Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2003, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2003, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 M agasm „Ég er alltaf með tár í augunum" Spurning: Mig langar að vita hvort eitthvað sé hægt að gera því að ég er alltaf með tár í augum, það er aðal- lega þegar ég er úti þá felli ég tár og sértaklega á hægra auga. Þetta gerist líka þegar ég er inni en ekki eins mikið. Með von um jákvæð við- brögð. Svar: Sennilegasta skýringin á þessu er augnþurrkur (já, augnþurrkur!). Erting í aug- um vegna þurrks ræsir stóru tárakirtlana fyrir ofan augun og framkallað táraílóð. Ein- kennin minnka ef fólk setur gervitár í augun, sem fást í apótekum án lyfseðils. Láttu augnlækni líta á þig og at- huga málið. www.Doktor.is „Ég er hrædd um ab ver&a blind" Spurning: Ég er alltaf með þoku yfir auga mismunandi mikla, en ég hef miklar áhyggjur, ég er reyndar búin að fara til augnlæluiis og hún segir að það þurfi að skipta um augnstein! (vinstra augað sé ónýtt). Ég er hrædd um að verð blind.... Hvað eru mikl- ar likur á að svona aðgerð heppnist? Er ég að taka mikla áhættu með því að fara í aðgerð? Svar: Þessi aðgerð er sú al- gengasta sem framkvæmd er á landinu og ein sú örugg- asta! Sjúklingar segja nær undantekningarlaust eftir að- gerðina að þetta sé miklu minna mál en þeir töldu og sögðust hreinlega sjá eftir að hafa kviðið svona mikið fyrir henni. Þegar ský á augasteini hef- ur náð ákveðinni stærð og rýrt sjónina ákveðið mikið er rétt að nema brott augastein- inn og setja nýjan augastein í staðinn. Líkumar á því aö slík að- gerð heppnist og að þú hljótir bót á sjóninni eru yfir 95%. Augað er deyft vel með drop- um fyrir aðgerðina - í dag eru ekki einu sinni notaðar sprautur - og þú ferð heim samdægurs. Með von um að þessar upplýsingar rói þig, ef þú vilt spyrja frekar, endilega sendu aflur fyrirspum. www.Doktor.is „Ég er hrædd um Spurning: Ég á 6 ára dótt- ur sem mér finnst vera með svo hraðan púls eða ca. 100 slög á mínútu (skv. sjálfvirk- um blóðþrýstingsmæli) þegar hún er í rólegheitum. Hver er eðlilegur púls hjá börnum á þessum aldri? Svar: Hjartsláttur hjá 6 ára barni er ekki óeðlEegur þótt að hann reynist um 100 slög/mín. Hjartsláttur hjá ný- burum og ungum börnum er hraðari en hjá fullorðnum, en eðlUegur hjartsláttur fullorð- inna er á milli 60 og 100 s/m. Ekki er því ástæða til að rannsaka frekar 6 ára barn með hjartslátt um 100 s/m sem annars lítur vel út. www.Doktor.is Oo/cfor. /s íyf - heli$0 - sjúkdómar DV Ólöf Högnadóttir opnar bráðlega Fótaaðgerðastofu Grafarvogs í Spönginni 37 ásamt koliega sínum, Hildi Jakopsdóttur, sem einnig er lærður fótaaðgerðafræðing- ur. Þær lærðu iðn sína í Noregi, en þar er fótaaðgerðafræði þriggja ára nám. Magasín-mynd ÞÖK Fæturnir eru undirstaða líkamans og góðir skór eru forsenda fyrir góðri heilsu: Fæturnir gleymast „Góðir skór eru undirstaða góðrar heilsu. Ef notaðir eru skór sem henta ekki, er verið að búa til ýmiss koiiar líkamleg vandamál í ailt stoðkerfið. Þetta gildir al- veg frá fyrstu tíð. Það sem skiptir mestu máli er að velja góða skó í vinnu og til að nota heima við. Grundvallarregla, sem gott er að hafa í huga viö val á skóm, er að skórinn fylgi lagi fótarins, hann má hvergi kreppa að,“ segir Ólöf Högnadóttir sem er fótaaðgerðafræðingur að mennt. „Vöðvabólga, bakverkir og eymsli í hnjám eru til dæmis stoðkerfisvandamál sem oft er hægt að draga verulega úr með því að nota skó sem henta hverju sinni.“ Fótaaógeróafræói fjölbreytt nóm Ólöf opnar bráðlega Fótaaðgerðastofu Grafarvogs í Spönginni 37 ásamt kollega sínum, Hildi Jakobsdóttur sem einnig er lærður fótaaðgerðafræðingur. Þær lærðu iðn sina í Noregi en þar er fótaaðgerða- fræði þriggja ára nám. Námið er fjölbreytt og meðal annars er kennd sýklafræði, sjúk- dómafræði og allt um uppbyggingu vöðva og beina. Ólöf segir muninn á fótaaðgerð og fót- snyrtingu vera mikinn en oft sé þetta tvennt þó sett undir sama hatt. Fótaað- gerðafræöingar tilheyri heilbrigðisstétt- inni en snyrtifræðingar stunda eingöngu fegrunaraðgerðir. „Hlutverk fótaaðgerðafræðinga er fyrst og fremst að ráðleggja fólki varðandi rétta fótaumhirðu og fyrirbyggja fótavandamál." Fótaaögerðafræðingar skera til dæmis burt sigg og líkþom, þynna þykkar neglur, meðhöndla vörtur og iaga inngrónar negl- ur. Eins eiga fótaaðgerðafræðingar að geta greint til dæmis tábergssig og skekkjur í hæl og veitt ráðleggingar varðandi rétta skó og innlegg og búið innlegg til ef þess er óskað. Algengt er að veikindi séu tengd stoökerfinu „Ef vinnuveitendur gerðu sér grein fyr- ir þvi hve mikið myndi sparast ef starfs- fólk þeirra fengi ráðgjöf um val á skóm og myndi fara eftir henni þá myndi sennilega fyrir löngu vera búið að gera slíka ráðgjöf að föstum lið hjá mörgum fyrirtækjum, því oft má rekja veikindi starfsmanna tii stoð- kerfisvandamála." Konur hugsa oft vel um húð sína og hár en fæturnir vilja gleymast. „Fæturna þarf að hugsa vel um því eins og ég hef áður sagt þá bera þeir uppi lík- ama okkar og sé illa hugsaö um þá getur það leitt tE stoðkerfisvandamála en sumir þurfa að huga betur aö þeim en aðrir." Æ&a- og taugahrörnun „Þegar fólk eldist eru æða- og tauga- hrörnun eðlilegur öldranarferill og þvi minnkar oft tilfinningin í fótunum. Einnig verður sjónin lélegri og hreyfigeta minnk- ar. Eldra fólk á því sérstakt erindi til fóta- aðgerðafræðinga sem geta kennt rétta fótaumhirðu og ráðlagt þeim um rétt skó- val. Um 50% fólks á sextugsaldri þarf á að- stoð fótaaðgerðafræðinga að halda og hlut- fallið eykst um 10% með hverjum áratug." Ólöf segir að skór og sokkar sem leyfa ekki lofti að leika um fótinn geti gert að verkum að fólk fái fótasveppi. „Til eru dæmi um að einstaklingar séu með slíkar sýkingar í fæti án þess þó að vita af því. Flestar sýkingar byija milli fjórðu og fimmtu táar, húðin þar verður hvítleit og springur auk þess sem kláði gerir stundum vart við sig. Ef sýking er ekki greind nógu snemma og meðhöndluð, getur hún dreift sér i húðina undir fætinum og borist í neglur og þá er erfitt að meðhöndla sýking- una án lyfseðilsskyldra lyTja.” Sokkar og inngrónar neglur Alkunna er að leður andar, þvi munu vafalaust margir telja sig vel setta í leður- skóm því þeir ættu jú að hleypa lofti að fót- unum. En Ólöf segir suma leðurskó vera húðaða plastfilmu til að veija leðrið, P.U leður er dæmi um slíkt leður. Ólöf vill því benda fólki á að vanda val sitt þegar velja á góða skó. „Þröngir og óhentugir skór geta valdið inngrónum nöglum en það geta þröngir sokkar lika gert. Fólk ætti helst að velja sér ullar-, bómullar- eða silkisokka og passa að þeir séu ekki of þröngir. Einnig eru komnar einhveijar gerðir af sokkum úr gerviefnum sem anda og ef þeir eru ekki of þröngir geta þess konar sokkar einnig verið góður kostur." -þal Litlar baðbombur Blandið saman í skál. 1/2 bolli matarsóda. 1/4 bolli sítrónusýru (citric acid). 2 matskeiðum púðursykri. Blandið saman í aðra skál: 1 matskeið kókosolíu (ilmlausri, í föstu formi. Yggdrasill). 1 tsk. Aloe vera gel. 1 tsk. möndluolíu (ilmlausri. Yggdrasill, Body Shop). 1 tsk. hunangi. 1 tsk. E-vítamínolíu (Heilsuhús- ið). 1 tsk. ilmolíu. Til að fá lit í sykurmolana er hægt að bæta smámatarlit í blönduna. Hellið þessu yfir þurru hráefn- in og blandið vel saman, setjið í mót. T.d. klakamót. Takið úr mótinu og látið þoma alveg. Hægt er að pakka molunum inn í plastfilmu, geyma þá í litlum pokum, eða jafnvel hafa molana til skrauts í hillunum. Málshátturinn Enginn er alheimskur ef þegja kann r m o II Vanilludropar Setjið vanilludropa í bómullarhnoðra og geymið á litlum disk þar sem böm ná ekki til. Vanillan á að virka vel til að ná burt ólykt af ýmsu tagi. Tilvalið í bílinn, ískápinn og svo framvegis. Matarsódi Setjið matarsóda á disk og geymið í ískápnum. Virkar vel til að eyða vondri lykt sem vill koma í iskápinn. Skiptið um matarsóda einu sinni í mánuði og þá er gott að hella matarsódanum í niðurfallið því það eyðir vondri lykt þar. Þannig er matarsódinn nýttur til hins ýtrasta. Það virkar einnig vel að nota matarsóda til að eyða lykt í flöskum og öðrum ilátum. Fyllið ílátið með vatni, setjið smáslurk af matarsóda út í vatnið og látið bíða yfir nótt. Þvoið svo ílátin eins og venjulega. Sink og sykur Taktu sink reglulega og minnkaðu sykur- neyslu, þannig er hægt að minnka svitalykt til muna. Fljótandi svitalyktareyöir Hér eru þrjár uppskriftir að fljótandi svitalyktareyði. Uppskrift 1. Skerðu engiferrót í bita. Settu bitana í hreina tusku (bleyjutuska virkar best) og kreistu safann úr rótinni. Uppskrift 2. Leystu 1 msk. af matarsóda upp í 2 dl. af vatni. Uppskrift 3. Vanilludropar Geymdu vökvann í lokuðu íláti og notaðu bómullarhnoðra til að nudda vökvanum undir handarkrikana. -Þal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.