Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Side 15
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MENNING T5 Ástfangin afdansinum segir Helena Jónsdóttir sem segir sögur í dansi hvar og hvenær sem hún fær tækifæri til. HelenaJónsdóttir, dansari og danshöfundur, sigraði í dansleikhúskeppninni í Borgarleikhúsinu í vor með verki sínu Open Source og var vel að sigrinum komin, að mati Sesselju 6. Magnús- dóttur dansgagnrýnanda DV. Nú dansar þessi hægláta Ijóshærða stúlkayfir löndin og sér og sigrar hvar sem hún kemur. í gagnrýni sinni um Open Source talaði Sesselja um sterka kóreógrafíu, frumleg efnis- tök og markvissa notkun myndbands í bak- grunni sem styrkti upplifun áhorfenda á verk- inu. Eiginiega var þetta eina verkið sem nýtti sér dansþjálfun dansaranna að einhverju marki, að mati Sesselju. Hún bar líka lofsorð á dansmyndina Brakraddir sem var frumsýnd hér á Listahátíð í Reykjavik í fyrra, og um þess- ar mundir er verið að sýna hana á Holland Dance Festival. Myndin er ein af aðeins ijórum alþjóðlegum dansmyndum sem kynntar eru á hátíðinni, hún er sýnd í Hague Film Theatre og eru þrjár sýningar í boði á dag í tvær heilar vik- ur. „Ég sendi Brakraddir til Mónakó í fyrra,“ segir Helena, „á eins konar „Cannes-hátíð“ dansins. Þar var hún valin til sýninga ásamt tæplega 500 öðrum dansmyndum. Einn af dómurunum var Samuel Wuersten frá Holland Dance Festival og þar sá hann hana og hafði samband þaðan til að fá leyfi til að sýna hana hjá sér. Um svipað leyti kom hann hingað til lands og dæmdi í dansleikhúskeppninni í Borgarleikhúsinu þar sem ég vann. Eg veit ekki enn hvort hann tengir þessa Jónsdóttur í Mónakó og Jónsdóttur hér saman! Stundum er maður spurður í útíöndum hvort maður sé skyldur öðrum sem heita „dóttír" - heyrðu, ég þekki Sigurðardóttur, eruð þið systur? - Þá segi ég jafnan: Já, við erum 264.742 á íslandi og við eigum öll sömu foreldrana!" Ein af sex Fyrir nokkrum dögum var verkið „Simmer“ eftir Helenu valið til að keppa til úrslita í al- þjóðlegri samkeppni í Köln í Þýskalandi, Video Dance Production Award, einni stærstu dans- myndakeppni í Evrópu. „Ég var ein af tæplega 200 sem sendu inn hugmyndir og við vorum sex valin til að halda áfram. Fyrstu hugmyndina setti ég fram í tals- vert þykku hefti þar sem ég lýsti verkinu með orðum. Mér finnst mikil hjálp í því að setja hugmyndir mínar svona nákvæmlega fram, það skerpir þær. Þessum sex verður nú úthlut- að peningum til að búa til þriggja mínútna sýnishorn þar sem við fullvinnum eitt atriði eða gerum drög að öllu verkinu. Svo verður okkur öllum boðið til Kölnar í lok janúar þar sem við hittum dómnefndina sem er samsett úr sérfræðingum víða að úr heiminum. Henni sýnum við sýnishomið og ræðum við hana um verkið og eftir það velur hún sigurvegarann. Þýska menningarmálaráðuneytið leggur fram fé til að fullgera verkið og kostar síðan dreif- ingu þess. Þeir sem ekki komast alla leið geta gert það sem þá lystir við sitt hráefni. Þannig að janúar verður spennandi mánuð- ur,“ bætir hún við, „en fýrst og fremst er heið- ur að hafa komist svona langt." Myndiistarverk „Ég'hef flakkað víða síðan ég byrjaði að gera dansmyndir," segir Helena. „Einkum hef ég farið á margar kvikmyndahátíðir og dans- hátíðir með Brakraddir. Það vom frar sem sáu hana fyrst hér á Listahátíð og pöntuðu hana til sín, ekki sem dansmynd og ekki sem stutt- mynd heldur sem „visual art“ eða myndlistar- verk! Iramir vom mjög hýrir við mig og stungu upp á að ég gerði eitthvað fyrir þá fyrir næstu listahátíð þeirra. Hún er alþjóðleg og haldin árlega og þar eru allar listgreinar með. Á síð- ustu hátíð kom í kringum kvartmilljón manns. Ég tók þeim vel og er að skoða málið í sam- vinnu við stjórnanda hátíðarinnar. Síðan hafa Brakraddir verið sýndar í tæplega tuttugu löndum og oftast hef ég fylgt þeim. Það tekur vissulega tíma en hefur borgað sig því eitthvað hefur komið út úr hverri ferð - önnur Á FARALDSFÆTl: Helena Jónsdóttir býr í Bandaríkjunum og vinnur um alla Evrópu að list sinni. DV-myndTeitur boð eða verkefni. Á einum staðnum kynntist ég fólki frá eistneska ríkissjónvarpinu og er að gera danskvilcmynd hjá þeim með styrk frá menningarsjóði Evrópusambandsins." - Hefurðu þá dvalið langdvölum þar? „Nei, ég fer bara í stuttar ferðir því ég er list- rænn yfirmaður verksins og vinn aðallega með mjög efnilegum leikstjóra þeirra og danshöf- undi. Við erum búin að ráða til okkar einn þekktasta leikara Eistlands - þeirra Ingvar E. Sigurðsson! Það þýðir örugga dreifingu í heimalandinu sem er fínt. Stefnt er að því að sýna hana bæði í sjónvarpi og kvikmyndahús- um og það er þegar talsverður áhugi á henni í öðrum löndum." - Hvernig er að vinna í Eistíandi? „Afar gefandi. Þetta er merkileg þjóð sem framleiðir furðumikið innlent menningarefni fyrir sjónvarp. Eiginlega má segja að menning- in sé þeirra þjóðaríþrótt, svo mikill er áhuginn á öllu sem kemur listum og menningu við.“ Dansmyndir sem segja sögu - Telurðu verk þín til dansleikhúss? „Já, því þau segja sögur með upphafi, miðju og endi. Og minn stíll byggist á hversdagsleg- um hreyfingum - eins og þeim sem þú hefur verið að sýna mér meðan við tölum saman,“ segir hún og gerir blaðamann nokkuð hugs- andi yfir því sem hann hefur kannski látið uppi ósjálfrátt um sig í látbragði. „Ég er svo ástfangin af dansinum að mig langar til að nálgast áhorfendur meira en yfir- leitt er gert í dansverkum. Ég kem úr klassíska ballettinum þar sem stúlkurnar leggja fótinn upp að eyra og piltarnir hlaupa inn á svið í sokkabuxum, en ég hef verið svo heppin að hafa unnið með afar fjölbreyttum hópi fólks undanfarin 10-15 ár og það hjálpar mér að vinna með reynsluna úr klassíska heiminum, strippa hana aðeins niður og nota fólk sem ekki er dansarar til að flytja verkin. í dans- myndinni sem við Unnur Ösp Stefánsdóttir gerðum, Meðan kötturinn er að heiman, var Margrét Ólafsdóttir leikkona í aðalhlutverkinu og notaði sínar eigin hversdagslegu hreyfingar. Það var einstakt að fá að vinna með henni sem dansara." - Er eitthvað á döfinni hérna heima? „Nei, ekki í bili. Mig langar mikið til að setja Open Source upp í fullri lengd hérna í Reykja- vík en ég sé ekki alveg tímann til þess á næst- unni. Svo ekki sé nú minnst á peningana sem til þarf!“ CHANE CHANEL KYNNING á fimmtudag og föstudag í Hygeu Laugavegi. Gréta Boða veitir ráðgjöf og kynnir haust og vetrarlínu CHANEL í förðun og ilmum. H Y G E A jnyrtivöruverdlun Kringlunni Laugavegi Smáralind

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.