Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2003, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2003, Side 14
FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 14 M, agasm Bíómola r Iss, bara 12 tímar Kínverska leikkonan Zhang Ziyi, sem þekktust er fyrir hlut- verk sitt í Crouching Ti- ger, Hidden Dragon, sagði í viðtali fyrir skömmu að hún teldi að bandarískir leikarar ynnu ekki nógu mikið. Að Hollywood-stjörnur séu of- dekraðar af því að þær vinni „aðeins“ 12 stundir á dag og hafi eigin húsbíl til umráða. „í Kína þarf maður að vinna alla vikuna 18 stundir á dag,“ sagði Ziyi við Der Spiegel. „Banda- rískir leikarar vinna bara á virkum dögum og fá fri um helgar til að slappa af.“ Ziyi hef- ur nýlokið við að leika í nýrri mynd, Hero, sem verður að telj- ast til Hollywood-geirans. Hún segir þó lífið sem leikari þar i bæ ekki heilla sig. Fékk heilahristing Josh Hart- nett þurfti að ganga í gegnum ým- islegar raun- ir við tökur á myndinni Hollywood Homicide sem verður frumsýnd vestra á föstudag. Hann fékk til að mynda heilahristing þegar áhættuleikari keyröi bíl á gervibifreið sem í voru þeir Hartnett og meðleikari hans, Harrison Ford. Slysið átti sér staö á meðan á tökum stóð í jan- úar síðastliðnum. „Þetta var all- myndarlegt slys. Þar sem engir loftpúöar voru í bílnum gerði það illt verra. Ég fékk heila- hristing og tognaði á nára," sagði Hartnett í útvarpsviðtali. „En það var áhættuleikarinn sem allt i einu tók upp á því að gera hlutina öðruvísi en var æft.“ Frá Grönnum til Hollywood Fyrrum Ná- granna-stjam- an Emma Harrison, er lék Joanna Evans i þátt- unum árin 1995-1997, hef- ur verið ráðin til að leika í nýju Robert Altman- myndinni, The Company. Neve Campell fer einnig með hlutverk i myndinni ásamt dönsurum úr Joffrey-akademíunni en hún íjallar um hinn kröfuharöa heim ballettsins. Campbell mun leika stúlku sem er á barmi þess að verða fastráðinn leikari meö virtum dansflokki en ekki er enn vitað hvaða hlutverk Harrison mun taka að sér. Hún hefur ný- lokið við að leika í Intolerable Cruelty með þeim George Cloon- ey og Catherine Zeta Jones sem var hennar fyrsta kvikmynda- hlutverk. Sharon sem Sharon Stone hefur fengið boð um að leika fyrrum for- setafrúna Hillary Clinton í nýrri sjón- varpsmynd sem á að fjalla um núverandi öldungadeildarþing- manninn. Myndin byggir hand- rit sitt á metsölubókinni Hill- ary's Choice en hún verður sýnd í bandarísku sjónvarpi á næsta ári. Bókin segir frá lífl þeirra Bill og Hillary Clinton frá því aö hann var kjörinn forseti lands- ins og þau fluttu inn í Hvíta hús- ið í Washington. Hiilary? John Travolta leikur aðalhlutverkið í Basic: Endurlífgaður á miájum ferli leika hlutverk í unum Urban Cowboy og Blowout John Travolta var skærasta stjama heimsins á 8. áratugnum. Á þeim níunda átti sér stað mikið stjömuhrap og eyddi hann honum og fyrstu árum þess tíunda í „ræsi“ Hollywood þar sem fáir virtu hann viðlits. Þá kom Quinten nokkur Tarantino til sögunnar og eftir 1994 var hann aftur orðinn einn heitasti leikari heimsins. Ein mesta endur- koma leikara fyrr og síöar var orð- in staðreynd. í Basic leikur Travolta lögreglu- manninn Tom Hardy sem er feng- inn til að leita uppi herflokk sem týndist á meðan heræfing þar sem ýmislegt fór úrskeiðis stóö yfir. Ólíkir foreldrar John verður fimmtugur á næsta ári. Hann kemur frá Englewood í New Jersey en er af itölskum og írskum ættum. Faðir hans, Sal- vatore, var mikill íþróttagarpur í æsku en vann sem dekkjasölumað- ur á sínum fuUoröinsárum. Það var móðir hans, Helen, sem var lista- maðurinn í fjölskyldunni. Hún lék í útvarpsleikritum og starfaði bæði sem leikari og leikstjóri áður en hún tók að sér að kenna leiklist í miðskóla. Báðir foreldramir höfðu mikil áhrif á John og fjögur systkini hans en Salvatore byggði fjölskyldu- leikhús í kjallaranum þar sem börn- in gátu notið sín. Það varð snemma ljóst að John vildi helga sig skemmtibransanum. Hann elskaði Bítlana og lærði að spila á gítar. Honum þótti líka gam- an að dansa og vann meira að segja tvist-danskeppni ungur að árum. Snemma beygist krókurinn. 12 ára gamall kom hann sér að á leiklistamámsskeiði og fór að starfa í bæjarleikhúsum og svokölluðu kvöldverðarleikhúsi. En hann ólm- aðist vitaskuld eins og aðrir ungir drengir og tókst til að mynda að brjóta nefið á sér þegar hann lék sér i sundlauginni. Til stóra eplisins Hann hætti i skóla 16 ára gamall, með leyfi foreldra sinna, og fluttist til systur sinnar á Manhattan í New York til að reyna að koma sér að í leikhúsheimi borgarinnar. Það gekk ágætlega en hann þurfti samt sem áður að vinna hin ýmsu „venjulegu" störf til að ná endum saman. Hann fékk hlutverk í mörgum off-Broad- way uppfærslum, tO að mynda Grea- se þar sem hann lék Doody, sem var þó aðeins smáhlutverk. En engu að síður var hann kominn með myndar- lega ferilsskrá sem átti eftir að koma honum vel síðar meir. Snemma á 8. áratugnum var hann ráðinn í ýmis smáhlutverk í sjón- varpi en fyrsta stóra tækifærið birt- ist árið 1975 þegar hann var ráöinn í hlutverk Vinnie Barbarino í sjón- varpsþættinum Welcome Back, Kotter. Barbarino var mikill töffari og var John stjarna þáttarins. í kjöl- farið kom kall kvikmyndanna og var hans fyrsta hlutverk í myndinni The Tenth Level sem skartaði einnig William Shatner. Þá kom Devil’s Reign með Ernest Borgnine Allt á uppleið Brian De Palma réð John til að Carrie og þótti honum takast það vel. John vildi þó líka láta til sín taka i al- varlegum hlut- verkum og lék Tod Lubitch sem liföi sínu lífi í plastkúlu í mynd- inni The Boy in the Plastic Bubble. Þar kynntist hann Di- ana Hyland sem, þrátt fyrir að vera 18 árum eldri, varð ást- kona hans. Allt gekk honum í haginn. Hann hafði fundið ást- ina, var vinsæll leikari og tónlist- armaður en hann gaf út 3 plötur sem áttu nokk- urri velgengni að fagna. En það besta átti enn eftir að koma. Árið 1977 lék hann Tony Manero, búðarstarfsmann á daginn og diskókonung á kvöldin, í Satur- day Night Fever. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um vinsældir myndarinnar og kannski þá sér- staklega tónlistina sem hljómsveitin Bee Gees samdi og flutti en Travolta sló í gegn og það allsvakalega. Næst á dagskrá var Grease þar sem hann söng sig inn í hjörtu unglings- stúlkna um allan heim. Myndin naut gífurlegrar velgengni og halaði inn um 400 milljónir dala og varð þar með vinsælasti kvikmyndasöng- leikur allra tima. Beint I ræsið En þá urðu mistökin. Hann vildi losa sig við töffara-tánings-ímynd- ina og tók að sér hlutverk í mynd- sem „floppuðu" báðar. Hann reyndi að koma sér aftur á réttan kjöl með þvi að leika á móti Oliviu Newton- John (sem hafði leikið með honum í Grease) í Two of a Kind og endur- vekja Tony Manero í Staying Alive í leikstjórn Sylvester Stallone. Báð- ar þóttu hörmulegar og var þeirri síðamefndu oft lýst sem „Rocky dansar ballett“. John þurfti ekki að hafa áhyggjur af peningamálum þar sem tekjur hans tengdar Saturday Night Fever og Grease héldu áfram að koma um árabil. Þar til ársins 1994 fékk hann einfaldlega ekki mörg bitastæð hlut- verk og ber þar helst að nefna Look Who’s Talking-myndanna sem nutu töluverðra vinsælda en gerðu ekki mjög góða hluti fyrir ferilsskrá hans. Eins manns dauöi... Það var hálfgerð tilviljun sem réð þvi að Tarantino réð John sem Vincent Vega í Pulp Fiction. Mich- ael Madsen hafhaði hlutverkinu til að leika í mynd Kevins Costners, Wyatt Earp, og var þaö aðeins þess vegna sem John fékk að spreyta sig. Hann tók aðeins 140 þúsund dali í sinn hlut fyrir vinnuna, sem þykir ekki mikið í Hollywood, en myndin lyfti honum aftur á hærra plan. Síðan þá virðist John Travolta vera ófeigur. Hann hefur leikið í fjöldamörgum myndum á síðustu 9 árum og fengið himinháar fúlgur í sinn hlut fyrir. Þrátt fyrir að sumar þeirra mynda hafa verið afar slak- ar, þá sér í lagi Battlefield Earth, virðist John alltaf jafnvinsæll. Enda þarf hann ekki að sanna neitt fyrir neinum, hann hefur gengið í gegn- um ýmislegt á sínum ferli og nýtur í sjálfu sér mikillar virðingar fyrir það eitt að hafa náð sér úr þeim öldudal sem hann var kominn í. Þangað fer hann aldrei aftur, svo mikið er vist. Samuel L. Jackson leikur eitt aðalhlutverka Basic. Dómar City By the Sea „De Niro hefur ekki verið betri i mörg ár. Sannfœrandi og áhrifamikil saga." -HK Identity ★★★ „Með því aó vera meó b-mynda hryllingssögu sem inngangspunkt gengur myndin fullkomnlega upp.“ -HK Narc ★★★ „Jason Patric og Ray Liotta eru gysiöflugir í sterkri og áhrifamikilli mynd. “ -HK X-Men 2 ★★★ „X-Men 2 hefur komið með staðalinn sem aðrar framhaldsmyndir veröa mióaðar viðísumar." -HK The Matrix Reloaded ★★★ „Því miður er The Matrix Reloaded dð mestu ný útfærsla á The Matrix. Það er fátt sem kemur á óvart. “ -HK Confidence ★★★ „Of mikið í mun að vera smart og fyndin að l hana vantar spennu og ástríðu. “ -SG Bringing Down the House „Hin sœmilegasta skemmtun þrátt fyrir augljósa annmarka." -HK View From the Top ★★ „í raun stórgölluð, gamaldags og illa skrifuð." -HK A Man Apart ★★ „Það er fátt leióinlegra en óspennandi spennuniynd." -SG Old School ★ „Það fjarar fljótt undan myndinni þegar líður á og vitleysan verður meö endemum.“ -HK Væntanlegar 13. iúni Agent Cody Banks . Frankie Muniz Basic .............John Travolta The Life of David Gale . K. Spacey They.......................Ýmsir 2 Fast 2 Furious ..........Ýmsir 20. iúnl Dumb and Dumberer...........Eric Christian Olsen / Derek Richardson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.