Nýtt dagblað - 05.07.1941, Blaðsíða 4
Bæjarfréttír
Héraðsmót Borgfirðinga
verður háö við Hvítá hjá
Ferjukoti á sunnudaginn kem
ur. Laxfoss flytur Reykvík-
inga upp í Borgarnes á sunnu
dagsmorguninn og suður aft-
ur um kvöldið.
Stefán Pálsson, sonur Páls
Ólafssonar útgerðarmanns,
hefur nýlega lokið prófi í
tannlækningum við háskól-
ann í Kaupmannahöfn.
Handknattleikastúlkur frá
Akureyri voru væntanlegar
hingað til bæjarins í gær-
kvöld, koma þær hingaö í
boði Glímufélagsins Ármanns
og keppa á . handknattleiks-
móti íslands, sem hefst hér
í bænum á morgun. Stúlkurn-
ar eru úr íþróttafélaginu Þór.
Sjómannaskólinn. Sjö
manna nefnd hefur verið skip
uð til þess að hafa með hönd-
um undirbúning að byggingu
sjómannaskólans og aðrar
framkvæmdir sem þar aö lúta
Friðrik Ölafsson skólastjóri
stýrimannaskólans er formað-
ur nefndarinnar.
Leiðrétting. Tvær meinleg-
ar villur slæddust inn í grein
um afstöðu finnskra sósíal-
demokrata á forsíðu blaðsins
í gær: franskur í stað finnsk-
ur og bolsévikkavinur í stað
bolsévikkaóvinur.
Æsfandid i her~
feknulöndunum
Frá útvarpsstöðinni í Mosk-
va koma ýmiskonar fréttir um
ástand það, er ríkir í löndun-
um, sem Hitler hefur lagt
undir sig í þessari styrjöld.
Segir þar meðal annars, aö
hundruð þúsunda verkamanna
í þeim löndum séu sendir til
Þýzkalands og látnir vinna þar
14—16 stundir á dag. 62 þús.
undir hafa komið frá París
einni saman, og stjórnin í
Júgóslavíu hefur ákveðið að
senda 55 þúsundir verka-
manna til Þýzkalands.
Þá segir Moskvaútvarpið
ennfremur að rúmenskir fang-
ar, sem Rauði herinn hafi
tekið, segi ljótt af ástandinu
í Rúmeníu og þeirri ólgu í
hugum fólksins, sem það .á-
stand hefur skapað. Sjálfir
segjast þeir berjast af hræöslu
einni saman, því að öðr-
um kosti séu þeir skotnir.
Þeir segja að stjórnin í Rúm-
eníu banni rúmensku her-
mönnunum að sækja leikhús,
kvikmyndahús, gildaskála og
aðra opinbera staði í föður-
landi sínu. En þýzku hermenn
•irnir njóta allra þessara rétt-
inda. Það er talin minni hætta
samfara því, þótt þeir séu inn
an um fólkið í Rúmeníu.
Útvarpsstöð hinnar evróp-
isku byltingar, (bylgjulengd
31,2), sagði í fyrrakvöld, að
af þýzkum blöðum mætti
ráða það, að mesti krafturinn
muni úr sókn Þjóðverja að
sinni, og muni Hitler senn
þurfa að taka sér hvíld til
undirbúnings nýrri sókn.
Abbadísin og námsmeyjar klaustursins í I. þætti.
Tíl mínnís
,r
Næturlæknir: Pétur Jakobs-
son, Vífilsgötu 6, sími 2735.
Næturvörður er í Ingólfs- og
Laugavegsapótekum. Allar bif
reiðastöðvamar hafa opið í
nótt.
Útvarpið í dag:
12.00—13.00 Hádegisútvarp
15.30—16.00 Miðdegisútvarp
19.30 Hljómplötur: samsöng-
ur.
19.50 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.30 Upplestur: „Sorg“, smá.-
saga eftir E. Howie (Har-
aldur Björnsson leikari).
21.00 Útvarpstríóið: Einleikur
og tríó.
21.20 Hljómplötur: a) Dans-
sýningarlög eftir Massenet.
b) Sönglög eftir Schubert.
21.50 Fréttir.
22.00 Danslög.
Dagskrárlok.
S^íni: áskrifendam
Operettan Nitouche
sýnd á Norðurlandi
Tónlistarlélagið og Leikfé-
lag Reykjavíkur hefur ákveð-
ið að leggja af stað í fyrra-
málið í leikför til norðurlands,
og sýna þar óperettuna Nit-
ouche, sem búið er að sýna
hér 40 sinnum fyrir 12000
leikhúsgesti. Þátttakendur far
arinnar verða 55.
Ægíleg hungurs-
ne^d í Sevílla
Sjómaöur einn, sem veriö
hefur í siglingum í vetur,
heilsaði upp á Nýtt dagblað
fyrir fáum dögum. Spurðum
vér hann tíðinda úr feröum
hans og gaf hann í hvivetna
hin greiöustu svör. Meðal
annars barst talið þar að, að
hann sagöist hafa verið 1
Sevilla á Spáni um 20. apríl
1 vor. Kvaðzt hann aldrei
hafa séð þvílíka eymd og þar,
alþýða manna gekk hálfnak-
in og hóparnir voru sífellt við
skipið að betla mat. Meira að
segja, tolleftirlitsmaðurinn
og hafnsögumaöurinn, sem
fyrstir komu út í skipið,
struku magann, sögðust vera
svangir og báðu um mat.
Sagði sjómaðurinn, að þeir
hefðu oft rétt upp á bryggj-
una matarleyfar, og einu
sinni kom það fyrir, að krakk
ar ruddust svo fast að krukk-
unum, sem upp voru réttar,
að tveir þeirra féllu í sjóinn.
Sagði hann mörg einstök atr-
iði, sem fyrir báru, méðal ann
ars minntist hann á konu
eina, sem oft kom að skip-
inu, og gaf einn hásetanna
henni peysu. Þeir höfðu þær
fregnir af konu þessari, að
hún myndi hafa verið leik-
kona, en neitað að leika eftir
kokkabók fasistanna og held-
•ur kjörið að fara á vergang
og freista að halda við lífi
sínu með betli.
Lagt verður af stað
snemma 1 fyrramálið og fariö
með bílum fyrir Hvalfjörð til
Akureyrar og komið þangað
annað kvöld. Veröur svo leik-
ið á Akureyri á sunnudags og
þriðjudagskvöld, og farið til
Húsavíkur og leikið þar á miö
vikudagskvöld og fimmtudags
kvöld. Frá Húsavík verður
haldið heimleiöis og leikið a
Sauöárkrók annað simnudags
kvöld, en á Blönduós mánu-
dagskvöldið 14. þ. m.
Fararstjóri veröur Hálfdán
Eiríksson og skýrði hann Nýju
dagblaði svo frá í gær, að för-
in væri aðallega farin til þess
að gefa norðlendingum kost á
því að gleyma styrjöld og ann
ríki nokkrar klukkustundir.
Það var fyrst í vetur, sem
samvinna hófst milli Tónlist-
arfélagsins og Leikfélagsins
og hefur hún gengið í alla
staði prýðilega. Má því líta
á þessa sameiginlegu leikför
félaganna, sem frekari stað-
festingu þeirrar samvinnu.
Míklar loftárásír
Framh. af 1. síðu.
hafi skotið niður 225 flugvél-
ar yfir Miðjarðarhafi, en misst
sjálfir 66.
Sjómaðurinn sagði, að eng-
an mat hefði þar verið hægt
að fá og ekkert kolablað og
komst skipið með naumind-
um til Portúgalskrar hafnar
fyrir kolaleysi. — Með mynda
vélar máttu þeir ekki fara í
land og engar myndir taka.
Þó kvaö hann þá hafa náð
nokkrum myndum, þar á með
al mynd af betlikonunni í ís-
lenzku peysunni. Taldi hann
ekki ómögulegt, að hann gæti
útvegað Nýju dagblaði þá
mynd, til að sýna hana les-
endum sínum.
y
1 Tvennskonar viðhorf
— Gerðu mér það ekki erfiðara en það er þegar orðið,
sagði hann.
— Dettur þér í hug, að ég sleppi þér núna? Nei. Ég elska
þig-
— Hvernig ætti ég að geta beðið þig að giftast mér?
Eg er algjörlega eignalaus maður. Faðir þinn myndi aldrei
samþykkja slíkan ráðahag.
— Hvað kemur mér það við? Eg elska þig.
Hann sagði henni frá því, sem hann ætlaði að géra. Það
var staöreynd að hann varð að geta unnið sér inn peninga
og það strax. Georg Braunshmidt, sem var gamali vinur
ijölskyldunnar, hafði boðið honum að láta hann fá atvinnu
og kannske síðar að taka hann í félag með sér. Georg var
var Suðurhafskaupmaður og hafði umboösmenn á fjölmörg-
um eyjum Kyrrahafsins. Hann hafði stungiö upp á því við
Edward, að hann færi til Tahiti og ynni þar undir stjóm
hinna beztu forstöðumanna hans, svo að hann gæti af
eigin reynd kynnst starfsemi og fyrirkomulagi þessa risa-
vaxna fyrirtækis. Að þeim tíma liðnum átti hann að fá
stöðu í Chicago. Það var alveg sérstakt tækifæri, sem Ed-
ward bauðst þama, og þegar hann hafði lokið skýringum
sínum, þá leit ísabel á hann glöð og brosandi.
— Heimskinginn þinn! Hvers vegna ertu að gera mig
sorgbitna að óþörfu?
Það birti yfir svip hans, og það komu glampar í augun.
— ísabel! Getur það verið, að þú ætlir að bíða eftir mér?
— Heldurðu að þú sért ekki þess verður? sagði hún
brosandi.
— Ó! Þú mátt ekki hlæja að mér, ekki núna. Hugsaðu
þig vel um, það verða tvö ár.
— Vertu óhræddur, Edward. Eg elska þig og ég skal
giftast þér, þegar þú kemur aftur.
Georg var lítiö fyrir að draga á langinn. Hann hafði
sagt Edward, aö ef hann tæki stöðina, þá yrði hann
að sigla samdægurs frá San Froncisco.
Síðasta kvöldið var Edward hjá ísabel. Eftir kvöldverð
bað Mr. Longstaffe Edward um að tala við sig inni í reyk-
ingasálnum.
ísabel hafði sagt föður sínum frá fyrirætlun Edwards
og hann hafði tekið því vel. Edward gat því ekki gert sér
neina grein fyrir því, hvað Mr. Longstaffe myndi ætla að
tala við hann. Hann var því mjög undrandi, er hann sá
hversu vandræðalegur Mr. Longstoffe var, því að hann
hreint og beint stamaði.
Fyrst talaði hann um daginn og veginn, en svo sagði
hann allt í einu hálf gremjulega um leið og hann leit á
Edward:
— Þú hefur sennilega heyrt talað um Arnold Jackson?
Edvard hikaði við svarið, en hin meðfædda sannleiksást
neyddi hann til þess að kannast við hið rétta. Hann hefði
þó gjama viljað getaö neitað því, að hann vissi nokkuð
um þetta.
— Já, ég hef heyrt talað um hann, en það er mjög langt
síðan, svo að ég held að ég hafi ekki tekið mikið eftir því.
— Það eru sennilega ekki margir hér í Chicago, sem ekki