Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2002, Blaðsíða 17
16 DV ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdasfjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrí: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Afgreiðsluvélar Róttækar breytingar á kjördæmaskipun og jafnara vægi atkvæðisréttar fyrir komandi alþingiskosningar kunna að ganga of skammt í hugum margra. Á hitt ber að líta að breytingarnar gefa möguleika á töluverðri uppstokkun og endurnýjun þingmanna, hver svo sem úrslit kosninganna verða. Slíkar breytingar eru aðeins jákvæðar. Á síðustu áratugum hafa tækifæri fyrir nýtt fólk til að hasla sér völl í landsmálum að líkindum aldrei ver- ið betri en nú. Því miður hafa æ færri áhuga á því að leggja þingmennsku fyrir sig. Fyrir karl eða konu með mikla reynslu af almennum vinnumarkaði er það nær óhugsandi að gefa kost á sér til starfa við Austurvöll. Og landsmenn bera allir jafnan skaða af. Vonin kann hins vegar að liggja í unga fólkinu. Ungt fólk er oftar en ekki með ferskar hugmyndir og nýja hugsun. Einmitt þess vegna er hverjum stjórn- málaflokki nauðsynlegt að tryggja endurnýjun innan sinna raða. Og þar skipta ungliðahreyfingar flokkanna mestu máli. Öflugt starf ungliðahreyfingar getur ráðið úrslitum um vöxt og viðgang grundvallarhugmynda sem hver stjórnmálaflokkur byggist á. Ungliðar flokk- anna eru besta trygging þeirra fyrir því að þeir dafni en visni ekki í dægurþrasi stjórnmálanna. Á undanförnum árum hefur mátt merkja töluverða grósku í starfi ungs fólks innan stjórnmálaflokkanna og á stundum hefur það verið leiðandi í breytingum og nýrri stefnumörkun. Þannig var það ekki síst ungt fólk sem vann á sínum tíma að sameiningu vinstri manna, þó hún hafi ekki tekist eins og að var stefnt. Á Netinu má glöggt sjá hve hugmyndaríkir og frjóir ungliðar allra flokka eru þó enginn stjórnmálaflokkur geti státað sig af jafnöflugu starfi og Sjálfstæðisflokkur- inn. Andstæðingar sjálfstæðismanna hafa oft undrast sterka stöðu flokksins. Ein meginskýringin er gríðar- legt starf sem unnið er meðal þeirra sem yngri eru. Fjölmennur aðalfundur Heimdallar fyrir skömmu þar sem mörg hundruð ungmenni komu saman til að kjósa nýja forystu sýnir og um leiðir skýrir sterka stöðu Sj álfstæðisflokksins. í dægurþrasi stjórnmálanna er hættan á því að hin- ir eldri gleymi að hlusta á þá sem eru yngri - gleymi að leggja rækt við ungviðið. Slíkt felur dauðann í sér - ekki aöeins vegna þess að unga fólkið snýr sér frá stjórnmálum heldur ekki siður að þar er lokað á nýjar og ferskar hugmyndir. Vandinn við íslensk stjórnmál er ekki síst sá hve erfitt það hefur reynst að laða að fólk til að gera stjórn- mál að aðalstarfi í lengri eða skemmri tíma. Þar skipta launakjör auðvitað töluverðu en þó ekki síður hve áhrif stjórnmálamanna eru í raun orðin lítil. Á Alþingi er erfitt og yfirleitt útilokað fyrir óbreytta þingmenn, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarand- stöðu, að ná málum fram. Framkvæmdavaldið, en þó ekki síður embættismannakerfið, ræður ferðinni. Nær öll frumvörp sem afgreidd eru sem lög eru runnin und- an rifjum annarra en þingmanna sjálfra. „Kerfið“ með stuðningi og i bandalagi við sérhags- muni og öfluga hagsmunahópa er miklu áhrifaríkara við mótun laga- og reglugerðarumhverfisins hér á landi en kjörnir fulltrúar fólksins sem eru orðnir lítið annað en afgreiðsluvélar. Ungt fólk sækist eftir öðru og meiru en að verða af- greiðsluvélar. Óli Björn Kárason í fjólugarðinum „Kominn er timi til að kenna hérlendu fjölmiðlafólki móðurmálið frá rótum og ráða að öllum fjölmiðlum próf- arkalesara og málfarsráðunauta sem ekki skirrast við að taka þá málsóða í karphúsið sem leyfa sér að ausa dag- lega yfir landslýðinn rasshögum og málleysum.“ legar og sú misþyrming sem móður- málið verður fyrir nálega daglega í öllum fjölmiðlum. Þar eiga frétta- menn og þáttagerðarmenn ekki síður hlut að máli en pistlahöfundar í dag- blöðum eða almennir borgarar sem koma fram I spjallþáttum. Lesendum tU gamans (eða skap- raunar) skulu hér tínd til nokkur dæmi frá síðustu vikum (ég hirði ekki um að tilfæra heimildir). ‘Ég vill’, ‘Okkur hlakkar' og ‘Þeim lang- ar’ eru að verða föst málvenja. Mun- urinn á ‘hvor’ og ‘hver’ virðist vera að hverfa úr málinu. Tvisvar heyrð- ist sagt í sama þætti: ‘fara hvert til annað’. Eignarfall ýmissa orða virð- ist velkjast fyrir mörgum. Þannig eru ‘jöfnuðar’ og ‘söfnuðar’ orðnar algengari eignarfallsmyndir en ‘jafh- aðar’ og ‘safnaðar’. Sama er að segja um eignarfall orða sem enda á -ling. ‘Til reksturs og byggingu menning- arhúsa’ heyrðist í menningarþætti gömlu gufunnar. Önnur handahófsdæmi um ambög- ur sem gripin voru á lofti: ‘berjast á banaspjótum’, ‘íslendingar biðu skarðan hlut frá borði’, ‘allt árið um kring’, ‘versla bækur’, ‘sigra kosn- Sigurður A. Magnússon ríthöfundur Mér er tjáð að franska sé með þeim ósköpum töluð og rituð, að hún eigi ekki nema eitt fornfálegt orð- tak, þarsem eitt orðið er ekki til í öðrum sambönd- um. Þessu er vissulega annan veg farið um ís- ienskuna, enda hefur mörgum skriffinninum orðið fótaskortur á því hála svelli. Halldór Laxness sagði eittsinn í mín eyru, að hann bæri ekki við að birta smágrein í blaði, hvaðþáheldur stærri ritsmíð, nema bera pródúktið fyrst undir tvo menn sem hann treysti. Af þessu mættu minni spá- menn, sem daglega hætta sér útá hálan völl tungunnar, draga nokkum lærdóm. íslenskt nútíðarmál er morandi í gömlum orðatiltækjum, sem eru einatt sérlega myndræn og eiga að mestu rætur í atvinnuháttum fyrri tíöar, en em mörg hver hætt að vera gagnsæ eða fyllilega skiljanleg, þó til þeirra sé gripið í tima og ótíma. Af þvi leiðir oftlega, að þau brenglast í meðförum, til dæmis þegar tveimur orðtökum slær saman. ‘Klóra í bakkafullan lækinn’ og ‘Eiga undir vök að verjast’ eru tvö dæmi um því- líkan rugling, og mætti nefna mörg áþekk. Dagleg misþyrming Slíkar afbakanir eru þegar best lætur skoplegar en fráleitt jafnalvar- Sandkom sandkorn@dv.is Úr skugganum í framboð Eitt meðgöngutímabil eða svo er til næstu alþingis- kosninga sem háðar verða í algjörlega nýju landslagi. í Suðurkjördæmi er spáð og spekúlerað og hjá sjálfstæð- ismönnum er farið að kasta fram nöfnum hugsanlegra frambjóðenda. Kópavogsmenn telja sig afskipta í þeim leik, Gunnar Birgisson er að sönnu alþingismaður þeirra, en nú er rætt um annan sjálfstæðisþingmann Kópavogsbúa, og þar kemur upp nafn Halldórs Jóns- sonar, verkfræðings og forstjóra Steypustöðvarinnar hf. Hann hefur ekki tekið virkan þátt í stjómmálum en lengi verið maðurinn bak við allt. Hann setti meðal ann- ars Gunnar Birgisson á flot í bæjarmálapólitík og stýrði honum yfir boðaföllin í byrjun og átti virkan þátt í stjómun bæjarins án þess að vera kjörinn fulltrúi. Hall- dór var spurður um hugsanlegan pólitískan frama. „Ég neita því ekki, það hafa margir hvatt mig til að gefa kost á mér. Við sjáum hvað setur, nægur timi er til stefnu,“ segir Halldór ... Gjafir til stúdenta HÞorsteinn Gylfason var sextugur á dögunum og afmælisboðið var óvenjulegt. Heimspekiprófessorinn bauð vinum sín- um í íslensku óperuna á tónleika. Þar kom fram rjóminn af söngvurum íslands, þar á meðal Bergþór Pálsson, Diddú, Ólöf Kolbrún, Signý Sæmundsdóttir, Sif Ragnhildardóttir, Garðar Cortes og Óperukórinn lét vitanlega lika í sér heyra. Sungin voru lög við texta Þorsteins. Fjöldi gesta var á tónleikunum enda er Þorsteinn vinmargur maður. Afmælisbamið baðst undan öllum afmælisgjöfum en benti á að þeir sem vildu gætu látið andvirði afmælisgjafa renna í sér- stakan Stúdentastofusjóð sem stofhaður var til að stúd- entar í heimspeki gætu komið sér upp eigin setustofu til umræðna og rökræðna. Draumur stúdenta er aö eiga fyrir kaffivél og ísskáp. Líklegt er að Þorsteinn hafi nú, á sextugsafmæli sínu, uppfyllt þann draum þeirra ... Ummæli Auðlegðin og eyðikotin „Hver er sýn okkar til lands- ins, kunnum við aö meta auðlegð þess og fegurð, kunnum við að þakka þá farsæld sem fylgt hefur þjóðinni í hundrað ár og ekki síst á lýðveldistímanum? Hvers virði er að eiga fóðurland? Hvers virði er að eiga ísland og vera Is- lendingur í nútíma heimi. Eiga tungumál, eiga ónumið land, búa við meira öryggi fyrir böm sín, þmfa aldrei að senda æsku landsins á vígvelli heimsins. Þurfum við á því að halda að einhver segi „opnist þú“ til að við skynjum að við búum við aðstæður sem vart eiga sinn líka í veröldinni. Einnig erum við bundin órofa böndum við einstök héruð landsins og í dag leitar borgarbúinn að uppruna sínum og eignast sumarhús við gróna tóft af eyðikoti þar sem afi og amma erjuðu jöröina sæl í sinni fátækt og áttu um eitt að hugsa að fæða og klæða bamahópinn sinn. Þannig kallar landið okkur til sín.“ Guönl Ágústsson í ræöu á Hólahátíö Búféð á vegunum „Margar ástæður eru fyrir því að ekið er á búfé, en betri vegir og hraðari akstur eiga örugglega drjúgan þátt í aukinni tíðni. Þeir sem era óvanir akstri á malar- vegum eiga erfiðara með að bregðast rétt við þegar kind eða hestur hleypur í veg fyrir bílinn og á þetta einkum við um unga ökumenn og erlenda ferðamenn. Ljóst er að slys og óhöpp vegna búfjár á vegum verða fylgifiskar umferðarinnar þar til ráðstafanir hafa verið geröar til að hefta möguleika á lausagöngu búfjár og eins að hægt verði að reka búfé yfir vegi án þess að slysa- hætta stafi af. Undirrituð hefur ítrekað vakiö athygli á þessu máli og flutt tillögu á Alþingi þess efnis að við nýfram- kvæmdir samkvæmt vegaáætlun veröi gert ráð fyrir rásum fyrir búfénað undir vegi þar sem girt er með- fram vegum en bithagar beggja vegna.“ Þuröiöur Backman í grein á VG.is ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 17 Afleiðingarnar skipta sköpum Skoðun ingar’, ‘binda endi á’, ‘í leikstjóm’, ‘Heflagt haf (Holy See), ‘ná yfirhönd- inni’, ‘Því sem þeir ekki náðu tóku þeir siðar’, ‘um hvað annað hafði hún um að velja’, ‘í þeirri von um að hann færi’, ‘berja dyra’, ‘forðast að verða ekki þannig’, ‘hún var nærri honum en hann’. í lærðum fyrirlestri heyrðist háskólaprófessor segja: ‘koma ærinni fyrir’ og ‘ást á sækýr- inni’. Afskræming tungunnar Ugglaust þykir ýmsum lesendum þessi sparðatínsla þarflaus smá- smygli, en hér er þess að gæta, að í mörgum tilvikum er beinlínis verið að afskræma tunguna, gera hana andkringislega. Sögnin að versla merkir bæði að kaupa og selja, en aldrei annaðhvort. Sögnin aö sigra hefur þrengri merkingu en vinna: maður sigrar andstæðing en vinnur kosningar. Nafnoröið endir er óhlut- stætt, en endi hlutstætt, til dæmis endi á kaðli, og því er í yfirfærðri merkingu hægt að binda enda á eitt- hvað, en alls ekki endi. Á íslensku fá menn yfirhöndina, enda er „hönd- inni“ málleysa; þágufall af hönd er hendi. Þegar menn em í stjóm, þá stjóma þeir, en þeir sem er stjómað em undir stjóm, til dæmis leikarar undir stjóm leikstjóra. Á sínum tima var saminn vinsæfl söngur um Tótu litlu tindilfætta og spjótum beint að „danska Mogga“, sem þótti natinn við fjóluræktina. Það átti ekki lengur við þegar ég hóf að starfa á Morgunblaðinu um miðjan sjötta áratug. Þá starfaði þar ungur prófarkalesari, Haukur Ei- ríksson, sem miskunnarlaust leið- rétti eða strikaði út hverja ambögu sem fyrir augu hans bar. Ríkisút- varpið hefur um árabil haft á sínum snærum málfarsráðunaut, en áhrifa hans gætir næsta sjaldan. Kominn er tími til að kenna hér- lendu fjölmiðlafólki móðurmálið frá rótum og ráða að öllum fjölmiðlum prófarkalesara og málfarsráðunauta sem ekki skirrast viö að taka þá málsóða í karphúsið sem leyfa sér að ausa daglega yfir landslýðinn rass- bögum og málleysum. Leikaraskapur Rúnar Helgi Vignisson ríthöfundur Nýlega fór ég ásamt fjöl- skyldu minni á vax- myndasafnið í Lundúnum, Madame Tussaud’s. Þar var mikið af frægu „fólki“ eins og gefur að skilja og stundum var maður ekki alitaf viss hvort um raun- verulegt fólk eða eftiriík- ingu var að ræða, svo eðlilegar voru sumar brúðurnar. Eðliiegust var samt sú sem leit út eins og óþekktur ferðamaður að taka myndir og biðu margir drykklanga stund eftir að hann smellti af. Þegar við komum af safninu héld- um við yfir í Hyde Park. Allt í einu kemur á móti mér maður með ung- barn á öxlunum. Ansi er hann líkur Michael Douglas þessi, hugsa ég með mér. Á eftir honum er kona með bamakerru og hún er ansans ári lík Catherine Zeta Jones, meintri eiginkonu kappans, nema hvað hún er heldur þreytulegri en ég hefði bú- ist við. Michael lítur hins vegar bet- ur út en ég heföi ímyndað mér. Ég dreg þá ályktun að konur séu fríkk- aðar í kvikmyndum, karlar gjaman gerðir ófrýnflegri, enda alls ekki nauðsynlegt fyrir þá að vera aðlað- andi til að komast áfram í lífinu. Gunnar og Grettir Þó að hjónin frægu væru til í annarri vídd, þeirri sem vaxmynda- „Með frœgðinni verða menn í einhverjum skilningi sameign heimsins - eins og fiskimið - og fá oft á tíðum ekki um frjálst höfuð strokið. Það eru tvíbent lífsgœði, meira að segja fyrir þá sem hafa mikla athyglisþörf.“ safnið gerir út á, gengu drengimir mínir framhjá þeim án þess að gefa þeim gaum og fannst ekkert merki- legt þótt við segðum þeim að þama væru heimsfrægir leikarar á ferð. Nokkrum dögum áður höfðum við verið í Manchester og drengim- ir meðal annars fengið eiginhandar- áritun hjá Roy Keane, hinum þekkta leikmanni Unitedliðsins. Hver er þetta? hafði þá mamma þeirra spurt. Þeir litu hneykslaðir á hana, glætan, að vita ekki hver þetta var. Ég reyndi að segja eldri syni mínum að þetta væm bara venjulegir menn þó að þeir hefðu náö góðum árangri á þessu sviði. Hann horfði á mig eins og ég hefði fengið heflablóðfall. Fyrir honum voru menn á borð við Roy Keane, svo ekki sé nú talað um Beckham, hetjur með goðsögulegar víddir, svona eins og Gunnar og Grettir. Samt gera þeir ekkert merkilegra en að sparka í tuðru, leika sér. Hjónin sem við sáum í Hyde Park hafa líka getið sér orð fyrir leik - fýrir að þykjast vera einhverjir aðrir. Af þessu má kannski ráða að leikaraskapur sé ein vænlegasta leiðin til að gera það gott. Að leika sjálfan sig Með frægðinni verða menn í einhverjum skfln- ingi sameign heimsins - eins og fiskimið - og fá oft á tíðum ekki um frjálst höf- uð strokið. Það eru tvíbent lifsgæði, meira að segja fyrir þá sem hafa mikla at- hyglisþörf. Leikmenn Manchester United komu á eðalvögnunum sínum að leikvanginum þar sem ör- yggisverðir fylgdu þeim inn. Sumir þeirra litu ekki einu sinni í áttina til aðdá- enda og uppskáru von- brigðastunu fyrir bragðið. Var það Roy Keane sem veitti sonum mínum eigin- handaráritun eða leikari með sama nafni? Festist maður ekki í ímyndinni, tekur hún ekki af manni völdin þegar frægðin er annars vegar? Ég veit ekki hvort Mich- ael Douglas og spúsa hans voru að leika, hann ham- ingjusama foðurinn, hún þreyttu mömmuna, en ef svo var þá gerðu þau það glettilega vel. Maður gat vel ímyndað sér að púkinn á öxlum foður síns hefði haldið vöku fyrir Catherine um nóttina og hún jafnvel neitað meintmn fíkli um greiða af þeim sökum. Við hin sem ekki fáum grilljónir fyrir að leika frægt fólk getum hugg- að okkur við að vera að öllum lík- indum við sjálf hvert sem við forum, þó að það geti reyndar verið skolli erfitt líka og mætti alveg vera betur launað. Kjallari Helgi Seljan í stjórn Bindindissam- takanna IOGT Alltof oft blöskrar mér sá tónn sem gefinn er í um- ræðum um áfengismál. Mér óar af þvílíkri léttúð er fjaliað um þessi mál, svo mikilli léttúð að allt er þar í gulli og glans og allt svo skemmtilegt og menningarlegt og ég veit ekki hvað og flýgur mér þá gjarnan í hug orðtak leikpersónu Jónasar Árna- sonar: Hvílík dýrð, hvílík dásemd. Það er í raun mikið umhugsunar- efni hvemig menn, sem maður telur nú með öllum mjalla, geta fjallað um áfengið án þess að koma í nokkru inn á þær afleiðingar sem af því geta stafað. Alltaf eru menn aö upphefja kosti þess og þann mikla menningarblæ sem vindrykkja beri með sér, hversu yndislegt það sé nú að menn skuli drekka hlutfallslega meira af bjór en sterkum vinum, „Alltaf eru menn að upphefja kosti þess og þann mikla menningarblœ sem víndrykkja beri með sér, hversu yndislegt það sé nú að menn skuli drekka hlutfallslega meira af bjór en sterkum vínum, þótt áfengismagnið sem innbyrt er sé meira hvernig sem á er litið.“ þótt áfengismagnið sem innbyrt er sé meira hvemig sem á er litið. Menn mæra léttvínsdrykkju og koma svo að lúmskum áróðri fyrir því að slík nauðsynja- og hollustu- vara verði nú að vera við hlið mjólkurinnar í matvöruverslunum og svona tónn gefinn utan enda. Fjölmiðlungar em svo iðnir við kol- ann og eiga fjálgleg viðtöl við vín- dýrkendur og gjöra þeirra orð svo að sinum og hnykkja jafnvel á í full- yrðingagleðinni: Hvílík dýrð, hvílík dásemd. Munar um hvert árið Svo langt gengur þessi áróður jafnvel að við bindindismenn eram sagðir hljóta að gleðjast yfir auk- inni áfengisneyslu af því að obbi aukningar sé í léttum vínum og bjór. Sjálfsagt má færa að því rök að iflskárra sé mönnum yfirleitt að sötra bjór og léttvín heldur en að hvolfa í sig sterkum vínum, en benda má einnig á þá staðreynd að af öllu þessu geta orðið alvarlegar afleiðingar. Við bindindismenn erum sann- færðir um það að það munar um hvert árið sem unglingamir okkar bragða ekki áfengi, enda hníga allar niðurstöður rannsókna í þá átt að það sé þó til bóta að fresta því sem allra lengst að byrja að drekka. Það breytir ekki þvi að okkar skoðun er sú að best sé að byrja alls ekki, aldrei. Ég hafði uppi á átján kennsluár- um mínum einfalda staðreynd fyrir nemendum minum þeim til um- hugsunar, því ég stundaði aldrei neinar prédikanir yfir þeim eins og sumir kynnu að halda. Ég sagði sem satt var aö ég heföi aldrei hitt fyrir þann bindindismann sem heföi séð eftir þeirri ákvörðun sinni að bragða aldrei áfengi, en því miður hefði ég hitt fjölmarga sem iðruðust þess sárlega að hafa farið að neyta þessa vökva. Enginn ætlar... Og það hljóta m.a.s. víndýrkend- ur að vita og viöurkenna að það ætl- ar enginn sem byrjar slíka neyslu að verða ánauðugur þræll hennar með öllum þeim afleiðingum sem fylgja þeirri ánauð. Og það þarf ekki ánauð til að rekast á hvarvetna í samfélaginu afleiðingar áfengis- drykkju og ég hirði ekki um upp að telja, svo augljósar sem þær ættu að vera öllum skyni bomum mönnum. Og þetta er mergurinn málsins. Það ætti að fjalla um þessi mál í heild sinni þegar um er rætt, í stað einhvers dýrðarhjúps sem vænstu menn sveipa áfengisneysluna og skiptir mig engu hvaða áfengistegund er til tínd. Af hveiju er ekki rætt oft- ar við þá sem kanna hinar hrikalegu afleiðingar og lagt gætu fram kaldar en óþægilegar staðreyndir í þessum efhum, af hverju er ekki rætt við menn sem kljást við hinar grimmu staðreyndir hjá svo alltof mörgum einstaklingum sem beðið hafa lægri hlut í glímunni við Bakkus? Mætti ekki aðeins oftar víkja að staðreyndum um skuggahliðamar, ræða við menn eins og Áma Einars- son, Óttar Guðmundsson, Þórarin Tyrfingsson, nú eða Þórólf Þórlinds- son, menn sem vita og þekkja, menn sem ekki eru á mála, heldur geta öfgalaust sagt frá og lagt öll spil á borðið. í 97% tilvika Mætti ekki líka minna á hina virtu bandarísku rannsókn sem greinir frá því að í nær 97% tflvika hefjist neysla annarra fikniefna undir áhrifum áfengis. Ég veit held- ur ekki tfl þess að þeir vísindamenn sem þetta framkvæmdu hafi flokkað áfengið eftir bjór, léttvíni eða sterk- um drykkjum! - Við bindindismenn biðjum aðeins um umfjöllun þar sem til aflra þátta er litið. - Og ég spyr: Er það tfl of mikfls mælst?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.