Nýtt dagblað - 23.07.1941, Síða 4
m
Bæíarfréftír
Kastaði sér fyrir bíl. í fyrra
dag kl. rúmlega eitt kastaði
kona sér fyrir bíl, sem var á
leið yfir Kópavogsháls. Bíl-
stjórinn gat komið í veg fyrir
að slys yrði af þessu. Kona
þessi er eitthvaö biluð á sinni
og var flutt á geöveikrahæli.
Ferðafélag íslands biður
þátttakendur í öræfaferðinni,
sem hefst á föstudagsmorgun-
inn, að taka farmiða á skrif-
stofu Kristjáns Ó. Skagfjörös,
Túngötu 5 fyrir kl. 6 í kvöld.
Björgunarfleki finnst. Esja
fann í síðustu för sinni björg-
unarfleka úti fyrir Homafirði.
Kom Esja með flekann hing-
að til bæjarins- Skipsnafn var
á flekanum, en orðið máð. Þó
halda menn að hér sé um að
ræða fleka af norsku skipi,
sem sökkt var norðan við
Hjaltland. Auðséð var, að
menn höfðu dvaliö á flekan-
um alllengi, því að vistir voru
eyddar og eins eldflugur, sem
flekanum fylgdu.
Slys. Nýlega vildi það slys
til inni á Laugavegi, að stúlka
sem þar var á gangi varð fvr-
ir brezkum hermanni á bif-
hjóli. Meiddist stúlkan nokk-
uö á fæti og handlegg, en þó
ekki alvarlega.
t
Trúlofun. Nýle^a hafa opin-
berað trúlofun sína ungfrú
Lára Þórðardóttir Sóleyjar-
götu 15 og Tyrfingur Þórar-
insson trésmiður í Borgamesi.
Nýtt dagblaö óskar hjónaefn-
unxun til hamingju.
I. flokks mótið. Landsmót
fyrsta flokks í knattspymu
hefst annað kvöld á íþrótta-
vellinum með kappleik K. R.
og Víkings. Annar leikur
mótsins verður á föstudag og
keppa þá Fram og Valur. Mót-
inu heldur áfram í næstu
viku, mánudaginn 28. júlí, 29.
júlí, 31. júlí og fyrsta ágúst.
Foríngjar brezkra
kommunista
Framh. af 1. síðu.
William Gallachcr sagðíi í ræð(u
Siani:
„Þegar Churehill uppgötvaðiað
hagsmunir Stóra-Bretlands og Sov
étríkjasambandsins gætu verið
grundvöllur að samkomulagi milli
landanna, eins og sakir standa,
var páð vegna þess að hann hafði
í grundvallaratriðum lagt niður
andstöðu sina gegn kommúnista-
hreyfingunni.
Það sem miestu varðar nú, er
samvinna milli lands vors og Sov-
étríkja-sambiandsins að velferðar-
málum þ j ' ðinina í báðum löndum.
Við munum styðja stjórnina í
öllu því, sem hún tekur sér fyr-
ir hendur til að greiða fyrir slíkri
samvinnu“.
News chronicle h-qfur það eftir
Rauter-fréttaritara í Sviss, að á
Italíu hafi refsingar við því að
hlusta á útvarpsstöðvar óvinanna
eða hlutiausra landa verið þre-
faldaðar. Fyrsta brot vajrðar nú
sex mánaða fangelsi, en dauða-
refsing liggur við sé brotið í-
trekað.
Tíl mínnís
Næturlæknir: Þórarirm
Sveinsson Ásvallagötu 5, sími
2714.
Jarðarför bróður míns,
Guðfóns Óskars Porsfcínssonar,
Líndargötu 44, fer fram frá Dómhírkjunní í dag (míð-
víhudag) hl. 3 e. h. — Jarðað verður í nýja hírhju-
garðínum.
Benedíht Þorsteínsson.
H. E. Bates:
Sláttumaðurinn
Um hádegisbilið á heitum júnídegi var sveitadrengur á
ferð eftir afskekktri engjagötu. Hann reið gráum hesti.
Blöð trjárunnanna höfðu skrælnað í sólskininu og voru
orðin brún, en neliikur og villirósir glóðu eins og stjömur í
grænu grasinu. Loftið var þrtmgiö vorilmi, angan runna-
blómanna, ilmi rósanna og ferskri gróöursterkju engjajurt-
anna.
Drengurinn hafði farið úr jakkanum og breitt hann yfir
reyrmalinn, sem hékk við hnakkbogann. í malmim voru
bjórflöskur og jakki drengsins skýldi þeim fyrir mesta sól-
arhitanum. Drengurinn fór mjög gætilega, lét hestinn lötra
áfram og gætti þess, að hann brokkaði ekki. Hann stöðvaöi
hestinn líka öðruhvoru og þreifaöi um stútinn á bjórflösk-
unum, rétt eins og flutningur þeirra væri svo ákaflega þýö-
ingarmikill. Flöskimiar voru kaldar, en jakkinn var heitur.
Hann beygði út af engjagötimni og fór gegn um hlið inn
á engið. Hliðið stóð opið og drengurinn reið yfir ljána, sem
þomaði í sólskininu. Engið var sjö til átta ekrur á stærð og
þriðji hluti þess var þegar sleginn. Þurrt heyið hrökk und-
an fótum hestsins og blómin, sem fyrir skömmu siðan höfðu
prýtt engið lágu nú bliknuð og skrælnuðu í sólskininu.
Himnn megin á enginu var maður að slætti, og kvenmað-
ur, sem sló í sundur múgana með hrífu. Maðurinn var dökk-
ur í útliti, er konan var klædd hvítri treyju og grænu pilsi,
sem þó var svo upplitað, að það hafði fengið sama litblæ
og ljáin, sem bliknaði í sólskininu. Drengurinn reið til
þeirra. Hið sterka sólskin helltist þráðbeint náöur og hvergi
var skugga að fá nema á einum stað undir eikitré og svo
hjá pílviði, sem stóð innhverfis tjöm, sem notuð var til þess
að brynna skepnum í.
Allsstaðar var .hljótt og skrjáfið í ljánni undan fótataki
hestsins og suðið í flugunum, þar sem blómin stóðu enn á
óslegnu enginu, virtist gera þögnina dýpri.
Konan rétti sig upp, hallaði sér fram á hrífuna, brá hönd
fyrir augu og horfði í áttina til drengsins, þegar hún heyröi
hann nálgast. Maðurinn hélt áfram að slá, veifaði orfinu
jafnt og taktfast, hann sneri baki að konunni.
Andlit konunnar var dökkt og svipfallegt, húðin dökkbrún
og gljáandi, kinnbeinin há og rauöleit, líkt og á sígauna.
Hár hennar var svart og hún hafði vafiið því um höfuðið
þannig að það líktist sofandi slöngu. Sjálf var hún lík
slöngu, líkaminn var grannur og liðugur, augmi skær og
björt. Drengurinn reið til hennar og fór af baki. Hún sleppti
hrífunni, tók um höfuð hestsins og strauk það.
„Getur hann komið?“ spurði hún.
Drengnum hafði ekki unnizt tími til þess að svara, áður
en maðurinn kom, með rauðan, óhreinan vasaklút í hend-
inni, sem hann þurrkaði svitann af andlitinu og hálsinum
með. Andlit hans var breitt og sviplaust, varirnar þykkar,
augun grá og fjörlaus. Andlit hans var rauðlitað af sól og
vindi, eins og á Indíána. Hann var á að giska um fertugt
og gekk nokkuð álútur, og hægt og gætilega, hann stakk
við á vinstra fæti.
„Fannstu hann?“, spurði hann drenginn.
Drengi eða telpnr
vantar til þess að bera Nýtt dagblað tU kaupenda í bæn-
inn. Upplýsingar á afgreiðslu Nýs dagbiaðs, Austurstrætí
Þýzk-russneska
stríðíð
Framh. af 1. síðu.
drekasveitir sínar svo langt
fram, sem raun beri vitni um,
en inn leið sé þeim stefnt í
mikla hættu, sem þegar hafi
orðið Þjóðverjum þung á bár-
unni.
Þjódvcrjar verða að
bírfa sígurfílkynníngar
Þá skýra brezk blöð svo frá,
að það sé mesti misskilningur
að líkja orustunum á austur-
vígstöövunum við orustuna
við Tannenberg í fyrri heims-
styrjöldinni. Hermennimir
gefist ekki upp nú eins og þá.
Eíga ekkerf skylf víð
Tannenbergorusfuna
Loks skýrir Lundúnaútvarp-
ið frá því, aö útvarpsstöðin í
Minsk sé enn í höndum Sov-
étríkjanna og haldi áfram aö
útvarpa. Þá er og skýrt frá
því, að á finnsku vígstöðvunr
um sé byrjaður skotgrafa-
hemaður.
Kreppír að Þýzka flug-
flofanum
Útvarpið í Moskva skýrir
svo frá, að Þjóöverjar séu
famir aö nota flugvélar frá
Ítalíu og herteknu löndunum
í viðureign sinni á austurvíg-
stöðvimum. Þykir þetta ótví-
rætt benda til þess að flug-
vélatjón Þjóðverja sé orðið í-
skyggilegra en þeir vilja vera
láta.
Næturvörður er í Lyfjabúð-
inni Iöunn og Reykjavíkur-
apóteki.
Næturakstur annast Bif-
reiðastöðin Hekla, sími 1515.
Útvarpið í dag:
12.00 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
19.30 íþróttaþáttur (Sigfús
Halldórs frá Höfnum).
19.50 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20-30 Erindi: Úr óbyggðum
Þorsteinn Jósepsson blaða-'
maður).
21.00 íslenzk lög (hljómplöt-
ur).
21.05 Auglýst síðar.
21.35 Hljómplötur: Vínar-
dansar eftir Beethoven.
21.50 Fréttir. — Dagskrárlok.
Síldvieiði er ennpú fremur lítil,
|m> fékk togarinn Garðar frá
Hafnarfirði fullfermi síldar úti fyr
ir Hornströndum, og auk þess
fengu tveir mótorbátar frá ísa-
firði góðan afla á pessum slóð-
um.
I gær komu fáeinir bátar með
síld til Sigluf jarðar og höfðu þeir
einkum fengið afla sinn úti fyr-
ir Skaga.
Flugvélin starfar nú að síldar
leit fyrir Norðurlandi. Leitaði
hún síldar í gær og varð vör
við allmikið af henui einkum vest
au til í Húnaflóa, úti fyrir
Ströndum.
Vopnabandalag lapana og
Þjóðverja
12, sími 2184.
Kannske rætist nú hin áragamla ósk Japana og Þjóðverja að
geta farið sameiginlega í stríð gegn Sovétríkjunum.