Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Page 24
24 TILVERA FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Fimmtíu ára Mörður Árnason alþingismaöur *■ Mörður Árnason alþingismaður, Laugavegi 49, Reykjavík, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Mörður fæddist í Reykjavfk og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi við MR 1973, lauk BA-prófi í íslensku og málvísindum við HÍ og Háskólann í Ósló 1977, og stundaði framhaldsnám í málvfsindum við Sorbonne í París á árunum 1978-81. Mörður starfaði við Orðabók HÍ 1981-84, var blaðamaður við Þjóð- viljann 1984-89 og ritstjóri þar 1988-89, var upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra 1989-91 og r> orðabókaritstjóri við Bókaútgáfu Máls og menningar og síðar Eddu- útgáfu hf. 1991-2003. Mörður var varaþingmaður Reykvíkinga fyrir Þjóðvaka 1995, varaþingmaður Jafnaðarmanna 1997,1999 og2001, varaþingmaður Samfyikingarinnar 2002 og er þing- maður Samfylkingarinnar í Reykja- víkurkjördæmi suður frá 2003. Mörður situr í menntamálanefnd Alþingis frá 2003 og í umhverfis- nefnd Alþingis frá 2003. Mörður var forseti Framtíðarinn- ar í MR, formaður SÍNE 1983-84, gegndi trúnaðarstörfum fyrir Al- þýðubandalagið, m.a. í miðstjórn frá 1986, sat í stjórn Birtingar frá 1989, var varaformaður siðanefnd- ar Blaðamannafélagsins og situr í stjórn Neytendasamtakanna. Mörður samdi ásamt öðrum Slangurorðabókina, sem út kom 1982, var tvisvar umsjónarmaður þáttarins daglegt mál, en saman- tekt þeirra þátta kom út á bókar- formi undir heitinu Málkrókar 1991 og var einn af útgefendum Grágás- ar 1992 og Vídalínspostillu 1995, ásamt Gunnari Kristjánssyni. ^ Fjölskylda Eiginkona Marðar er Linda, f. 1.6. 1958, sjúkraliði og skáld. Hún er dóttir Vilhjálms Ólafssonar sjó- manns, og Nonnýjar Björnsdóttur ritara. Sextfu ára strætisvagnstjóri í Reykjavík Grétar Skagfjörð Guðjónsson verkamaður, Lindargötu 58, 'r Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Grétar fæddist í Reykjavík en ólst upp í Höfnum á Reykjanesi. Hann fór til sjós fjórtán ára og stundaði sjómennsku á unglingsárunum. Þá starfaði hann hjá íslenskum aðal- verktökum í Keflavík til 1969, var bílstjóri hjá Sjöstjörnunni í fjögur ár og starfaði við Hraðfrystihús Keflavíkur i tvö ár. Grétar var smyrjari og háseti til Dóttir Marðar er Ölrún, f. 5.5. 1971, grunnskólakennari, búsett í Kópavogi, gift Helga Skúla Helgasyni rafvirkja og eiga þau tvö börn, Hlín og Hafþór. Systur Marðar eru Ilmur, f. 5.9. 1958, bókbindari, búsett í Reykjavík og á hún eina dóttur, Þuríði Blæ; Dögg, f. 28.8. 1964, læknaritari, búsett á Höfn í Hornafirði og á hún tvo syni, Berg og Björn. Hálfsystir Marðar, samfeðra, er Embla, f. 29.6. 1973, málfræðingur, nú í framhaldsnámi á Spáni en maður hennar er Ingólfur Björgvinsson, grafískur hönnuður. Foreldrar Marðar eru Árni Björnsson, f. 16.1. 1932, fræðimað- ur og rithöfundur og fyrrv. for- stöðumaður þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns, og Vilborg Harðar- dóttir, f. 13.9. 1935, d. 15.8. 2002, blaðamaður, varaþingmaður og framkvæmdastjóri Félags bókaút- gefenda. Ætt Árni er sonur Björns, b. á Þor- bergsstöðum í Laxárdal, Magnús- sonar, sjómanns á Hellissandi, Jó- hannessonar og Elínborgar Guð- mundsdóttur. Móðir Arna var Hólmfríður Margrét, systir Lilju, ömmu skákmannanna Helga Áss og Guðnýjar Lilju Grétarsbarna. Hólmfríður er dóttir Benedikts, b. á Þorbergsstöðum í Laxárdal, Krist- jánssonar, oddvita á Þorbergsstöð- um, Tómassonar. Móðir Kristjáns var Hólmfríður Hallgrímsdóttir, b. í Blönduhlíð í Hörðudal, Magnús- sonar. Móðir Hallgríms var Sigríður Jónsdóttir frá Tjaldanesi, systir, sammæðra, Gríms Thorkelíns leyndarskjalavarðar. Móðir Hólm- fríðar var Steinunn Jónsdóttir, syst- ir Jóns, afa Sveins, prests á Ríp, föð- ur læknanna Jónasar og Kristjáns og afa Sveins Jónssonar, fýrrv. knattspyrnukappa og formanns KR, og Ingibjargar, móður Magneu Matthíasdóttur rithöfundar. Móðir Benedikts var Ása Egilsdóttir, b. á Hornsstöðum, Jónssonar, og Mar- stjörnuna og starfaði þar til 1987, auk þess sem hann sá um aðflutn- inga fyrir refabú í Krýsuvík í tvö ár. Hann var við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja í fimm ár, vann við byggingu flugskýlis Flugleiða við Leifsstöð en stundar nú ákvæðis- flökun í Njarðvík, stundaði vöru- bflaakstur hjá Steypustáli í Hafnar- firði og ekur nú hjá Hraðvögnum í Hafnarfirði. Fjölskylda Grétar kvæntist 20.1. 1969 Guð- grétar Markúsdóttur, b. á Svarfhóli, Magnússonar, bróður Magnúsar, langafa Stefáns frá Hvítadal. Móðir Hólmfríðar Margrétar var Margrét Guðmundsdóttir, b. í Snóksdal, Guðmundssonar. Móðir Guðmundar var Margrét Magnús- dóttir, b. í Syðri-Hraundal á Mýr- um, Guðbrandssonar, b. í Tungu, Hannessonar, prests á Staðar- bakka, Þorlákssonar, sýslumanns og skálds í Súðavík, Guðbrands- sonar, sýslumanns í Ási í Vatnsdal, Arngrímssonar lærða Jónssonar. Vilborg var dóttir Harðar, bfl- stjóra í Reykjavík, bróður Svavars Gests, tónlistar- og dagskrárgerðar- manns. Hörður var sonur Gests, verslunarmanns í Reykjavík, Guð- mundssonar, b. í Bóndhól, Jóns- sonar. Móðir Harðar var Helga Loftsdóttir, b. á Gríshóli, Halldórs- sonar, og Katrínar Gísladóttur, oddvita á Saurum í Helgafellssveit, Sigurðssonar. Móðir Gísla var Elín, finnu Jóhannesdóttur, f. 7.3. 1946, húsmóður, en þau skildu 1991. Börn Grétars eru Guðrún Þ. Grét- arsdóttir, f. 11.12. 1968, húsmóðir í Njarðvík, og á hún þrjá syni; Eydís Grétarsdóttir, f. 2.4. 1971, húsmóð- ir í Njarðvík, og eignaðist hún fjög- ur börn en þrjú eru á lífi; Guðbjörg Guðný, f. 28.3. 1975, húsmóðir í Keflavík, og á hún tvö börn. Stjúpdóttir Grétars er Jóhanna H. Leifsdóttir, f. 11.1.1967, húsmóðirí Grímsnesinu, og á hún fjögur börn. Sambýliskona Grétars er Sudovan, f. 30.5. 1958, starfsmaður við Landspítalann í Fossvogi, af taflenskum ættum. Hálfbræður Grétars, sammæðra, eru Jón Sigurjónsson, f. 3.11. 1930, búsettur í Njarðvík; Robert Sigur- systir Guðmundar, langafa Gunn- ars Guðbjartssonar, formanns Stéttarsambands bænda. Annar bróðir Elínar var Jóhannes, langafi Guðmundar J., formanns Dags- brúnar. Þriðji bróðirinn var Hall- dór, langafi Ingólfs Margeirssonar, fyrrv. ritstjóra. Elín var dóttir Þórð- ar, ættföður Hjarðarfellsættar, Jónssonar. Móðir Vilborgar var Ragnheiður, systir Unnar, móður Sveins Snorra- sonar hrl. og systir Nönnu, móður Sveins Björnssonar sendiráðsrit- ara. Ragnheiður er dóttir Sveins, fiskimatsstjóra ríkisins, Árnasonar, útgerðarmanns í Reykjavík, Krist- jánssonar. Móðir Sveins var Jak- obfna Jónsdóttir, í Auðnum á Vatnsleysuströnd, Eiríkssonar. Móðir Ragnheiðar var Vilborg Þor- gilsdóttir, b. í Stórumörk, Þorgils- sonar. jónsson, f. 12.4. 1932, búsettur í Garðabæ; Vignir Sigurjónsson, f. 28.9. 1933, búsettur á Selfossi. Hálfsystir Grétars, samfeðra, er Helga Guðjónsdóttir, búsett í Reykjavík. Álsystkini Grétars eru Magnea Guðjónsdóttir, f. 22.3.1945, búsett í Reykjavík; Þorleifur Guðjónsson, f. 18.4. 1951, búsettur í Vestmanna- eyjum; Gísli Guðjónsson, f. 1.4. 1955, búsettur í Keflavík. Foreldrar Grétars; Guðjón Skag- fjörð Jóhannesson, f. 13.7. 1913, og Magnea Jónsdóttir, f. 14.3. 1909. Þau eru búsett í Reykjavík. Grétar verður að heiman á afmælisdaginn. Stórafmæli 90ára Sveinn Stefánsson, Hlíðarhúsum 5, Reykjavík. 80 ára Lilja Þorleifsdóttir, Mýrargötu 18b, Neskaupstað. Margrét Blöndal, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík. Siguriaug Þorsteinsdóttir, Tómasarhaga 13, Reykjavík. Þorbjörg Sveinsdóttir, Hraunbæ 102b, Reykjavík. 75 ára Bjarni Hansson, Kirkjubóli, Strandasýslu. Björgvin Oddgeirsson, Ársölum 5, Kópavogi. Þórólfur S. Ármannsson, Myrká, Hörgárdal. 70 ára Anna Þorsteinsdóttir, Hringbraut 2a, Hafnarfirði. Ema Hallgrfmsdóttir, Bárugötu 2, Dalvík. Guðjón Ársæll Tómasson, Safamýri 52, Reykjavík. Jakobína Þorgeirsdóttir, Hlíðarvegi 45, Siglufirði. Kristinn Þórir Jóhannsson, Svöluhrauni 7, Hafnarfirði. Þóra Þorsteinsdóttir, Kirkjubraut 18, Seltjarnarnesi. 60 ára Aðalsteinn B. ísaksson, Breiðvangi 2, Hafnarfirði. Jón Helgi Gestsson, Höfðavegi 30, Húsavík. Sveinbjörn Jónsson, Hraunbæ 107, Reykjavík. Þórarínn B. Þórarínsson, Lyngmóum 8, Garðabæ. 50 ára Dóra Marfa Elfasdóttir, Holtabrún 16, Bolungarvík. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. Enok Sveinbjörnsson, Þrastarási 21, Hafnarfirði. Flosi Sigurvin Valgarðsson, Engjaseli 33, Reykjavík. Guðrún Bryndfs Harðardóttir, Keldulandi 7, Reykjavík. Halldóra Jónsdóttir, Kjarrhólma 18, Kópavogi. Ingirfður B. Kristjánsdóttir, Einigrund 12, Akranesi. Jónas B. Sigurþórsson, Egilsstöðum 1, Selfossi. Magnús Þorvaldsson, Laugarbrekku 15, Húsavík. Sævar Eirfksson, Lágengi 26, Selfossi. Þórdís Amgrímsdóttir, Kópubraut 10, Njarðvík. 40ára Adolf Friðriksson, Lindargötu 44b, Reykjavík. Ásgeir Hlnrik Ingólfsson, Mýrum 13, Patreksfirði. Ásmundur Einar Ásmundsson, Kársnesbraut 119, Kópavogi. Ásmundur Orri Guðmundsson, Breiðvangi 2, Hafnarfirði. Birna Matthfasdóttir, Blönduhlíð 2, Reykjavík. Böðvar Guðmundsson, Brekkuhlíð 7, Hafnarfirði. Egill V. Benediktsson, Hólum, Stykkishólmi. Guðrún Gauksdóttir, Heimahaga 8, Selfossi. Hanna íris Guðmundsdóttir, Breiðvangi 5, Hafnarfirði. Magnús Þórarinn Magnússon, Hraunbæ 124, Reykjavík. Ólafur Jósefsson, Jaðarsbraut 7, Akranesi. Sigurður Þór Hafsteinsson, Dverghamri 36, Vestmannaeyjum. Grétar Skagfjörð Guðjónsson 1982, hóf þá aftur að aka fyrir Sjö-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.