Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2003, Blaðsíða 27
51 MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 DV Tilvera & Sunshine State ★★★* xSÍf) Mannlíf í Ffórída Flórída er oft kallað Sól- skinsríkið og vísar John Sayles í nýjustu kvik- mynd sinni í þetta gælu- nafn. Fer hann þar i saumana á mannlífmu í smábæ þar sem máttur peninganna er að rústa bæjarlífið. í bænum eru blikur á lofti og bygg- ingaverktakar eru að taka eignar- námi ströndina og að sjálfsögðu á að byggja ferðamannaparadís með golf- velli og öllu tilheyrandi. í gegnum tvær konur sem koma á heimaslóðir eftn- nokkurra ára fjarveru kynn- umst við íbúum sem flestir eiga ein- hver leyndarmál í fórum sínum. Aflt eru þetta persónur sem við höfum áður séð hjá Sayles. Uppbyggmg myndarinnar er sér- lega vel heppnuð. Við hefjum leikinn á golfvelli (hvað annað) þar sem fjór- ir eldri kylfmgar ræða málin meðan þeir spila. Við erum síðan á milli at- riða að fá skondin samtöl fjórmenn- inganna meðan þeir eru að leik. Gef- ur þetta myndinni skemmtilega sér- stöðu og má segja að fjórmenning- amir gegni sama hlutverki og grísk- ur kór. John Sayles hefúr í tuttugu ár verið að gera kvikmyndir í Hollywood, aldrei samt verið á mála hjá stóru fyr- irtækjunum. Hann hefur varið sjálf- stæði sitt í kvikmyndum á borð við Eight Men Out, City of Hope, The Secret of Ronan Irish, Lone Star, Men with Guns og Limbo. Allt úrvalsmynd- ir sem bera sterk höfúndareinkenni Sayles, sem er margbreytileiki mann- lífsinsins og réttur smáborgarans. Sunshine State fer tvímælalaust í hóp betri mynda hans þar sem þröngt er fyrir og synd að hún skyldi ekki vera sýnd í kvikmyndahúsi hér á landi. -HK Utgefandi: Skífan. Gefin Ot á myndbandi og DVD. Leikstjóri: John Sayles. Bandaríkin, 2002. Lengd: 140 mín. Leyfð öllum aldurs- hópum. Leikarar: Angela Bassett, Timothy Hutton, Edie Falco, Jane Alexander og Mary Steenburgen. Race to Space ★★ Apaspil Fyrsti geimfari I Bandaríkjanna var ap- inn Ham. Þetta er stað- reynd sem fjölskyldu- myndin Race to Space byggir á. Það að api fór I fýrstur út í geiminn og ein persónan heitir Alan Shepard er það eina sem er sannsögulegt í myndinni. Aðalpersónan er hinn tólf ára gamli Wilhelm. Hann er sonur fremsta eldflaugasmiðs Bandaríkj- anna, hins þýska Wilhelms von Hubers. Wilhelm yngri, sem telur sig bandarískan og vill láta kalla sig Bill, hefur ekki náö sér síðan hann missti móður sína. Honum gengur illa í skóla og faðir hans bætir ekki úr með því að láta son sinn gangast undir heraga. Dag einn laumast Bill litli inn í skýli þar sem verið er að þjálfa apa. Þar hittir hann fyrir vandræðaapann Mac sem enginn ræður við. Þegar þeir líta hvor ann- an augum, Bill og Mac, þá er eins og tvær sálir veröi að einni. Þegar ljóst er að aðeins Bill getur ráðið við Mac, sem er gáfaðastur apanna, er hann fenginn til að vera með í þjálfuninni, þvert ofan í vilja fóður síns. Race to Space er létt skemmtun fyrir fjölskylduna. Hin ungi Alex D. Linz leikur Bill ágætlega. Hann hef- ur þó ekkert í Mac að gera sem auö- veldlega stelur senunni hvað eftir annað. James Woods leikur föðurinn og hefur útlitið með sér í hlutverk þýsks vísindamanns en gerir heldur mikið úr framburðinum. -HK Útgefandi: Myndform. Gefin út á myndbandi og DVD. Leikstjóri: Sean McNamara. Banda- rikin, 2001. Lengd: 104 mín. Leyfð öllum ald- urshópum. Leikarar: James Woods, Alex D. Linz, Annabeth Gish, William Atherton og Willi- am Devine. Banff-fjallamyndahátíðin í dag og á morgun: Ofurhugar og spennufíhlap Allir sem hafa áhuga á fjalla- mennsku og sporti tengdu úti- vist ættu að hittast á Banff - fjallamyndahátíðinni sem verð- ur í Smárabíói í kvöld og á morgun. Þar verður sýnt ísklif- ur, klettaklifur, mixað klifur, fjallamennska, kajakar, snjóflóð, BASE jump o.fl. o.fl. ÍSALP hefur tekið við undir- búningi og framkvæmd hátíðar- innar og er þetta liður í því að fylgja eftir meginmarkmiði klúbbsins sem er efling fjalla- mennsku á íslandi. Valið hefur verið úrval mynda sem þykja hafa skarað fram úr hver á sínu sviði og víst er að allir eiga eft- Crovue hittin afa konuefnisins Villileikarinn Russell Crowe frá Nýja-Sjálandi leigði sér þyrlu á dögunum til að fljúga til fundar við ömmu og afa tilvonandi eiginkonu sinnar, Danielle Spencer. Crowe flaug með áætlunarvél til Parísar þar sem hann hoppaði um borð í þyrluna sem flutti hann til Rufforth-flugvallar. Síðasta spölinn fór hann í bíl frænda kærustunnar. Ástæða heimsóknarinnar er sú að gömlu hjónin komast ekki til Fídjieyja þar sem skötuhjúin ætla að ganga í það heilaga. Frændi ber leikaranum vel sög- una og segir hann vera alveg ein- staklega ljúfan mann. Crowe er hins vegar vel þekktur fyrir að vera slagsmálahundur. C3 7. bekkurRG í Háteigsskóla í heimsókn á DV Anh The Duong, Arnar Már Gunnarsson, Bjarni Jóhannsson, Brynja Sveins- son, Brynjólfur Gauti Jónsson, Duy Hoang Duong, Einar Jimma, Hanna Karen Woub, Henríetta Otradóttir, Margrét Liv Árnadóttir, Mirra Sjöfn Jónsdóttir, Stefán Tumi Þrastarson, Svavar Órn Höskuldsson, Ylfa Garpsdóttir. Kennari er Ragnheiður Guömundsdóttir Jehovah’s Wetness Slegist í för meö fremstu ræöurum heimsins viö erfiöar aðstæöur. Blen heitir eilífðri tryggð Lesbíska sjónvarpsstjarnan Ellen DeGeneres gifti sig með leynd um daginn og við það tækifæri hét hún kærustunni, Alexöndru Hedison, ei- líföri tryggð. Alexandra er einnig leilckona. Þær stöllur hafa verið sam- an í tvö ár, eða svo. Bandaríska æsitímaritið Star segir frá því að þær Ellen og Alexandra geri enga tilraun til að fela hringana sem þær skiptust á við athöfnina. Heimildamenn herma að Ellen sé mjög lukkuleg með ráðahaginn og að það hafi verið hún sem bað kærust- unnar. Ellen tók saman viö Alexöndru fljótlega eftir að upp úr frægu sam- bandi hennar og Ann Heche slitnaði. ir að skemmta sér konunglega. Sumar myndirnar eru hæglætis- myndir og geta menn hallað sér aftur I þægilegum sætum Smárabíós og maulað á poppinu sínu. Aðrar eru spennupakkar svo að vissara er að hafa með- ferðis helstu tryggingatól og festa sig vel í stólana. Til viðbótar við þetta verður sýnd 15 mínútna mynd frá ísklifurfestivali ÍSALP 2000 í Ör- æfasveitinni. Einnig verður mynd frá skíðaferð nokkurra er- lendra ofurhuga á Tröllaskag- ann fyrir ári. -HK White Trax Hjólaö á einhjóli niöur haröfenni. , MYND BJÖRN G. ARNARSON Ur Skaftfellingi Feröafólk skoöar nýendurbyggöa rafstöö í Skaftafelli. Sírnts 4656 Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Slmi: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5MJÚKEÐJUR Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða Skaftfellingur kominn út: Samtími og sagnfræði „Við erum að dreifa 15. árgangi af héraösritinu Skaftfellingi til áskrif- enda og það sem heyrir til nýjunga hjá okkur er að stærri hluti efhis er úr samtímanum en áður og hluti ritsins er litprentaður," segir Sig- urður Hannesson, starfsmaður Menningarstofnunar Austur-Skafta- feflssýslu. Hann segir SkaftfeUing fjölbreyttan og nefhir greinar um Þórbergssetur, Vatnajökulsþjóðgarð og háskólasetur á Homafirði sem dæmi um áhugavert samtímaefni. Til sagnfræði teljist greinar um hrakninga í Homafjarðarfljótum og Skarðsfirði, mannvirki á Skeiðarár- sandi og gömlu rafstöðina í Skafta- felh. Zophonías Torfason er ritstjóri Skaftfellings og Prentsmiðja Homa- fjarðar sá um umbrot og prentun. -Gun. Aðalfundur 2003 AðalfundurTryggingamiðstöðvarinnar verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2003 í Sunnusal, Radisson SAS Saga Hótel, Reykjavík og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis en verða síðan afhent ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað. (g) TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.