Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Kaupþing Búnaðarbanki hefur framtíð Norðurljósa í hendi sér eftir æsilega at- burðarás undanfarna daga. Jón Ólafs- son kom til landsins á einkaþotu um hádegi í gær til að selja rekstur sinn, landareignir og fasteignir á íslandi. Fjórir hópar fjárfesta hafa áhuga á að kaupa félagið saman. Fjórir hópar fjárfesta hafa iýst yfir áhuga við Kaupþing Búnaðarbanka á því að kaupa Norðurljós. Eitt af lykilskilyrðum fjárfestanna er að bankinn ljúki samningum við Jón Ólafsson, stjórnarformann og aðal- eiganda félagsins, um að draga sig út úr rekstri þess. Fjárfestamir vilja líka kaupa annan rekstur og fasteignir Jóns hér á landi. Hóparnir endur- spegla nokkuð vel flóruna í íslensku viðskiptalífi. Fyrir einum hópi fer, samkvæmt heimiidum DV, Jón Ás- geir Jóhannesson stjómarformaður Baugs Group, fyrir öðmm fer Kaup- þing Búnaðarbanki, fyrir þeim þriðja Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar og íyrir þeim íjórða Finnur Ingólfsson, forstjóri Vátrygg- ingafélags íslands. Saman stefna þessir hópar að því að endurfjár- magna Norðurljós og bjarga þannig rekstrinum. Atburðarásin hefur verið æsileg á undanförnum sólarhringum. Leiddi hún til þess að í gær flaug Jón á einka- þotu til íslands frá London til að ganga frá samningum. Var gengið út frá því að samningar næðust seinni partinn í gær og búist við að Jón myndi senda frá sér yfirlýsingu um að hann hefði dregið sig út úr rekstri Norðurljósa og selt hlut sinn. í gær ræddi Jón við starfsmenn Norður- ljósa og sagði að viðræður stæðu við tvo aðila um að koma að rekstri Norðurljósa og að það myndi koma í ljós á næstu vikum hvað úr yrði. Kaupþing Búnaðarbanki stýr- ir ferðinni Kaupþing Búnaðarbanki hefur ör- lög Norðurljósa í hendi sér og stýrir því hvað verður um félagið. Sam- kvæmt heimiidum DV er verið að ganga frá samningum um að Jón selji Kaupþingi Búnaðarbanka hlutafé sitt í Norðurljósum og eru þeir samning- ar á lokastigi. Lánardrottnar Norðurljósa hafa lagt mikla áherslu á að ná samning- um við Jón til að leysa úr skuldastöðu félagsins og koma nýjum mönnum að rekstrinum. Skuldirnar eru svo miklar að Jóni er vart stætt á öðru en að fara að þeim skilyrðum sem bank- inn setur. Þolinmæði lánardrottnanna hefur verið á þrotum og eigendunum gert ljóst að ef ekki næðist að leysa úr málunum, yrði félagið keyrt í gjald- þrot fyrir áramót. Kaupþing Búnað- arbanki er stærsti lánardrottinn fé- lagsins og næst stærsti hluthafi en ásamt bankanum standa að sam- bankaláni Norðurljósa Landsbanki Islands og ABN Amro. Rekstur Norð- urljósa hefur gengið ágætlega að undanförnu en skuldirnar hafa sligað félagið. í samkomulaginu sem verið er að vinna að er gert ráð íyrir að Jón selji aðrar eignir sínar á Islandi. Þannig má gera ráð fyrir því að Arnarnes- landið verði selt íyrir milligöngu Kaupþings Búnaðarbanka, Fast- eignafélagið Stoðir kaupi húseignir fyrirtækja Jóns Ólafssonar við Lauga- veg og á Krókhálsi. Skuldir Norðurljósa em 6,9 millj- arðar. Hlutaféð er 1,679 milljónir króna. í dag á að halda hluthafafund þar sem gera á tillögu til stjórnar um að færa hlutaféð niður um áttatíu prósent. Félag Jóns Ólafssonar er stærsti hluthafi í Norðurljósum með 62% hlut. Jón segir tvær lausnir í sjón- máli Starfsmannafundur var haldinn í húsakynnum Norðurljósa í gær. Jón Ólafsson mætti á fundinn og ræddi málin við starfsmenn. Hann sagði að tveir hópar hefðu sýnt áhuga á Norð- urljósum dg að úr málunum myndi rætast á næstu vikum. Hann sagðist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að báðir aðilar væru góðir að- ilar. Hann sagði gjaldþrot ófæra leið fyrir félagið. Jóhann Hlíðar Harðarson, trúnað- armaður starfsmanna Norðurljósa, sagði að á fundinum í gær hefðu starfsmenn verið upplýstir um að þeir gætu sofið rólega næstu helgi og um næstu helgar og að upplýsingar sem hefðu komið frarn í öðmm fjölmiðlum væm rangar en að Jón Ólafsson hefði ekki treyst sér úl að upplýsa nánar um hvaða lausnir væm í sjónmáli. kgb@dv.is l__ 8 ' Gunnar Smári Egilsson Snýst um hverjir menn eru „Það er ekki hægt að takmarka rétt manna til að eiga og reka fjöl- miðla umfram samkeppnislög án þess að ganga gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um rit- og tján- ingarfrelsi," segir Gunnar Smári Eg- ilsson, ritstjóri Fréttablaðsins. „Ann- ars er öll þessi umræða hin sérstæð- asta og snýst lfklega meira um vilja manna til að stjórna því hverjir komi nálægt fjölmiðlum á íslandi en að aðstæður kalli á hana.“ Bogi Ágústsson Samkeppnislög nægja „Ég er sammála því sem komið hefur fram að Samkeppnisstofnun sé nægt aðhald fyrir fjölmiðla," segir Bogi Agústsson, fréttastjóri Ríkis- sjónvarpsins. „Ég sé ekki tilefni til sérstakrar lagasetningar. Ef vafi leikur á áhrif- um eigenda á fréttaflutning geta les- endur, hlustendur og áhorfendur fellt sinn eigin dóm. Fjölmiðlar eru vissulega ekki eins og önnur fyrir- tæki en allt sem setur fjölmiðlum skorður er af hinu verra." Ráðherra skoðar eignarhald fjölmiðla Tómas Ingi Olrich, menntamála- ráðherra, hefur falið ráðuneytis- starfsfólki að skoða löggjöf um eign- arhald á fjölmiðlum. „Það er verið að setja þessa vinnu í gang", segir menntamálaráðherra. Aðspurður um tilefni skoðunarinnar vísar ráð- herra til umræðunnar sem farin sé af stað um málið, þar sem fram hafi komið áhyggjur af þróun mála. „Það eru hvorki ákvæði í Iögum um prentrétt né í útvarpslögum sem takmarka fjölda ijölmiðla í eigu sömu aðila." Hann bendir á að ekki sé heldur í íslenskum lögum ákvæði sem t.d. takmarki möguleika þeirra sem eigi prentmiðla á því að eiga jafnframt ljósvakamiðla, en dæmi séu um takmarkanir af því tagi í öðr- um löndum. Aðspurður um hvort þessi athugun tengdist eigenda- skiptum á DV og mögulegum breyt- ingum á eignarhaldi Norðurljósa, ít- rekaði ráðherrann að vinnan í ráðu- neytinu tengdist umræðunni und- anfarið um samþjöppun eignar- halds á fjölmiðlum. Hann staðfesti að þessi athugun hefði verið sett af stað fyrir nokkrum dögum. Ráð- herra vill hvorki játa því né neita að málið hafi verið rætt í ríkisstjórn- inni, enda ekki venja að ræða um mál sem séu þar til umræðu. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.