Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2003, Blaðsíða 17
16 MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 41 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aóalritstjórí: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, simi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugeró og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Það skríður til skarar Líklega gerist það aðra nótt. Og hefst með látum í skjóli myrk- urs. Bandarískir og breskir herir heQa fyrirséðasta stríð i sögu mannkyns. Fyrr um daginn hef- ur Öryggisráð Sameinuðu þjóö- anna setið að rökstólum og til- laga Bandaríkjamanna, Breta og Spánverja um afarkosti íraka ýmist verið felld eða Frakk- ar hafa beitt neitunarvaldi sínu. Til þess var tillagan sett fram; að sýna fram á að Sameinuðu þjóðirnar eru ekki færar um að taka afstöðu í þessu stórhitamáli! Svo skriður til skarar. Hundruð þúsund manna vígvél- in í kringum írak ratar sína slóð. Flugskeytavélarnar taka af stað frá hervöllum og herskipum úr norðri og suðri og fyrsta skotmark þeirra verða rafveitur í grennd við helstu byggðakjarna íraks á völlunum milli Efrat og Tigris. Það verður slökkt á landinu með þeim afleiðingum að sima- samband rofnar að mestu og fjarskipti truflast. Þar að auki skrúfast fyrir vatnsveitur til alls almennings og brunnar í jörðu hætta að virka. Næsta skotmark eru brýrnar yfir Efrat og Tigris. Mest- ur hluti íraka býr á völlunum milli þessara stórfljóta og hann verður einangraður með ofboðslegu áhlaupi flug- skeytavéla á helstu mannvirkin sem tengja landið saman. Almenningur skríður skjálfandi inn í hús sín, vatnslaus og ljóslaus og biður þess sem verða vill. Hermálasérfræð- ingar telja líklegt að stríðið í írak muni kosta um hálfa milljón manna lífið. Stærstur hluti mannfalls verði úr röð- um óbreyttra borgara. Það er með öllu óvist hvað stríðið i mekku siðmenning- arinnar mun taka langan tíma. Og þó það kosti sitt, ugg- laust um 24 milljarða dollara á viku, verður vígvélin ekki stöðvuð fyrr en síðasti liðsmaður Husseins liggur ýmist í valnum eða veifar hvítu flaggi. Líklegast er að herir íraka taki sér vígstöðu i fjölmenni borganna enda verður strið- ið öðrum þræði háð i fjölmiðlum og daglegar fréttir af miklu mannfalli saklausra borgara visasta leiðin til að draga kjarkinn úr Vesturlöndum. Leppstjórn Bandaríkjamanna sem tekur við völdum af Saddam Hussein mun öðru fremur kynnast orðatiltækinu um kálið og ausuna. Lýðræði er óþekkt á meðal þeirra 25 ríkja araba sem er að fmna í þessum heimshluta. Og lýð- ræði er ekki kennsluefni sem menn læra á nokkrum vik- um eða mánuðum. Bandaríkjamenn hafa verið í miklum brösum með afganska þjóð eftir að þeir steyptu harðstjór- um talibana af stóli. Liklegt er að írak minni um margt á endalok Júgóslavíu. Sagt hefur verið um íraksstriðið að það sé sönnun þess að menn verði að þekkja óvin sinn. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur verið að leita að óvini sinum allt frá því grimmilegir hryðjuverkamenn stefndu stolnum farþegavélum á mannvirkin vestra. Það hentar honum að mörgu leyti að benda á Saddam Hussein enda þótt með öllu sé óvíst - og jafnvel ólíklegt - að hann hafi hýst helstu illmenni al-Queda. Og enn sé óvist um brot íraka á vopna- hléssamningnum frá ‘91. Hvernig svo sem atkvæðin fara í Öryggisráðinu aðra nótt hefur Saddam Hussein tekist að tvístra Vesturlönd- um. Fyrir hans tilstilli hefur orðið til dýpri gjá í samskipt- um Evrópu og Ameríku en menn eiga að venjast. Og stjórnarflokkar eru byrjaðir að gliðna i sundur, svo sem eins og i Bretlandi. Jafnvel gömul heit um að gamlir for- setar Bandarikjanna þegi um gerðir eftirmanna sinna eru brotin. Carter segir Bush vera siðlausan. Er nema von að skrattanum sé skemmt. Sigmundur Ernir Skoðun ftuHMir. velterö. Ewróna on Ivðræðl Össur Skarphéöinsson formaður Samfylkingarinnar „Þingmenn flokksins, með Margréti Frímannsdóttur í broddi fylkingar, lögðu til afnám hinna ranglátu stimpilgjalda. Þar birtist viss sérstaða Samfylking- arinnar." Báðir vilja beita sér fyrir efna- hagslegum stööugleika, minni skattheimtu, öflugu atvinnulífi og gegn undirtökum einstakra of- urfyrirtækja á mikilvægum þátt- um viðskiptalífsins, svo sem mat- vælamarkaði. Það sem sker hins vegar Samfylkinguna afdráttar- laust frá Sjálfstæðisflokknum og skapar henni sérstöðu í íslensk- um stjómmálum er stefna henn- ar um auðlindir, velferð, Evrópu og breytingar á stjórnkerfi og lýð- ræði. Gjörbreytt kvótakerfi Auðlindastefna Samfylkingar- innar skapar flokknum algera sérstöðu. Við teljum grundvallar- atriði að aðgangi að sameiginleg- um auðlindum þjóðarinnar verði úthlutað á grundvelli jafnræðis en ekki einkavinavæðingar eða forréttinda hinna fáu. Að þjóð- inni sé greitt gjald fyrir réttinn til að nýta auðlindirnar en menn fái hann ekki ókeypis. Einu gild- ir hvort um er að ræða fiskimið í hafi, fallvötn á landi eða fjar- skiptarásir í lofti. Jafnræði og Ummæli „Það hvarflaði margt aö mér. Ég hefði getað farið í framboð fyrir annan flokk.“ Kristján Pálsson í Sunnudagskaffi Rásar 2. Fokiö í flest skjól „Það var tími til kominn að þetta mál yrði tekið upp á Alþingi. Þetta er mál sem mikilvægt er að rætt sé til hlítar á Alþingi og reynt verði að ná breiðri pólitískri samstöðu um að gera þær úrbætur sem nauðsynlegar eru. Það þarf að uppræta skattaskjólin. Leiöari Morgunblaösins á laugardag. Pólitískar bænir „Nú er þaö af sem áður var þegar enginn var svo mikill guðsvolaður aumingi að kirkjunni þætti ekki betra að hafa hann í sínum röðum og verstu fúlmenni gátu jafnvel notið kirkjugriða. Nú eru umhverfíssinnar ekki guðshúsum hæfir og lokað á þá þegar þeir knýja á, á þeim forsendum að bænarefni þeirra eigi ekki heima þar. Þú hlýtur að skilja að ég get ekki tilheyrt kirkju þar sem bænarefni mín eru óvelkomin." Davíö Þór Jónsson í grein í Morgunblaöinu. endurgjald eru meginreglur sem Samfylkingin mun ekki hvika frá. Við segjum umbúðalaust að núverandi kvótakerfi sé mesta ranglæti nútímans. Það hefur fært mönnum á silfurfati millj- arða af sameiginlegri eign þjóðar- innar. Stefna okkar um stjórn fiskveiða sker sig algerlega frá einokunarstefnu Sjálfstæðis- flokksins: Við höfum lagt til fymingar- leiðina sem felur í sér að kvótinn verði innkallaður í smáum, árleg- um áföngum þannig að sjávarút- vegurinn geti aðlagað sig breyt- ingunum. Við viijum sem mesta sátt um breytinguna og því er Samfylkingin reiðubúin til sam- ráðs um hve mikið skal innkallað á hverju ári. Kvótann, sem verður innkall- aður, skal aldrei selja úr sameign þjóðarinnar. Hann verður boðinn til tímabundinnar leigu á mark- aði svo allir þegnar landsins standi jafnfætis um möguleikann á því að afla sér kvóta. Aukið framboð á kvóta til leigu mun snarlækka kvótaverðið. Um leið mun hvatinn til brottkasts minnka. í upphafi erum við líka reiðu- búin að bjóða að stærstur hluti gjaldsins sem ríkið fær fyrir kvótaleiguna renni til útgerða sem kvótinn er innkallaður frá. Það ætti að auka líkur á sátt og hjálpa þeim sem hafa steypt sér í skuldir vegna kvótakaupa. Við viljum tryggja stöðugleika með því að leigja kvótann til langs tíma í senn. Sömuleiðis munu menn ekki þurfa að greiða leig- una fyrr en aflinn er kominn á land. Fiskveiðistefna Samfylkingar- innar tryggir því allt í senn: fisk- vernd, sanngjamt auðlindagjald sem er í takt við afkomu sjávar- útvegsins og algert jafnræði þegnanna gagnvart möguleikan- um til veiða. Lækkum skatta á barnafólk Atvinnulífið er undirstaða þéttriðins velferðarnets. Lægri skattar styrkja atvinnulífið. Sam- fylkingin studdi því skattalækk- un á fyrirtæki. Hún vildi raunar ganga lengra. Þingmenn flokks- ins, með Margréti Frímannsdótt- ur í broddi fylkingar, lögðu til af- nám hinna ranglátu stimpil- gjalda. Þar birtist viss sérstaöa Samfylkingarinnar. Afnám stimpilgjalda gagnast ekki bara fyrirtækjum heldur líka einstak- lingum. Jafnaðarmenn telja nefnilega tímabært að fleiri en fyrirtæki, stóreignafólk og há- tekjumenn njóti skattalækkana. Stöð 2 greindi frá því fyrir skömmu að núverandi ríkis- stjórn hefði skert barnabætur um samtals 11,4 milljarða. Ríkis- stjórnin klippti jafnframt á tengsl skattfrelsismarka og launaþróun- ar þannig að lágtekjufólk og bóta- þegar þurfa nú að greiða samtals einn milljarð króna í skatt á ári. í þessu felst ekki réttlæti heldur ranglæti sem er ekki boð- legt í samfé- lagi sem kennir sig við velferð. Samfylkingin hefur þess vegna lagt höfuðáherslu á að staða millitekjufólks, barnafjölskyldna og lágtekjufólks verði bætt á næsta kjörtíma- bili. Velferðar- stefna flokksins sker Samfylk- inguna algerlega frá Sjálfstæðis- flokknum: Hús- næði fyrir ungt fólk, fjölgun fé- lagslegra eignar- og leiguíbúða, sérstök afkomu- trygging sem miðar að því að enginn þurfi að lifa undir fátæktar- mörkum, minni tekju- tengingar í almanna- trygg- inga- kerf- mu og gagn- gerar um bæt Samfylkingin og Sjálfstœðisflokkurinn eru hinar miklu andstœður og átakapólar í íslenskum stjórnmálum. Þessir flokkar eiga þó ýmislegt sameiginlegt. heilsugæslunni. Kjarabætur, m.a. skattalækk- anir og hækkun grunnbóta, verð- ur auðvitað. að tímasetja og fram- kvæma með þeim hætti að stöð- ugleikinn í efnahagslífinu varð- veitist, eins og Seðlabankinn hef- ur bent á. Um hitt þarf enginn að efast að kjarabætur til millitekju- hópa, barnafjölskyldna og lág- tekjufjólks verða forgangsmál hljóti Samfylkingin umboð kjós- enda til að sitja í næstu ríkis- stjórn. Varfærin Evrópustefna Á íslandi eru matarverð og vextir af bankalánum langtum hærri en í löndum Evrópusam- bandsins. Spurningin um Evrópu snýst því um lífskjör. Vilja ís- lendingar Evrópuverð á mat? Vilja þeir Evrópuvexti af lánum? Viija þeir stöðugleikann og sam- keppnishæfnina sem fylgir því að taka upp evru í stað íslensku krónunnar? Samfylkingin hefur svarað spurningunni fyrir sinn hatt. Samfylkingin er eini íslenski Evrópuflokkurinn. Hún fylgir varfærinni Evrópustefnu sem felst í að ríkisstjórnin sæki í fullri alvöru um aðild að Evrópu- sambandinu og niðurstaða aðild- arsamninga verði borin undir þjóðaratkvæði. Þessi leið felur í sér að þjóðin sjálf tekur ákvörð- un um aðild en ekki stjórnmála- menn eins og Össur Skarphéðins- son eða Davíð Oddsson. Óttinn við að skip Evrópusam- bandsins kæmust í fiskimið ís- lendinga innan efnahagslögsög- unnar hefur einkum staðið í mönnum varðandi aðild. Rann- sóknir okkar hafa leitt til þeirrar niðurstöðu að svo verði alls ekki. Eitt vil ég hins vegar segja við lesendur DV til að taka af tví- mæli í því efni: Ef samningamenn íslands kæmu heim með slíka niðurstöðu myndi Samfylkingin ekki mæla með samþykkt hennar í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Landið eitt kjördæmi Eitt af því sem Samfylkingin mun leggja þunga áherslu á, kom- ist hún í ríkisstjórn, er að leggja niður núverandi kjördæmaskip- an og gera landið að einu kjör- dæmi. Það mun útrýma kjör- dæmapoti og tryggja að allir hafa sama atkvæðavægi. Þetta er einn veigamesti hluti nútímalegrar lýðræðisstefnu sem sker Sam- fylkinguna frá Sjálfstæðisflokkn- um. Samkvæmt henni mun Sam- fylkingin einnig beita sér fyrir að í framtíðinni verði teknar upp þjóðaratkvæðagreiðslur um vel undirbúin mál. Tengt því er á dagskrá flokksins að ráðast í til- raunaverkefni á sviði rafræns lýðræðis. Þar gætu íslendingar orðið frumkvöðlar. Samfylkingin hefur einnig samþykkt að þingið eigi að skerpa skilin milli sín og ríkis- stjórnar - löggjafans og fram- kvæmdavaldsins - með því að setja lög um að ráðherrar segðu tímabundið af sér þingmennsku. Við viljum líka styrkja Alþingi með því að koma á fót opnum rannsóknarnefndum svo þingið geti haft eftirlit með ráðherrum og ríkisstjórn. Samhliða þarf að setja skýr lög um ráðherraábyrgð sem ekki eru til í dag. Opnar fjárreiður stjórnmála- flokka eru gamalt baráttumál okkar. Kjósendur eiga rétt á að sjá hvort ákvarðanir stjórnmála- flokka geti hugsanlega tengst fjárframlögum fyrirtækja eða ein- staklinga. Hvort fyrirtæki eins og Baugur eða ístak, svo einhver séu nefnd, geti hugsanlega beitt miklum fjárframlögum til að hafa áhrif á ákvarðanir eða stefnu stjórnmálaflokka, eins og Sam- fylkingar eða Sjálfstæðisflokks. Einungis lög um opnar fjárreiður flokkanna geta tryggt þann sjálf- sagða rétt kjósenda. í sjö ár hafa þingmenn jafnaðarmanna lagt fram frumvarp að slíkum lögum. Jafnoft hefur þaö verið svæft svefninum langa. Nátengdar lýðræðisstefnunni eru hugmyndir Samfylkingarinn- ar um að nútímavæða stjórnkerf- iö. Stjómarráðið hefur verið nær óbreytt frá 1969 og byltingar á sviði fjarskipta og þekkingar- greina endurspeglast ekki í upp- byggingu þess. Þetta háir um- gjörð og umhverfí atvinnulífsins sem hefur þróast miklu hraðar en stjórnsýslan. Markmið Sam- fylkingarinnar er að straumlínu- laga stjórnkerflð, opna stjórnsýsl- una betur og endurskipuleggja stjórnarráðið með tilliti til nú- tímans. Þungamiðjan í tillögum okkar er að búa til eitt atvinnuvega- ráðuneyti úr landbúnaðar-, sjáv- arútvegs-, og iðnaðar- og við- skiptaráðuneytunum. Innan þess yrði stjómsýsla og stefnumörkun fyrir atvinnulífið í heild sinni yrði færð til nútímans og áhrif sérhagsmuna yrðu minni en nú er. Skýr stefna - skýr skilaboð Skilaboð Samfylkingarinnar eru skýr. Þau felast í nútímalegri stefnu sem tekur ótvírætt mið af hagsmunum landsmanna, jafnt atvinnulífs sem barnafjölskyldna. Skilaboð landsmanna verða einnig að vera skýr. Vilji þeir breyta um stjórnarstefnu og stjórnarstíl verða þeir að koma því tryggilega á framfæri við stjórnmálamennina. Til þess er engin önnur leið en efla þann flokk sem í dag er mótvægið við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrir hverju berst Saddam? „Það er öllum Ijóst að stjómmálaferill Saddams Husseim er ekki í neinu samrœmi við hugsjónir Sameinuðu þjóð- anna. Hann hefur margsinnis rofið friðinn, ráðist á ná- grannaríkin og valdið dauða milljóna manna.“ Nú fara allir lýðræðissinn- aðir menn í mótmæla- göngur gegn stríði við írak. Enginn vill stríð. Það fyrsta sem gleymist í slík- um göngum er oft sjálfur kjarni málsins. Hvaða markmiðum ætla menn að ná með lausn íraks- deilunnar? Frá mínu sjónarmiði snýst málið um alvarlega tilraun til þess að koma á fót alþjóðlegu valdi Samein- uðu þjóðanna til þess að leysa mannkynið undan ógn stríös og ger- eyðingarvopna og frelsa írösku þjóðina undan einræði og kúgun. Sameinuðu þjóðirnar voru stofn- aöar sem alþjóðleg samtök 24. októ- ber 1945 í lok hörmunga seinni heimsstyrjaldarinnar í þeim til- gangi að tryggja heimsfriðinn. Grundvöllur sáttmála Sameinuðu þjóðanna er að viðurkenning á með- fæddri göfgi mannsins og óaðskilj- anlegum réttindum allra manna sé undirstaða frelsis, réttlætis og frið- ar í heiminum. Ferill Saddams Husseins Það er öllum ljóst að stjómmála- ferill Saddams Husseins er ekki í neinu samræmi við hugsjónir Sam- einuðu þjóðanna. Hann hefur marg- sinnis rofið friðinn, ráðist á ná- grannaríkin og valdið dauða millj- óna manna. 1990 ræðst hann með her inn í ná- grannalandið Kúveit og leggur það undir sig. Sameinuðu Þjóðirnar (SÞ) úr- skurða írak árásaraðila og gefa hon- um frest til 15. janúar 1991 til þess að hverfa með her sinn úr Kúveit. Hussein hlýöir ekki áskoruninni og kallar her SÞ yfir þjóð sína. Hússein tekur til varnar gegn SÞ og er þannig kominn í stríð við hinar Sameinuðu þjóðir. Þannig leiddi hann dauða og eignatjón yfir þjóð- ina áöur en hann gafst upp, í stað þess að gefast upp fyrir ofúreflinu strax og hlífa eigin þjóð við hörm- ungunum. 27. febrúar 1991 gefst Saddam Hussein loks upp fyrir SÞ og sam- þykkir alia friðarskilmála þeirra. Einn af friðarskiimálunum var að írakar skyldu afvopnast undir eftir- liti SÞ. Hussein hefur ekki gert ann- að alla tíð síðan en að þvælast og tefja fyrir eftirlitsmönnum SÞ og þráfaldlega kallað yfir land sitt loft- árásir, viðskiptabann og einangrun. Auðugt land, sem á næststærsta ol- iuauð í heimi, er nú í rúst, fátækt og skuldum vafið. Þjóðartekjur á mann eru US $ 3.197 eða einn tíundi þess sem þær eru á íslandi. Þannig þurfa u.þ.b. 3 milljónir manna í írak að lifa af hinu sama og 300 þús. íslend- ingar. í raun enn minna því tekjum er miklu meira misskipt í írak en á íslandi og svo fer heilmikið af þjóð- artekjunum í ■ hernaðarbrölt, og er því ekki til skiptanna. Ógn gereyðingarvopna Mannkynið er búið að lifa við ógn kjamorkuvopna í hart nær 60 ár og er að vonum orðið langeygt eftir að fá að losna undan þessu oki. Þess vegna er það nauðsynlegt að nota hvert tækifæri sem gefst til að fjar- lægja þessa hótun með góðu eða íllu. Sérstaklega er brýnt að afvopna fyrst þær þjóðir sem ekki eru undir lýðræðislegu stjórnarfari. Minni ógn stafar af lýðræðisþjóðunum þar sem almenningur kýs stjómir þeirra og veitir þeim aðhald. Stjórnir lýöræð- islanda með frjálsa fjölmiðlun fá ekki svigrúm til að tortíma eigin fólki í stómm stíl né hrekja það í út- legð. Sjálfstæði og sjálfsákvörðunar- réttur sérhverrar þjóðar er að vísu einn af hornsteinum SÞ. Þjóðir láta sjálfsákvörðunarrétt sinn ógjaman frá sér fara. Ríki undir óstjóm spiiitra einræðisherra eru þó sífellt að grafa undan þessum sjálfsákvörð- unarrétti þjóðanna með linnulausu ofbeldi og kúgun gegn eigin þegnum og ögmn við aðrar þjóðir. Sameinuðu þjóðimar verða að fá vald tO að svipta slíkar einræðis- stjómir umboði til að stjóma við- komandi ríki og koma á lýðræðisleg- um kosningum í viðkomandi landi. Mannkynið getur ekki þolað það endaiaust að ríki undir brenglaðri einræðisstjórn hafi ótakmarkaðan rétt til að þróa ógnarvopn og í sam- vinnu við hermdarverkamenn setja mannkynið í gíslingu gereyðingar- vopna. Heimurinn er sífellt að minnka. Sjónvarp og gervihnettir og önnur nútíma fjölmiðlun minnka fjarlægðir á milli manna. Það er ekki hægt lengur að fela ódæðis- verkin fyrir fjölmiðlunum. Siðað fólk, í stofunni heima hjá sér, horfir ekki endalaust á náunga sinn pynt- aðan, sveltan og drepinn í stórum stíl. Það hlýtur að binda enda á eymd og þjáningar meðbræðra sinna. Almúgi heimsins má ekki lengur vera leikfang siðblindra valdafíkla. Við getum ekki beðið eftir því að kjamorkusprengja spryngi í ein- hverri stórborg heimsins og að rík- isstjórn þess lands, sem fyrir ódæð- inu verður, þurfi að færa sönnur á það hver illvirkinn sé. Slíkt er óraunhæft. Alþjóölegt vald gegn stríði 11. september 2001 varð heims- byggöin fyrir stórárás úr launsátri. Þá hófst gagnsókn sem ekki má enda nema með fullum sigri á þess- um mannskæðu illmennum. Þetta stríð fer fram á mörgum vígvöllum í einu. Ekki einungis gegn hermdarverkamönnunum sjálfum, heldur einnig gegn fram- leiðslu gereyðingarvopna, með efl- ingu lýðræðis, með eflingu mennt- unar og útrýmingu fátæktar. Með þeirri gereyðingartækni sem heim- urinn býr yfir í dag komumst við ekki hjá því að koma röð og reglu á heimsskipunina í samræmi við hug- sjón Sameinuðu þjóöanna. Bandaríkjamenn eru ákveðnir í að fara einir gegn írak ef ekki vill betur til. Það er bláköld staðreynd sem Saddam stendur frammi fyrir. Vandamál sem Saddam verður að leysa með hagsmuni þjóðar sinnar að leiðarljósi. Það væru afdrifarík mistök ef SÞ sætu hjá. Slíkt háttalag myndi leiða tii þess að SÞ yrðu sett- ar til hliðar. Fólk myndi missa trúna á því að SÞ geti gegnt þeirri skyldu sem þjóðir heimsins ætlast tii af þeim. Bandaríkjamenn neydd- ust til að taka við þessu hlutverki. Óijúfa samstaða er besta trygging gegn styrjöld. Þvi meira ofurefli sem stefnt yrði gegn írak þeim mun meiri líkur eru á því að írakar gefist upp án vopnaviðskipta. Ef baráttan er í nafni SÞ er óverjandi fyrir hann að fórna þjóð sinni til „síðasta blóð- dropa“ gegn þjóðum heimsins. Hann gerði best í því að gefast upp. Best að gefast upp strax íslendingar stóðu skyndilega frammi fyrir miklu ofurefli 9. maí 1940 þegar breskur her kom til Reykjavíkur að hernema landið og brjóta gróflega sjálfstæði og hlut- leysi þess. í stað þess að verjast og láta skjóta Reykjavík sundur og saman bauð þáverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson, fulltrúum inn- rásarliðsins í kaffisopa í stjórnar- ráðshúsinu við Lækjartorg. Þar náðist samkomulag um brottfór inn- rásarliðsins að heimsstyrjöldinni lokinni. Japanar gáfust upp fyrir MacArthur sem breytti landi þeirra í lýðræðislegt efnahagsstórveldi. Nú viija Japanar ekki hervæðast og hafa lofað sjálfum sér og umheimin- um að framleiöa aldrei kjarnorku- vopn né fara með ófriði á hendur öðrum. Bandamenn gerðu Þýska- land að svo mikiu friðar- og lýðræð- islandi að nú geta þeir ekki nuddað þeim út í stríð með þeim sjálfum. Hvaö er Saddam Hussein að verja gegn SÞ eða hinni bandarísku lýð- ræðisþjóð? írak á ekkert nema eymd. Olíu þeirra þarf ekki að taka af þeim með styrjöld. í frjálsum heimsviðskiptum er slíkur varning- ur venjulega keyptur á heimsmark- aðsverði hvers tíma. Hussein er aðeins að verja vald sitt til að kúga þjóð „sína“ og halda henni í heljargreipum sínum við hungurmörk fátæktar og volæðis. Almenningur heimsins á að skora á Hussein að gefast upp skilyrðis- laust án þess að láta vopnin taia og leyfa Sameinuðu þjóðunum aö koma á lýðræði í landi þeirra í samræmi við meðfædda göfgi mannsins og óað- skiljanlegum réttindum ailra manna. 4T «1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.