Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2003, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2003, Side 23
FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 agasm Hvab ætlar þú ab gera um helgina? Blómleg hótíð í Borgarfirói „Ég hlakka mikið til helgarinnar enda er dagskráin hjá okkur afar fjölbreytt. Veðurspáin er góð, en það sem er ef til vill skemmtilegast er hve fólk hér í Borgarfirði er vel með á nótunum og líklegt til að verða virkir þáttakendur í þeim dagskrárliðum sem eru í boði,“ seg- ir Margrét Björk Björnsdóttir. Hún er framkvæmdastjóri Borgfírðinga- hátíðar sem hefst á morgun, íostu- dag, og stendur fram yflr helgi. „Hér er margt í boði fyrir alla fjölskylduna," segir Margrét. Á fóstudagskvöld verður Baðstofu- kvöld í Logalandi þar sem leikfélög í Borgarfirði koma fram - sem og Halli og Laddi. Á laugardag kl. 13 hefst Borgfirsk blanda, sem er markaðstorg og fyrirtækjakynning i íþróttahúsinu og þar í kring. Verð- ur þar brugðið ljósi á atvinnu- og at- hafnalíf í Borgar- firði. Þá verður á laugardagsmorgun Brákarhlaup, kvennaskokk í minningu Þorgerðar brákar. Á sunnudag er öll- um boðið í morgun- verð í Skaliagríms- garði og útimessa verður í framhaldi af því. „Eftir þessa andlegu og lík- amlegu næringu verður fólk tilbúið í allt. Þá er hægt að fylgjast með Röftunum - vélhjólaklúbbnum - eða skrá sig í þríþraut við Hreppslaug. Þar verður hjólað, hlaupið og synt. Þeir sem vilja hafa það svolítið huggulegra skreppa upp i Skorradal þar sem hægt verður að fara í báts- ferð á vatninu, í skógargöngu meö Veöurspáin er góö og fólk hér í Borgarfiröi er vel meö á nótunum," segir Margrét Björk Björnsdóttir. skógarverði eða taka þátt í flug- drekamóti á Indriðastöðum," segir Margrét. Hún segir að tilvalið sé fyrir alla að skreppa í Borgarfjörð um helg- ina. Hún tilgreinir að nýlega sé búið að opna nýtt tjaldsvæði í Borgarnesi - og því sé aðstaða fyrir ferðamenn á svæðinu alveg fyrsta flokks, hvernig sem á mál sé litið. -sbs „Svo rútan ómaöi öll þar sem tuttugu farþegar sungu viö raust,“ segir Flnn- bogi Eyjólfsson sem gegnir starfi blaöafulltrúa Heklu hf. Tónlistin í hlustunum: Enginn gerir betur en MA-kvartettinn „Undanfarið hef ég mikið verið að hlusta á Björn Thoroddsen og félaga hans í tríóinu Guitar Islancio. Þetta er óskaplega mikO snilld þar sem þeir félagar leika íslensk þjóðlög og ýmsa aðra músík með djassívafi. Eitthvað sem ég hef alltaf mjög gaman af,“ segir Finnbogi Eyjólfsson, blaðafulltrúi Heklu hf. Einnig kveðst Finnbogi hafa stundum að undanfornu hlustað á kvartett- inn Út í vorið. „Það er fallegur söngur og sérstaklega fmnst mér gaman þeg- ar Signý Sæmundsdóttir syngur með þeim einsöng í ýmsum fallegum íslensk- um lögum. Að sumu-ieyti minnir þetta mig á MA-kvartettinn sem ber höfuð og herðar yfir alla aöra sönghópa sem komið hafa fram á sjónarsviðið hér- lendis. Enginn gerir betur en þeir, svo sem Jón frá Ljárskógum þar sem hann syngur „Draumljúfa nótt“ í Næturljóði. Það hríslast um mann þegar maður heyrir þann söng.“ Utan þetta kveðst Finnbogi alltaf hafa gaman af djasstónlist sem og ís- lenskum einsöngs- og ættjarðarlögum. „Þar kemur líklega til það tónlistar- uppeldi sem ég fékk í gegnum Ríkisútvarpið á sinum tíma. Einnig man ég eft- ir rútubílaferðalögum austan úr Rangárþingi þar sem sungið var frá Stórólfs- hvoli og alla leið í bæinn. Einn byrjaði og síðan komu allir hinir; svo rútan ómaði öll þar sem tuttugu farþegar sungu við raust, allir í kór.“ -sbs Bækurnar á náttbordinu: Skáld um skáld og Selsomt selskap „Ég er oftast með eina eða fleiri bækur á náttborðinu til að grípa í, þó stundum liggi þær þar í nokkurn tíma þegar lestrarandinn er ekki yfir mér,“ segir Sigþrúður Loftsdóttir, iðjuþjálfi á Grensásdeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss. „Eins og er liggja þar tvær bækur sem hvor um sig inniheldur stuttar frá- sagnir sem þægilegt er að grípa. Önnur bókin er Skáld um skáld. Það er bók sem Félag bókaútgefenda gaf nýverið út í tilefni viku bókarinnar. Þetta er safn greina eftir tuttugu skáld og fræðimenn sem segja frá skáldum sem haft hafa áhrif á þá. Þama eru margar skemmtilegar greinar sem gefa smánasa- sjón af því hvemig skáldin skrifa, bæði þau sem fjallað er um og líka þau sem skrifa greinamar. Hin bókin er Selsomt selskap, 13+1 underlige fortellinger eftir norska höfundinn Roald Dahl. Þetta er smásagnasafn og em sannarlega undarlegar frásagnir, stundum óhugnalegar og oftast með mjög óvæntum endi,“ segir Sigþrúður. Hún segir að ekki sé langt síðan hún lauk við bókina Drömmen om Ngong eftir Lennart Hagerfors. „Þetta er skáldsaga byggð á ævi barons Brors von Bl- ixen-Finecke sem var giftur Karen Blixen og á að segja frá lífi þeirra íAfríku, séð frá hans hlið. Annars verð ég bráðum að leggja skáldsögurnar á hilluna og taka fram fræðibækur starfsins vegna,“ segir Sigþrúður að síðustu. -sbs „Undarlegar frásagnir meö óvæntum endi,“ segir Sigþrúöur Loftsdóttir. Magasín-mynd E.ÓI. bttp'J/simnet. is/bomedecorl928/ Skoðið heimasiðuna okkar ogkíkið átilboðin Mikið úrval af nýjum vörum í frönsku Ifnunni Mjög hagstætt verð. Eftirfarandi verslanir bjóöa þessar vörur: Blómabúöin Dögg, Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði Blómahafiö viö Gullinbrú, Stórhöfða 17, Rvk Blómahúsiö, Kirkjubraut 14, Akranesi í húsi blóma, Spönginni, Grafarvogi /I horni Laugavegar og Klapparstígs Heildsöludreifing Sjanghæ kínverskur veitingastaður Elsta kínverska veitingahúsið á íslandi Hlaðbord í hádeginu Kr. 980 - 6 réttir Vió erum einnig með aðstöðu fyrir allt að 100 manns, tilvalið fyrir veisluna þína! Laugavegi 28 • 101 Reykjavík • Sími: 551 6513 í einum af hitaveitutönkum Perlunnar. Innifalin er leiðsögn a geisladiski á nokkrum tungumálum. SÖGUSAFNIÐ • PERLAN Opið 10-18 - sími: 511 1517 / 511 1518 www.sagamuseum.is - netfang: agusta@backman.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.