Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Síða 13
FIMMTUDAQUR 30. OKTÓBER 2003 SKOÐUN J 3 Kjðtsúpa og gráðaostur KJALLARI Sigríður Víðis Jónsdóttir Þegar ég var lítil borðuðum við fjölskyldan staðgóðan heimilis- mat. Með bestu lyst röðuðum við í okkur saltkjöti og baunum, kálbögglum og kjötfarsbollum. Á sunnudögum var steik. ís- lensku sauðkindinni var drekkt í brúnni sósu, ORA-baunum og rauðkáli. Á haustin sameinuð- ust heimilismenn í sláturgerð og frystikistan var fyllt af inn- mat. Á kvöldmatartímum kom fjölskyldan saman og átti heilaga stund. Menn létu sig ekki vanta til kvöldverðar. Fiskur var á borðum að minnsta kosti tvisvar í viku. Ýmist var hann soðinn eða steiktur. Soðinn var hann stappaður upp úr smjöri eða Vals-tómatsósu en steiktum var honum velt upp úr Paxo-raspi. Ein- staka sinnum var hann settur í ofn og ef til vill smáostur lagður ofan á. Undirstaða meðlætis voru kartöfl- ur. Aðrir möguleikar voru spagettí, makkarónur og hvít hrísgrjón, allt mun minna notað en kartöflur sem við ræktuðum sjálf úti í garði. Af hrognum og lifur, hrísgrjónagraut og blóðmör uxum við systkinin og döfnuðum. Pestó vann Paxo Síðan hefur margt breyst. Spag- ettí á orðið heila glás af bræðrum og systrum; Gnocchi, Penne, Far- falle og Tagliatelle eru einungis nokkur þeirra. Firísgrjón fást í mörgum gerðum: brún, lífrænt ræktuð, stutt, löng, basmatí. Kartöflur eru bannvara - passa ekki inn í Atkins-megrunarkúrinn. „Nei, ég er steinhættur að borða bæði hvítt hveiti og kartöflur," fullyrða menn fjálglega. Áður settu menn Smjörva á brauð, nú ræður humm- Örlög íslensku sauðkindarinnar eru að enda annaðhvort í kjöt- fjallinu eða vera borin fram fitusnyrt og mar- íneruð með frumlegu meðlæti. us ríkjum. Vals-tómatsósa hefur vikið fyrir sólþurrkuðum tómötum, Paxo fýrir pestó. Hvað varð um gamla góða heimilismatinn? Blessuð ýsan hefur ekki roð við ferskum krydd- jurtum, ólífum, fetaosti, furuhnet- um, salsasósum og gráðaosti. Hún er ekki lengur soðin og stöppuð heldur böðuð í framandi sósum og meðlæti. „Ji, ég fann svo góða upp- skrift á netini*“ segja menn spenntir og skera hvítlauk og engi- fer. „Ægilega sniðugt, alveg,“ bæta þeir við og opna pestókrukkuna. Salat er ekki lengur kfnakál eins og í þá gömlu góðu. Nú fást kynstr- in öll af mismunandi tegundum, BLESSAÐURINNMATURINN: „Ofsalega mikið kólesteról í þessu," segja menn og fúlsa við. allt frá icebergsalati til klettasalats. Örlög íslensku sauðkindarinnar eru að enda’ annaðhvort í kjötfjallinu eða vera borin fram fitusnyrt og maríneruð með frumlegu meðlæti. „Ofsalega mikið kólesteról íþessu," segja menn og fúlsa við blessuðum innmatnum. „Borgar sig líka engan veginn að taka slátur, tekur svaka- legan tíma og síðan er mörinn svo gasalega fitandi." Pitsa úr búð Já, margt hefur breyst síðan við börnin biðum með glampa í auga eftir að fá pitsu úr búð, hitaða í ofhi. Sneiðunum var skipt hnífjafnt og hver biti tugginn vandlega. Nú borða ég kvöldmatinn á hlaupum og les blöðin og hlusta á útvarpið á meðan. Pakkamatur verður oftast fyrir valinu, eitthvað nógu fljótlegt og hentugt f örbylgjuofninn. Græn- meti, núðlur og kjúklingur eru meginuppstaðan en einstaka kindakjötsbiti syndir í rotvarnar- efnum. Fisk fæ ég í formi fiskborg- ara, fiskifingra eða tilbúinna fiski- bolla. í mínum húsum er gamal- dags íslenskur heimilismatur graf- inn undir grænni torfu og bunka af auglýsingabæklingum. Eldi ég yfirhöfuð er það til að bjóða fólki í mat. Þá er eitthvað ný- tískulegt og gasalega sniðugt á borðum. „Maður býður ekki fólki til sín í bjúgu," segi ég og hunsa aldagamla íslenska matargerð. „Sýður ekki fisk eða slengir sviðum á borð," bæti ég fussandi við og skoða framandi uppskriftir. Oj bara, lundabaggar Síðastliðinn vetur fannst mér ég hafa hunsað íslenska arfinn full- lengi. Þetta gekk ekki lengur. Hvað var eiginlega að verða um gamla góða matinn, lausan við pestó og annað prjál? Ásamt meðleigjanda mínum skipulagði ég þorrablót. Allir komu með eitthvað með sér en ábúendur sáu um súrmetið. „Já, og síðan pinkupons af þessu hvíta, feita þama...“ sögðum við og bent- um ofan í kjötborðið á þorramat- inn. „Ha, já, einmitt ... lundabagg- ar? Akkúrat. Jú, smá af því." Fengnum skelltum við glaðar á langborðið heima. Við vorum nú- tímakonur en meðvitaðar um sögu lands og þjóðar, gamla siði og venj- ur. Við héldum gömlum hefðum á lofti. Þorrablótsgestum, sem komu um kvöldið, fannst þeir vera sannir íslendingar. Við vomm af pitsu- og gemsakynslóðinni en höfðum ís- lenska matargerð í heiðri. Forfeður okkar höfðu snætt þorramatinn og þarna sátum við og innbyrtum Fisk fæ ég í formi fiskborgara, fiskifingra eða tilbúinna fiskibolla. ímínum húsum er gam- aldags íslenskur heimil- ismatur grafinn undir grænni torfu og bunka af auglýsingabækling- um. hinn íslenska arf. Fljótlega kom þó í ljós að menn sneiddu fimlega hjá súrmetinu. Bringukollar og súrt slátur lá óhreyft en flatkökur og hangikjöt mnnu út eins og heitar lummur. Gestir slöfruðu í sig skyri og at- hugasemdir um að skyr væri ekki þorramatur voru kæfðar í fæðingu. „Come on! Skyr er gott. Vantar samt eiginlega eitthvert bragð að þessu. Jarðarberja er best.“ - Eftir veisluna fómm við á djammið og á leið heim um nóttina keypti ég mér hamborgara og franskar. Hvað verður? Eftir þorrablótið lagðist ég undir feld. Hver var framtíð gömlu ís- lensku matargerðarinnar? Myndi mín kynslóð sjóða fisk og kartöflur? Gera heimatilbúnar kjötbollur? Sjóða kjötsúpu, hrogn og lifur? Taka slátur? Hugsanlega nálgaðist hún íslenska arfinn í gegnum til- búna rétti frá 1944, hrísgrjónagraut í pakka og tilbúna baunasúpu. Það yrði kannski svo sem í lagi. Tímarn- ir breytast vissulega og menn og matargerð með. Og ef til vill myndi kynslóðin mfn einfaldlega kaupa slátur í pakka og skella vænni slettu af pestói yfir keppinn, strá sólþurrkuðum tómötum yfir þorsklifrina og bræða gráðaost út í kjötsúpuna. - Aldrei að vita. fB £ E Á sig ekki sjálf „Mary á sig ekki sjálf lengur. Nú erpm það við sem eigum hana; danska þjóðin, hinar Norðurlanda- þjóðirnar, nú og svo auð- vitað froskaprinsinn Frið- rik. Það er búið að gera henni grein íyrir þessari staðreynd í prinsessuskól- anum, auk þess sem búið er, í gegnum sendiráðið í Canberra, að rannsaka bakgrunn hennar og nán- ustu fjölskyldu. Það er ekk- ert ólíklegt að búið sé að senda hana til kvensjúk- dómalæknis til að ganga úr skugga um að allt sé nú í lagi með eggjastokkana og að hún geti, í fyllingu tím- ans, alið okkur nýjan ríkis- arfa.“ Þórdís Bachmann á Kist- an.is vegna væntanlegs brúðkaups Friðríks, krón- prins Dana, og Mary Eliza- beth Donaldson Tilhlýðilegt? „Heimdallur fer þess því á leit að Ríkisútvarpið birti umrædda auglýsingu, en ella verði synjunin rök- studd með ítarlegri hætti. Þar á meðal er óskað eft- ir upplýsingum um það hvort heimild sé fyrir slíkri synjun í reglum sem Ríkis- útvarpið starfar eftir og jafnframt upplýsingum um hvar mörk tilhlýðilegs og ótilhlýðilegs áróðurs liggja að mati Ríkisútvarpsins." Úr bréfí stjórnar Heimdailar til útvarps- stjóra vegna þess að RÚV neitaði að birta auglýsingar frá Heimdalli í tilefni af RÚV-viku félagsins i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.