Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 TILVERA T 7 Tilvera Fólk ■ Fleimilið ■ Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5824 • 550 5810 Flamenco og Sinfónían HASKÓLABÍÓ: Sinfóníuhljómsveit (slands verður með tónleika í Há- skólabíói í kvöld kl. 19.30. Hljóm- sveitarstjóri er Philippe Entremont. Einsöngvari á tónleik- unum er flamencosöngkonan Ginesa Ortega og er ekki loku fyrir það skotið að henni takist að hækka hitastigið lítið eitt á tón- leikunum. Ortega mun syngja verk úr ballett Manuels de Falla, El amor brujo (Ástartöfrar). í ball- ettnum sækist höfundurinn eftir því að sameina klassíska tónlist og andalúsíska sígaunatónlist. Efnisskráin er þessi: Juan Arriaga: Sinfónía í d-moll, Enrique Grana- dos: Goyescas-svíta úts., A. Guinovart: Los requiebros (Hrós), Jesús Guridi Diez: Melodías vascas (Tíu baskasöngvar), Manuel de Falla: El amor brujo (Ástartöfrar). Bíófrumsýningar: Hræðslugrín og einstök fjáröflun Tvær gamanmyndir verða frumsýndar á morgun, önnur er bresk og hin bandarísk. Sú breska, Calendar Girls, er úr raunveruleikanum en sú amer- íska, Scary Movie 3, er farsi. Scary Movie 3 Scary Movie 3 sló heldur betur í gegn í Bandaríkjunum þegar hún var frumsýnd þar um síðustu helgi. Komu helmingi fleiri að sjá hana en komu á sama tíma að sjá mynd númer 2 sem náði þó töluverðum vinsældum. Sem fyrr er verið að gera grín af vinsælum kvikmyndum í hverju atriðinu af öðru. Myndin hefur samt söguþráð en ekki er hann djúpur. Cindy Campbell, sem komið hefur við sögu í öllum myndunum, er búin með mennta- skólann og farin að starfa sem fréttakona á sjónvarpsstöð. Hún hefur ekki verið lengi í starfi þegar hún er fengin til að rannsaka risa- vaxna hringi á kornakri Tom Log- ans bónda og vægast sagt leyndar- dómsfullt dauðsfall náins vinar síns. Á leið sinni hittir hún Orpheus sem útskýrir fyrir henni að hún sé „sú útvalda" og spáir því að hún muni hjálpa forseta Bandaríkjanna að koma í veg fyrir risaárás utan úr geimnum... Helsta breytingin á Scary Movie 3 og tveimur fyrri myndunum er að Wayans-bræður, sem voru allt í öllu, eru horfnir á braut og önnur grínmyndahetja, David Zucker, sem ábyrgur er fyrir Airplane og Naked Gun myndunum, er tekinn við stjórninni. Þetta hefur gert það að verkum að önnur áferð er á myndinni sem mörgum finnst vera til batnaðar. Mikill fjöldi þekktra leikara fer með misstór hlutverk í myndinni. Anna Faris leikur sem fyrr Cindy en auk hennar koma fram Charlie Sheen, Regina Hall, Denise Richards, Jeremy Piven, Queen Latifah, Eddie Griffin, Anthony Anderson, Camryn Manheim, William Forsythe, Peter Boyle, Leslie Niisen, Pamela Anderson, Jenny McCarthy, Master P og söngvararnir Macy Gray, Met- hod Man, Ja Rule, Fat Joe, Ra- ekwon og Redman. Calendar Girls Calendar Girls hefur verið sú breska kvikmynd sem hefur fengið hvað mesta aðsókn af þarlendum kvikmyndum á síð- ustu misserum. Myndin er byggð á sönnum atburðum og fjallar um nokkrar konur á miðjum aldri sem taka sig sam- an og sitja fyrir naktar fyrir almanak til að afla tekna í sjúkrasjóð en maður einnar CALENDAR GIRLS: Helen Mirren fer fyrir úrvals- leikkonum í hlutverkum miðaldra kvenna sem af- klæðast fyrir myndatöku á almanak. SCARY MOVIE 3: Leslie Nielsen leikur forseta Bandaríkjanna. Á innfelldu myndinni er Pamela Anderson sem fer með lltið hlutverk í myndinni. hafði nýverið látist úr krabbameini. Aðalpersónurnar tvær, sem Helen Mirren og Julie Walters leika, eru til og voru potturinn og pannan í dagatalsgerðinni en aðrar persón- ur eru ýmist lauslega byggðar á raunverulegum persónum eða al- gjörlega fundnar upp. Þessi blanda þykir hafa heppnast vel og gert það að verkum að myndin er eins fynd- inn og raun ber vitni. Upprunalega dagatalið sem myndin byggir á var fyrir árið 2000 og konurnar, sem höfðu ætlað sér með þessu framtaki að fá inn nokk- ur pund handa sjúkrahúsi og í sjóð sem styrkti fólk með hvítblæði, enduðu með 600 þúsund pund á milli handanna og heimsfrægar. Var framtak þeirra á forsíðum blaða, bæði á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum, og aðstandendum fréttaþáttarins 60 Minutes þótti ástæða til að fjalla um framtakið. í helstu hlutverkum, auk Mirren og Walters, eru John Alderton, Linda Bassett, Anette Crosbie, Ci- aran Hinds, Celia Imrie, Geraldine James og Penelope Wilton. Leik- stjóri er Nigel Cole sem leikstýrði hinni ágætu gamanmynd Saving Grace. Tati-kvikmyndhátíð í Háskólabíói: Snillingursem sá húmor- inn í'tæknivæðingunni MON ONCLE: Hulot fær ráðleggingar hjá litlum frænda sínum. Einn af mestu snillingum kvik- myndanna erfranski leikstjórinn og leikarinn Jacques Tati. Um all- an heim hafa myndir hans verið endursýndar á síðustu misserum og greinilegt er að þær hafa staðist tímans tönn því að þær hafa verið vel sóttar. Allir eru á því að húmorinn í þeim sé einstakur og sígildur. Nú er kom- ið að okkur að heiðra meistarann en í dag hefst í Háskólabíói Tati-kvik- myndahátíð og verða allar hans kvikmyndir sýndar. Þær stofnanair og fyrirtæki sem standa að Tati-há- tíðinni eru eef, Kvikmyndasafn ís- lands, Alliance Fran^ais og Film- Undur. Tati leikstýrði aðeins sex kvik- myndum í fuUri lengd og var sú síð- asta, Parade, gerð fýrir sjónvarp. Á hátíðinni verða sýndar fjórar kvik- myndir: Joue de fete (1949) Les vacances de M. Hulot (1953), Mon Oncle (1958) og Playtime (1967). Traffic frá árinu 1971 er sárt saknað. JacquesTati Jacques Tati var margslunginn maður sem fór ætíð sínar eigin leið- ir. Kvikmyndir hans eru hluti af menningu Frakka á síðustu öld. Löngum hefur Tati verið talinn einn helsti hugmyndasmiður í franskri kvikmyndagerð, maður sem atti saman manninum og tækninni. Af- kastamikill var hann ekki. Hann lést árið 1982, 71 árs gamall, og hafði þá aðeins leikstýrt sex kvikmyndum og einni stuttmynd. Ef það er einhver annar snillingur kvikmyndanna sem hægt er að líkja Tati við þá er það Buster Keaton. Reynslu sína sem gamanleikari öðlaðist hann í leikhúsum og tón- listarhöllum á fjórða og fimmta ára- tugnum. í fyrstu kvikmynd sinni, Jour de Fete, leikur hann póstmann sem er uppfullur af hugmyndum um að tæknivæða einfalt starf sitt. 1953 kynnir hann svo til leiks Monsieur Hulot í Sumarfríi Hulots, pípureykj- andi mann sem er ósköp venjulegur að öllu öðru leyti en því að ekkert virðist ganga upp hjá honum. Myndin fór sigurför um heiminn og eftir það var hann meira og minna að leika í Hulot og er hann til staðar bæði í Mon Oncle og Playtime. Fyrir Mon Oncle fékk Tati óskarsverðlaun þegar hún var valin besta erlenda kvikmyndin. Lengst vann Tati að Playtime sem er hápunkturinn á ferli hans. Þar var Hulot í hópi ferðamanna sem att var gegn tæknivæðingunni í París. Gagnrýnendur hældu henni sem meistaraverki og það urðu Tati mikil vonbrigði hversu illa hún gekk í kvikmyndahúsum. Hann gerði Traffic árið 1972, virkilega fyndna mynd þar sem Tati í hlutverki Hulots var, eins og oftast áður, á undan samtíð sinni. Síðasta mynd hans var svo Parade sem gerð var fyrir sjón- varp 1974. hkarl@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.