Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 2
oru hvar? Það var margt um manninn á Hverfisbarnum um helgina og var fólk sam- mála um að lítið bólaði á djamm- þreytu f mannskapn- um þrátt fyrir enda- lausa djammdaga f apríl. Rakel McMahon, nýkjörin ung- frú ísland.is, var ein þeirra sem létu sjá sig um helgina en einnig mátti sjá módelstelpurnar Elfu Bjðrk Barkar- dóttur og Ásdíst Rán Gunnarsdóttur, örnu Pétursdóttur verslunarstjóra í Kiss og fyrrum Playboy-módel, Rúnar Freyr Gfslason leikari var hress og )í það sama mátti segja um útvarps- .V strákana Dodda litla, Bjarka Sig og V Heiðar Aust- mann af FM957. Svav- ar Örn tók út útlitið á mannskapn- um og Dóra Takefusa og Brynja Þorgeirsdóttir fréttakona af Stöð 2 voru í miklu stuði. Þá var Grétar Sig KR-ingur á staðnum, Robbt Chronic plötusnúður var glaður og eins sást til Villa ringulreið, Gúrýj- ar, Huldu Bjarna af Létt 967, Kidda Big- foot gleðipinna, Samma úr hljómsveit- inni Jagúar, Gassa gfr, Sigurpáts sf- hressa, Hemma feita af Muzik 88,5, Betu- rokk, Sigga dans og Vaida auk Vals Heið- ars Sævarssonar, söngvara f Buttercup. Fjölnir tattú barði bongótrommur á efri hæð Astró um síðustu helgi við mik- inn fögnuð viðstaddra og létu sterkir menn sig ekki vanta á staðinn. Þar sást til að mynda f Magnús Ver Magnússon kraftajötunn og félaga hans Auðunn Jónsson ásamt fleiri „hrikalegum" pilt- um. Kiddi íVínyl sat að sumbli ásamt félögum sfnum og Ásdfs Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta lét sig ekki vanta. Þá voru mætt- ir aldavinirnir og viðskiptafélagarnir Valgeir Magnússon og Sigurður Hlöðversson sem flestir þekkja eflaust betur undir nöfnunum Valli sport og Siggi Hlö. Þá sást í Söru G, Disco Brothers og allt hitt Ministry of Sound-liðið auk þess sem tipp- togararnir marg- frægu skemmtu sér til lokunar. Ekki fylg- ir sögunni hvort þeir héldu lókunum í brókunum allt kvöld- ið ... BODY LOTION ...ferskt og nútlmalegt Gaukurinn var þéttskipaður um síð- ustu helgi og strákarnir í Sóldögg þóttu standa sig eíns og hetjur. Á með- al þeirra sem voru á svæðinu voru Andri úr írafári, rótararnir Orri og Bjarki, Magni úr Á móti sól, fris Kristinsdóttir og Egill Rafnsson ásamt félögum sín- um úr Ber og Freyr Ijósálfur. Jónatan Grétarsson Ijósmyndari hjá Fróða var mættur eins og Öli af Amsterdam, Jónas af Astró, Jói B snókermaður og Hannes f Góu. Rokkhljómsveitin Mínus hefur gert stutt hlé á tónleikaferðaiagi sínu um Bretiand en er á leiðinni aftur út eftir helgi. Strákarnir hafa verið rændir tvisvar til þessa en eru hvergi af baki dottnir og sögur ganga af þeim sem mestu partíljónum þarna úti. Fókus heyrði í Frosta gítarleikara. Nyja efniS leggst vel í fólk Strákarnir í Mfnus hafa lent í ýmsu á túr sínum um Bretland; verið rændir tvisvar og sagðir mestu partígaurarnir í bransanum. „Bjössi trommari var rændur af fjórum skuggalegum svertingjum um daginn. Þeir stálu debet-kortinu hans, börðu upp úr honum pin-núm- erið og tæmdu svo reikninginn hans,“ sagði Frosti Logason, gítar- lcikari Mínuss, þegar Fókus sló á þráðinn til hans í vikunni. Mínus eru í stuttu stoppi hér á landi eftir að hafa aflýst nokkrum tónleikum á ferðalagi sínu um Bretland. Rændir AF KRAKKFÍKLUM „Svo vorum við allir rændir þegar brotist var inn í bílinn okkar. Það voru einhverjir krakkfíklar sem mölvuðu rúðuna á meðan við vorum inni í sándtékki. Þeir stálu geislaspil- aranum úr bílnum og ýmsum per- sónulegum munum okkar. Við þurft- um svo að borga þetta allt því við vorum ekki tryggðir. Þetta var nátt- úrlega áfall fyrir okkur og túrinn fjárhagslega en þetta var samt ekki ástæðan fyrir að við komum heim,“ segir Frosti. „Það var bætt sjö tónleikum við túrinn okkar í Bretlandi í maf og svo við fengjum eitthvert frí fyrir Banda- rfkjatúrinn ákváðum við að hætta við þrenna tónleika um daginn til þess að ná aðeins að hlaða batteríin hér heima.“ 38 TÓNLEIKAR Á 39 DÖGUM Hvemig hefur túrinn gengið fyrir utan þessi áföll? „Við erum mjög ánægðir með hvemig hefúr gengið. Við höfum ver- ið að spila mest nýtt efni sem verður á plötunni okkar og það leggst mjög vel í fólk. Við spiluðum á Kerrang! Weekend Festival sem er stór og þekkt hátíð þama og í kjölfarið bað hljómsveitin Amen okkur að spila með sér á leynigiggi. Það var haldið á 150-200 manna stað og það voru 70 blaðamenn á gestalistanum. Restin var svo harðir aðdáendur sem höfðu heyrt af tónleikunum á Netinu. Þetta gigg heppnaðist mjög vel.“ Almennilegt rokklífemi á ykkur? „Það er alltaf eitthvert rokk á okk- ur. Við hittum allavega blaðamann frá Kerrang sem spurði hvort sá orðrómur væri réttur að við hefðum verið „hörðustu partígauramir" á Kerrang! Weekend Festival,“ segir Frosti og glottir. Það er viðbúið að það verði meira rokk á Mínus á næst- unni því seinnipartinn í maí leggja drengimir upp í túr um Bandaríkin þar sem þeir leika á 38 tónleikum á 39 dögum! Platan þeirra, Halldór Laxness, kemur út um miðjan maí. Forsíðumyndina TÓK E.Ól. af Rakel McMahon Strákarnir f Nexus: flllt á fullu f myndasögunum Sumarið nálgast: Taktu frfið með stæl Birgitta og írafár: Er ævintýrið endalaust? Kosningar um næstu helcji: Tvffarar politfkusanna Prix-hátfðin f Færeyjum: Goðir Gestir ■m Rakel McMahon.is: Koronan verður að bfða Höfundar efnis Eiríkur Stefán ÁSGEIRSSON eirikurst@fokus.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@fokus.is Trausti Júlíusson trausti@fokus.is FOKUS@FOKUS.IS WWW.FOKUS.IS f Ó k U S 2 2. maÍ2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.