántrílag en þetta vita fáir íslendingar. Áhrifin eru úti um allt og það er einna helst núna á síðustu árum að menn eru aðeins að koma út úr skápn- um hvað þetta varðar,“ segir Gísli sem hefur síðustu ár búið er- lendis og starfað þar. „Ég fór fyrst til Frakklands til að læra klassískan gftarleik, leiklist og frönsku á sínum tíma. Ég hélt einhvem veginn alltaf að ég myndi enda þar sem einhver snobbari með alpa- húfú en sem betur fer gerðist það ekki. Ég kynntist stelpu í Frakklandi sem var frá LA og ég elti hana þangað í einu af mínum mörgu æðisköstum. Þar fann ég mér skóla og lærði tónsmíðar, útsetningar og djassgítarleik. Síðan þá hef ég búið í LA og verið að vinna í tónlist, hvort sem ég hef verið hljóð- maður eða sjálfur uppi á sviðinu." Gísli hefúr þannig unnið við tónlist á einn eða annan hátt síðustu árin og hefur þar af leiðandi mjög fjölbreyttan tónlist- arsmekk sem einskorðast ekki bara við kántríið. „Það eru náttúrlega ekki mörg ár síðan ég byrjaði að fíla kán- tríið en áður en það gerðist kom ég víða við. Fólk verður þess vegna oft undrandi þegar það spyr mig hvaða tónlist ég hlusta helst á. Þeir diskar sem eru t.d. núna í spilun hjá mér eru Miles Davis, Karlakór Dalvíkur og Merl Haggard. Ég hlusta aðallega á djass, kántrí og kórtónlist þótt ég hafi komið úr miklu poppumhverfi." RlSTIR DJÚPT - SNERTIR HJARTA OC SÁL „Ég hef reyndar ekki hlustað á popp mjög lengi enda finn- ast mér flestir popptextar ekki fjalla um neitt. Kántríið fjall- ar hins vegar um svo margt og yfirleitt eitthvað sem snertir sálina og hjartað. Mælikvarði góðs kántrílágs er textinn og um hvað hann fjallar. Það er bara ekki hægt að semja kán- trílag sem fjallar ekki um neitt. Það verður að hreyfa við fólki og snerta hjarta þess. Ég var t.d. einu sinni að keyra á hrað- brautinni og þurfti hreinlega að stoppa til að gráta eftir að hafa hlustað á lag sem höfðaði algerlega til mín á því augna- bliki. Þetta snertir fólk þess vegna öðruvísi en einhver smell- ur sem á bara leið hjá. Kántríið hefur þýðingu og gildi fyrir fólk og það er eitt af því sem fékk mig til að fara út í kántríið. Ég verð t.d. mjög stoltur þegar fólk fer að lýsa tilfinningum sínum eftir að hafa heyrt lögin mín. Það er mjög góð tilfinn- ing að heyra fólk kommenta á orðin og sjá það finna eitthvað sameiginlegt innra með sér og f textunum mínum. Það snert- ir hjartað á mér,“ segir Gísli stoltur. Hann segir samt að kán- trítónlistin sjálf sé mjög einföld en leggur þó mikla áherslu á mikilvægi textanna: „Tónlistin sem slík er mjög einföld, einfaldar laglínur og nokkrir hljómar, en ef þau fjalla ekki um efni sem ristir djúpt þá eru þau lítils virði.“ FIattur, sylcja oc stícvél Þegar hugtakið kántrítónlistarmaður kemur upp í huga ís- lendinga sjá flestir fyrir sér bitran Suðurríkjamann sem býr í hjólhýsi, gengur um með kúrekahatt og í stígvélum í stíl. En skyldi Gísli vera eitthvað líkur þessari steríótýpu? „Ég er ekkert að reyna að vera einhver kúreki sem fyllir upp í einhverja ákveðna kúrekaímynd - með hatt, sylgju og stíg- vél. Ég er bara ég,“ segir Gísli og vitnar í Stefán Hilmarsson. „Mér finnst að vísu gaman að spila með hattinn en það er lfka það eina. Hatturinn gefur mér bara einhvern ákveðinn fíling og mér finnst ég vera nær tónlistinni sem ég er að spila með hann á höfðinu. Það eina sem er kannski eitthvað kántrílegt í fari mínu er það að ég helst ekki í neinum samböndum og klúðra öllu sem að því kemur. En ég sem samt lög um það þannig að það kemur mér alla vega til góða einhvers staðar.“ Traustur vinur lifir áfram Gísli og félagar hans í hljómsveitinni The Big City eru ný- búnir að gefa út sína fyrstu plötu sem ber heitið Bring Me You. Þegar hafa lög farið að heyrast í útvarpi hér á landi t.d. lagið You Live On sem er endurgerð af gamla Uppliftingar-lag- inu Traustur vinur. „Þesi plata átti upphaflega að koma út fyrir næstu jól en síðan þróaðist þetta þannig að ákveðið var að gera þetta strax. Ég komst að máli við Jóhann G. Jóhannsson sem samdi lagið Traustur vinur og við fórum að tala saman um Caviar Music Publishing sem er fyrirtæki sem er að reyna að koma íslensk- um lögum að erlendis. Hann bað mig um að pródúsera nokk- ur lög fyrir enskan markað og ég sagði bara ekkert mál. Þá fór- um við að tala um Traustur vinur og ég mundi náttúrlega vel eftir þessu lagi ffá því í gamla daga. Það fór þannig að ég gerði lagið upp á nýtt, samdi enskan texta og núna er það komið á plötuna. Ég er mjög ánægður með það þótt það sé mun hæg- ara en í upprunalegu útgáfúnni en Jóhann sagði mér reyndar að hann hefði upphaflega samið lagið á þessu tempói og því varð hann mjög ánægður með þetta. Nú er bara að sjá hvort það sé ekki hægt að koma fleiri íslenskum lögum að erlendis," segir Gísli sem hefur annars f nógu að snúast næstu dagana. „Við erum að spila á Skagaströnd núna um helgina og svo verða einhverjir tónleikar í næstu viku áður en við endum túrinn í Keflavík um næstu helgi á brjálaðri kántríhátíð. Eft- ir það ætla ég bara að slappa af með fjölskyldunni á Dalvík áður en ég fer aftur til LA. Svo erum við bókaðir alveg út október hér og þar í Kaliforníu en við verðum náttúrlega að fylgja plötunni vel eftir þar. Eftir það fer ég líklega bara að vinna að nýju efni á milli þess sem ég slappa af niðri á strönd og held áfram að vera þessi beach-cowboy sem ég er.“ f ó k U S 2. ágúst 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.