Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Page 8
8 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 HONDA Kraftmikil fjölskylda Honda Accord Comfort 2.oi - bíll ársins 2003 155 hestöfl, 5 gíra, 6 loftpúðar, ABS með EBD, rafmagn í rúðum og speglum, CD o.fl. Kraftmikill fjöskyldubíll! Verð kr. 2.195.000 Rekstrarleiga* frá kr. 36469 Honda Accord Sport 2.oi - bíll ársins 2003 155 hestöfl, sjálfskiptur, 6 loftpúðar, ABS meo EBD, loftkæling, 16” álfelgur, rafmagn í rúðum og speglum, CD o.fl. 50% leðurinnrétting Verð kr. 2495.000 Rekstrarleiga* frá kr. 41.305 HondaAccord Tourer Comfort 2.0Í - bíll ársins 2003 155 hestöfl, sjálfskiptur, 6 loftpúðar, ABS með EBD, rafmagn í rúðum og speglum, CD o.fl7 Mikið farangurspláss! Verð kr. 2495.000 Rekstrarleiga* frá kr. 41.305 HondaCivic 1.6ÍLS 110 hestöfl, sjálfskiptur, 2 loftpúðar, ABS með EBD, allur samlitur, rafmagn í rúðum og speglum, CD o.fl. Verð kr. 1.849.000 Rekstrarleiga* frá kr. 31463 HondaJazz 14Í 83 hestöfl, 5 gíra, 4 loftpúðar, ABS með EBD, allur samlitur, rafmagn í rúðum og speglum, CD o.fl. BílTársins 2003 í sínum flokki! Verð kr. 1.535.000 Rekstrarleiga* frá kr. 26.581 3ja ára ábyrgð • 8 ára ryðvarnarábyrgð • Útreikningur rekstrarleigu miðast við 36 mánuði. I rekstrarleigu eru innifaldar smur- og þjónustuskoðanir. Rekstrarleiga er háð breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra. Umboðsaðilar: Reykjanesbær, Bilavfk, simi 421 7800 Akranes, Bllver, símÍ43i 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 Vestmannaeyjar, Bragginn, simi 481 1535 HondaHRV i.6i Fjórhjóladrif, 105 hestöfl, 5 gíra, 4 loftpúðar, ABS með EBD, allur samlitur, rafmagn í rúðum og speglum, CD o.fl. Verð kr. 2.059.000 Rekstrarleiga* frá kr. 34.605 Honda CRV Advance 2.0Í Fjórhjóladrif, 150 hestöfl, sjálfskiptur, 4 loftpúðar, ABS með EBD, loftkæling, 50% leður- innrétting, álfelgur og allur samlitur, rafmagn í rúðum og speglum, CD o.fl. Frábær bíll fyrir þá sem ferðast! Verð kr. 2.949.000 Rekstrarleiga* frá kr. 48.209 Bernhard ehf. Vatnagarðar 24 - 26 Sími 520 1100 Stóraukin verðbréfakaup VERÐBRÉF: Á árinu 2003 hafa hrein kaup Islendinga á erlendum verðbréfum aukist mjög mikið og námu um 3,1 milljarði króna á mánuði frá janúar til sept- ember samanborið við um 1,8 milljarða króna á mán- uði á sama tímabili árið 2002. Samkvæmt saman- tekt tölfræðisviðs Seðla- banka Islands um nettó- kaup erlendra verðbréfa hafa þau alls numið 27.994 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins. Nettókaup á hlutdeildarskírteinum í erlendum verðbréfasjóðum námu 2.536 milljónum króna í september sl. en þau námu um 701 milljón króna í sama mánuði árið 2002. Þá námu nettókaup á erlendum hlutabréfum 1.744 milljónum króna nú í september á móti 905 milljónum í sama mánuði í fyrra. Nettókaup skulda- bréfa námu síðan 707 millj- ónum króna nú en engin viðskipti voru með skulda- bréf í septembermánuði árið 2002. Ný götuljós GÖTUUÓS: Síðdegis á morg- un, föstudag, verður kveikt á nýjum umferðarljósum í austurborginni; það er á gatnamótum Álfheima og Langholtsvegar. Þangað til að kveikt verður verða Ijósin látin blikka á gulu Ijósi. f frétt frá gatnamálastjóra eru öku- menn beðnir að sýna aðgát og tillitssemi. Hraðar breytingar á norðurheimskautinu vegna hiýnunar: Sjaldaneða aldrei eins lítill hafís og í sumar NORÐURPÓLLINN: Myndir NASA af breytingum á ishettunni á Norðurpólnum. Fyrri myndin sýnir ástandið 1979, en sú síðari íshettuna eins og hún er nú árið 2003. Eins og sjá má hefur ís bráðnað á gr íðarlegu flæmi og styttist óðum í að siglingaleið verði fær yfir heimskautið. Is á stærsta ísflákanum við Ellesmere-eyju er farinn að brotna upp, en slíkt hefur ekki gerst að mati visindamanna í þúsundir ára. ís á norðurheimskautinu bráðn- ar nú hraðar en nokkru sinni fyrr og hefur sjaldan eða aldrei áður mælst eins lítill og í sumar. Hiti hefur aukist átta sinnum hraðar á svæðinu síðustu tvo áratugi heldur en 100 ár þar á undan. Pólarísinn minnkar nú um 9% á áratug. Greint var í DV íyrir skömmu frá rannsóknum vísindamanna hjá Sir Alistair Hardy hafvísindastofnun- inni í Plymouth en þeir lýsa hruni lífríkis í Norðursjónum vegna hlýn- unar sjávar. Uppistaða fæðu þorsks og annarra tegunda, rauðátan, er að hverfa og reikna þeir með að þorskur hverfí af svæðinu á næstu áratugum. Fyrir liggur að óvenju- hlýr sjór hefur streymt upp að ströndum íslands úr suðvestri und- anfarin þrjú til fjögur ár. Rannsóknir sýna að sjaldan eða aldrei hafi mælst jafnlítill ís yfir sumartímann og nú í sumar og kemur það í kjölfar mikillar bráðnun- ar í fyrra. Gögn sem Josefmo Comiso, vís- indamaður hjá Goddard geimflugs- miðstöð NASA, tók saman sýna að hitastig á mestöllu norðurheim- skautinu hefur hækkað umtalsvert síðan á níunda áratugnum, mest yfir Norður-Ameríku. Sýna rann- sóknir að pólarísinn minnkar nú ört, eða um 9% á áratug. Þessi gögn verða gefin út 1. nóv- ember í American Meteorological Society’s Journal of Climate. í sam- anburðartölum varðandi yfirborðs- hita á milli áranna 1981 og 2001 kemur fram að hitaaukningin á þessum árum var átta sinnum hraðari en meðaltal síðustu 100 ára. Gögnin byggjast á infrarauðum myndum, teknum úr gervihnöttum sem reknir eru af National Oceanic and Atmospheric Administration og hringsóla yfir heimskautunum. Samkvæmt þessum gögnum nær hlýnunin yfir mestallt norðurheim- skautið. Hitinn á svæðum sem venjulega er þakin ís hefur hækkað um 1,22° á Celsíus að meðaltali á áratugyfir sumartímann. Það hefúr í för með sér að það vorar fyrr og hiti helst lengur fram á haustið. Ákveðin svæði virðast þó á skjön við heildarútkomuna og þar á með- al er Grænland, þar sem hitinn hef- ur lækkað þennan árstíma sum ár um allt að 0,9° á Celsíus. Þá sýna niðurstöður kín- verskra vísindamanna eftir 74 daga leiðangur, sem lauk í september, að meðalþykkt hafíss er nú 8,8 fet, eða 2,6 metrar, en var 15 fet, eða 4,6 metrar, á níunda ára- tugnum. Aldrei minni hafís Sumarið í sumar virðist hafa haft mikil áhrif á bráðnun haffss. Rann- sóknir Mark Serreze hjá Boulder- háskóla í Colorado, sem einnig eru fjármagnaðar af NASA, sýna að sjaldan eða aldrei hafi mælst jafn- lítill ís yfir sumartímann og nú í sumar og kemur það í kjölfar mik- illar bráðnunar í fyrra. Nýlega voru kynntar bandarískar og kanadískar rannsóknir sem sýndu að stærsta samfellda íshellan á norð- urskauúnu, 270 fermflna Ward Hunt íshellan meðffam strönd Ellesmere- eyju, var farin að brotna upp í fyrsta sinn í mörg þúsund ár. Er þetta vegna stöðuvatna sem myndast hafa á íshellunni á sumrin og leysinga- vatns sem rennur úr þeim. Þá sýna niðurstöður kínverskra vísinda- manna, efúr 74 daga leiðangur sem lauk í september, að meðalþykkt haf- íss er nú 8,8 fet, eða 2,6 metrar, en var 15 fet eða 4,6 metrar á níunda áratugnum. Þá telja kínverskir vís- indamenn sig einnig hafa fúndið samhengi á milli sveiflna í stærð ís- hellunnar á norðurskauú og úrkomu sem fellur í Yangtze-ána á regntím- anum. hkr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.