Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 4
4 _ ______________________________________________ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 Viðskipti_____________________________________________________ dv Lífeyrissjóður verzlunarmana - séreignardeild: Langtímafjárfestingarstefna höfð að leiðarljósi „Séreignardeild Lífeyrissjóðs verzlunarmanna býður upp á eina ávöxtunarlarleið en hún er sú að séreignardeildin er ávöxt- uð samhliða öðrum eignum sjóðsins sem nú eru 102 milljarð- ar. Lífeyrissjóður verzlunar- manna er langtímafjárfestir og er það sjónarmið lagt til grund- vallar við fjárfestingar og eigna- stýringu á veröbréfasafni sjóðs- ins. Eignirnar eru ávaxtaðar með tilliti til þeirra kjara sem best eru boðin á hverjum tíma, að teknu tilliti til varúðarsjónar- miða, áhættu og verðtryggðra langtímaskuldbindinga sjóðs- ins,“ segir Þór Egilsson hjá Líf- eyrissjóði verslunarmanna. Hann segir að með hækkandi hlutfalli innlendra og erlendra hlutabréfa í verðbréfasafni sjóðsins mirni verða vart meiri sveiílna í ávöxtun sjóðsins á komandi árum. Til lengri tíma litið muni hærra hlutfall hluta- bréfa skila sjóðnum betri rauná- vöxtun en ef eingöngu hefði ver- ið fjárfest í skuldabréfum. „Skuldabréfasafn sjóðsins er að stærstum hluta til skuldabréf til langs tíma með ábyrgð ríkis- sjóðs og banka. Þannig hefur líf- eyrissjóðurinn tryggt sér örugga vexti af skuldabréfasafninu til langs tíma. Meðalraunávöxtun sjóðsins undanfarin 5 ár er 3,2%. Avöxtun sjóðsins á árinu 2002 var -0,8%,“ segir Þór. Vægi innlendra og erlendra hlutabréfa í eignasafni sjóðsins er 29% og hlutur skuldabréfa 71%. „Af ofangreindu má ráða að Lífeyrissjóður verzlunarmanna er álitlegur kostur sem vörslu- aðili séreignarsparnaðar þar sem langtímaíjárfestingarstefna er höfð að leiðarljósi við ávöxt- un á 102 milljarða eignasafni og rekstrarkostnaður er með því lægsta sem gerist eða aðeins 0,08% af eignum." í Séreignalífeyrissjóðnum eru fjölbreyttar fjárfestingarleiðir: Séreignalífeyrissjóður Búnaðarbankans er öflugur lífeyrissjóður sem hentar þeim sem hafa frjálst val um aðild að lífeyrissjóði. Sjóðurinn hentar einnig þeim sem vilja leggja fyrir í viðbótar- lífeyrissparnað. 1. Séreignabók ber hæstu verðtryggðu vexti bankans hverju sinni, nú 6%. Séreignabókin tryggir þér örugga ávöxtun og þú losnar við sveiflur verðbréfamarkaðarins. 2. Ávöxtunarleiðir 1, 2 og 3, aldurstengd verðbréfasöfn þar sem hægt er að velja um áhættu og vænta ávöxtun sem hentar mismunandi aldri. Kostir þess að greiða 10% lágmarksiðgjatd í Séreignalífeyrissjóðinn: » Góð ávöxtun miðað við sambærilega sjóði samkeppnisaðila. • Sameinar kosti samtryggingar- og séreignarsjóða. • Hæsta hlutfall séreignar af öllum lífeyrissjóðum. Öll séreign erfist. • Sveigjanlegir útborgunarmöguleikar. • Ávallt hægt að sjá hreyfingar og stöðu í Heimilisbanka Búnaðarbankans á Netinu. Þeir sem eiga séreignaspamað hjá öðrum vörsluaðila geta fært hann til Búnaðar- bankans og greiðir bankinn allan kostnað við flutninginn sem viðkomandi þyrfti annars að greiða. $)búnaðarbankinn Nánari upplýsingar í síma 525-6060 og í útibúum Búnaðarbankans um land allt. www.bi.is/lifeyrissjodur Sameinaði lífeyrissjóðurinn: Hægt aö velja milli tíu ávöxtunarleiða „Sameinaði lífeyrissjóðurinn er góður kostur fyrir séreignarsparn- að þar sem hægt er að velja á milli 10 ávöxtunarleiða. Nýta má fleiri en eina ávöxtunarleið samtímis og búa þannig til verðbréfasafn sem hentar þörfum hvers og eins. Auk þess er hægt að skipta um ávöxtun- arleiðir hvenær sem er, án kostn- aðar. Vegna mikilla lækkana á hlutabréfamörkuðum erlendis síð- ustu ár hafa margir rétthafar ákveðið að setja sparnað sinn í verðtryggðar ávöxtunarleiðir. Þar sem séreignarspamaður er lang- timaspamaður ráðleggjum við þeim sem yngri eru að fjárfesta hluta af sparnaðinum í hlutabréf- um. í sögulegu samhengi hafa margir hlutabréfasjóðir gefið betri ávöxtun yfir lengri tíma en innlend skulda- bréf. Fyrir þá sem vilja jafiia ávöxt- un og forðast sveiflur í ávöxtun, á#- r niælum við með —---------—* innlendum skuldabréfum," segir Jón Ingi Jón Ingi Árnason. Amason hjá Sameinaða lífeyris- sjóðnum. Hann segir sérstöðu Sameinaða lífeyrissjóðsins liggja á ýmsum sviðum: Góð ávöxtun Ávöxtunarleið 2, sem er innlend- ur skuldabréfasjóður hefur gefíð góða ávöxtun síðustu ár og er hag- stæð leið fyrir þá sem vilja taka litla sem enga áhættu með séreign- arspamað sinn. Fjölbreyttar ávöxtunarleiöir Sameinaði lífeyrissjóðurinn býð- ur 10 ávöxtunarleiðir, fjölbreytta hlutabréfasjóði auk innlendra skuldabréfa. Fjárfestingaleiöir 3-8 eru ávaxtaðar hjá einum af stærstu sjóðafyrirtækjum heims, Janus og Vanguard í samstarfi við Virðingu hf. Yfirlit um innborganir og ávöxt- un eru send út 2-3 á ári. Allar ávöxtunarleiðir eru gerðar upp dag- lega þannig að viðskiptavinir okkar geta hvenær sem er fengið að vita hvemig ávöxtun fjármuna þeirra er háttað. Sameinaði lífeyrissjóðurinn er með lægsta umsýslugjaldið (0,1- 0,2%) af þeim vörsluaðilum sem bjóða hlutabréfa- og skuldabréfa- leiðir, en fjármálafyrirtæki eru með allt að 3%. Ólíkt því sem tíðkast hjá mörgum fjármálafyrir- tækjum er enginn munur á kaup- og sölugengi á verðbréfum hjá okk- ur sem þýðir að lífeyrissjóðurinn tekur ekki þóknun fyrir að selja viðskiptavinum sínum verðbréfin. Virkt innheimtuferli Verði vanskil á séreignarspam- aði sjóðfélaga annast starfsmenn sjóðsins innheimtu hans ásamt því að innheimta dráttarvexti sem leggjast óskiptir inn á reikning rétthafa sparnaðarins. -Traustur banki -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.